Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 16
Tvær nætur með
morgunverði á
kr. 1.920
Helgaiyisting á Hótel Húsavik
Hótel_________
Húsavik sími 41220.
Strætisvagnar Akureyrar:
Samið um akstur fyrir
dagvistun aldraðra
- SVA tekur að sér akstur
starfsfólks í Skjaldarvík
Forstöðumaður Strætisvagna
Akureyrar og forstöðumaður
dvalarheimilanna hafa gert
með sér samkomulag sem felur
í sér að frá og með 1. mars nk.
taki SVA að sér akstur fyrir
dagvistun aldraðra og með
starfsfólk til Skjaldarvíkur. Til
þessa er áætlað að kaupa nýja
bifreið og samkvæmt frum-
varpi til fjárlaga Akureyrar-
Akureyri:
Atvinnulausir
fæni en á sama
tíma í tyrra
Ibæjar er gert ráð fyrir þeim
bifreiðakaupum.
Ferliþjónustubíll SVA hefur
einnig verið notaður til aksturs
fyrir dagvistun aldraðra undan-
farið en þessi eini bíll þjónar eng-
an veginn lengur akstri vegna
dagvistunarinnar jafnframt ferli-
þjónustu fatlaðra. Nýr bíll kemur
til með að létta undir með gamla
bílnum þó að aðeins annar verði
búinn lyftu fyrir hjólastóla og geti
sinnt ferliþjónustunni. Dagvistun
aldraðra er starfrækt að Dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri.
SVA tekur nú í fyrsta sinn upp
akstur með starfsfólk til Skjaldar-
víkur en hingað til hefur Dvalar-
heimilið í Skjaldarvík sjálft ann-
ast akstur með starfsfólk sitt til
og frá Akureyri. í þennan akstur
er ætlunin að hinn nýi bíll verði
m.a. notaður. JÓH
I gær fór fram hin árlega íþróttakeppni milli Glerárskóla, Þelamerkurskóla
og Hrafnagilsskóla. Þar var tekið vel á að vanda, eins og glöggt má sjá á svip
þessara kraftakarla úr Glerárskóla. Mynd: tlv
Þrúgað and-
rúmsloft hjá
K. Jónssyni
(Jm mánaðamótin tók gildi
uppsögn starfsfólks hjá Niður-
suðuverksmiðju K. Jónssonar á
Akureyri á svokölluðum prem-
íusamningi. Mjög mikil
óánægja ríkir nú meðal starfs-
fólks og var jafnvel búist við að
það myndi fara sér hægar við
vinnu þessa dagana en vant er.
Frá því fyrir áramót hafa stað-
ið yfir samningaviðræður milli
Einingar og K. Jónssonar um
leiðréttingu á premíusamningn-
um. Um áramótin var tekin sú
ákvörðun að segja samningnum
upp.
Samkvæmt heimildum Dags er
andrúmsloftið á vinnustaðnum
ákaflega þrúgað þessa dagana.
Mikill hiti er í mönnum og ljóst
að fólk er til í aðgerðir ef með
þarf. Það virðast allir vera jafn
óánægðir og ákveðnir í því að
eitthvað verði að gera til að ná
fram samningum.
Næstu daga mun starfsfólk
halda fund þar sem ákveðið verð-
ur hvort og þá hvernig aðgerðum
verður hagað. VG
Akureyri:
„Ekki ætlunin að þama
rísi auðmannahverfi“
—segir Freyr Ófeigsson um fyrirhugaða byggð ofan við Spítalaveg
Eitthvað virðist atvinnuástand
vera betra á Akureyri nú en á
sama tíma í fyrra. Þann 31.
desember sl. voru 52 skráðir
atvinnulausir á Akureyri, 19
konur og 33 karlar.
Ári áður, voru 79 atvinnulausir
á skrá hjá Vinnumiðlunarskrif-
stofu Akureyrar, 15 konur
og 64 karlar. Hér virðist
því ekki vera um að ræða það
sem Ólafsfirðingar eiga við nú,
þegar mun færri konur voru
skráðar atvinnulausar í janúar í
ár en í fyrra. Ein skýring á því er
sú, að margar séu nú hættar að
vinna úti eftir að karlar þeirra
fóru að vinna á frystitogurunum.
VG
Skipulagsnefnd Akureyrar-
bæjar hefur samþykkt sam-
keppnislýsingu vegna lokaðrar
samkeppni þriggja arkitekta-
stofa um byggð við Spítalaveg.
