Dagur - 03.02.1988, Side 4
IDAG — flSGt ífiíi'ído) ,E
4 - DAGUR - 3. febrúar 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir),
STEFÁN SÆMUNDSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Fylgi stjóm-
málaflokkanna
I byrjun þessarar viku voru birtar niðurstöður
tveggja skoðanakannana um fylgi stjórnmála-
flokkanna. Annars vegar er um að ræða skoðana-
könnun Hagvangs og hins vegar skoðanakönnun
DV. Báðar þessar kannanir voru unnar í lok janúar
og þótt þær byggi á misstóru úrtaki eru niður-
stöðurnar merkilega áþekkar. Saman ættu þær að
gefa allgóða mynd af „vinsældum" stjórnmála-
flokkanna meðal kjósenda um þessar mundir.
Það sem vekur athygli, þegar niðurstöður þess-
ara kannana eru skoðaðar, er einkum tvennt. Ann-
ars vegar hversu lítils fylgis ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar nýtur nú um sinn og hins vegar hversu
ótrúlega mikið fylgi Kvennalistans mælist. Sam-
kvæmt skoðanakönnun Hagvangs er Kvennalistinn
nú þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn, skammt á
eftir Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Kvenna-
listinn virðist halda áfram að eflast þrátt fyrir það
að hann sýni lítil tilþrif í stjórnarandstöðu og hafi
sig lítt í frammi í fjölmiðlum. Baráttuaðferð þeirra,
þ.e. að vinna sér fylgis með þögn og aðgerðaleysi,
er ný af nálinni og hefur ekki dugað langt hingað til.
Hins vegar hagnast Kvennalistinn á því hversu
sundurlynd og máttlaus stjórnarandstaðan er í
heildina litið og vissulega ber Kvennalistinn
höfuð og herðar yfir samstarfsflokka sína á þeim
vettvangi. Af sömu ástæðu tapa allir hinir stjórnar-
andstöðuflokkarnir fylgi.
í sjálfu sér þarf engum að koma á óvart þótt fylgi
ríkisstjórnarinnar mælist lítið. Samstaðan innan
stjórnarinnar hefur ekki verið áberandi mikil
undanfarnar vikur og auk þess hafa stjórnvöld stað-
ið fyrir róttækum breytingum á tekjuöflunarkerfi
ríkissjóðs, sem hafa mætt talsverðri andstöðu með-
al almennings. Sérstaklega hefur sú ákvörðun, að
leggja söluskatt á matvörur, mælst illa fyrir. Þá
geldur ríkisstjórnin þess að verðlækkunaraðgerðir,
sem vega áttu á móti hækkununum, hafa ekki skil-
að sér að fullu út í verðlagið. Þetta kynni að breyt-
ast þegar frá líður en þó er ljóst að framþróun efna-
hagsmála næstu mánuði mun ráða mestu um það
hvort stuðningur kjósenda við ríkisstjórnina eykst
eða minnkar.
Hvað stjórnarflokkana varðar, kemur Framsókn-
arflokkurinn mjög vel út í báðum könnununum og
eykur fylgið frá síðustu kosningum verulega. Sjálf-
stæðisflokkur bætir lítillega við sig en á langt í land
með að ná þeim styrk sem hann hafði áður en Borg-
araflokkurinn var stofnaður. Alþýðuflokkurinn er
enn á niðurleið og hefur sýnt fylgistap í öllum skoð-
anakönnunum sem framkvæmdar hafa verið frá síð-
ustu kosningum. Það er athyglisvert.
Þótt ávallt skuli taka niðurstöðum skoðana-
kannana sem þessara með ákveðinni varúð, gefa
þær engu að síður ákveðna vísbendingu um það
hvernig landið liggur. Framsóknarmenn, sjálf-
stæðismenn og kvennalistakonur mega vel við una
en niðurstöðurnar eru umhugsunarefni fyrir aðra.
BB.
viðtal dagsins
„Þetta eru ákaflega
falleg og vinaleg dýr“
- spjallað við Auðun Hafsteinsson kanínubónda á Narfastöðum
Kanínubúskapur en ein nokk-
urra svokallaðra aukabúgreina
sem skotið hafa upp kollinum
hér á síðustu árum við hnignun
hefðbundinna búgreina. Aðal-
afurð kanínunnar er ullin og
fyrir hana fæst gott verð. Er-
lendis er kanínukjöt mjög vin-
sæll matur og þykir lostæti. En
íslendingar hafa ekki komist á
bragðið svo að heitið geti
ennþá.
Kanínuræktin erenn sem kom-
ið er stunduð á fremur fáum stöð-
um á landinu, hvað sem síðar
verður. Stærsta búið er suður í
Njarðvíkum, Kanínumiðstöðin
hf. Á Auðkúlu í A.-Hún. er
stærðar bú og sömuleiðis er stórt
bú í uppbyggingu á Syðstu-Sam-
túnum í Eyjafirði.
