Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 5. júlí 1988 llcrmnle\' Margs konar lím, pústkítti og fleira. ÞÓR5HAMR HF. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700 Fiskverkafólk í röngu félagi? „Menn hafa sætt sig við þessa skilgreiningu en fólk hjá Niðursuðu K. Jónssonar & Co. er ekki hjá okkur og þar er ýmislegt meðhöndlað, bæði sjávarfang og annað sem ekki tilheyrir sjávarútvegi eins og grænmeti og kjöt,“ sagði Kristín Hjálmarsdóttir, for- maður Iðju, en hún er þeirrar skoðunar að það sé í sumum tilvikum spurning hvort starfs- fólk við matvælaiðnað sé í réttu stéttarfélagi. Kristín sagði það óumdeilan- legt að vinnsla sjávarafurða heyrði undir sjávarútvegsráðu- neytið og hefði slíkt verið ákveð- ið á sínum tíma. Þó væri það ekki neinum vafa undirorpið að fiskiðnaður væri iðnaður en um þetta hefði, eftir því sem hún kæmist næst, ekki verið deilt eða rætt á annan hátt með tilliti til þess hvort starfsfólk í fiskiðnaði ætti að heyra undir stéttarfélag iðnverkafólks eða ekki. Fólk sætti sig við þá skilgreiningu að fiskverkafólk væri ekki innan vébanda stéttarfélags iðnverka- fólks en hvað stéttir eins og starfsfólk í niðursuðu eða aðstoð- arfólk í brauðgerðum varðaði þá væru mörkin miklu óljósari og væri það raunar atriði sem þyrfti að skoða í heild og tengdist skipulagsmálum verkalýðshreyf- ingarinnar. Þau mál yrðu rædd á ASÍ þinginu næsta haust. Björn Snæbjörnsson, vara-. formaður verkalýðsfélagsins Einingar, sagði að hvað Niður- suðu K. Jónssonar & Co. varðaði þá væri þar margþætt starfsemi og starfsfólkið færðist mikið milli starfa. Spurningin þar gæti alveg eins verið hvort fólkið ætti að vera í Einingu í dag og í Iðju á morgun. Menn greindi í sjálfu sér á hvort skilgreina ætti niður- suðu sem iðnað eða fiskvinnslu. „Þetta er ákveðið vandamál vegna þess að skilin eru ekki alveg nógu skýr þarna á milli en það er líka ákveðin hefð fyrir því í hvaða stéttarfélögum starfs- menn hinna ýmsu fyrirtækja eru með tilliti til eðlis meirihluta- starfa,“ sagði Björn. EHB Skuldabréf Akureyr- arbæjar uppseld Skuldabrétln sem Akureyrar- bær gaf út í vor eru nú öll seld. Alls var um að ræða 100 millj- óna króna skuldabréfaútboð á vegum bæjarins og hljóðaði hvert skuldabréf upp á 100 þúsund krónur. Bréfin voru gefin út til fjög- urra, fimm og sex ára. Ávöxtun bréfanna var 10,5 til 11 prósent umfram verðtryggingu. Bréfin seldust upp á tveimur mánuðum Þormóöur rammi: Frystihúsinu lokað í þrjár vikur Frystihús Þormóðs ramma á Siglufirði verður lokað í þrjár vikur í sumar. Tveir af þremur togurum fyrirtækis- ins, Stálvík og Sigluvík verða frá veiðum » sama tíma. Snorri Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði í samtali við blaðið að þessir tveir togarar séu á sóknarmarki og þurfi að stoppa í 45 daga frá 1. maí til 1. sept. Þess vegna var ákveð- ið að loka frystihúsinu í þrjár vikur, frá 25. júlí til 15. ágúst og að starfsfólk taki sumar- leyfi sitt á þessum tíma. Tæp- lega 120 manns starfa í frysti- húsinu og hefur þessi ákvörð- un mælst vel fyrir meðal starfs- fólks að sögn Snorra Guð- finnssonar. kjó og sagði Jón Hallur Pétursson hjá Kaupþingi Norðurlands að það gæti talist góð sala að selja bréfin á þeim tíma. Kaupþing Norður- lands var einn af þeim stöðum sem seldi mikið af þessum skuldabréfum. „Þetta tók jafnlangan tíma og við bjuggumst við. Ef þetta hefði tekið skemmri tíma hefðu vext- irnir verið of háir sem við hefðum boðið á bréfunum en ef þetta hefði tekið lengri tíma hefðu vextirnir verið of lágir, þetta fer eftir því hvernig okkur tekst til í vaxtatilboðinu," sagði Sigfús. - En er það ekki neyðarbrauð fyrir bæinn að fara út á þá braut