Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 3. febrúar 1988 Ragnheiður Hansdóttir, tannlæknir: Tannlækningar aldraðra Segja má, að tannlækningum aldraðra, þ.e. 67 ára og eldri, sé ekki sinnt sem skyldi. Engar tölu- legar staðreyndir eru til um tann- heilsu þessa hóps, en þó er vitað, að mjög stór hluti hefur gervi- tennur og mjög fáir hafa eigin tennur. Tannheilsa þessa fólks endur- speglar þær aðstæður, sem það hefur lifað við. Fólk, sem nú er 67 ára og eldra, hefur ekki átt kost á reglulegu eftirliti tann- lækna og hefur hvorki fengið fræðslu um áhrif mataræðis og tannhirðu á tannheilsu né gildi þess að hafa eigin tennur. Líklegt má telja, að þegar þau grunnskólabörn, sem nú fá reglu- legt eftirlit og fræðslu hjá tann- Iæknum, komast á eftirlaunaald- ur, þá líti dæmið allt öðruvísi út. Þá má búast við því, að meiri hluti eftirlaunaþega hafi eigin tennur. Skipting aldraðra eftir tannheilsu Við skulum skipta öldruðu fólki í fjóra hópa eftir tannheilsu þess og líta svo nánar á þessa hópa. Fólk með: 1. Eigin tennur. 2. Eigin tennur og gervitennur. 3. Tannlaust með öllu. 4. Gervitennur. Aldraðir með eigin tennur Tveir sjúkdómar herja í munni aldraðra sem og annarra þ.e. tannskemmdir og tannholdssjúk- dómar. Tannskemmdir inn er bara sá, að tryggingar endurgreiða hlut í smíði parta, en ekki gullvinnu. Tannholdssjúkdómar Tannholdssjúkdómar eru mikið vandamál hjá öldruðum. Tann- sýkla myndast auðveldlega og þar sem munnhirðan er ekki nógu góð, þá bólgnar tannhold og sýklar, sem þar taka sér ból- festu, ráðast síðan á beinið, sem eru allar betri í efri góm. Ef fólk hefur einungis eigin framtennur í neðri góm á móti fölskum í efri góm, er æskilegt, að það fái gervijaxla (parta). Annarsverður rýrnun efri góms svo óheppileg. Partar eru margs konar og eru settir í munn til þess að fylla skörð eftir eigin tennur. Brýr eru sömuleiðis gerðar til að brúa bil þar sem eigin tennur vantar. Margir rugla saman brúm og pörtum. Brýr eru fastar í munni og eru burstaðar eins og eigin tennur. Partar eru lausir, en fest- ir á eigin tennur með krókum eða festingum. Tannpartar krefjast mjög góðrar tannhirðu. Það þarf að bursta parta með handsápu kvölds og morgna. Það má ekki geyma tannparta þurra og ekki er ráðlegt, að fólk reyni sjálft að lagfæra þá. Reglubundið eftirlit tannlæknis er nauðsynlegt. Svona tannskemmdir eru algengar í munni aldraðra. Fólk með gervitennur Gervitennur koma aldrei fyljilega í stað líkamstanna. Þær hafa ekki sama tyggingarkraft. Gervitenn- ur þurfa sömu meðferð og partar, það þarf að taka þær út og skola tennur og munn eftir hverja máltíð. Gervitennur skal bursta Tennurnar hafa úrslitaþýðingu fyrir útlit fólks, eins og þessar myndir sýna. Konan á myndinni lengst til vinstri er tannlaus. Takið eftir hrukkum umhverfis munninn og því hvað lítið sést af vararauðanum. Sömuleiðis er maðurinn hægra megin ineð innfallinn munnsvip, vegna skorts á stuðningi frá tönnum. Konan í miðið er með gervitennur, sein greinilega eru koninar til ára sinna. Réttur aldraðra til endurgreiðslu Réttur ellilífeyrisþega tii endur- greiðslu er sem hér segir og er vitnað orðrétt í bækling um tann- lækningar frá Tryggingastofnun ríkisins: „1. 50% endurgreitt. Sjúkrasam- lag greiðir ellilífeyrisþega án tekjutryggingar helming af kostnaði vegna tannvið- gerða. 2. 75% endurgreitt. Sjúkra- samlag greiðir ellilífeyris- þega, sem nýtur einhverrar tekjutryggingar, 75% af kostnaði vegna tannvið- gerða. 3. 100% endurgreitt. Sjúkra- samlag greiðir kostnað vegna tannviðgerða að fullu fyrir ellilífeyrisþega, sem telst langsjúkur og dvelst á sjúkrastofnun. Langsjúkur telst í þessu tilviki sá ein- staklingur, sem dvalist hefur á sjúkrastofnun meira en 4 mánuði samfleytt og nýtur vasapeninga. 