Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 13
5. júlí 1988- DAGUR - 13 Bílameistarinn, Skemmuvegi M40, neöri hæö, s. 91-78225. Eigum vara- hluti í Audi, Charmant, Charade, Cherry, Fairmont, Saab 99, Skoda, Fiat 132 og Suzuki ST 90. Eigum einnig úrval varahluta í fl. teg. Opið f rá 9-19 og 10-16 laugardaga. /•.. Hákon Guðmundsson rafvirkjameistari Kotárgerði 6, Akureyri sími 96-24376 - 96-24377. Tek að mér allar raflagnir og viðgerðir í íbúðarhús. Einnig viðgerðir heimilistækja og verkfæra. Almenn rafvirkjaþjonusta. Sími 96-24376 verkstæði, símsvari frá kl. 8-12. Bílasími 002-2331. Ökukennsla. Kenni á nýjan MMC Space Wagon 2000 4WD. Útvega öll náms- og prófgögn. Dag- kvöld- og helgartímar. Einnig endurhæfingartímar. Anna Kristfn Hansdóttir, ökukennari, sími 23837. Ökukennsla - Bifhjólakennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Ný kennslubifreið, Honda Accord EX 2000 árg. 1988. Kenni á kvöldin og um helgar. Útvega bækur og prófgögn. Egill H. Bragason, sími 22813. Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Áklæði og leðurlíki í úrvali. Látið fagmann vinna verkið. Sæki og sendi tilboð í stærri verk. Bólstrun Björns Sveinssonar, Geislagötu 1, sfmi 25322. Heimasími 21508. Borgarbíó Alltaf nýjar myndir ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! ||UMFEROAR Vísitala byggingar- kostnaðar hækkar ©Ferðafélag Akureyrar Skipagötu 13. 9.-16. júlí: Suðurland, Vestmannaeyjar og Þórsmörk. 9. júlí: Þeistareykir. 16. júlí: Herðubreiðarlindir (flug- ferð). 21.-24. júlí: Brúaröræfi og Snæfell. 23. júlí: Kambsskarð. 23. júlí-1. ágúst: Hornstrandir, Grunnavík-Hornvík. (í samvinnu við Ferðafélag fslands.) 29. júlí-1. ágúst: Kverkfjöll, Askja og Herðubreiðalindir. 30. júlí: Mælifell í Skagafirði. 3.-7. ágúst: Arnarvatnsheiði, Borg- arfjörður og Kjölur. 6. ágúst: Hjaltadalsheiði. 15.-17. júlí: Herðubreiðarlindir, Askja. Ath. Árbókin er komin. Fólk er vinsamlegast beðið að sækja hana á skrifstofu Ferðafélagsins. Skrifstofa félagsins er í Skipagötu 13. Síminn er 22720. Skrifstofan er opin milli kl. 16 og 19 alla virka daga nema laugardaga. Nonnahús verður opið daglega kl. 14.00-16.30 frá 12. júní til 1. sept. Nánari upplýsingar í síma 23555. Zontaklúbbur Akureyrar. Héraösskjalasafn Svarfdæla Dalvík. Opið á mánudögum og föstudögum frá kl. 13.00-17.00. Fimmtudögum frá kl. 19.00-21.00. Sigurhæðir. Húsið opið daglega kl. 2-4 frá 15. júní til 1. september. Hagstofan hefur reiknað vísi- töiu byggingarkostnaöar eftir verölagi um miðjan júnímánuð 1988. Reyndist hún vera 121,3 stig, eða 8,4% hærri en í maí (júní 1987 = 100). Þessi vísi- tala gildir fyrir júlí 1988. Sam- svarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982 = 100) er 388 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 21,3%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 11,6% og samsvarar það 55,1% árshækkun. Af efnisliðum má nefna að hækkun á verði steypu olli 0,6% hækkun vísitölunnar, hækkun málningarefnis 0,3% hækkun, hækkun á verði innréttinga og innihurða 0,3% hækkun, hækkun raflagnaefnis 0,3% hækkun, hækkun á verði pípulagningar- efnis olli 0,3% hækkun og hækk- un á verði ýmissa efnisliða ann- arra, einkum þó innfluttra, olli um 1,4% hækkun byggingarvísi- tölu. Rétt þykir að taka fram að áhrif gengisbreytingarinnar þann 16. maí sl. munu að langmestu leyti komin fram í vísitölunni. Greiðslur almennings fyrír læknishjálp og lyf (skv. reglugerð útg. 22. júní 1988) 1. Greiöslur hjá heiniilislÆkni og heilsugæslulækni 165 kr. — Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils. 300 kr. —- Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling. um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. 2- Greiðslur fyrir sórfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 550 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræðings. 185 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 1 2 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í fram- haldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. TAFLA Heimílis- læknir Sérfræð- ingur Ranns./ Röntg.gr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 165 550 Dæmi 2 165 385 Dæmi 3 165 550 550 Dæmi 4 165 550 0 Dæmi 5 165 550 0 550 Dæmi 6 165 550 0 550 0 550 Skýringar: Taflan lesist frá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúkl- ingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 165 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræð- ings, og þar greiðir sjúklingur 550 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er 1 beinu framhaldi af komu til sérfræðings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 1 2 greiðslum á sérfræði- læknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins. 3. Greiöslur fyrir lyf 440 kr. — Fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. 140 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfjaskammt, eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskJrteinis í lyfjabúð fást ákveðinn lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. Greiðslur þessar gilda frá og með 1. júlí 1988. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.