að selja skuldabréf með afföll- um? „Jú, mikil ósköp, en meðan ekki er til lánsfé í þjóðfélaginu með eðlilegum kjörum þá kennir neyðin naktri konu að spinna. Það var ekki um annað val að ræða og okkur var ráðlagt að bjöða þessa vexti til að bréfin gengju út á 2-3 mánuðum," sagði Sigfús Jónsson. EHB Klukkan í Akureyrarkirkju: Slitin keðja í gangverki Líf þeirra sem reiða sig á klukkuna í Akureyrarkirkju fer að líkindum i fastar skorður nú á næstunni. Klukkan hefur verið biluð um tíma, gefur upp tímann hálf sex hvenær sem er sólarhringsins. Orsakanna er að leita í slitinni keðju í gang- verkinu. „Það var erfiðleikum háð að finna rétta hlutinn, en tókst eftir ítarlega leit. Þetta er orðið svo óskaplega' gamalt," sagði Dúi Björnsson umsjónarmaður, en klukkan var sett upp um svipað leyti og kirkjan var tekin í notkun eða um 1940. Dúi sagði að nú væri beðið eftir réttu keðjunni og vonaðist hann til að klukkan færi að ganga nú í vikunni. mþþ Keðja í gangverki klukkunnar í Akureyrarkirkju nokkru og hcfur stopp síðan. slitnaði fyrir klukkan verið Mynd: GB Samkeppni um stækkun Amtsbókasafnsins á Akureyri: „Glæsileikí einkennir útlit byggingarinnar" - segir í niðurstöðu dómnefndar um 1. verðlaunatillöguna „Megineinkenni þessarar til- lögu er snilldarleg aðlögun að núverandi húsi í hlutföllum, meðferð einstakra tlata og efn- isvali. Markmið höfundar, að túlka á stílfærðan hátt megin- hugsun að baki núverandi húsi, skilar sér á sannfærandi hátt í nýbyggingunni. Glæsi- Norðurland: Heyskapur að hefjast Heyskapur er víða hafínn á Norðurlandi og sums staðar kominn vel á veg. Sláttur hófst fyrst í framanverðum Eyjafírði og þar er heyskapur lengst kominn. I Skagafírði eru marg- ir bændur að hefja slátt þessa dagana en í Húnavatnssýslum er heyskapur byrjaður á nokkrum bæjum. Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, segir að hvass- viðrið á síðustu vikum hafi nokk- uð sett strik í reikninginn fyrir bændum og dæmi séu um að rok- ið hafi komið niður á gróðri. Spretta er nú víðast orðin góð og sagðist Guðmundur eiga von á að hann verði a.m.k. í góðu með- allagi í sumar. „Jú, ég held að heyskapurinn hljóti að verða góður. Spretta fór vel af stað fyrr í sumar en sfðan dró nokkuð úr henni í þurrkunum. En rigning í síðustu viku er að skila sér núna,“ segir Guðmundur. JÓH leiki einkennir útlit byggingar- innar í fullu samræmi við núverandi hús.“ Þannig hljóðar upphaf umsagnar dómnefndar um þá til- lögu er hlaut 1. verðlaun í sam- keppni um viðbyggingu við Amtsbókasafnið á Akureyri en síðastliðinn föstudag voru niður- stöður dómnefndar kynntar. Guðmundur Jónsson arkitekt, uppalinn Akureyringur, er höfundur tillögunnar og hlaut hann 725.900 kr. í verðlaun. Önnur verðlaun, kr. 311.100, hlutu Arnfríður Sigurðardóttir, Bergljót Sigríður Einarsdóttir og Geirharður Þorsteinsson. Þriðju verðlaun hlutu Ágústa Björns- dóttir og Ragnheiður Ragnars- dóttir, kr. 311.100. Þá fengu 3 tillögur innkaup, ríflega 100.000 kr. hver. Dóm- nefnd var einnig sammála um að 4 tillögur skyldu hljóta viðurkenn- inguna athyglisverð tillaga. í niðurstöðum dómnefndar segir að tillaga Guðmundar Jóns- sonar hljóti verðlaun fyrir frá- bæra byggingarlist. Dómnefnd mælir með að honum verði falin fullnaðarhönnun byggingarinnar og einnig endurvinnsla tillögunn- ar, telji útbjóðandi húsið of stórt. Dómnefnd skipuðu: Gunnar Ragnars, Sigríður Stefánsdóttir, Ágúst G. Berg, Björn R. Halls- son og Ormar Þór Guðmunds- son. JÓH Gunnar Ragnars, forinaður dóm- ncfndar, afhendir Guðmundi Jóns- syni arkitekt 1. verðlaun í samkeppni um stækkun Amtsbókasafnsins á Akureyri. Mynd: gb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.