Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 11.05.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 11. maí 1988 Laus staða Viö lagadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar tíma- bundin lektorsstaöa í lögfræði. Gert er ráö fyrir aö ráöiö verði í stööuna til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. júní nk. Menntamálaráðuneytið, 6. maí 1988. 4™ Akureyringar athugið Firmakeppni Léttis verður haldin laugardaginn 14. maí á Breiðholtsvelli og hefst kl. 13.30. Skráning knapa hefst kl. 12.45 viö Félagsheimilið. Kaffisala veröur í Félagsheimilinu kl. 15.00. Dansleikur í Svartfugli um kvöldiö. Húsiö opnaö kl. 22.30. Hljómsveitin „Helena fagra" sér um fjöriö. Mætum Öll. Nefndin. Matreiðslumenn Hótel Húsavík óskar að ráða matreiðslumann nú þegar. Nánari upplýsingar veita hótelstjóri og yfirmat- reiöslumaður í síma 96-41220. Skriflegar umsóknir sendist til: Hótel Húsavík v/Ketilsbraut, 640 Húsavík. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Lausar stöður Lausar eru tvær stööur á næturvakt viö sumarbúð- irnar aö Botni í Eyjafirði. Einnig viljum við ráöa 2-4 starfsmenn á dagvaktir og hvetjum viö karlmenn sérstaklega til aö sækja um þær stööur. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 26960. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rannsóknastööur við Raunvísindastofnun Háskólans sem veittar eru til 1 -3 ára: a) Ein staða sérfræöings viö Eðlisfræðistofu. b) Tvær stöður viö Jaröfræöistofu. Öörum sérfræöingnum er einkum ætlað aö starfa aö rannsóknum í setlagafræöi. Hinum sérfræöingnum er einkum ætlaö aö starfa aö rannsóknum í ísaldarjarðfræði. c) Þrjár stööur sérfræðinga viö Stærðfræðistofu. Stöðurnar veröa veittar frá 1. september nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eöa tilsvar- andi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir veröa ráönir til rannsóknastarfa, en kennsla þeirra viö Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar Raunvís- indastofnunar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viökomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerö og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist mennta- málaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 3. maí nk. Æskilegt er, aö umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjenda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuöu umslagi sem trúnaöarmál og má senda þær beint til menntamálaráöuneytisins. Auglýsing þessi kemur í staö fyrri auglýsingar dags. 27. apríl sl. Menntamálaráðuneytið, 6. maí 1988. Nú fer hver að verða aðastur Frá síðustu mánaðamótum varð ólöglegt að aka um á negldum hjólbörðum, og síðustu daga apríl var mikil örtröð á dekkja- verkstæðum á Akureyri. Að mörgu er að hyggja þegar skipta á yfir á sumarhjólbarða, og marg- ir þurfa að kaupa sér nýjan gang undir bílinn. Verðlag á hjólbörðum lækkaði verulega við tollalagabreytingu á síðasta ári, og að sögn kostar ný dekkjagangur nú svipaða upp- hæð og fyrir tveimur árum. Hægt er að fá sóluð sumardekk á 1500- 1800 krónur, en ný dekk kosta yfirleitt frá 2000 til 3000 krónur. Samkvæmt þessum tölum kosta fjögur sumardekk því frá 6000 og upp í 12000 krónur. Þegar skipt er yfir á sumardekk er mikilvægt að yfirfara þau vel áður, en lágmarksdýpt mynsturs í dekkjum er 1 mm, mælt þar sem slit er mest. Pá er mikilvægt að láta jafnvægisstilla felgurnar eftir að búið er að umfelga, því nákvæm jafnvægisstilling minnk- ar slit hjólbarða, stýrisgangs og í hjólalegum bílsins. Á hjólbarða- verkstæðum má fá allar nánari upplýsingar um hvaðeina sem lýt- ur að umhirðu dekkja og við- haldi, en nú fer hver að verða síðastur að skipta yfir á sumar- dekkin. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.