Dagur - 25.03.1988, Síða 20

Dagur - 25.03.1988, Síða 20
20 - DAGUR - 25. mars 1988 Húsasmiðir Kristnesspítali óskar eftir að ráða húsasmiði til starfa í sumar. Mikil vinna og góð aðstaða. Upplýsingar gefur Þorsteinn Eiríksson, verkstjóri í síma 31100. Kristnesspítali. ROQOF OC fmMNQNR Öflugt fyrirtæki í matvælaiðnaði óskar að ráða starfsmann á aldrinum 35-45 ára í sérhæft starf. Þarf að vera reglusamur, þrifinn, samviskusamur og áreiðanlegur og geta byrjað sem fyrst. Mikil vinna. Nánari upplýsingar á skrifstofunni að Brekkugötu 1. Sími 27577. Opið kl. 13 til 17. Stefanía Arnórsdóttir Valgerður Magnúsdóttir Knattspyrnuþjálfari óskast Okkur vantar þjálfara og íslandsmótið hefst innan skamms. Liðið heitir U.M.S.E.-b og er með heimavöll að Laugalandi. Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við Sigurð í síma 96-31129 milli kl. 8 og 17. Starfskraftur óskast til skrifstofustarfa 8-10 tíma á viku. Vinnutími getur verið nokkuð frjáls. Góð laun í boði. Upplýsingar veitir Stefán Sigtryggsson á skrifstof- unni. Óseyri 2 ■ Simi 96-26122 600 Akureyri Mjólkurfræðingar Mjólkursamlag á landsbyggðinni óskar að ráða mjólkurfræðing til verkstjórastarfa. Vinsamlegast sendið inn nafn og aðrar upplýsingar til skrifstofu Mjólkurfræðingafélags íslands, Skólavörðustíg 16, Reykjavík fyrir 8. apríl nk. merkt „Verkstjóri". Deildarstjóri Starf deildarstjóra í hljómdeild Vöruhúss KEA er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 21400. Kaupfélag Eyfirðinga. Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra við útibú Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Upplýsingar veitir Rögnvaldur Friðbjörnsson útibús- stjóri í síma 96-61200 og heimasími 96-61415. Kaupfélag Eyfirðinga. H erlend fréffaskýring Heimsmet í hugmyndaflugi - Umsóknum um birtingu í Heimsmetabók Guinness fer stöðugt fjölgandi Hugmyndirnar eru óþrjótandi. Henri La Mothe, 75 ára, stekkur ofan af 8'/i m háum palli og magalendir í 30 cm djúpri barna- laug. Paul M. Kimelman er fljótastur aö leggja af - úr 216 kíióum niður í 59. Snjöllustu hugmyndina af öll- um fékk þó líklega Sir Hugh Beaver þegar honum datt í hug að gefa út bók með heimsmetun- um! Fyrsta útgáfan kom út í ágúst 1955. Sir Hugh lét selja hana á öllum krám í Bretlandi Hávaxnasti og gildasti maðurinn. Þyngsta gúrkan. og í írlandi 81.400 talsins. Gagnstætt því sem hann hafði búist við vildu bóksalar líka fá hana til sölu. Ein verslun í London pantaði fyrst 10 eintök til reynslu, en um miðjan sama dag 10.000 til viðbótar! Heimsmetabókin er síðan ein söluhæsta bók. Hún hefur verið þýdd á 35 tungumál, gefin út í 28 löndum, og af henni hafa selst 58 milljónir eintaka. „Það samsvar- ar 163 stöflum jafnháum og Mount Everest og er heimsmet!“ segir forseti Guinness-forlagsins, jarlinn af Iveagh. Að vísu hafa verið prentuð nokkur hundruð milljónir eintaka af Biblíunni, Kóraninum og spakmælum Maós. „En ekki af bók með vernduðum höfundarrétti, sem eingöngu er seld á frjálsum mark- aði,“ útskýrir jarlinn. í nýjustu útgáfunni af Heims- metabókinni eru skráð 15.000 Betra hús en fyrir brunann - Litið inn á opnunarhátíðina að Jáðri Sl. laugardag héldu félagar í Golfklúbbi Akureyrar hátíð til að fagna því að endurbyggingu golfskálans að Jaðri er nú að mestu lokið en eins og flestum er í fersku minni, skemmdist skálinn verulega í eldi þann 24. janúar sl. Það er með ólík- indum hversu skamman tíma endurbyggingin hefur tekið og það má með sanni segja að kylfingar hafi þar farið „holu í höggi“. Og það sem meira er: Við uppbygginguna nú hefur verið leitast við að samræma yfirbragð yngsta og eldri hluta hússins enn frekar en áður með hreint ágætum árangri. Óhætt er að fullyrða að Jaðar er nú mun glæsilegra hús en fyrir brunann. Sem fyrr segir héldu kylfing- Þessi mynd þarfnast ekki útskýringa... ar opnunarhátíðina sl. laugar- dag. Þótt þorrinn sé liðinn samkvæmt dagatalinu, var engu að síður boðið upp á þorramat, enda má segja að forlögin hafi séð til þess að kylfingar gátu ekki haldið þorrablót að Jaðri á tilsettum tíma. Að loknu borðhaldi skemmti Sólveig Birgisdóttir gestum með léttum söng, við undirleik Ingimars Eydal. Þá stjórnaði Gísli Jónsson mál- verkauppboði á eftirminnileg- an hátt og beitti við það all- nýstárlegum aðferðum, sem Sólveig Birgisdóttir skemmti með söng og stóð sig vel að venju.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.