Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 5. júlí 1988 „Góðan daginn, við erum að selja þessa pepsíflösku á 960 krónur.“ Vegfarendum um Miðbœ Akureyrar var boðinn til kaups einn og hálfur lítri af pepsí á þessu ágœta verði og viðbrögðin voru á einn veg: Undrun. Áður höfðum við kannað verð á einu glasi afdrykk þess- um í Sjallanum og á Hótel KEA. í Sjallanum var glasið selt á 120 krónur, en á Hótel KEA var það ögn ódýrara, eða 100 krónur sléttar. Við fengum veitingamann í bœn- um til að mæla hversu mörg glös af drykknum rúmuðust í einum og hálfum lítra og út úr þeirri vísindalegu athug- un fengust átta glös og var miðað við tvo til þrjá klaka í hverju þeirra. Með þessar upplýsingar í farteskinu var keyptur einn og hálfur lítri afpepsi á 120 krónur - eða á sama verði og eitt glas í Sjallanum. Verðlögðum við flöskuna á 960 krónur og tókum síðan til við að pranga henni inn á tiltölulega saklausa vegfarendur. „Nei, þakka þér kærlega fyrir. Ekki á 960 krónur - þótt ótrúlegt sé,“ svaraði Haukur Torfason útibús- stjóri ÁTVR á Akureyri er honum var boðin flaskan til kaups. Hann hristi höfuðið og hélt leiðar sinn, afar hissa á verðlagningunni. F’ótti hún enda frjálsleg í meira lagi. Við gáfumst ekki upp og héldum pranginu áfram. Nóa Björnssyni fyrirliða Þórs í knattspyrnu var næst boðin flaskan. „Þetta er nú heldur gróft,“ sagði hann og afþakkaði alla verslun við okkur. Er málið var útskýrt fyrir piltinum var hann nokkuð hissa. „Ér þetta virkilega tilfellið. Kók er það eina sem ég drekk þá sjaldan ég fer út að skemmta mér. Ég borga uppsett verð hikstalaust og finnst það svo sem enginn glæpur. En því er ekki að neita að þetta er fjandi mikið, þegar komið er upp í heila flösku.“ Guðrún Njálsdóttir spurði hvort við værum alveg vit- laus orðin. „Ég hef aldrei hugsað út í hvað þetta er dýrt. Er þetta löglegt?“ spurði hún eftir að málið hafði verið útskýrt. Við ítrekað boð sagðist hún endilega vilja kaupa tvær flöskur, en dró það til baka og sagðist fyrr drekka bless- að vatnið. í>að leit heldur illa út með söluna, en við héldum áfram að svífa á fólk með kosta- boðið. Gunnar Frímannsson konrektor Menntaskólans á Akureyri þakkaði gott boð og var eins og aðrir eilítið undrandi á hinni frjálsu verðlagningu. „Ég fer lítið út að skemmta mér, eða akkúr- at einu sinni á ári. Ég segi þér ekki hvað ég drekk þá,“ sagði Gunnar er hann var spurður út í þá hluti. „Ég er undrandi á þessari verðlagn- ingu,“ sagði hann og afþakk- aði flöskukaupin enn og aftur. „Já takk, ég ætla að fá eina,“ voru fyrstu viðbrögð Auðar Ástu Hallsdóttur er henni var boðin flaskan góða. - „Það eru 960 krónur.“ Sölumenn voða ánægðir. Auði allt að þvf svelgdist á, er hún heyrði verðhug- myndir okkar. „Nei, ég er hætt við,“ sagði Auður er hún hafði komist yfir mesta áfallið. Fannst verðið helst til of hátt. Hún sagðist þó stundum kaupa sér gosglas þegar hún færi á dansleiki og borga það að sjálfsögðu möglunarlaust. „Það þýðir ekkert að kvarta yfir verð- inu, það verður ekki lækkað.“ Það þýddi heldur ekki mikið að bjóða þeim mæðgum, Hrönn Sigurðar- jdóttur og Tinnu flöskuna góðu. „Alveg ómögulega, þakkað þér fyrir,“ voru svör- in er erindið var borið upp. „Þetta er alveg ferlega dýrt. Ég hef ekki hugsað út í það áður hvað þetta er í rauninni dýrt. Ég fer sjaldan á böll og kaupi lítið þegar það gerist,“ sagði Hrönn. Ekki tókst okkur að selja flöskuna, þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. Hún er enn óseld, og reyndar er búið að drekka þessar dýru veigar. mþþ „Nei, þakka þér fyrir, þótt ótrúlegt sé,“ sagði Haukur Torfason þegar honum var boðið að kaupa pepsí á 960 krónur. Gunnar Frímannsson leitar að veskinu sínu í brjóst- vasanum. Hann steinhætti við kaupin þegar verðið var gefíð upp! Auður Ásta Hallsdóttir var volg til að byrja með. Vildi jafnvel kaupa flöskuna, en snarhætti við er verð- ið var gefíð upp. Nói Björnsson sagðist stundum kaupa sér gosglas á veitingastöðum og aldrei hugsað út í hvað það væri dýrt. „Er það tilfellið? Kostar gosið svona mikið“ sagði fyrirliðinn hissa. Guðrúnu Njálsdóttur þótti flaskan ansi frjálslega verðlögð og afþakkaði gott boð. Mæðgumar Hrönn og Tinna vildu ómögulega kaupa flöskuna á þessu Ijómandi góða verði, 960 krónur. „Svakalega er þetta dýrt hjá þér.“ Myndir: gb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.