Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 5. júlí 1988 123. tölublað ftalskar peysur Frábær hönnun HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Síðuskóli: Eldvamakerfi sett upp fyrir haustið „Við munum í sumar halda áfram að gera það sem þarf að gera til að skólinn verði kennsluhæfur. A þessari Byggingaiðnaöurinn á Akureyri: Engin spenna - en næg atvinna fyrir alla Næg atvinna er nú fyrir alla þá aðila sem stunda bygginga- vinnu af einhverju tagi. „Ástandið er þokkalegt, en það er langt frá því að nokkur spenna sé á markaðinum.“ Þannig Iýsti Marinó Jónsson framkvæmdastjóri Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi, ástandinu. Sagði hann þó að menn hefðu búist við fleiri verk- efnum í sumar. Hætt var við fyrirhugaðar framkvæmdir við stórmarkað KEA og enn væri ekki búið að semja um byggingu 40 verkamannabústaða, sem væri bagalegt að sögn Marmós. Stærstu verkefnin í sumar eru við Verkmenntaskólann og bygg- ingu fjölbýlishúss fyrir aldraða við Víðilund, einnig eru nokkur einbýlishús í byggingu. Húsnæðis- kerfið sagði Marinó þungt í vöfum, menn hreyfðu sig ekki varðandi byggingaframkvæmdir fyrr en þeir vissu hvort þeir væru lánshæfir og svar við því bærist seint og illa. Marínó sagði erfitt að spá fyrir um verkefni fyrir veturinn, „en ég hef það á tilfinningunni að þau verði ekki mikil,“ sagði hann. „Það fer dálítið illa með okkur hvað dregist hefur að ganga frá samningum varðandi verka- mannabústaðina, við erum að missa tímann frá okkur. Það munar miklu að þurfa ekki að standa í uppsteypu í svartasta skammdeginu." mþþ stundu veit ég ekki betur en okkur takist bæði að innrétta kennslustofur fyrir heimilis- fræði og setja upp eldvarna- kerfi í þeim hluta skólans sem eftir er,“ segir Ágúst Berg, húsameistari Akureyrarbæjar aðspurður um framkvæmdir í Síðuskóla á Akureyri í sumar. Fjárveiting til skólans á þessu ári var 6 milljónir króna og þar til viðbótar fékkst 2 milljóna króna aukafjárveiting til að takast mætti að Ijúka áðurnefndum þáttum. Vinna við uppsetningu eldvarnakerfis er þegar hafin. „Þarna verður fyrst og fremst séð til þess að eldvarnakerfi verði komið upp áður en kennsla hefst í haust. Sú freisting hefur oft ver- ið fyrir hendi í þessum málum að koma krökkunum inn í skólana og þurfa síðan einhvern veginn að bjarga eldvarnakerfinu á eftir en núna ætlum við okkur að láta þetta takast fyrir haustið og ég veit ekki betur en svo verði,“ seg- ir Ágúst. JÓH Hákon ÞH frá Grenivík var ■ Akureyrarhöfn í gær. Verið var að laga veiðarfærin og einnig á að landa um 100 tonn- um af rækju úr skipinu á morgun. Mynd: gb 8% hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar: „Samþykki ekki þær forsendur sem lagðar vom til gmndvallar" - segir Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri á Egilsstöðum „Maður er hreint ekki búinn að átta sig hvað hér er á ferð- inni,“ sagði Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri Aust- urlands er hann var inntur eftir hvaða áhrif hækkun Lands- virkjunar hefði á húshitunar- kostnað á Austurlandi. Eins og kunnugt er hækkaði Lands- virkjun gjaldskrá sína um 8% um síðustu mánaðamót. „Að mínu mati er þetta and- stætt þeim málalokum sem urðu ur hámarkshraða. „Þetta samlegur hraði,“ sagði er glæp- fulltrúi bæjarfógeta og bætti þvf við að menn hefðu sjaldan ef nokkurn tíma verið teknir á svo miklum hraða. mþþ Ótrúlegur glannaskapur: Tekinn á 170 km hraða! Hann fór heldur ríflcga yfir hámarkshraðann, pilturinn sem tekinn var