Þar er gert ráð fyrir allt að 30
íbúðum í sérbýli, þ.e. einbýlis-
húsum eða raðhúsum. í Innbæj-
arskipulaginu var umrætt svæði
skilið eftir og kveðið á um að
samkeppni færi fram um
skipulag þess, en byggð við
Spítalaveg fylgja þó ýmsar
hömlur.
Freyr Ófeigsson, formaður
skipulagsnefndar, sagði að þeir
sem tækju þátt í samkeppninni
hefðu nokkuð frjálsar hendur
með húsagerð en húsin væru þó
bundin Innbæjarskipulaginu
útlitslega séð og þyrftu að falla
vel inn í umhverfið.
„Við settum í þessa skilmála
ákvæði um fjölbreytni í stærð
íbúðanna, þannig að þarna verði
bæði hóflega stórar íbúðir og
stórar og við hæfi flestra. Það er
ekki meiningin að þarna rísi neitt
auðmannahverfi,“ sagði Freyr,
en lóðirnar sem um ræðir eru í
brekkunni ofan við Spítalaveg,
allt suður að Lækjargötu.
Þegar úrslit liggja fyrir í sam-
keppninni verða lóðirnar væntan-
lega auglýstar og lysthafendur
verða að hafa samband við sigur-
vegara keppninnar um teikningu
hússins. Freyr sagði að þetta
væru hin raunverulegu verðlaun í
samkeppninni; sigurvegarinn
fengi einkarétt á því að teikna
hluta af þessum húsum og sú
kvöð fylgdi úthlutun lóðanna að
umsækjandi yrði að leita til við-
komandi arkitekts.
„Við verðum að ganga nokkuð
langt í því að binda þetta svæði
ákveðnum skilmálum, óvenju
langt miðað við það sem gerist
hér á Akureyri og það eru auðvit-
að skiptar skoðanir um það. En
þetta er lítið og viðkvæmt svæði
og því teljum við nauðsynlegt að
setja byggð þar ákveðnar
skorður," sagði Freyr. SS
Fjáröflun:
1/ift nofnmct clm oMfi nnnu
„vlu yUIUIIIM oKU ClVIVI U|J|J
- segja nemendur 9. c í GA sem ætla að sitja á skólabekk í 24 tíma samfieytt
„í skólanum, í skólanum er
skemmtilegt að vera,“ segir í
alkunnum texta sem flest
okkar hafa eflaust sungið ein-
hvern tíma á ævinni. A þess-
um síðustu og verstu tímum
gæti maður best ímyndað sér
að það sem þarna segir, væri
fjarri öllu því sem börn og
unglingar hugsa. Eða hvað?
Maraþonknattspyrna, mara-
þondans, maraþonsund, mara-
þon þetta og maraþon hitt.
Hvað hefur ekki verið gert til að
safna peningum til byggingar,
kaupa eða ferðalaga? Jú. Mara-
þonnám!
Nemendur í 9. bekk C í
Gagnfræðaskóla Akureyrar
fengu þessa hugmynd þegar þau
voru að velta fyrir sér fjáröflun-
arleiðum fyrir skólaferðalag í
sundi fyrir um viku. í fyrravetur
báru nemendur níunda bekkjar
GA bíl um götur bæjarins og
því þurfti að finna upp á ein-
hverju verulega sniðugu til að
slá þetta út.
Nemendur Gagnfræðaskólans setja örugglega Akurcyrarmet ef ekki lands-
mct í samfelldri skólasetu um helgina. Mynd: tlv
„Okkur fannst þctta náttúr-
lega fáránlegt í fyrstu en svo
fannst öllum þetta góð
hugmynd. Kennararnir tóku vel
í þetta og eru búnir að gera
stundatöflu til að kenna eftir,“
sögðu krakkarnir þegar blaða-
maður ræddi við þau.
Kennslan hefst á hádegi á
laugardaginn og ætlunin er að
vera að til hádegis á sunnudag.
Kennt verður í 45 mínútur en
síðan er hlé í 15 mínútur. Fiinm
kennarar ætla að skiptast á um
kennsluna þar á meðal íþrótta-
kennarinn sem ætlar að vera
með létta síðdegisleikfimi á
laugardaginn.
Níundi bekkur hefur þegar
safnað um hálfri milljón í ferða-
sjóð með ýmsum hætti og ætl-
unin er að leita til fyrirtækja um
áheit fyrir uppátækið.
„Þetta verður alvöru kennsla.
Kennararnir ætla að vera með
stöðug verkefni, en við gefumst
sko ekki upp,“ sögðu þessir
hugmyndaríku unglingar. ET