Dagur


Dagur - 25.03.1988, Qupperneq 8

Dagur - 25.03.1988, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 25. mars 1988 Toyota Tercel '84 ameríska útgáfan: Vökvastýri, betri stuðarar, toppgrind og falleg innrétting. Kr. 430.000.- Plymouth Voyager '86. Bíll í sérflokki, rúmgóður og þægilegur fyrir 9 íarþega, vökvastýri og sjálfskipt- ing, Nýverð kr. 1650.000.- Þessi sérstaki bíll á kr. 950.000,- Ford Ecoline Van 350 '83, framdrif fylgir. Mjög góður bíll ekinn 65 þús., 6 cyl., vökvastýri, sjálfskipting. Nýverð kr. 1600.000.- Þessi bíll kr. 780.000,- Lada Safir '87. Ekinn 12000 km, eins og nýr. Verð kr. 195.000.- Toyota Corolla '86. Ekinn 32000 km eins og nýr. Verð kr. 420.000.- Wagoneer Limited '84. Dýrasta gerð, ekinn 51000 km, rauður með viðarklæðningu, toppgrind, þak- lúga, sjálfskipting, vökvastýri, selectrac cruise control, rafknúnar rúður, centrallæsing, að innan rautt leður og viðarklæðning, ný dekk. Nýverð yfir 2 millj. kr. Þessi bíll kr. 1090.000,- V.W. Van Wagon Camper '84. Upphækkanlegur toppur. Orginal bíll frá V.W. verksmiðju með fullkominni Westfalia innréttingu, þ.á m. eldahellu, vask, ísskáp, hita o.fl. Svefnpláss fyrir 4-5. Nýverð kr. 1680.000.- Þessi bíll kr. 1190.000.- Mercedes Benz 230 TE station Wagon '85. Stórglæsileg bifreið , græn metallic, krómgrind, þaklúga vökvastýri, sjálf- skipting og alls konar aukahlutir. Nýverð yfir 2 millj. kr. Þessi bíll kr. 1250.000.- Nánari upplýsingar virka daga á venjulegum skrifstofutíma í síma 626644. Laugardaga frá kl. 10-4. __________________ -* Skautafélag Akureyrar: Skautasvellið opið á kvöldin Dansstúdíó Alice: Dansflokkur sýnir um helgina Ýmsar truflanir hafa orðið á rekstri vélfrysta svæðisins við Krókeyrina, þann tíma sem lið- inn er frá því að svæðið var vígt í janúar sl. Orsakir þess eru bæði bilanir á vélbúnaði og einnig nokkur tæknileg vandkvæði, sem tekið hefur nokkurn tíma að finna heppilegustu lausnir á. Er raunar ennþá verið að gera til- raunir með heppilegustu aðgerðir til að minnka áhrif sólbráðar og Ráðstefna: Háskólinn og atvinnulífið Á morgun, laugardaginn 26. mars, verður haldin ráðstefna um Háskólann á Akureyri og atvinnulífið á sal Verkmennta- skólans á Akureyri. Ráðstefnan hefst kl. 10 og stendur til kl. 17 og er hún öllum opin. Allir áhugamenn um atvinnumál eru sérstaklega hvattir til að sækja ráðstefnuna. Haraldur Bessason, forstöðu- maður Háskólans á Akureyri, setur ráðstefnuna og síðan verða eftirtalin framsöguerindi: Dr. Björn Dagbjartsson forstjóri: Matvælatæknifræði - hagnýtt háskólanánt, Brynjólfur Sigurðs- son prófessor: Stefnumörkun og viðskiptanám, Dr. Sigfús Jónsson bæjarstjóri: Sjávarútvegur og Háskólinn, Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri: Gagnvegir háskóla og atvinnulífs. við að jafna frystinguna nægjan- lega auk þess sem verið er að jafna rennslið um kælikerfið, þannig að frystingin verði sem jöfnust um allt svæðið. Sumt af þessu eru atriði sem var vitað að þyrfti nokkurn tíma til að prufa sig áfram með í byrjun. Við erum því að vonast til að á þessu tímabili verði hægt að átta sig á þessum óvissuþátt- um. Við hönnun á frystikerfinu var tekið mið af því að hægt yrði að halda svellinu í notkun á tíma- bilinu október til mars árlega. Með hliðsjón af því, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, þá hefur stjórn félagsins ákveðið að nú frá