á Drottningar- brautinni föstudagskvöldið síð- asta. Lögreglan stöðvaði piltinn, sem var á mótorhjóli og var hann þá kominn talsvert yfir 160 kOómetra hraða. Stráksi var sviptur ökuréttind- urn á laugardagsmorgun og bíður nú dóms. Enga skýringu gat hann gefið á aksturslagi sínu, aðra en þá að hann vissi ekki að hann væri á slíkum hraða. Hámarks- hraði er 70 kílómetrar á þessum slóðum, þannig að pilturinn hef- ekið á rúmlega tvöföldum Piltur á mótorhjóli fór heldur geyst um Drottningarbrautina á föstu- dagskvöldið, eða á 170 kílómetra hraða. Mynd: GB við gerð bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar í maí síðastliðnum, þetta kom algjörlega flatt upp á mann. Það er afskaplega þungt í manni, fyrir mína parta sam- þykki ég alls ekki að þær forsend- ur sem voru lagðar til grundvallar hækkunarbeiðni Landsvirkjunar fái staðist og ég er mjög hryggur yfir því að þeir sem voru and- stæðingar hækkunarinnar eins og Finnbogi Jónsson og Páll Péturs- son skyldu ekki greiða atkvæði á móti, í stað þess að sitja hjá við afgreiðsluna. Ríkisstjórnin á að sjálfsögðu ekki að vera nein verðlagsnefnd, ríkisstjórnin á að stjórna þessum málum.“ Erling Garðar telur að ef þró- unin verði sú að verðbólgan haldi um 40% stigi það sem eftir er ársins, þá sé enn ein hækkunar- beiðni í vændum frá Landsvirkj- un, „þar með erum við komnir upp fyrir olíuverðið aftur,“ sagði Erling Garðar. „Þetta er eins og köld gusa framan í mann, einfaldlega vegna þess að réttlætiskrafan frá lands- byggðinni hefur verið sú, að þar sem enginn annar kostur er en rafmagn til upphitunar húsnæðis, að væri möguleiki á rafmagni á viðráðanlegu verði fyrir fólkið. Þessu virðist ekki vera hægt að stýra. Þótt Landsvirkjun sé hlutafé- lag þá má það ekki gleymast að ríkið á helminginn í fyrirtækinu. Það fyrirkomulag að láta Alþingi kjósa stjórnarmenn og að fram- kvæmdavaldið hafi ekki full völd þarna, virðist ekki ganga upp. Það virðist enginn ráða við þetta fyrirtæki." kjó Skagafjörður: Heitt vatn á nokkra bæi norðan Varmahlíðar - borholur hreinsaðar í þessari viku Fyrirhugað er að leggja heitt vatn á nokkra bæi norðan Varmahlíðar í sumar og er vatnið fengið úr borholunum í Varmahlíð. í þessari viku verður borinn Glúmur frá Jarðborunum ríkisins að störf- um í Varmahlíð við að hreinsa upp úr holum sem boraðar voru 1986. Þá fengu íbúar í Varmahlíð og nágrenni heitt vatn og 8 bæir í Víðimýrar- hverfi fyrir vestan Varmahlíð. í sumar verða það 20 bæir í Seyluhreppi og nokkrir í Stað- arhreppi sem bætast við. Að sögn Sigurðar Haraldsson- ar hreppstjóra Seyluhrepps voru holurnar, sem boraðar voru ’86, ekki fóðraðar nógu vel og hrundu þær saman. „Við vitum ekki hvort það hafði áhrif á vatns- magnið hjá okkur, það á að opna holuna núna og fóðra hana lengra niður, en ’86 var borað 414 metra niður,“ sagði Sigurður. „Við vonum að hreinsunin gangi vel og við höfum nógu mik- ið vatn í að leggja á þá bæi sem fyrirhugað er að leggja. Við höf- um fengið jákvætt svar frá Stofn- lánadeild landbúnaðarins um lánafyrirgreiðslu fyrir þessum framkvæmdum og vonumst til að geta byrjað sem fyrst að leggja,“ sagði Sigurður hreppstjóri. Vatnið úr Hitaveitu Varma- hlíðar er um 90 gráðu heitt, sem er með því heitara sem hefur fundist, og því nýtist það vel til kyndingar. Þeir notendur veit- unnar sem fá vatn frá henni í dag hafa komið sér upp hemlunar- búnaði og því meiri stjórnun á notkun heita vatnsins heldur en var fyrst. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.