Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 11
5. julí 1988-DAGUR-11 Byggðastofnun: Verulegur hluti ráð- stöfunarfjár fengimi erlendis „Byggðastofnun er gert að afla verulegs hluta ráðstöfunarfjár síns með erlendum lántökum. Alls er það fé sem stofnunin mun hafa til lánveitinga í ár um 1500 milljónir króna, þar af til almennra verkefna sinna um 1000 milljónir. Eru þá ekki meðtalin sérstök verkefni sem ríkisstjórnin hefur falið Byggðastofnun að annast,“ segir í fréttatilkynningu frá Byggðastofnun. „Vegna eðlis verkefna Byggða- stofnunar er mikilsvert að hún eigi aðgang að hagstæðum lánum. Byggðaþróunarlán Nor- ræna fjárfestingarbankans (Nor- disk Investeringsbank, NIB) eru sérstaklega ætluð norrænum stofnunum og sjóðum á sviði byggðaþróunar og eru meðal hagstæðustu lána sem bankinn veitir og þar með meðal hagstæð- ustu lána sem völ er á. Byggða- stofnun hefur nú tekið lán hjá NIB, að upphæð 9,2 milljónir Bandaríkjadala og 6,5 milljónir svissneskra franka sem er jafn- virði um 600 milljóna króna. Endurgreiðslur af láninu hefjast 1994 og þeim lýkur árið 2003. Norræni fjárfestingarbankinn er stofnun í eigu allra Norður- landanna. Bankinn var stofnaður árið 1975. Hlutverk bankans er að afla fjár á hinum alþjóðlega peningamarkaði og endurlána á eðlilegum bankakjörum til nor- rænna verkefna sem miða að efl- ingu atvinnulífs norrænu þjóð- anna. Bankinn hefur í allmörg ár veitt sérstök byggðaþróunarlán. Til skamms tíma hefur verið litið á þessar lánveitingar sem tilraun og hefur ákveðnu fjármagni verið ætlað til þeirra á hverju tilrauna- tímabili. ísland hefur nýtt þessa lántökumöguleika, fyrst Fram- kvæmdastofnun ríkisins og Iðn- þróunarsjóður og nú Byggða- stofnun. Frumkvæði að tilurð þessara lána var hjá Norrænu embættismannanefndinni um byggðastefnu, NERP. Fulltrúi íslands í þessari nefnd lagði til árið 1986 að byggðaþróunarlánin yrðu fastur þáttur í starfsemi Norræna fjárfestingarbankans. Embættismannanefndin lagði formlega tillögu um þetta fyrir ráðherranefnd þeirra ráðherra sem fara með byggðamál. Tillag- an var endanlega samþykkt á síð- asta þingi Norðurlandaráðs og ráðherrar byggðamála sam- þykktu reglur um þessi lán í maí síðastliðnum. Lántaka Byggða- stofnunar nú mun vera fyrsta lántakan eftir hinu nýja lána- kerfi. Byggðastofnun gerir sér rök- studdar vonir um að hið nýja kerfi byggðaþróunarlána Nor- ræna fjárfestingarbankans muni tryggja stofnuninni aðgang að hagstæðum lánum á komandi árum. Pað að þetta lánakerfi er nú orðið fastur liður í starfsemi bankans þýðir að Byggðastofnun getur gert ráð fyrir ákveðnum lántökum í áætlunum sínum. Við þetta bætist að allt samstarf við Norræna fjárfestingarbankann er einstaklega þægilegt og lipurt sem dregur á sinn hátt úr kostn- aði við lántöku. Bendir allt þetta til þess að hið nýja kerfi byggða- þróunarlána verði byggðaþróun- arstarfi á íslandi lyftistöng á komandi árum,“ segir að lokum. Golfldúbbur Akureyrar Nýliðar Golfklúbbs Akureyrar. Mjög áríðandi fundur í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20.00 í Golfskálanum. Nýliðanefnd. --------------------------- Viðskiptavinir athugið Opna aftur 11. júlí. Verið velkomin. HflRGREIÐSLUSTOFAN ^amíUa Hólsgerði 4 • Sími 22069 • Akureyri. V__________________________/ mi Útboð Ólafsfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gerð gangstétta í Ólafsfirði. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofunni, Ól- afsvegi 4, Ólafsfirði og Verkfræðistofu Norðurlands, Skipagötu 4, Akureyri. Tilboðin verða opnuð kl. 14.00 þriðjudaginn 12. júlí á bæjarskrifstofunni, Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Bæjartæknifræðingur. Fulltrúastaða í utanríkis- þjónustunni Staða háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisþjónust- unni er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí 1988. Utanríkisráðuneytið Reykjavík, 28. júní 1988. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar stundakennarastaða í eðlisfræði. Upplýsingar eru veittar í símum: 35519, 33419, 44705 og 32858. Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru lausar kennara- stöður í íþróttagreinum, stærðfræði og hálf staða í mat- vælagreinum. Þá vantar stundakennara í íslensku, rafeindavirkjun, raf- virkjun og ýmsum öðrum greinum. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans eftir 10. ágúst. Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði eru lausar stunda- kennarastöður í eftirtöldum greinum: Eðlisfræði, stærð- fræði, vélritun, bókfærslu, fjölmiðlun og latínu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 20. júlí næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum viö- komandi skóla. Þá er umsóknarfrestur á áður auglýstri kennarastöðu í ensku við Flensborgarskóla í Hafnarfirði framlengdur til 8. júlí. Menntamálaráðuneytið. ------------------------------ Bridds Sumarbridds í kvöld kl. 19.30 í Dynheimum. Ekkert þátttökugjald - allir briddsspilarar velkomnir. Bridgefélag Akureyrar. ORÐSENDING FRÁ TANNLÆKNASTOFU RAGNHEIÐAR Ragnheiður Hansdóttir tannlæknir verður fjarverandi um eins árs skeið frá 1. ágúst nk. vegna dvalar er- lendis. Á meðan mun Lára Ólafsdóttir tannlæknir reka tannlæknastofu Ragnheiðar. Lára Ólafsdóttir, Ragnheiður Hansdóttir. Húsnæði óskast Óskum eftir 3ja-4ra herbergja íbúð fyrir starfsmann okkar, helst í skólahverfi Barnaskóla Akureyrar. Góð umgengni og öruggar mánaðargreiðslur. Upplýsingar í síma 24655. Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra Furuvöllum 13, 600 Akureyri. Vinningstölur 2. júlí 1988 Heildarvinningsupphæð kr. 8.220.558.- 1. vinningur kr. 5.136.074.- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur kr. 925.848.- Skiptist á milli 308 vinningshafa kr. 3.006.- 3. vinningur kr. 2.158.636.- Skiptist á milli 9.902ja vinningshafa sem fá 218 kr. hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánu- degi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.