Dagur


Dagur - 25.03.1988, Qupperneq 7

Dagur - 25.03.1988, Qupperneq 7
2S.'mar$ 1988 - DAŒUR - 7 „ef lítið annað en tvær 30 stafa línur á sjónvarpsskermi ber fyrir augað, hlýt- ur útkoman að vera léleg.“ ísland við það að vera fjarri heimahögum í svona langan tíma? „Nei, öðru nær. Það er reynsla mín að flestir íslendingar, sem dveljast erlendis, lengri eða skemmri tíma, tengjast íslandi enn sterkari böndum við það að vera fjarri ættjörðinni. ísland á sterk ítök í okkur íslendingum og svo á einnig við um mig. Mér er það enn í fersku minni er ég einu sinni á stúdentsárum mínum var á gangi á breiðgöt- unni Champs Elysées um kvöld að vorlagi. Það var komið myrk- ur, eins og lög gera ráð fyrir í suðrænum löndum. Skyndilega helltist yfir mig þessi voðalega heimþrá alveg að ástæðulausu, að mér fannst. En svo fór ég að kanna þessa tilfinningu betur og áttaði mig á því að það vantaði birtuna. Þetta var þá svo ríkt í mér að tengja saman gróandann í loftinu við birtu vorsins; hina nóttlausu voraldarveröld á ís- landi. Ég er svo mikill íslendingur í mér að ég hefði aldrei getað búið erlendis til langframa. Ég hef að sjálfsögðu gaman af að ferðast er- lendis, eins og flestir aðrir, en líður alltaf best hér heima á Fróni. Þó að það sé gott og gagnlegt að leggja land undir fót og kynna ísland, þá finnst mér fátt skemmtilegra en að fara í sýsluheimsóknir hér heima.“ - Nú ferð þú nokkuð reglu- lega í þannig heimsóknir út á land og þér er undantekninga- laust mjög vel tekið. Koma þess- ar góðu viðtökur þér á óvart? „Mér hlýnar alltaf um hjarta- rætur við þessar góðu viðtökur og það sýnir hve vænt fólki þykir um forsetaembættið. Frábærar mót- tökur geta aldrei komið á óvart, því það er alkunna að íslendingar eru höfðingjar heirn að sækja. Það sem gieður mig sérstaklega er hve börnin taka virkan þátt í hátíðarhöldunum og gleðjast með glöðum. Ég hef mjög gaman af þeim og börnin í landinu eru vinir mínir. Það eru ekki allir sem búa við þann munað að vita hverja þeir eiga að vinum.“ - Afhverjuhefurþúsvonagam- an af börnum?, skýtur blaðamað- urinn inn í. Forsetinn hugsar sig um andartak og segir svo: „Mér þykir svo vænt um þau og hef svo mikinn metnað fyrir þau. Börnin eru okkar dýrmætasta eign og ábyrgð okkar fullorðinna á upp- eldi þeirra er mikil. Eitt af því sem gerir börnin svo skemmtileg er að þau eru svo blessunarlega laus við þessa tortryggni, sem oft einkennir fullorðna fólkið. Þau eru opin, sjaldan feimin og hug- myndaflugið er svo ríkt, þannig að það eru sjálfsagt þessir kostir sem gera það að verkum að ég hef svona gaman af börnum.“ „Ég er einarður afmælissinni“ - Ef við snúum okkur nú aftur að ferðum þínum út á land, er einhver ferð þér minnisstæðari en önnur? „Þær eru mér allar minnisstæð- ar, hver á sinn hátt. Ekkert hérað er eins og hvert landsvæði á sér sína sögu og sína sérstöðu. Ferð- in til Akureyrar t.d. í tilefni af 125 ára afmælinu var öðruvísi en aðrar ferðir og var mjög ánægju- Ieg. Það er síðasta opinbera ferð- in mín út á land, þannig að hún er mér enn ofarlega í huga. Ég er nokkuð einarður afmæl- issinni og álít það nauðsynlegt að halda upp á stórafmæli staða og stofnana. Þegar staður á afmæli dregur það athygli að honum og styrkir sjálfsmynd sveitunga. Afmælið er sameiningartákn, það verður eins og einbeitt nám í eig- in sögu og varpar birtu á staðinn. Augu manna eru opnuð fyrir þeim framförum sem átt hafa sér stað og er hvatning fyrir enn meiri framförum í nútíð og framtíð. Ég er nú strax farin að hlakka til næsta sumars og þeirra heim- sókna sem ég fer í þá. Þar má t.d. nefna að ég heimsæki Siglufjörð á afmæli bæjarins 13. ágúst og fer síðan um Húnavatnssýslur dag- ana 25.-28. ágúst.“ - Heldur þú að forsetaemb- ættið sé nógu nálægt þjóðinni þ.e. að fólk fái að kynnast forset- anum nægjanlega? Nú spennti Vigdís greiparnar, hnyklaði brýrnar og svaraði svo eftir dálitla umhugsun: „Það er erfitt fyrir mig, þar sem ég er í stöðu forseta, að svara þessari spurningu. Mér finnst sjálfri að ég nái ágætlega til fólks, en það getur vel verið að einhverjum öðrum finnist ekki svo. Ég hef alltaf verið hreinskipt í samskipt- um við fólk og vona að það hafi ekki breyst. Hins vegar er eins og ég sagði, erfitt að dæma um það sjálfur, þannig að ég held að ég feli það fremur öðrum að dæma hvort ég nái til þjóðarinnar sem forseti. Það liggur þó ljóst fyrir að fólki er afar hlýtt til þessa embættis og að vanda verður vel til alls þess sem það snertir. Þetta embætti er hluti af þjóðararfi okkar og ég lít á hann sem gullkeðju. Við, sem nú lifum, megum ekki láta falla okkar hlekk í þessari keðju og þurfum því að standa saman um forsetaembættið.