Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 22. janúar 1988 Segja má að hann hafi alist upp á hóteli. Hann fór ungur að vinna á hóteli, nokkrum árum síðar lá leið hans í eldhúsið og hann lærði til kokks. Konunni sinni kynntist hann á hóteli og hann stundaði framhaldsnám í hótelrekstri erlendis. Fyrir tæpum tveim árum réðst hann sem hótelstjóri á Hótel Húsa- vík. Það er hótelmaðurinn Pétur Snæbjörnsson sem er I helgarviðtali og við spjöllum um hótelrekstur og ferða- mannaþjónustu en fyrst er spurt um ætt og uppvaxtarár. «Ég er fæddur á Húsavík 29. desember 1959. Foreldrar mínir eru Snæbjörn Pétursson í Reyni- hlíð og Guðný Halldórsdóttir, frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Ég tilheyri þessum stórættum, Skútustaðaætt og Hraunkotsætt. Afi minn og amma stofnuðu hlutafélagið Reynihlíð hf. og ráku hótelið. Tvö af börnum þeirra erfðu hlutafélagið og eiga nú hótelið ásamt sínum fjölskyld- um og þar hef ég meira og minna alið manninn á uppvaxtarárun- um. Faðir minn er forstöðumað- ur Rannsóknarstofu Kísiliðjunn- ar, sér um gæðaeftirlit þar. Mamma hefur alltaf unnið á hótelinu. Ég var byrjaður að vinna á hótelinu níu eða tíu ára gamall og vann þar á hverju ein- asta ári til 1983 þegar ég fór til Noregs. Aldrei fundist ég neitt ofboðslega víðsýnn Kona mín er María Rúríksdóttir frá ísafirði og við eigum eina litla dóttur, Þuríði, sem er þriggja ára. Við María kynntumst þegar við unnum bæði í Hótel Reynihlíð. Hún er viðskiptafræðingur og vinnur nú hjá Endurskoðunar- miðstöðinni N. Mancher. Það er ágætt að vera Þingeyingur en toppurinn er að eiga konu að vestan.“ - Hvernig var að alast upp í Mývatnssveit? „Það var ljúft, það má eigin- lega segja að maður sé alinn upp undir einhverskonar náttúru- áhrifum ef maður er alinn upp í Mývatnssveit. Auk þess er um að ræða þjónustufyrirtæki í eigu fjölskyldunnar með miklum árstíðabundnum sveiflum í aðsókn, mikil traffík er á sumrin. Níu ára gamall fór ég í heimavist- arskólann á Skútustöðum svo maður hafði takmörkuð kynni af heimilislífi á tímabili. Þetta var ekki langt sem maður fór en engu að síður er það lífsreynsla út af fyrir sig að fara að heiman níu ára gamall. Þetta gerðu allir á þeim árum og það þótti ekkert sérstakt.“ - Þú ferð að vinna á hótelinu svona ungur, við hvaða störf varst þú? „Fyrstu árin var ég að afgreiða bensín og hjálpa til við eitt og annað. Þegar ég var orðinn 16 ára fór ég að læra matreiðslu og var á samningi þarna uppfrá, á námstímanum vann ég í Hótel Reynihlíð á sumrin en þar var lít- ið um að vera á veturna svo ég Fjölskyldan samankomin framan við Hótelið á Húsavík. Pétur, María og Þuríður litla. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótel Húsavík: „TOPfíMNNAÐ EIGA KONV AÐ VESTAN“ vann á veitingahúsum í Reykja- vík, þá mánuði sem ég var ekki í Hótel og veitingasköTanum. Það var að mörgu leyti mjög skemmtilegt að læra til kokks á þennan máta, maður varð síður einhæfur. Þegar ég var að læra var einmitt mjög mikil umræða um að menn færu inn á einn stað, lærðu þar að búa til einhverja til- tekna sósu og gerðu nánast ekk- ert annað næstu fjögur árin. Ég lenti aldrei í þessu, það var frek- ar að maður örvaðist því þetta var allt svo nýtt og gaman." - Hvaða áhrif hafði umgengni þín við erlenda ferðamenn á þig? Varstu ekki orðinn altalandi á erlend tungumál þegar þú varst smástrákur? „Ég segi það nú ekki, ég kann til dæmis ekki eitt einasta orð í þýsku. Maður var ekki mikið í því að trana sér fram og ræða við ferðamennina og ég hef það á til- finningunni að á þessum árum hafi verið miklu meira af íslensk- um ferðamönnum. Útlendingar á eigin bíl var nokkuð sem ekki sást en erlendir ferðamenn voru í hópum á rútum.“ - Jók það víðsýni þína að vinna á svona stað? „Ég held að það megi segja það, hinsvegar hefur mér aldrei fundist að ég væri neitt ofboðs- lega víðsýnn. Frekar hefur mað- ur unnið að því að auka víðsýni með smá flækingi en þetta hefur kannski orðið til þess að maður gerði sér grein fyrir að maður þarf að vera víðsýnn." „Það er hreinlega slegist um að koma ferðamönnunum út fyrir þetta alræmda Suðvesturhorn.“ Kokkar geta allt „Ég fékk sveinsbréf í matreiðslu haustið 1980, eftir það var ég á Hótel Reynihlíð á sumrin en í Reykjavík á veturna og vann á hinum og þessum stöðum. Ég tók matreiðsluna eiginlega sem fyrsta skrefið áfram. Ég sá það strax að ef maður ætlaði að reka fyrirtæki af þessarri gerð hér á landsbyggðinni þá væri alveg nauðsynlegt að geta bjargað sér með alla skapaða hluti og mat- reiðslan væri mjög góð undir- staða. Það er eins og einn góður kennari minn í Noregi sagði: „Ef þú veist ekki alveg hvað þú ætlar að gera skaltu verða kokkur því þá geturðu gert allt.“ Það er staðreynd að kokkar finnast í ótrúlegustu stöðum. Ég fór til Noregs 1983 til fram- haldsnáms, fyrsta árið lærði ég stjórnun eldhúsa en síðan almenna hótelstjórnun og rekstur í eitt og hálft ár. Sem sérsvið tók ég hverskonar nýframkvæmdir og endurnýjun. Ég kunni mjög vel við mig í Noregi og þetta gekk allt skínandi vel fyrir sig. Ég lauk námi í desember 1985, þá kom ég heim og í janúar fór ég að vinna hjá Ólafi Laufdal. Um vorið kom ég til Húsavíkur, Sam- vinnuferðir ráku þá hótelið, ég var ráðinn hótelstjóri og hef ver- ið hér síðan. Hér er ég á heima- slóðum og líkar vel.“ - Mikið hefur verið spjallað um rekstrarerfiðleika hjá hótel- inu að undanförnu, er bjartara framundan? „Það er spurning hvar þú dreg-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.