Dagur - 25.03.1988, Síða 24

Dagur - 25.03.1988, Síða 24
Akureyri, föstudagur 25. mars 1988 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ Fermingarveislu ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Akureyri: Harðbak- urtók niðri á sandrifi - 80 metra frá löndunarkanti Um klukkan 14.00 í gær tók Harðbakur niðri á sandrifi 80- 90 metra austan við löndunar- kant frystihúss Útgerðarfélags Akureyringa. Togarinn var að leggja af stað á veiðar eftir langa landlegu vegna yfirvinnu- banns í landi. Engar skemmdir urðu á skipinu og greiðlega gekk að losa það eftir að rétt aðferð var fundin. Vegna sandrifsins, sem liggur um 90 metra frá landi, beint aust- an við löndunarkantinn, er sá háttur hafður á að skipin nota togspil sín til að snúa stefninu til austurs áður en lagt er frá. Þess- ari taug var sleppt of snemma, skipið sett á fulla ferð áfram og því fór sem fór. Harðbakur sigldi beint upp á sandrifið og stöðvað- ist snögglega. Stefni skipsins rist- ir aðeins um 12 fet en dýpið þarna er allt niður í tvo metra. Pegar var hafist handa við að losa skipið. Fyrst var reynt að draga skipið sömu leið til baka með eigin togspili, en ekkert gekk. Kaldbakur, sem lá við norður- kantinn, var fluttur til og honum lagt við hafskipabryggjuna. Vír var festur milli skipanna og annar úr Harðbak og í land og með sameiginlegu átaki aðalvélar Kaldbaks og togspils Harðbaks, tókst að snúa skipinu og losa það á um það bil tíu mínútum. Smiðs- höggið rak svo hinn snaggaralegi hafnsögubátur, Mjölnir, þegar hann ýtti skipinu til þannig að sandrifið yrði örugglega ekki til frekari trafala. Rúm klukkustund leið frá óhappinu og þangað til skipið hélt á veiðar. Meðan á aðgerðum stóð fjaraði stöðugt frá og reið því á að hafa hraðan á. ET Harðbakur á „strandstað“ í höfn Útgerðarfélagsins. Kaldbakur liggur austan á hafskipabryggjunni til vinstri á myndinni. Atökin voru mikil og fáum mínútum síðar var skipið laust af „hólnum“. Á minni myndinni sést hvar hafnsögubáturinn Mjölnir ýtir Harðbak til eftir að skipið losnaði. Nokkur fjöldi starfsmanna ÚA og annarra fylgd- ist mcð aðgerðunum sem Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri félagsins stjórnaði. Myndir gb og ehb Akureyrarsamningarnir: Stærsta málið í Reiknað var með fundi í alla nótt „Það er búið að afgreiða öll mál sem þurfti að afgreiða áður en farið er að ræða launa- liðinn. Þetta hefur verið mjög erfitt og kostað mikil átök,“ sagði Þóra Hjaltadóttir for- maður AN í samtali við Dag rétt áður en Alþýðuhúsinu við Skipagötu á Akureyri var Iok- að öllum óviðkomandi fyrir kjarasamningaviðræðum verkafólks og vinnuveitenda í gær. Sáttasemjari ríkisins, Guðlaugur Þorvaldsson sagði í samtali við Dag, að hann bygg- ist jafnvel við að fundir stæðu fram eftir degi í dag. Nokkuð hafði þokast í samkomulagsátt þegar Dagur fór í prentun og voru flestir samningamenn sem haft var tal af, sammála um að nú væri stærsta málið í höfn, þ.e. vinnutímamálið. Ljóst er, að það var aðallega Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: „Rekstrarhalli“ 1987 36,6 milljónir - stafar aðallega af vanmati á launakostnaði Heildarútgjöld Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri á árinu 1987 voru 661,8 milljón- ir. Inni í þeirri tölu eru 20 milljónir sem varið var til nýbygginga. Tekjur sjúkra- hússins, sem samanstanda af framlagi ríkis og tekjum af seldri þjónustu, námu 625,2 