“ Rælctunarleysi okkar sjálíra við tunguna aðalmeinsemdin - Hvernig sérðu íslenskt þjóðfé- lag fyrir þér eftir 100 ár? „Mikið er ég fegin að þú varpar þessari spurningu fram, því mér finnst við íslendingar vera deig við að horfa nægjanlega langt fram á við. Við horfum e.t.v. 3-4 ár fram í tímann en sjaldan mikið lengra." Nú færðist Vigdís öll í aukana, notaði hendurnar til áherslu og greinilegt að þetta var henni mikið hjartans mál. „ís- lendingum er tamt að hugsa 100 ár aftur í tímann, en sjaldan eða aldrei 100 ár fram í tímann. Ef við tökum t.d. tungumálið okkar, þá er það í mikiili hættu. Það er oft sagt að tungan sé í hættu vegna erlendra áhrifa t.d frá ensku. Þótt mikið sé til í því þá tel ég ekki að íslenskunni sé mest hætta búin af enskunni, heldur er það ræktunarleysi okk- ar sjálfra sem er aðalmeinsemd- in. Það eyðileggur fyrir mér heilu dagana að sjá í dagblaði eða heyra í útvarpi hinar ótrúlegustu ambögur. Orðatiltækjum og málsháttum er breytt á hinn versta hátt, þannig að þessar perlur íslenskrar tungu glutrast niður og verða að rusli.“ Hér þagnaði forsetinn, greinilega kominn í ham og sagði að sér væri þetta það mikið hjartans mál að hún yrði alltaf að stoppa til að finna nægjanlega skýr og sterk orð til að fylgja því á eftir. „Mér þykir svo vænt um íslenska tungu, áð ég neita að trúa því að það eigi fyrir þessari þjóð að liggja að búa á íslandi og tala ekki íslenskuna. Skyldu íslend- ingar almennt gera sér grein fyrir þeim mikilvæga menningararfi sem tunga okkar er?“ sagði»Vig- dís hugsandi og Ieit á blaðamann- inn. Eftir smá þögn hélt hún áfram: „íslenskan er eina klass- íska tungan sent töluð er í V.-Evr- ópu. ítalskan er t.d. kornin svo langt frá latínu að venjulegir ítal- ir skilja hana ekki lengur og franskan er komin enn lengra frá sínum klassíska uppruna." For- setinn þagnaði nú aftur, starði út um gluggann hugsi og bætti við: „Þetta má alls ekki gerast hjá okkur.“ - Nú segir þú, Vigdís, að þú óttist_ ekki erlend áhrif, heldur miklu frekar innlent andvara- leysi. Gætir þú skýrt það nánar? „I mögum tilfellum hafa tengsl fólks við móðurmálið rofnað. Fólk vinnur það mikið að börnin eru farin að alast upp á stofnunum. I staðinn fyrir að alast upp við móðurkné og læra þar kjarngóða íslensku hafa stofnanir tekið við. í staðinn fyrir að tala við fullorðna á heimilum, tala börnin mest við börn á leik- skólum og dagheimilum. Þetta brenglar málvitund barnanna og útkoman verður miklu fátækara og oft rangt mál. Þegar fjölskyldan er síðan komin saman á kvöldin eftir lang- an og strangan vinnudag eru for- eldrarnir oft of þreyttir til að tala við börnin og það er sest niður við sjónvarpið. Þar er enn eitt vandamálið, því notkun texta við erlent efni þrengir mjög að eðli- legri málnotkun. Réttri merkingu verður þjappa í texta í tvær 30 stafa línur og það gefur auga leið að þar er lítið rúm fyrir orð- ríka íslensku. Allir hljóta að sjá ef lítið annað en 30 stafa línur á sjónvarpsskermi ber fyrir augað og málið heldur ekki ræktað í eyru barnanna hlýtur útkoman að vera léleg. Hér er ég að draga upp dökka mynd af ástandinu og auðvitað vitum við um margar fjölskyldur sem þetta á ekki við um. Því verður þó ekki neitað að heldur hefur sigið á ógæfuhliðina síðustu árin og tími til kominn að við horfumst í augu við þennan vanda.“ - Hvað er hægt að gera til að snúa þessari þróun við? „Það er nú fyrst og fremst að tala nógu hátt og nógu oft um þetta mál. Við þurfum að örva metnað þannig að ekkert tæki- færi sé látið ónotað til að gera vitlaust og aumt ntál svo hlægi- legt, að menn skammist sín að taka það sér í munn. Einnig er mikilvægt að örva metnað til menntunar, því mennt er jú máttur og nieðal þess máttar sem menntun færir er að gera sér grein fyrir hvort maður talar sæmilega íslensku." Við vorum komin yfir áætlað- an tíma og frammi í forsalnum biðu erlendur sendiherra og ís- lenskur embættismaður eftir að ná tali af forsetanum. Það var því ekki möguleiki að halda spjalli okk- ar áfram þó að það hefði verið skemmtilegt. Við kvöddunt því frú Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta íslands, með virktum og héldum út í borgarniðinn að nýju. AP

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.