Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 15
 25. mars 1988 - DAGUR - 15 Erla Harðardóttir og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum. Mynd: TLV Leikfélag Akureyrar: Horft af brúnni Anna Guðrún Torfadóttir við eitt verka sinna. Mynd: tlv MENOR og Alþýðubankinn: Kynning á verkum Önnu Guðrúnar Torfadóttur Leikfélag Akureyrar sýnir leikritið „Horft af brúnni" föstudags- og laugardags- kvöld kl. 20.30. Næstu sýn- ingar verða miðvikudaginn 30. mars, fimmtudaginn 31. mars og mánudaginn 4. apríl og hefjast þær allar kl. 20.30. Sýningum fer nú óðum að fækka. Að sögn Péturs Einars- sonar leikhússtjóra hafa áhorfendur tekið „Horft af brúnni“ mjög vel, enda verk sem lætur engan ósnortinn. Gert er ráð fyrir að síðasta sýning á verkinu verði föstu- daginn 8. apríl því Leikfé- Kristján Steingrímur í Glugganum Föstudagskvöldið 25. mars kl. 21 opnar Kristján Stein- grímur Jónsson málverka- sýningu í Glugganum Gler- árgötu 34. Kristján Stein- grímur er fæddur á Akur- eyri 1957. Hann útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981 og stundaði síðan framhaldsnám við Ríkis- listaháskólann í Hamborg frá 1983 til 1987 undir leið- sögn Bernd Koberlings. Sýningin verður opnuð föstudagskvöldið 25. mars kl. 21 og stendur til mánu- dagsins 4. apríl. Glugginn er opinn daglega frá kl. 14 til 18, en lokað er á mánudög- um, nema annan dag páska þá verður opið eins og aðra daga. Opnunarkvöldið kl. 21.30 mun Jón L. Halldórsson fara með fáein kvæði við lágværan undirleik nokk- urra félaga sinna sýningar- gestum til gamans. Kökubasar Kökubasar verður haldinn í Miðbænum fljótlega upp úr hádegi í dag, föstudaginn 25. mars. Ágóðinn rennur í ferðasjóð 3. bekkjar Menntaskólans á Akureyri. Komið öll og styrkið gott málefni. Kökurnar eru gómsætar! Sjáumst. 3. bekkur MA lagi Akureyrar liggur á að koma leikmynd „Fiðlarans á þakinu“ upp á sviðinu. Leikstjóri uppfærslu LA á „Horft af brúnni“ er Theo- dór Júlíusson, en með aðal- hlutverk fara þau Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Erla Ruth Harðardóttir, Skúli Gautason, Jón Benónýsson og Marinó Þorsteinsson. Leikmynd hannaði Hall- mundur Kristinsson og Ingvar Björnsson hannaði og stjórnar lýsingu. Hjálpræðisherinn: Æskulýðs- námskeið Æskulýðsstarfsmenn Hjálpræðishersins frá Nor- egi, majórarnir Reidun og Gilbert Ellis, heimsækja Akureyri um helgina. Þau verða með æskulýðsnám- skeið á laugardaginn og með almenna samkomu sama kvöld kl. 20.00, þar sem ný 16 mm. kynningarmynd um sögu, starfsemi og markmið Hjálpræðishersins á Norð- urlöndum verður sýnd. Einnig Verður almenn samkoma á sunnudaginn kl. 17.00 þar sem ungt fólk er í fararbroddi. Allir eru hjartanlega vel- komnir á samkomurnar. Hjálpræðisherinn, Hvanna- völlum 10, sími 24406. Menningarsamtök Norð- lendinga MENOR og Alþýðubankinn, kynna að þessu sinni ungan lista- 'mann, Önnu Guðrúnu Torfadóttur. Anna Guðrún fæddist 13. 08. 1954 í Stykkishólmi. Hún var við nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands í Reykjavík árið 1971 til 1975 í vefnaðar- kennaradeild. í nokkur ár hvarf Anna Guðrún frá námi, en árið 1981 var hún við nám við Myndlistaskól- ann í Reykjavík. Skólaárið 1982 til 1983 starfaði Anna Guðrún sem kennari við Myndlistaskól- ann á Akureyri. Árið 1984 settist Anna Guðrún aftur í Myndlista- og handíðaskóla íslands, í grafíkdeild skólans og lauk prófi þaðan árið 1987. Haustið 1987 réðist Anna Guðrún á ný aö Myndlista- skólanum á Akureyri, en jafnframt starfar hún við Auglýsingastofuna Auglit á Akureyri. Anna Guðrún hefur tekið þátt í nokkrum samsýning- um hér á landi, hún sýnir nú fimm æting/akvatintu verk á kynningunni, sem lýkur 29. apríl. Yerk Kristjáns Steingríms eru mörg hver nokkuð nýstárleg. Mynd: TLV Ijósvokorýni Svavar Gests er alltaf frábær Með tilkomu allra þeirra útvarps- og sjónvarpsstöðva sem nú eru í gangi ættu landsmenn að fá nægan skammt, afþreyingar, fróðleiks og skemmtiefnis. Hjá Ríkissjónvarpinu bera tveir íslenskir skemmtiþættir hæst, það er þáttur Hermanns Gunn- arssonar, Á tali hjá Hemma, og Spurt úr spjörunum, þáttur Ómars Ragnarssonar. Hermann er vax- andi sjónvarpsmaður og mikil undur hvað hann er fundvís á að töfra fram góða skemmtikrafta í þáttinn. Þar hafa oft komið fram lítt þekktir, en mjög