Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 7
5. júlí 1988 - DAGUR - 7 Knattspyrna 2. deild: Tindastólsliðið slakt gegn FH - tapaði 1:4 í lélegum leik Tindastóll fékk efsta lið 2. deildar, FH, í heimsókn á Sauðárkróksvöll sl. föstudags- kvöld í Islandsmótinu í knatt- spyrnu. Úrslit leiksins réðust á fyrstu mínútunum nánast því þá náðu FH-ingar að gera tvö mörk, en úrslitin urðu 4:1 fyrir FH. í leikhléi var staðan 3:0. Tindastólsmenn virtust hálf sofandi í byrjun leiksins og eftir 4 mínútur höfðu FH-ingar skorað. Það var Pálmi Jónsson sem gerði það eftir mistök í vörn Tinda- stóls. Einni mínútu síðar kom annað mark FH. Jón Erling Ragnarsson afgreiddi boltann þá laglega í netið úr þröngri stöðu. Greinilegt var að FH var sterkari aðilinn í leiknum en leikmenn Tindastóls voru langt frá sínu besta. Það var ekki fyrr en Eyjólfur Sverrisson átti skot í stöng eftir aukaspyrnu á 10. mínútu, sem að Tindastóll fór aðeins að ranka við sér. En það dugði ekki til því á 32. mínútu kom þriðja mark FH. Það var hinn eldfljóti Pálmi Jóns- son sem slapp í gegnum vörn Tindastóls og skoraði. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks átti Tindastóll fáa spretti, FH-ingar réðu gangi leiksins. í seinni hálfleik komst Tinda- stóll betur inn í leikinn og barðist af hörku. Á 56. mínútu minnk- uðu þeir muninn með marki Eyjólfs Sverrissonar úr víta- spyrnu. Tindastóll átti nokkur góð færi í seinni hálfleik, skotið var í stöng og þverslá, en inn vildi boltinn ekki. FH-ingar nýttu eitt af fáum færum síðari hálfleiks fjórum mínútum fyrir leikslok, þegar Pálmi Jónsson skoraði sitt þriðja mark og fjórða fyrir FH. Undir lok leiksins var farið að bera á mikilli hörku hjá leik- mönnum og mikið um ljót og óþarfa brot. En úrslitin voru ráðin, 4:1 fyrir FH. Sanngjörn úrslit en sigurinn heldur stór mið- að við gang leiksins. í liði FH stóðu þeir Pálmi Jónsson, Jón Erling og Ólafur Jóhannesson upp úr en ekki er nokkur leið að taka einhvern út úr slöku liði Tindastóls í þessum leik. Þeir mega fara að bíta meira frá sér ef þeir ætla sér ofar á stigatöflu 2. deildar, a.m.k. verða að fást stig á heimavelli. Dómari leiksins, Guðmundur Stefán Maríasson, dæmdi vel og línuverðir voru Sveinn Sveinsson og Ari Þórðarson. -bjb Knattspyrna 3. deild: Jafntefli hjá Dalvík og Sindra UMFS Dalvík og Sindri gerðu jafntefli, 1:1, þegar liöin mætt- ust í B-riðli 3. deildar á föstu- dagskvöld. Leikurinn fór fram á Dalvík og má segja aö miðað við marktækifæri hafi Sindra- menn sloppið vel. Heimamenn fengu óskabyrjun og náðu forystunni strax á 2. mínútu með marki Birgis Össur- arsonar. í framhaldi af því dró liðið sig nokkuð til baka og Sindri var meira með boltann og sótti nokkuð x fyrri hálfleik. Liðið náði hins vegar ekki að skapa sér nein afgerandi færi og staðan í leikhléi var því 1:0. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur síðari hálfleiks. Sindri náði síðan að jafna leikinn á 60. mínútu eftir slæm mistök markvarðar UMFS Dalvíkur. Þrándur Sigurðsson átti þá skot að marki Dalvíkinga frá vítateig. Markvörðurinn var kominn með hendur á boltann en missti hann inn fyrir línuna og dómarinn dæmdi mark. Einhverjir vildu meina að boltinn hefði ekki farið inn yfir marklínuna en trúlega hefur ákvörðun dómarans verið rétt. Eftir þetta mark hresstust Dal- víkingar og hófu að sækja stíft. Þeir fengu mýmörg marktækifæri það sem eftir lifði leiksins en náðu ekki að nýta þau og úrslitin urðu því 1:1. JHB Staðan 2. deild Úrslit í 7. umferð urðu þessi: Fylkir-IR 2:1 Tindastóll-FH 1:4 Víðir-Selfoss 1:2 Þróttur-UBK 2:2 ÍBV-KS 6:1 FH 7 6-1-0 18: 5 19 Fylkir 7 4-3-0 16:11 15 ÍBV 7 3-0-4 17:15 9 Selfoss 6 2-3-110:10 9 Víðir 7 2-2-3 13:10 8 UBK 7 2-2-3 13:16 8 KS 6 2-2-2 13:17 8 ÍR 7 2-1-4 11:15 7 Tindastóll 7 2-0-5 11:19 6 Þróttur 7 1-2-4 12:16 5 Markahæstir: Sigurður Hallvarðss. Þrótti 7 Guðmundur Magnúss. Selfossi 6 Pálmi Jónsson FH 6 Eysteinn Kristinsson (nr.5) í undarlegu skallaeinvígi við Jón Erling FH-ing. Knattspyrna 2. deild: Mynd: bjb Siglfirðingar steinlágu í Vestmannaeyjum Knattspyrnulið KS átti trúlega einn sinn slakasta leik í árarað- ir þegar liðið mætti ÍBV í Vest- mannaeyjum á laugardag. Leiknum lauk með stórsigri ÍBV, 6:1, eftir að staðan hafði verið 3:0 í leikhléi. Nokkurt jafnræði var með lið- unum fyrstu mínúturnar en eftir að Páll Grímsson náði að skora tvívegis fyrir Vestmanneyinga á fyrstu 15 mínútum leiksins var aldrei spurning um hvorum megin sigurinn myndi lenda. Segja má að Eyjamenn hafi verið í einni stórsókn það sem eftir var fyrri hálfleiks, ef undan er skilið stangarskot Paul Friar, og þeir náðu að skora einu sinni til við- bótar fyrir leikhlé. Það var Tóm- as Ingi Tómasson sem skoraði það mark á 31. mínútu úr víta- spyrnu sem Páll Grímsson „fisk- aði“. KS-ingar hófu síðari hálfleik- inn af krafti og sóttu stíft fyrstu 10 mínúturnar. Reiðarslagið kom hins vegar á 55. mínútu þegar Eyjamenn náðu einni sókn og Páll Grímsson skoraði 4. mark ÍBV. Eftirleikurinn var auðveldur. Niðurbrotnir Siglfirðingar veittu litla mótstöðu og Eyjamenn náðu að bæta við tveimur mörkum. Tómas Ingi Tómasson skoraði það 5. og Páll Grímsson var síð- an enn einu sinni á ferðinni með sitt 4. mark í leiknum. KS-ingar klóruðu í bakkann í lokin þegar Baldur Benónýsson skoraði úr vítaspyrnu en það hafði lítið að segja, stórsigur Eyjamanna var i Siglfirðingar sem gengu af ieik- staðreynd og það voru niðurlútir | velli. JHB Baldur Benónýsson skoraði eina mark Siglfirðinga í Eyjum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.