Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 5. júlí 1988 Knattspyrna 4. deild: Iitil knattspyma í leik Eflingar og Neista Eding og Neisti skildu jöfn þegar liöin mættust í D-riðli 4. deildar á laugardag. Leikurinn var nokkuð sögulegur og verð- ur hans trúlega minnst fyrir flest annað en knattspyrnu. Liðin gáfu sér þó tíma til að skora sitt markið hvort, Efling í fyrri hálf- leik og Neisti í þeim síðari. Nokkur harka var í leiknum og Jóhann Ingólfsson dómari hleypti honum allt of mik- ið upp. Hann leyfði leikmönnum að komast upp með leiðiníeg og óþörf brot og hefði a.m.k. mátt sýna þrjú gul spjöld í fyrri hálf- leiknum. Þctta varð til þess að leikurinn leystist upp í hálfgerða vitleysu og slagsmál en knattspyrnan sat á hakanum. Það var Vil- hjálmur Sigmundsson sem skoraði mark Efl- ingar en Magnús Jóhannesson skoraði mark Neista. Einn leikmaður var rekinn af leik- velli í síðari hálfleik. Þórarinn Illugason sem hafði komið inn á scm varamaður. JHB Stórsigur HSÞ-b á EMSE-b HSÞ-b var ekki í vandræðum með að sigra UMSE-b þegar liðin mættust á Laugalandsvelli á föstudagskvöld. Leikurinn var liður í D-riðii 4. deildar og lauk honum með öruggum sigri HSÞ-b, 2:6. Staðan í hálfleik var 1:3. UMSE-b náði forystunni í leiknum með marki Þrastar Guðmundssonar strax á upp- hafsmínútunum. Þá tóku Þingeyingarnir við sér og skoruðu þrjú mörk fyrir leikhlé. Þeir skoruðu síðan önnur þrjú í síðari hálfleik en Þröstur klóraði í bakkann fyrir UMSE-b á lokamínútunum. Þrátt fyrir að sigur HSÞ-b hafi verið verðskuldaður var hann e.t.v. of stór, t.d. má nefna að UMSE-b fékk víta- spyrnu sem ekki tókst að nýta. Ari Hall- grímsson skoraði tvö mörk fyrir HSÞ-b í þessum leik og það gerði Róbert Agnarsson einnig. Þá skoruðu þeir Hinrik Árni Boga- son og Einar Jónsson eitt mark hvor. Einar gerði sitt mark úr vítaspyrnu. JHB Tvö sjáJfsmörk í leik Æskuim- ar og Kormáks Tvö sjálfsmörk voru skoruð þegar Kor- mákur sigraði Æskuna í D-riðli 4. deildar á Svalbarðseyri á laugardag. Kormákur sigraði örugglega í leiknum með fjórum mörkum gegn einu. Mark Æskunnar í þessum leik var sjálfsmark, svo og eitt mark Kormáks. Bjarki Haraldsson skoraði svo tvö mörk fyrir Kormák og Grétar Eggertsson eitt. JHB Staðan 4. deild Úrslit í 6. umferð D-riðils urðu þessi: Æskan-Kormákur UMSE-b-HSÞ-b Efling-Neisti 1:4 2:6 1:1 Kormákur HSÞ-b Vaskur UMSE-b Neisti Efling Æskan 5 3-0-2 10: 7 9 S 2-2-1 13: 9 8 3 2-0-1 4: 4 6 4 2-0-2 7: 9 6 5 1-2-2 7: 8 5 4 1-1-2 6: 7 4 4 1-1-2 7:10 4 Markahæstir: Ari Hallgrímsson HSÞ-b 6 Albert Jónsson Kormáki 4 Atli Brynjólfsson Æskunni 3 Baldvin Hallgríinsson Eflingu 3 Kóbert Agnarsson HSÞ-b 3 Þórarinn Jónsson Eflingu 3 Þröstur Guðmundss. UMSE-b 3 Knattspyrna 3. deild: Jafiitefli í skemmti- legum leik á Grenivík - 2:2 hjá Magna og Prótti Magni og Þróttur frá Nes- kaupstað skildu jöfn þegar liðin mættust á Grenivík á laugardag. Bæði liðin skoruðu tvö mörk í opnum og sérlega skemmtilegum leik og verða þau úrslit að teljast sanngjörn þegar á heildina er litið. Bæði liðin fengu mikið af færum í leiknum og þótt Magnamenn hafi sótt öllu meira í síðari hálfleik náðu Þróttarar hættu- legum sóknum. Þróttarar náðu forystunni á 12. mínútu leiksins. Það var marka- skorarinn mikli Guðbjartur Magnason sem átti skalla að Grenivíkurmarkinu eftir horn- spyrnu og boltinn lak inn fyrir marklínuna. Jafnræði var með liðunum eftir markið en þrátt fyrir ágæt tæki- færi beggja íiða urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var því 0:1. Magnamenn jöfnuðu strax í upphafi síðari