góðir lista- menn. Má þar nefna söngkonuna Önnu Margréti Kaldaíóns, sem kom fram í síðasta þætti Hermanns. Hermann kvaðst hafa hlotið gagnrýni fyrir hvað hann notaði sterk lýsingarorð, við að lýsa ágæti þess fólks sem fram kemur í þáttum hans. Hann sagði þessa söngkonu frábæra og það var alla vega ekki ofmælt. Ekki þarf að fjölyrða um þætti Ómars Ragnarssonar. Þeir eru fróðlegir og skemmtilegir, eins og aðrir þættir sem hann hefur unnið. Hitt er svo annað mál að í þessum þáttum hafa orðið leiðin- leg mistök, eins og þegar kirkja var byggð á Bergþórshvoli, í ein- um þættinum, en hún hefur víst ekki sést þar síðan. Sennilega ætti Ómar að gefa Baldri Hermannssyni frí og ráða sér annan dómgæslumann, áöur en hann leggur upp með annan þátt í sviðuðu formi. ' Ekki hef ég enn fjárfest í myndlykli til að geta horft á Stöð 2, svo ekki get ég borið hana á neinn hátt saman við Ríkissjón- varpið. Þó hef ég horft þar á frétt- ir því til þess þarf ekki neina sér- tækni. Fréttatímar Stöðvar 2, finnst mér vera mun lakari en fréttatímar Ríkissjónvarpsins, enda er samkeppnin hörð á þeim vettvangi, þar sem Ríkissjón- varpið hefur á að skipa frábærum fréttamönnum. Rásin flytur ágætt afþreyingar- efni, alla daga, sem er mjög gott að stilla lágt og hlýða á meðan maður er að vinna. Þó tónlistin sem þar er flutt sé góð er hún of mikið sundur slitin af tilgangs- lausu málæði þeirra sem þáttun- um stjórna. Svavar Gests er allt- af frábær og þættirnir hans yngja mann upp um nokkur ár þegar hann er að leika gömlu og góöu lögin, sem reyndar virðast vera að komast aftur í tísku, sem bet- ur fer Frímann Hilmarsson. KFUM og K: Miðnætur- samkoma í Sunnuhlíð Laugardaginn 26. mars verður haldin miðnætursam- koma í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð. Samkom- an byrjar kl. 11.30 og mun standa eitthvað frameftir. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá, vitnisburði, fjölbreytilega kristilega tónlist og glens og grín. Ungt fólk á öllum aldri er velkomið að koma og kynna sér efni sem á erindi til allra. - Lifandi trú. íþróttir helgarinnar Mikil fimleikasýning fer fram á laugardag í íþrótta- höllinni á Akureyri. Um 240 börn og unglingar á aldrin- um 5-20 ára munu sýna listir sínar þar. Á Dalvík og á Siglufirði fara fram skíðamót. Á Dal- vík fer fram VISA-bikarmót SKÍ í flokki fullorðinna. Á Siglufirði ter fram bikarmót í göngu og stökki. Keppt verður í 10 og 15 km göngu og göngu unglinga. Urslit í yngri flokkunum í handbolta fara fram sunnan heiða nú um helgina. Þórs- stelpurnar í 3. flokki keppa í Vestmannaeyjum, Þórs- strákarnir í 3. flokki leika í Kópavogi, 5. flokkur Þórs keppir í Mosfellssveit og í KR-heimilinu, 5. flokkur KA keppir í B úrslitum að Varmá í Mosfellssveit. íslandsmótið í bekk- pressu fer fram í Æfinga- stöðinni í Engihjalla, Kópa- vogi. Þar munu þrír Akur- eyringar, Kári Elíson, Kristján Falsson og Rúnar Friðriksson, vera meðal keppenda. Tindastóll keppir úrslita- leikinn um sæti í úrvals- deildinni í körfuknattleik að ári í kvöld föstudag. Ands- tæðingarnir eru Egilsstað- abúarnir í UÍA. Þórsararnir leika sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni í ár á sunnu- daginn í Keflavík gegn heimamönnum. Norðurnetið heldur fund Laugardaginn 26. mars heldur Norðurnetið, sam- skiptanet kvenna á Norður- landi. fund í Zontahúsinu, Aðalstræti 54, á Akureyri. Fundurinn hefst kl. 14.00. Aðalefnið á dagskrá fundar- ins er kynning á hinni ótrú- lega fjölhæfu listakonu Elísabet Geirmundsdóttur. Fjölmennið-Norðurnetið. Tölvutæki-Bókval: Við erum á uppleið Tölvutæki - Bókval hf. heldur sýningu laugardaginn 26. mars í nýstandsettu verslunarhúsnæði á 2. hæð að Kaupvangsstræti 4. Þar verður staðsett tölvu- og skrifstofutækjadeild fyrir- tækisins í framtíðinni. Á sýninguna mæta sérfræðing- ar Skrifstofuvéla hf. á sviði OMRON afgreiðslukassa, sem sýna munu ýmsar nýjungar í OMRON afgreiðslukössum og afgreiðslukassakerfum fyrir veitingahús og stærri versl- anir, auk þess verður til sýn- is tölvubúnaður, skrifstofu- tæki og skrifstofuhúsgögn fyrir fyrirtæki og einstakl- inga. Á sýningunni verður veittur sérstakur sýningar- afsláttur á KONICA U-BIX ljósritunarvélum. Sýningin verður opin frá kl. 10 til 16 og eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.