Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGl>R - 5. júlí'19881 Starfsmenn KEA: Vilja leggja sitt af mörkum til að efla skógrækt í Ejjafirði Fyrir skömmu mátti sjá áhuga- sama starfsmenn Kaupfélags Eyfiröinga viö gróðursetningu að Naustaborgum við Akur- eyri. Það rigndi nokkuð á starfsmennina, en þeir létu það ekki á sig fá og settu niður um 2000 plöntur á tveimur klukku- tímum. Einhvers staðar yrði það líklega orðað á þá leið að margar hendur ynnu létt verk. Stefán Vilhjálmsson formaður starfsmannafélagsins sagði hug- myndina hafa komið fram fyrir tveimur árum, en á 100 ára afmæli félagsins hafi það styrkt Skógræktarfélag Eyfirðinga ogi fór gróðursetningin fram í sam- vinnu við Skógræktarfélagið. Á skógræktarkvöldi starfsmanna- félagsins nú mættu um 20 manns til gróðursetningarinnar og sagðist Stefán vonast til að fleiri starfs- menn sæu sér fært að mæta að ári, en fyrirhugað er að gera skógræktarkvöldin að árvissum atburði. í fyrra voru gróðursettar heldur fleiri plöntur en nú, eða tæplega 3000. Voru þær gróður- settar á svipuðum slóðum þannig að búast má við að starfsmenn KEA muni í framtíðinni koma upp lundi miklum. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að efla skógrækt við Eyjafjörð,“ sagði Stefán og bætti því við að lokum að skógræktar- ferðirnar nytu sívaxandi vinsælda og vonaðist til að í framtíðinni yrði mætingin einkar góð. mþþ Það hjálpuðust allir að, enda tók ekki nema tvo klukkutíma að gróðursetja 2000 plöntur. r* M * 'Y ' 1 i í WR+ H 111i \ é -A vfc*, J Bara að búa sig betur ef ekki skín sólin. Starfsmannafélag Kaupfélags Eyfirðinga stóð fyrir skógræktarkvöldi fyrir skömmu. I rigningu en góðu veðri gróður- settu starfsmenn 2000 plöntur. Eins og sjá má á myndinni var mæting ekki eins og best verður á kosið, en gárung- arnir sögðu að þarna hefðu mætt allir starfsmenn KEA, það hefði bara vantað 1019 manns. Myndír: tlv Verðkönnun á Akureyri 24. júní 1988 Grœnmeti - Garðávextir Lægsta Hæsta verð verð Hagkaup 4 tegundir KEA Hafnarst. 91 2 tegundir Verslunin Síða 3 tegundir KEA Hafnarst. 20 2 tegundir Matvörumarkaðurinn 1 tegund KEA Brekkugötu 1 tegund TÖMATAR GÓRKUR PAPRIKA RAUÐ PAPRIKA GRffiN GULRffiTUR HVÍTKÁL KEA Hrisalundi 213.00 224.00 784.00 576.00 115.30 83.30 Hagkaup Noróurg. 169.00 186.00 679.00 558.00 99.00 85.00 KEA Byggóavegi 213.00 224.00 784.00 573.00 115.00 83.00 Matvörumarkaóur 219.00 231.00 784.00 594.00 131.20 107.00 KEA Sunnuhlió 213.00 224.00 784.00 576.00 128.00 83.00 Verslunin Sióa 234.00 245.00 784.00 576.00 139.00 93.00 KEA Höfóahlió 212.80 224.80 784.00 572.80 115.30 85.30 Verslunin Brynja 216.00 228.00 KEA Ránargötu 229.25 241.45 620.75 124.60 89.80 Garóshorn 230.00 238.00 KEA Brekkugötu 229.00 242.00 845.25 620.80 124.60 90.00 Verslunin Esja 200.00 210.00 KEA Hafnarstr. 20 229.30 242.00 862.00 620.80 124.60 90.00 Hólabúóin 198.00 240.00 128.00 KEA Hafnarst. 91 229.00 242.00 519.00 617.00 124.00 79.00 Lægsta verð 169.00 186.00 519.00 558.00 99.00 79.00 Hæsta veró 234.00 245.00 862.00 620.80 139.00 107.00 Mismunur á hæsta og lægsta verði 38.5% 31.7% 66.1% 11.3% 40.4% 35.4í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.