hálfleiks. Þeir fengu þá aukaspyrnu fyrir utan vítateig Þróttar, knettinum var rennt til Þorsteins Jónssonar sem skoraði með góðu skoti. Magna- menn sóttu nú öllu meira en Þróttarar náðu þó ágætum sókn- um og það voru þeir sem skoruðu næsta mark. Það var Guðbjartur sem var aftur á ferðinni og skor- aði af öryggi eftir að hafa komist einn inn fyrir vörn Magna. Það var svo Tómas Karlsson sem Hvöt sigraði Reyni Árskógs- strönd þegar liðin mættust á Blönduósi á laugardag með einu marki gegn engu. Sigur- inn var sanngjarn og hefði allt eins getað orðið stærri ef Eir- íkur Eiríksson hefði ekki stað- ið sig mjög vel í marki Reynis. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Reynismenn léku þá undan vindi en tókst ekki að skapa sér nein afgerandi mark- tækifæri. Leikmenn Hvatar börð- ust vel á móti vindinum og fengu eitt ágætt færi sem ekki tókst að nýta. Þá áttu þeir tvö ágætis skot að marki Reynis sem Eiríkur varði vel. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik. jafnaði leikinn með stórglæsilegu skoti af 30 metra færi. Þegar staðan var orðin 2:2 færðist mikið fjör í leikinn og hefðu mörkin hæglega getað orð- Reynismenn hófu síðari hálf- leikinn af krafti og voru betri aðilinn fyrstu mínúturnar. En leikmenn Hvatar vöknuðu smátt og smátt af dvalanum og eftir u.þ.b. 10 mínútur af hálfleiknum höfðu þeir náð góðum tökum á leiknum. Þeir náðu upp mikilli pressu á Reyni og þegar rúmar 15 mínútur voru til leiksloka bar það árangur. Dæmd var horn- spyrna á Reyni, knötturinn var sendur út þar sem skotið var að marki Reynis. Axel Rúnar Guðmundsson var á réttum stað inni í teignum og hann potaði í knöttinn þannig að hann breytti um stefnu og hafnaði í netinu. Eftir þetta sóttu Blöndósingar ið fleiri. Magnamenn áttu t.d. tvö skot í þverslá og Þróttarar eitt en allt kom fyrir ekki. Stangirnar og markverðirnir voru á réttum stað og úrslitin urðu því 2:2. JHB 1:0 stíft og fengu ágæt færi en Eirík- ur varði eins og berserkur og fleiri urðu mörkin ekki. Úrslitin því sanngjarn 1:0 sigur Hvatar í frekar grófum og litlausum leik. JHB Staðan 3. defld Úrslit leikja í 6. umferð B- riðils urðu þessi: UMFS Dalvík-Sindri 1:1 Einherji-Huginn 7:1 Magni-Þróttur 2:2 Hvöt-Reynir 1:0 Reynir Á. 6 4-0-2 13: 8 12 Þróttur N. 5 3-1-1 9: 6 10 UMFSDalv. 5 2-2-1 9:10 8 Magni 5 1-3-1 4: 4 6 Hvöt 6 1-3-2 2: 3 6 Einherji 4 1-2-1 8: 3 5 Huginn 6 1-2-3 8:18 5 Sindri 5 1-1-3 8: 9 4 Markahæstir: Guðbj. Magnas. Þrótti N. 7 Garðar Jónss. UMFS Dalv. 4 Grétar Karlsson Reyni 4 Knattspyma 3. deild: Miklir yílrburðir Einherja Einherji hafði mikla yfirburði yfir Hugin þegar liðin mættust á Vopnafirði í B-riðli 3. deildar á laugardag. Lokatölurnar urðu 7:1. Gamli KA-maðurinn Vignir Þormóðsson skoraði 2 mörk fyrir Einherja í þessum leik, bæði úr vítaspyrnum. Vignir hefur staðið sig mjög vel með Einherja í sum- ar en þess má geta að hann skor- aði 3 mörk fyrir liðið þegar það sigraði Þrótt í Mjólkurbikarnum á dögunum, 5:3. Aðrir marka- skorarar Einherja í þessum leik voru Stefán Guðmundssn, Viðar Sigurjónsson, Baldur Kjartans- son, Helgi Þórðarson og Kristján Davíðsson. Sveinbjörn Jóhanns- son skoraði mark Hugins. JHB Axel Rúnar Guðmundsson skoraði fyrir Hvöt. Fyrir nokkru kom Fimleikafélagið Björk úr Hafnarfirði til Akureyrar og hi | sýningu. Islandsmeistari kvenna, Linda Steina Pétursdóttir var með í för hér sést hún sýna æfingar á dýnu. Mynd: ( Þorsteinn Jónsson skoraði gegn Þrótti. Hvöt fór illa með færin - er liðið sigraði Reyni 5. júlí 1988 - DAGUR - 9 Mitsubishi-mótið í golfi: ðgurður sigraði