Dagur - 25.03.1988, Page 4

Dagur - 25.03.1988, Page 4
4 - DAGUR - 25. mars 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Starfsemi áhugaleikfélaga Nú er sá tími árs þegar leikstarfsemi áhugafélaga stendur í hvað mestum blóma. Víða um land gefst fólki kostur á að sjá nágranna sína og vini stíga á fjalir - oft í fyrsta sinn — og koma áhorfendum á óvart. Sú starfsemi sem fram fer hjá áhugaleikfélögum á íslandi, er að mörgu leyti einstök, bæði hvað snertir almenna þátttöku og einnig vandvirkni og metnað. — Formaður samtaka áhugaleikhópa á Norðurlönd- um lét nýlega þau orð falla, að þegar rætt væri um leikstarfsemi af þessu tagi á Norðurlöndum, þá væri jafnan litið til íslands sem fyrirmyndar. En hver skyldi ástæðan vera þegar fólk leggur á sig svo gífurlega vinnu í fleiri vikur og jafnvel mán- uði sem raun ber vitni við uppsetningu á leikriti? Sumir álíta kannski, að það sé sviðsljósið sem freistar fyrst og fremst, en þeir sem reynt hafa vita að það er eitthvað annað. Sennilega ræður þar mestu sú þörf sem flestir hafa fyrir það að rækta hæfileika sína og takast á við ný verkefni. Á síðari árum hefur þjóðfélagið verið að breytast í þá átt, að möguleikar á að „taka við“ í stað þess að „taka þátt“ hafa stóraukist. - Þetta er þróun sem ástæða er til að vera meðvitaður um og gera sér grein fyrir þannig að menn geti verið á varðbergi. Manneskjan er að því leyti til vanþroskuð að hún gerir sér lífið oft erfitt og jafnvel óbærilegt svo til að ástæðulausu. Hver hefur ekki upplifað það á vinnu- stað eða í félagsstarfi að fólk hafi ekki getað unnið saman og allt hefur endað með ósköpum. Ástæður þess að aðstæður sem þessar skapast eru oft á tíð- um þær að félagslegur þroski er ekki til staðar og hæfileikinn að tjá sig og umbera aðra af skornum skammti. í starfi við uppsetningu á leikriti á félagslegum grunni fær fólk tækifæri til þess að þroskast félags- lega, auk þess sem það lærir framsögn og fram- komu. Á þann hátt er það færara um að takast á við lífið eftir en áður. Áhugaleikfélög á Norðurlöndum hafa með sér samstarf. Þetta starf hefur verið styrkt af Norður- landaráði, og var styrkurinn á síðasta ári um 3 millj. ísl. króna. Á nýafstöðnu þingi Norðurlandaráðs var til umræðu ný starfsáætlun á sviði menningarmála, sem felur það í sér, að áhugafálögin eru sameinuð atvinnuleikstarfseminni í nefndarumfjöllun. Þessi breyting hefur verið harðlega gagnrýnd af hálfu áhugaleikara þar sem þeir óttast að þeir muni bera skertan hlut frá borði eftir þessa sameiningu. Það er hlutverk þeirra fulltrúa sem sitja munu í Norðurlandaráði í framtíðinni og bera hag þessarar grasrótarstarfsemi fyrir brjósti, að sjá til þess að svo verði ekki. Þau 6.000 áhugaleikfélög á Norðurlöndum, sem eru virk í dag, eiga allt gott skilið. Þeir fjármunir, sem þau hafa fengið frá Norðurlandaráði hafa verið notaðir til styrktar leikfélögum, sem farið hafa milli landa með verk sín. - Það starf hefur verið norrænu samstarfi mikils virði. Á þann hátt hefur almenningur á Norðurlöndum fengið tækifæri til að kynnast og skiptast á skoðunum, auk skemmtunar- innar sem af hlýst. V.S. Evrópusöngva- keppnin í nærmynd Eins og alþjóð veit þá fóru úr- slit Eurovisionkeppninnar á Islandi fram í Sjónvarpinu á mánudagskvöldið og sigraði Sverrir Stormsker þar með glæsibrag. Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um Sverri og sigurlagið og væri það að bera í bakkafullan lækinn að fara nánar út í þá sálma. Við ætlum hins vegar að fjalla um þá hlið keppninar sem ekki snýr að sjónvarpsáhorfendum og sýna lesendum myndir sem venju- lega birtast ekki í dagblöðum frá svona keppni. Blaðamaður Dags var mættur vel fyrir útsendingartíma og fylgdist með undirbúningnum síðasta tímann fyrir útsendingu. Að sögn Einars Páls Einarssonar myndmeistara var mesta stressið búið þegar blaðamaðurinn mætti. Sviðið var sett upp á iaugardag- inn og síðan hefði mánudagurinn farið í það að stilla tækniútbún- aðinn, þar á meðal kastara og hljóðnema. Mesta vinnan hefði hins vegar farið í að tengja síma- línur inn í húsið til að ná síma- sambandi við dómnefndirnar átta víðs vegar um land. Björn Emilsson stjórnandi þáttarins var að vísu ennþá á fullu að stilla síðustu strengina fyrir útsendinguna og stormaði um svæðið og gaf fyrirskipanir í allar áttir. Nú fóru keppendurnir að koma úr förðunarherberginu og Björn bað alla að setjast til að fara yfir útsendinguna. Lagði hann mikla áherslu á að þetta ætti að vera ánægjulegt fyrir fólk- ið sem væri að horfa á útsending- una. Hann hafði lagt áherslu á að keppendurnir mættu í sömu fötunum og þeir höfðu verið í á myndbandinu því þótt sent væri út beint, myndi bandið vera not- að í útsendingu. Ekki höfðu allir farið að beiðni upptökustjórans og gerði þetta því hugmyndir hans um að „plata“ áhorfendur heima erfiðara fyrir. Létt var yfir keppendum og greinilegt að samkeppnin fór ekki illa í þá. Magnús Kjartans- son reytti af sér brandarana, Eyjólfur Kristjánsson spurði Björn hvort hann ætti að nota hárkollu því hann væri nýklippt- ur á öðru myndbandinu en ekki hinu. Bjarni Arason sat rólegur í öftustu röð en Stefán Hilmarsson Björn Emilsson umsjónarmaður þáttarins gefur Ijósamanninum fyrirmæli áður en útsending hefst. var áhyggjufullur á svipinn enda Sverrir Stormsker ekki mættur þegar upptakan var að hefjast. En brátt var komið að útsend- ingartíma, Sverrir mætti rétt áður og Hermann Gunnarsson labbaði fram á sviðið í fjólubláum fötum sem féllu vel að fölbláu dalíunum í skreytingunum á gólfinu. Hann hóf upp raust sína en áhorfendur í salnum gerðu sér ekki grein fyr- ir að útsending var hafin og gleymdu því að klappa fyrir Her- manni. Ekki gekk útsendingin alveg snurðulaust fyrir sig eins og áhorfendur heima í stofu sáu en þó komu engin stórvandræði upp á. Ekki er það ætlunin að lýsa keppninni sjálfri því meirihluti þjóðarinnar fylgdist með útsend- ingunni í sjónvarpinu. Erfíðast að gera öllum jafnt undir höfði Eftir að útsendingunni lauk ræddi blaðamaður Dags við Björn Emilsson en hann hefur borið hita og þunga af undirbún- ingi þessarar keppni fyrir Sjón- varpið. Hann sagðist vera þokka- lega ánægður með þessa keppni en þetta hefði verið strembinn tími síðan í janúar. Sagði Björn það hafa verið erfitt að vera hlut- laus í undirbúningnum þannig að allir þátttakendurnir fengju sama tíma, t.d. í upptökum á lögum sínum. Björn fer með þeim Stefáni Hilmarssyni og Sverri Stormsker til Dublin þegar úrslitin í söngva- keppninni fara fram. Dagur spurði Björn hvernig undirbún- ingnum fyrir þá keppni yrði háttað. „Eftir að Evrópusöngvaæðið ér runnið af þjóðinni, þá munum við þrír setjast niður og ræða málin. Ég hef ákveðnar hug- myndir í sambandi við útfærslu á laginu en þetta mun allt verða unnið í samvinnu okkar þriggja. Ég er bjartsýnn á að lagið hans Sverris geti plumað sig vel í úr- slitakeppninni. Pað getur vel ver- ið að fólk telji að ég sé of bjart- sýnn en það er trú mín að „Þú og Þeir" verði fyrir ofan sjöunda sæti í Dublin.“ Svo mörg voru þau orð Björns Emilssonar og óskum við honum velfarnaðar í undirbúningnum og svo keppn- inni sjálfri. AP

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.