milljónum. „Rekstrarhalli“ sjúkrahússins var því á síðasta ári 36,6 milljónir eða 5,5% af gjöldum. „Þessi niðurstaða er ekki slæm útaf fyrir sig. Hins vegar er ég aldrei ánægður á meðan við erum neðan við núllpunktinn. Ef áætl- anir eru réttar þá á rekstrarnið- urstaða stofnunarinnar allt eins að geta verið ofan við núllið," sagði Halldór Jónsson fram- kvæmdastjóri FSA í samtali við Dag. Halldór sagði að mikil áhersla væri lögð á að vanda til áætlana- gerðar enda væri mikið tillit tek- ið til áætlana við gerð fjárlaga. Þó hefur ekki tekist að fá viður- kennt hærra álag en annars staðar, ofan á föst laun, vegna mikillar aukavinnu og er það helsta ástæðan fyrir framúr- keyrslu síðustu ára. Við gerð fjárlaga er þetta álag vegna launa umfram föst laun, metið 69% ofan á föst laun. Vegna þess að á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri er rekin bráðaþjónusta á öllum deildum, er þetta hlutfall of lágt. Að sögn Halldórs þyrfti það að vera 70- 75%. Þessi munur hefur að hluta til fengist viðurkenndur þegar veitt- ar hafa verið aukafjárveitingar og nú hefur verið sótt um eina slíka vegna síðasta árs. ET vegna ákvæðis um vinnutíma sem kjarasamningur VMSÍ var felldur á dögunum. Það samkomulag sem nú hefur verið gert felur í sér, að yfirvinnuálag helst og verður 80%. Um verður að ræða einhvern sveigjanleika í vinnu- tíma, með samþykki starfsfólks á vinnustað. Umræður í hópum voru langt komnar. Um mörg atriði hafði þegar verið samið, en t.d. hafði ekki verið samið fyrir bensínaf- greiðslumenn, bifreiðastjóra og hafnarverkamenn. Réttinda- og orlofsmálum var lokið svo og hvernig persónuuppbót verður greidd, en það verður með svip- uðum hætti og hjá verslunar- mönnum. Búið var að ákveða þrep í starfsaldurshækkunum en ekki hafði samist um launalið þeirra. Beinar launahækkanir átti að ræða síðast mála. Gífurleg spenna ríkti á fund- arstað í allan gærdag. Nóttina áður hafði litlu munað að uppúr viðræðum slitnaði, en eftir 5 stunda hlé, rofaði til á ný. Eftir hádegi var loftið raf- magnað, á meðan beðið var svars frá vinnuveitendum við hug- myndum um vinnutíma. Þegar ljóst var að það mál væri í höfn, léttist brúnin á ntönnum og þótt- ust margir sjá fyrir endann á höfn samningunum. Þó var ljóst, að þar sem enn hafði ekkert verið rætt um launaliðinn, gæti allt gerst, sérstaklega livað varðaði starfsaldursþrepin. Ríkissátta- semjari taldi það mál t.d. ekki síður stórt en vinnutímann. Mikið var um það rætt að skortur á hótelrými knýði á um samkomulag fyrir helgi. Um þetta sagði Þórarinn V. Þórarins- son: „Það er ljóst að við höldum ekki áfram á götunni. En ef ekki verður kominn samningur þegar við stöndum upp úr þessari lotu, verður það ekki vegna þess að vanti tíma eða húsnæði. Þá ein- faldlega hefur of mikið borið á milli.“ Sævar Frímannsson for- maður Einingar sagði, að ekki væri hægt annað en vera ánægður með framgang viðræðna. „Hér eru það margir aðilar sem standa að samningunum, allir með mis- munandi kröfugerðir og tekur ákveðinn tíma að samræma þess- ar kröfur. Þetta hefur tekist von- um framar. Svo er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Norðlendinga og Akureyr- inga að fá þessa samninga hingað með öllu sem þeim fylgir. Þetta er nánast einstakt í sögunni og megum við vera stolt ef samning- ar takast og þeir verða samþykkt- ir í félögunum," sagði Sævar að lokum. VG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.