Dagur


Dagur - 25.03.1988, Qupperneq 11

Dagur - 25.03.1988, Qupperneq 11
25. mars 1988 - DAGUR - 11 Slysavarnafélag íslands og ABC: Ritgerða- og teiknisamkeppni fyrir börn og unglinga - Utanlandsferðir, bækur og reiðhjól í verðlaun I tilefni 60 ára afmælis Slysa- varnafélags íslands þann 29. janúar sl., efnir Barnablaðið ABC og Slysavarnafélagið til ritgerða- og teiknisamkeppni fyrir börn á aldrinum 6-15 ára. Verkefnið er að sjálfsögðu: Slysavarnafélag Islands. Öllum börnum á aldrinum 6-15 ára er heimil þátttaka í sam- keppninni, sem skiptist þannig að börn á aldrinum 6-10 ára senda inn teikningar en 10 ára börn og eldri senda inn ritgerðir. Ritgerð- irnar skulu vera um það bil 1000 orð. Skilafrestur er til 15. apríl og skal umslagið merkt á eftirfar- andi hátt: Ritgerða- og teiknisamkeppni Slysavarnafélags íslands og ABC, Ármúla 18, 108 Reykja- vík. Sævar Lárus (8 ára) og Monika Margrét (9 ára) eru meðal þeirra fjölmörgu sem ætla að taka þátt í samkeppninni, enda er til mikils að vinna. Mynd: G.B. Pað er svo sannarlega til mikils að vinna því veitt verða 15 vegleg verðlaun og skiptast þau þannig: 1. Ferð til Englands fyrir fimm börn á vegum Flugleiða. 2. Bókaverðlaun. a) „Fuglar í náttúru íslands“, frá Máli og menn- ingu. b) „íslandseldar", frá Vöku-Helgafelli. c) „íslendingasögurnar", frá Bókaútgáfunni Svart á hvítu. d) „Landið þitt“, frá Emi og Örlygi. e) „Stóra Atlasbókin", frá Almenna bókafélaginu. 3. Þrjú reiðhjól af gerðinni DINO BMX 20 tommu frá Tóm- stundahúsinu. 4. Tveir stórir kassar af Lego- kubbum frá Reykjalundi. Jæja krakkar. Þá er bara að nýta tímann vel og taka þátt í samkeppninni. Það gæti t.d. ver- ið upplagt að teikna eða skrifa í páskafríinu. Eina skilyrðið er að viðfangsefnið tengist starfsemi Slysavarnafélags íslands. Munið svo að póstleggja verkefnið tímanlega ásamt nafni, heimili og síma. Skilafrestur er sem fyrr segir til 15. apríl nk. Nýja-Filmuhúsið Fermingartilboð Kodak IF. Innbyggöur 'ljósmælir,, auðveld filmuísetning. Gullfilma og rafhlööur fylgja. 5 ára ábyrgö. Tilboðsverð kr. 3.300.- Kodak MD. Sjálfvirk filmufærsla og ASA-stilling. Gullfilma og rafhlöður fylgja. ^ 5 ára ábyrgð. pp \\^ A° Tilboðsverð kr. 4.800.- 300-' n\ ^o° a0xN Videotökuvélar kr. 49.900.- Nýja-Filmuhúsið Hafnarstræti 106. Sími 96-27422. Akureyri. VISA sýnumvið 1 tölvubúnað, skrifstofutæki °g skrifstofu- húsgögn, í nýju verslunarsvæði á annarri hæð. hugsa um endurbætur í fyrirtækinu? Líttu þá við og kynntu þér bestu lausnina Kaupvangsstræti 4 Akureyri

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.