Dagur - 25.03.1988, Side 22

Dagur - 25.03.1988, Side 22
22 - DAGUR - 2é. mars T988 Bílskúrshurðaopnarar Bílskúrshurðajárn Eigum á iager ASTRA bílskúrshurðaopnara á mjög hagstæðu verði vegna tollabreytinga. Einnig höfum við A {BDRKUR' Fjttlnlsgtttu 1i • B00 Akureyrl Simi (96] 21909 tii aígreiosiu viking I e. bílskúrshurðajárn. pAL) Bíla- og bátasími Mobira er eitt vandaðasta merkið á markaðinum. ★ Önnumst ísetningu í bíla, báta og skip Söluumboð á Norðurlandi. ■■■[ rfi-ynT * i' r" *—* - "IBli.il. . . TIiT Höldursf. Draupnisgötu 1 Simar 21365 og 21715 Háskótimi og atvinnulífið Laugardag 26. mars boðar Háskólinn á Akureyri til ráðstefnu um háskólann og atvinnulífíð á Sal Verkmenntaskólans á Akureyri. Ráðstefnan hefst kl. 10 og henni lýkur kl. 17. Dagskrá: 1. Haraldur Bessason, forstöðumaður Háskólans á Akureyri: Setning ráðstefnunnar. 2. Dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri: Matvælatækni - Hagnýtt háskólanám. 3. Brynjólfur Sigurðsson, prófessor: Stefnumörkun og viðskiptanám. 4. Dr. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri: Sjávarútvegur og háskólinn. 5. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri: Gagnvegir háskóla og atvinnulífs. Matarhlé. Að loknum framsöguerindum verður fram haldið umræðum í tveimur umræðuhópum. Öðrum hópnum, sem fjallar um viðskipti og viðskiptanám, veitir for- stöðu Gunnar Ragnars, forstjóri, en hinum hópnum, sem hórarinn Sveinsson, samlagsstjóri veitir forstöðu, er ætlað að fjalla um matvælavinnslu og matvælafræði. Boðið verður upp á veitingar einhvern tíma síðdegis. í umræðunum munu fulltrúar Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri skrifa niður helstu atriði og gera stuttlega grein fyrir þeim í ráðstefnulok. Ráðstefnan er öllum opin og eru allir áhuga- menn um atvinnumál sérstaklega hvattir til að sækja hana. Háskólinn á Akureyri. Hallfreður Örgumleiðason: „Við drekkum okkar brennivín" Svona hefur lögreglan fariö með bjórinn sem hingaö liefur borist, en vænt- anlega fær hann betri móttökur aö ári liðnu. Góðan daginn vinir mínir nær og fjær. Af mér og mínum er allt gott að frétta eins og fyrri daginn, enda engin ástæða til annars þeg- ar bjórfrumvarpið er komið vel á veg í hinu háa Alþingi. Bjórinn er nokkuð sem við Islendingar höfum lengi þráð og það verður aldeilis handagangur f öskjunni þegar við loks fáum ótakmarkað- an aðgang að þessari tegund áfengis. Við höfum alla tíð verið brennivínsberserkir hinir mestu og ég veit að við munum halda því áfram og gefum skít í áætlan- ir einhverra alþjóðlegra heil- brigðisstofnana sem stuðla að 25% samdrætti á heildarneyslu áfengis fyrir árið 2000. Það er álíka ntikil firra og slagorðið reyklaust fsland árið 2000. Hvurn andskotann ætla menn eiginlega að gera árið 2000? Við getum alltaf falið okkur á bak við fámennið. Það hefur eng- in áhrif á heildaráfengisneyslu í heiminum hvort við drekkum 20 eða 80 lítra per mann af áfengi á ári. Við drekkum okkar brenni- vín og engar refjar, nær væri að sullarar á borð við Frakka og ítali færu að hugsa sinn gang eða bjór- þambararnir í Þýskalandi, Bret- landi og Danmörku. íslendingar kunna allt og geta allt og verða því ekki í vandræðum með að umgangast bjórinn án þess að drekka sér til óbóta. Bjór er holl- ur og er því tilvalið að beina drykkjunni á þá braut nú á tím- um hollustu og heilbrigðis. Andstæðingar bjórsins hafa gjarnan litið til reynslu annarra þjóða og þeir leggja Danina í ein- elti. Þótt Danir svolgri bjór í gríð og erg þá eru þetta engir aum- ingjar, síður en svo, og reyndar skemmtileg þjóð með afbrigðum. Að mörgu leyti er það bjórnum að þakka hve fólk er þar félags- lynt og þægilegt í viðmóti. Hugs- ið ykkur bara hvaða breytingar eiga eftir að verða á íslensku þjóðlífi með tilkomu bjórsins. í stað þess að menn urri hver á annan á götuhornum mun fólk taka tal saman, gera að gamni sínu og klappa á öxl náungans. íslenska þunglyndið og tjáskipta- haftið mun hverfa eins og dögg fyrir sólu, stéttaskiptingin mun þverra því bjórinn sameinar menn burtséð frá stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Bjórkrá. Þetta undrafyrirbæri verkar eins og segull á eigin- menn. Glaðlyndur hópur eigin- manna mun hittast í bjórkrám á kvöldin og ræða málin í bróðerni og eiginkonurnar verða afskap- lega glaðar yfir því að karlar þeirra skuli loks hafa fundið sér skemmtilegt áhugamál. Síðan er hægt að skipuleggja fjölskyldu- ferðir á krárnar þar sem eigin- maðurinn fær sér Elefant, eigin- konan Guld og börnin sötra Grön. Ég kynntist þessari sér- stöku stemmningu þegar ég var í Köben og man sérstaklega eftir fólki sem leit við á kránum eftir að hafa náð í börn sín á dagheim- ilin um fimmleytið. Börnin undu sér afskaplega vel á kránum í reykmettuðu lofti og hlýddu á fróðlegar umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Vissulega má kalla þetta stíl- bragð mitt hér á undan ýkjur og úrdrátt. Ef ég þekki þjóð mína rétt þá verða settar strangar regl- ur um bjórinn í fyrstu, eða þar til of algengt er orðið að þær séu brotnar en þá verður þeim breytt. Fyrst um sinn verður bjórinn aðeins seldur í Ríkinu og á skemmtistöðunum. Opnunar- tími kráa verður innan vissra marka og aðgangur bannaður innan 18 ára. Bjórdrykkja á vinnustöðum og undir stýri verð- ur stranglega bönnuð og enginn má kaupa meira en 12 bjórdósir á dag. Reglur breytast, gleymast eða verða úreltar. Hverjum manni hlýtur að vera í sjálfsvald sett hvort hann drekk- ur bjór, svo fremi sem það bitnar ekki á öðrum, og auðvitað getur hver maður krafist þess að fá að lifa sínu lífi í friði. Hvað mig sjálfan varðar get ég ekki annað en glaðst yfir því að þjóðin skuli loks verða orðin „vitsmunavera“ eins og Sverrir Stormsker orðaði það, en hún á þó eftir að sýna það í verki og þótt allir segi núna: Nei, nei. Ég mun ekki drekka neitt meira þótt bjórinn komi. Kannsi rétt í fyrstu, en svo venst maður þessu, - þá getur alltaf verið að efndirnar verði aðrar. Það verður bara að koma í ljós, ég get engu spáð um það frekar en aðrir, en þið getið auðvitað spurt stjörnurnar um þetta eða gengið á vit spákvenna og spá- tölva. Það er bara verst hvernig bjórþamb fer með mittismálið, en verði ykkur að góðu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.