Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 5
HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREVRI og þar upp klöngraðist blaða- maður ásamt flugmönnunum tveim í þessari ferð, þeim Hilm- ari Bergsteinssyni og Brynjólfi Sigurðssyni. Þriðji flugmaðurinn, Harald Snæhólm, hvíldi að þessu sinni. Allir eru þeir flugmenn hjá Flugleiðum, en þeir hafa margir hverjir veitt sér þá ánægju að fljúga Douglas DC-3 í sumarfrí- inu sínu, og þá í sjálfboðavinnu. Páll Sveinsson hefur verið í eigu Landgræðslunnar síðan 1973, en Flugfélag íslands gaf vélina ’71 til hennar. Þegar við höfðum komið okk- ur fyrir, flugmennirnir í sætum sínum og blaðamaður fyrir aftan þá, var farið yfir öll öryggisatriði. Greinilegt var að þeir Brynjólfur og Hilmar kunnu vel við sig og fóru um tæki og tól flugvélarinn- ar sem gull væri. Huga þurfti að mörgum atriðum áður en vélin færi á loft, en að því loknu hoss- aðist Páll Sveinsson fram á flug- brautina, með 4 tonn af áburði innanborðs, og kom sér fyrir á enda flugbrautarinnar. Þá var allt gefið í botn, hávaðinn gífurlegur, en upp komst vélin. Mikill hliðar- vindur var á Pál í þessari ferð og við hámark að sögn flugmann- anna. En þeir sögðu að vélin gæti þolað margt þótt gömul væri. Að þessu sinni átti að dreifa yfir svæðið Lurk á Auðkúluheiði og var skyggni mjög gott til flestra átta. Þegar búið var að þræða fram hjá minka- og refa- búum yfir Skagafirði gat Páll haldið ótrauður áfram, en þeir Hiimar og Brynjólfur sögðu að það væri orðin heilmikil kúnst að sneiða framhjá öllum þeim loð- dýrabúum sem rokið hafa upp á landinu að undanförnu. Hilmar er flugstjóri á DC-8 þotu Flugleiða og hefur flogið Páli mörg undanfarin ár, og sömu sögu má segja um Brynjólf, en hann er flugvélstjóri hjá Flugleið- um og hefur oft gripið í stjórn- tæki „Þristsins“. Aðspurðir um hvort það væri ekki mesta sportið hjá flugmönnum að fá að fljúga Páli sögðu þeir að svo væri. „En við megum ekki gleyma flug- freyjunum maður,“ sögðu þeir og hlógu dátt. Dreifingin á Lurk gekk vel og fór vélin fimlega að. Þegar dreift er flýgur Páll í um 200 feta hæð og tekur myndarlegar dýfur þeg- ar snúið er við. Undir lokin kom afturkippur á vélina þegar stífla myndaðist í rennunni og stór áburðarskammtur fór aftur úr vélinni, stærri en flugmennirnir ætluðu. „Þetta hlýtur að skila sér,“ sögðu þeir þegar þeir litu á áburðarhrúguna sem niður fór. Þá var haldið til baka á Krókinn, ögn var skyggni að minnka og lentum við í smá hagléli á leið- inni, en að öðru leyti prýðisútsýni yfir Skagafjörðinn. Hver ferð hjá Páli tekur um 50 mínútur, enda er ekki um neina hraðskreiða þotu að ræða. Lending gekk vel, þrátt fyrir hliðarvind, og Páll Sveinsson settist hægt og rólega niður á afturhjólin, rann eftir brautinni og staðnæmdist tilbúinn til áfyll- ingar fyrir næstu ferð. Þá var ævintýraflugferð lokið, heyrn- arskjólin tekin af og klöngrast niður stigann á móðurjörðina. Blaðamaður kvaddi þá Hilmar og Brynjólf og þakkaði fyrir ánægju- lega ferð. -bjb 5. júlí 1988 - DAGUR - 5 Ágætu viöskiptavinir Nú er hagstætt að koma til okkar og versla, eins og alltaf áður. Við bjóðum frístundaföt. Barnastærðir á kr. 3.710,- Fullorðinsstærðir á kr. 4.275.- Létta karlmannastakka í ferðalagið á kr. 2.100.- Ný gerð gallabuxna á kr. 1.030.7 Rúllukragabolir á kr. 798. Úrval af peysum á unga og aldna. Siguthar Gubmundssonarhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI jm■■■ # ■ Bússur Vesti Verð og gæði við Að sjálfsögðu seljum og undanfarin ár. _ Þekking ★ Reynsla ★Þjonusta Opið laugard. kl. 9-12.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.