Sá eini í Skagafirðinum sem
eitthvað kveður að í kanínurækt-
inni er Auðunn Hafsteinsson
bóndi á Narfastöðum í Viðvíkur-
sveit. Fyrir 2 árum fékk hann sér
9 angórakanínur og kom þeim
fyrir í gamla íbúðarhúsinu á
Narfastöðum. Síðan hefur hann
stöðugt fjölgað kanínunum og á
síðasta sumri byggði hann 300
fermetra kanínuhús. Verður þar
mjög fullkomin aðstaða m.a.
með sjálfvirkum hreinsibúnaði
undan búrunum sem verða á 3
hæðum. Dagur leit við á Narfa-
stöðum fyrir stuttu og Auðunn
var fyrst spurður um grundvöll
fyrir kanínuræktinni í dag.
„Ég held að hann sé alveg
þokkalegur. Það fást rúmar 2
þúsund krónur fyrir kílóið af ull-
inni. Góð kanína skilar 1200
grömmum af ull á ári. Fóður-
kostnaður miðað við hámarks
fóðrun er 700 krónur á dýrið og á
það því að skila af sér 1300 krón-
um á ári. Samkvæmt rekstrar-
áætlun sem gerð var fyrir mitt bú
á það að skila hagnaði á þriðja
ári.“
- Á hverju lifa kanínurnar?
„Þær éta mikið af heyi og svo
er þeim líka gefin sérstök fóður-
blanda, kanínufóðurblanda.
Fóðurkostnaður er tiltölulega
lítill, þær borða ekki nema um 50
grömm á dag."
- Fá kanínubændur einhvern
stuðning til uppbyggingar búsins?
„Við fáum alveg sömu fyrir-
greiðslu og tíðkast í loðdýrarækt-
inni, fyrir svona u.þ.b. helming
byggingakostnaðarins."
- Hvernig hefur þetta gengið
hjá þér?
„Nokkuð vel. í byrjun fjölgaði
ég dýrunum of hratt. Aðstöðu-
leysið var mér fjötur um fót. Mig
vantaði húspláss og af þeim sök-
um drapst dálítið af dýrunum hjá
mér. En eftir að ég er kominn
með svona góða aðstöðu verður
allt annað og betra að fást við
þetta. Það er mjög mikilvægt
þegar maður er að byrja að velja
góð dýr og helst að kaupa ætt-
bókarfærð dýr. Það eru gæði dýr-
anna sem skipta miklu meira máli
en fjöldinn."
- Hvað ertu með mörg dýr
núna og hvað geturðu verið með
margt í þessu húsi?
- Ég er með um 400. Ég get
verið með 900-1200 dýr hér. f
gamla húsinu verður síðan unga-
uppeldið og þar hef ég einnig hug
á að koma upp aðstöðu fyrir
slátrun og kjötframleiðslu, en til
hennar eru gerðar miklar kröfur
sem verður að uppfylla."
- Stefnirðu þá á kjötfram-
leiðslu?
„Já ég hef trú á því að kanínu-
kjötið eigi eftir að ná vinsældum
hérna. Það er byrjað svolítið að
borða það fyrir sunnan. í dag er
dreift þar 100 kílóum af kjöti á
viku."
- Hefur þú borðað kanínu-
kjöt?
„Já og mér finnst það mjög
gott á bragðið. Það er mjög líkt
að lit og kjúklingakjöt, en heldur
mýkra."
- Hvað þarf að klippa kanín-
urnar oft og hvað gjóta þær oft á
ári?
„í fyrstu var talað um að klippa
á 3ja mánaða fresti, en það þarf
að gera það oftar. Það er mjög
heppilegt að klippa þær þegar
hárin hafa náð 6 cm lengd. Þær
gjóta svona 4 sinnum. Suður í
Njarðvíkunum eru þær látnar
gjóta 6 sinnum, með tæknifrjóvg-
un. En það er kannski einum of.
Þær eiga yfirleitt svona 6 hvolpa
og er það mjög heppilegur fjöldi.
Ef þeir eru fleiri er hætta á að
mæðurnar mjólki ekki handa
þeim öllum. Hvolparnir eru mjög
viðkvæmir fyrstu vikuna á meðan
þeir eru að verða loðnir. En þær
geta átt mjög marga hvolpa, t.d.
átti ein hjá mér 13.“
- Hefur þú gaman af þessum
búskap?
„Já ég hef mikinn áhuga á
þessu og finnst þetta ákaflega
falleg og vinaleg dýr. Að auki
fylgir þeim sáralítil lykt og allir
möguleikar á að hafa mjög þrifa-
legt í kringum þau.
Ég er mjög bjartsýnn á kanínu-
búskapinn. Ullin er tekin einu
sinni í mánuði og við fáum upp-
gert við hver mánaðamót. Verð-
ið hefur verið stöðugt og er held-
ur á uppleið skilst mér. Verk-
smiðjan Fínull hf. sem vinnur úr
ullinni gengur mjög vel að því er
ég best veit og bendir allt til að
hún skili hagnaði á þessu ári. Er
það ábyggilega einsdæmi með
ársgamalt fyrirtæki. En þó að
hennar nyti ekki við gætum við
sent ullina út til vinnslu. Mér sýn-
ist bjart framundan og eitthvað
mikið þurfi að gerast til að það
breytist.“ -þá