föstudeginum 25. mars og fram yfir páskana verði yfirleitt aðeins opið fyrir almenning á kvöldin, þ.e.a.s. á tímabilinu 20.00-22.00. Til að fá nýjustu upplýsingar um svellið hverju sinni, þá verða upplýsingar lesnar inn á símsvara í númeri svæðisins 27740 dag- lega. Stjórn félagsins biður notendur svæðisins afsökunar á því, að undanfarið hefur ekki tekist að bjóða upp á nægilega góða þjón- ustu. Bæði hefur skort á að svell- ið væri nógu gott og einnig hafa þessar stöðugu truflanir verið hvimleiðar og upplýsingar ekki nógu aðgengilegar um hvort hægt verði að hafa opið eða ekki. En við stefnum að því að yfir- vinna þessa byrjunarörðugleika nú á vordögum, þannig að þjón- ustan verði komin í æskilegt horf, þegar opnað verður að nýju næsta haust. Nýstofnaður dansflokkur frá Dansstúdíói Alice heldur sínar fýrstu sýningar nú um helgina. I flokknum eru ellefu dansarar á aldrinum 10-24 ára. Dagskráin er fjölbreytt og mjög hefur verið vandað til alls undirbúnings. Stjórnandi flokks- ins að þessu sinni er Aiice Jóhanns sem jafnframt hefur samið alla dansana. Kvennadeild Léttis: Kökubasar Kvennadeild Léttis heldur köku- basar í Slysavarnafélagshúsinu Laxagötu 5 á morgun, laugardag, kl. 14. Deildin hvetur bæjarbúa og nærsveitamenn til að nota sér þetta góða tækifæri og kaupa sér glæsilegar tertur og annað brauð til páskanna. Vonandi láta bæjarbúar þetta framtak ekki framhjá sér fara og mæta sem flestir. Sýningarnar verða f kvöld kl. 20.30 og á morgun, laugardag, kl. 14 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð. Aðgangseyrir er 250 kr. fyrir fullorðna og 150 kr. fyrir börn. Tónleikar: Verk fyrir fiðluogpíanó Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari munu halda tónleika / Tónlistarskólanum á Akureyri, miðvikudaginn 30. mars kl. 20.30, og er allt tónlistaráhugafólk vel- komið. Á efnisskrá tónleikanna verða verk fyrir fiðlu og píanó, meðal annars eftir Dvorak og Sarasate. Hlíf mun einnig flytja einleiks- verk fyrir fiðlu, þar á meðal tvö verk sem sérstaklega voru samin fyrir hana, Vetrartré eftir Jónas Tómasson og Tilbrigði við páskasálm frá 13. öld eftir sviss- lendinginn Alfred Felder. Hlíf Sigurjónsdóttir lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík, þar sem hún var nemandi Björns Ólafssonar. Hún stundaði síðan nám hjá Franco Gulli við Háskólann í Indiana og hjá Lorand Fenyves við Háskól- ann í Toronto. Hlíf var styrkþegi við Listaskólann í Banff í Kanada 1979-81, kenndi við Tónlistar- skóla ísafjarðar 1981-83, starfaði síðan í Reykjavík, m.a. sem konsertmeistari íslensku Hljóm- sveitarinnar. Síðastliðið ár var hún fastráðin hjá Kammerhljóm- sveitinni í Zurich. Sólveig Anna Jónsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún stundaði nám við Tónlistarskól- ann á Akureyri til 1979, hóf þá nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan píanó- kennaraprófi 1983 og einleikara- prófi ári síðar. Þá lá leið hennar til Houston í Texas þar sem hún var nemandi Nancy Weems í Háskólanum í Houston. Hún kennir nú við Tónmenntaskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Garðabæ. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Fyrir páskana Nýslátraður eldislax Kynning á Egils appelsíni og maltöli Kynningarverð. föstudag og / . ..... ytfiMelkomin laugardag < p Hrísalund VÍSA Hrísalundur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.