Dagur - 25.03.1988, Síða 6

Dagur - 25.03.1988, Síða 6
6 - DAGUR - 25.~mars 1988 66 Við þurfiim að örva metnað þatmig að ekkert tækifæri sé látið ónotað til að gera vitlaust og aumt mál svo hlægilegt, að menn skammist sín að taka sér það í munn. 66 Það er reynsla min að flestir íslendingar, sem dveljast erlendis, tengjast íslandi enn sterkari bönd- um við það að vera fjarrí ættjörðinni. v 66 Síðan þá hef ég htið á mig sem sveita- manneskju. — Forseti íslands, fru Vigdís Finnbogadóttir, ræðir við Dag mn tengsl sín við landsbyggðina, íslenskatungu og menningu og starfsemi forsetaembættisins Frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, hefur verið í embætti í tæp átta ár og það er ekki ofsögum sagt að hún hefur á þeim tíma áunnið sér bæði virð- ingu og vinsældir, inn- anlands sem utan. Dag- ur hafði lengi hugsað sér að ná tali af for- setanum en það er hæg- ara sagt en gert. Vigdís er mjög önnum kafin og það var ekki fyrr en eft- ir laiigan biðtíma að blaðamanni Dags tókst að skjóta sér inn í við- talstíma hjá henni. „Við verðum að neita flest- um blaðaviðtölum en tengsl forsetaembætt- isins við landsbyggðina eru rnér sérstaldega kær og því ákváðum við hér hjá embættinu að veita þetta viðtal,“ sagði forsetinn þegar blaðamaðurinn lýsti því yfir hve erfitt hefði ver- ið að komast að hjá henni. Þaö var blíðviðri úti og mið- bærinn iðaði af lífi þegar blaða- maðurinn skokkaði léttur á fæti upp tröppur stjórnarráðsins á leið til fundar við forsetann. Inn- an dyra var honum vel tekið af starfsfólki ráðsins og vísaði það honum inn til Vigdísar. Forsetinn sat við stórt skrifborð við skriftir þegar blaðamaðurinn stakk hausnum inn úr gættinni. Hún reis þegar á fætur og bauð blaða- manninn velkominn. Eftir að þau höfðu bæði komið sér vel fyrir í hægindastólum og rætt um fyrir- komulag viðtalsins var ákveðið að vinda sér í spurningarnar. - Vigdís, hafa tengsl þín við landsbyggðina breyst eftir að þú varðst forseti? „Nei, ef svo væri hlyti eitthvað að vera að. Mér hefur alltaf þótt vænt um landsbyggðina og tengsl mín við fólk í sveitum hafa ætíð verið mjög sterk. Ég er að hluta til alin upp í sveit og kynntist þar sveitalífinu nokkuð vel því ég dvaldi þar sjö sumur í röð. Þetta var hjá mjög vænu fólki í Eystra- Geldingaholti í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. Síðan þá hef ég allt- af litið á mig, a.m.k. að hluta til, sem sveitamanneskju. Það gleymist stundum hve sveitadvöl er snar þáttur í mótun og uppeldi borgarbarns. Yfirleitt er ekki talað um að fólk hafi ver- ið í sveit þegar spurt er um reynslu, en hana ætti ekki að van- meta. Reynsla mín af sveitarstörf- um á þessum mótunarárum hefur oft komið mér vel. I sveitinni lær- „svcitadvöl er snar þáttur í mótun og uppeldi borgarbarns.“ ist að meta náttúruna og þar kemst maður í meiri snertingu við landið, en ef maður kynnist einungis borgarlífi. Mér þykir alltaf jafn gaman að tala við bændur um nýjungar í öllu því sem tengist landbúnaði og fylgist vel með þeim aðgerðum sem snúa að því þjóðþrifamáli að halda sveitum landsins í byggð. Löngu áður en ég varð forseti, þá notaði ég flest sumarfrí mín til þess að ferðast innanlands. Þá tók ég venjulega eina sýslu fyrir á sumri og skoðaði alla sögustaði, kirkjur, og önnur kennileiti í þeirri sveit. Eftir að ég eignaðist dóttur mína kom hún með mér í þessar ferðir. Hún var komin vel inn í ferðaáætlunina mína og mér er það alltaf eftirminnilegt þegar við vorum, einu sinni sem oftar, á ferðinni og hún kom auga á súrheysturn. Þegar hún sá að ég ætlaði ekki að stoppa hrópaði hún upp yfir sig: „Mamma, mamma ætlarðu að sleppa þess- ari kirkju!“ Ég var leiðsögumaður víða um land með erlenda ferðamenn hér í nokkur sumur og lærði mikið um landafræði og sögu hvers héraðs fyrir sig. Þannig hef ég kynnst fólki víða að og þess má geta að þá varð ég fyrir skemmtilegri lífsreynslu í Japans- ferð minni í haust. Þegar ég kom á hótelið einn daginn, þá biðu mín þar skilaboð frá enskri konu búsettri í Japan. Ég hringdi í hana og þá kom í Ijós að hún hafði verið í einum ferðamanna- hópnum sem ég var með í kring- um 1971. Ég mundi ágætlega eftir þessari konu og hún hafði lesið í blöðunum að ég væri í Japan. Við hittumst því þarna daginn eftir og var gaman að rifja upp þær tvær ferðir sem hún fór hér á söguslóðir." Dvöl erlendis styrkir tengslin við ísland - Nú dvaldir þú mörg ár erlend- is, fannst þér þú missa tengsl við

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.