2B slæm munnhirða. Aldraðir fá aðallega skemmdir niður við tannholdið, á mótum glerungs og rótar. Munnvatns- framleiðsla minnkar með aldrin- um og það orsakar aukna mynd- un sýklu (óhreinindaskánar á tönnum) og minni sjálfhreinsun tanna. Af ýmsum ástæðum er munnhirða aldraðra oft ófull- nægjandi. Pess vegna þurfa aldr- aðir að fara oftar til tannlæknis en aðrir. Flúormeðferð til að fyrirbyggja tannskemmdir er tal- in bera góðan árangur hjá öldr- uðum sem og öðrum. Oft er þörf á því að smíða krónur og brýr í aldraða. Góð reynsla er af slíkri smíði. Það er mun hentugra fyrir fólk að fá fastar gullbrýr í munn- inn heldur en lausa parta. Gall- Verkmenntaskólinn á Akur- eyri mun á næstunni brydda upp á nokkrum nýjungum í námskeiðahaldi. Hér er um að ræða stutt grunnnámskeið í íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði og vélritun. Nám- skeiðin, sem eru styrkt af Akureyrarbæ, eru sérstaklega ætluð fólki sem vill rifja upp eitthvað af námsefni skyldu- námsáranna. Það er mat aðstandenda nám- skeiðanna að þau henti fólki sem undirbúningur undir framhalds- skólanám eða sem stuðningur í umlykur tennurnar og eyða því smám saman. Afleiðingin verður tannlos. Reynsla nágrannaþjóða okkar er sú, að meðferð tann- holdssjúkdóma, bæði tannhreins- un og skurðaðgerðir, ber árangur hjá öldruðum sem og öðrum. Fólk með eigin tennur og gervitennur Það er algengt, að fólk hafi falsk- ar tennur í efri góm, en eigin tennur í neðri góm. Það gengur hins vegar ekki vel að hafa gervi- tennur í neðri góm og eigin tenn- ur í efri góm. Bitstyrkur eigin tanna er meiri en falskra og neðri gómur vill þá sífellt orsaka sær- indi. Aðstæður fyrir gervitennur störfum sem krefjast einhverrar tungumála-, vélritunar-, eða stærðfræðikunnáttu. Hér er um að ræða algjör byrjendanámskeið sem gefa engin réttindi sem slík en gætu opnað ýmsar leiðir sem fyrr segir. Mörgum hefur til dæmis vaxið það nokkuð í augum að setjast í öldungadeildir fram- haldsskólanna mörgum árum eft- ir að skyldunámi lauk. Þrjátíu tíma námskeið kostar 4000 krónur, en mi'nna ef fleiri eru sótt. Námskeiðin hefjast 8.-9. febrúar en innritun lýkur föstu- daginn 5. febrúar. 2A góð munnhiröa. Tannlaust fólk Flestir sem hafa misst eigin tenn- ur fá gervitennur. Það er mjög fátítt, að fólk sé tannlaust með öllu. Flestir hafa a.m.k. efri góm, en alltaf er eitthvað af fólki, sem ekki treystir sér til að nota neðri góm. Síðan tryggingar fóru að taka þátt í kostnaði við gervi- tennur er það yfirleitt ekki fjár- hagshliðin, sem hindrar fólk í því að fá gervitennur. Þótt það sé góð og gild regla að halda í líkamstennur sem lengst, má þó ekki draga það of lengi að smíða gervitennur, ef það er fyrirsjáan- legt, að þess þurfi. Aðlögunar- hæfni mannsins minnkar með aldrinum og tii þess að venjast gervitönnum þarf talsvert af henni. Það er ekki möguleiki að smíða gervitennur í aldraða, sjúkt fólk, ef til vill rúmfast og út úr heiminum. Kemur þar tvennt til. Framkvæmd verksins er ekki möguleg og aðlögunarhæfni mannsins er þrotin. Hins vegar gæti þessi aldraða manneskja trúlega notað gervitennur, sem hún hefði áður vanist. kvölds og morgna með handsápu. Það má ekki geyma þær þurrar og ekki er ráðlegt að lagfæra þær sjálfur. Sem betur fer geta alí- flestir vanist gervitönnum. Það er mikið vandaverk að smíða tenn- ur og krefst góðrar samvinnu sjúklings og tannlæknis. Það eru einungis tannlæknar, sem mega taka mát af fólki og smíða í það gervitennur. Tannsmiðir vinna síðan tæknivinnu undir stjórn tannlækna. Það er ekki hægt að gefa neina algilda reglu um það, hversu lengi gervitcnnur geta enst. Rýrnun gómhryggja er svo mismunandi hröð. Margir sem hafa haft lélegar eigin tennur halda að vandinn sé leystur með gervitönnum. En verk mannanna eru sjaldan betri en verk skaparans og gcrvitcnnur þurfa reglubundið - sumir segja árlegt eftirlit. Hjá háöldruðu fólki hefur reynslan sýnt, að það gefst yfirleitt betur að lagfæra sem best gamlar tennur, frekar en smíða nýjar, vegna þess aö aðlögunarhæfni fólksins er svo lítil. Á sama hátt má greiða gervi- tennur eftir því sem við á. Aldrei er greitt fyrir gullfyll- ingar, krónur eða brýr. Við greiðslu leggi ellilífeyris- þegi fram reikning frá tannlækni og sjúkrasamlagsskírteini." Lokaorð Það er nauðsynlegt að komið verði á skipulögðum tannlækn- ingum meðal aldraðra, þannig að allir fái reglulegt eftirlit hjá tann- lækni a.m.k. einu sinni á ári. Á sjúkrahúsum og dvalarheimilum þarf að vera aðstaða fyrir tann- lækni, því margt af þessu fólki er alls ekki eða illa ferðafært. Aldr- aða, sem búa í hcimahúsum, þarf að kalla reglulega til tannlæknis. Ef þeir þurfa hjálp til að komast á áfangastaö þarf aö sjá þeim fyr- ir henni. Aldraðir, sem hafa skapað þetta velferðarþjóðfélag sem viö lifum í, eiga allt gott skilið. Það er því ekki réttlætanlegt að tann- heilsu þeirra sé ekki gaumur gefinn. Grunnnámskeið í VMA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.