eftir æsispennandi keppni - bíllinn gekk ekki út Sigurður Ringsted varð sigur- vegari í karlaflokki án forgjaf- ar í Mitsubishi golfmótinu sem fram fór á Jaðarsvellinum á Akureyri um helgina. Sigurður háði geysispennandi keppni við Þórhall Pálsson, en þeir félagar voru jafnir á 152 högg- um eftir 36 holur. Háðu þeir Akureyrarmótið í golfi hefst á Jaðarsvellinum á morgun. Leiknar verða 72 holur á fjór- um dögum, en mótinu lýkur á laugardag. Keppt verður í 7-8 flokkum og hefst keppni kl. 16 alla dagana að laugardegi undanskildum en þá verður byrjað kl. 9. Keppt verður í 1., 2. og 3. flokki karla og einnig í 4. flokki því bráðabana og Sigurði tókst að knýja fram sigur þegar þeir léku 18. holuna í þriðja sinn. Jón Baldvin Árnason sigraði í keppni með forgjöf og Andrea Ásgrímsdóttir sigraði í kvenna- flokki, en þar var einungis keppt með forgjöf. ef næg þátttaka fæst. Þá verður að sjálfsögðu keppt í meistara- flokki og kvennaflokki. Loks verður keppt í unglingaflokki, 14 ára og yngri, og öldungaflokki, 50 ára og eldri. Skráningu lýkur í kvöld kl. 20. Mótinu lýkur með grillveislu í Golfskálanum að Jaðri á laugar- dagskvöldið og verða verðlaunin afhent í þeirri veislu. JHB Annars varð röð efstu manna á mótinu þessi: Karlaflokkur án forgjafar: 1. Sigurður Ringsted 152 2. Þórhallur Pálsson 152 3. Viðar Þorsteinsson 157 Karlaflokkur með forgjöf: 1. Jón Baldvin Árnason 133 2. Kristinn Svanbergsson 133 3. Eiríkur Haraldsson 135 Kvennaflokkur: 1. Andrea Ásgrímsdóttir 148 2. Inga Magnúsdóttir 148 3. Halla Berglind Ásgrímsd. 168 Þess má geta að Höldur hf. sem gaf verðlaunin í mótið hafði heitið hverjum þeim sem fara myndi holu í höggi nýjum bíl í verðlaun. Það tókst hins vegar engum að gera og bíllinn gekk því ekki út. Þá gaf Höldur einnig fjölmörg aukaverðlaun fyrir hin margvíslegustu afrek. JHB Golf: Akureyrarmótið hefst á morgun Skúli og Vilhelm Ágústssynir afhenda Sigurði Ringsted verðlaunin fyrir sig- ur í Mitsubishi-mótinu. Mynd: ehb Esso-mótið í knattspyrnu: KA sigurvegari í keppniA Uða Um helgina gekkst knattspymu- deild KA fyrir Esso-móti í miniknattspyrnu á KA-vellin- um á Akureyri. Keppnin var haldin fyrir 5. flokk, A og B lið og voru veitt verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið í hvorum flokki. Það var KA sem sigraði í keppni A liðanna og Víkingur sem sigraði í keppni B liðanna. Þá var einnig haldin keppni í „bandí“ í tengslum við mótið og fór sú keppni fram í Iþrótta- höllinni á Akureyri. Það var A Iið. KS sem sigraði í þeirri keppni. Stjarnan úr Garðabæ varð í 2. sæti í keppni A liðanna í knatt- spyrnunni og Þórsarar urðu í því 3. í keppni B liðanna urðu það hins vegar Þórsarar sem urðu í 2. sæti og Haukar frá Hafnarfirði í því 3. Siglfirðingar voru sterkir í „bandí“ eins og fyrr segir en Vík- ingur varð þar í 2. sæti. Aftureld- ing úr Mosfellssveit varð í 3. sæti. JHB Lið HSÞ. Mynd: IM Um helgina fór fram á Akureyri Twin Otter mót í fallhh'farstökki. Nánar verður sagt frá mótinu síðar. Mynd: gb Norðurlandsmeistara- mót í sundi: HSÞ sigraði Norðurlandsmeistaramót í sundi var haldið á Siglufirði 1.- 2. júlí sl. Keppt var í átta flokkum og 40 greinum. HSÞ sigraði á mótinu og hlaut alls 360 stig. í öðru sæti varð Óðinn með 230 stig og USVH í þriðja sæti með 128 stig. HSÞ hlaut Albertsbikarinn sem er farandbikar, einnig hlaut félagið annan bikar í fyrsta sinn, en hann hægt að vinna til eignar ef félag er stigahæst þrjú ár í röð eða í fimm ár samtals. IM Ólympíuhlaupið: Bæjarstjórinn sigurvegari Á laugardag fór fram Ólympíu- hlaup á Akureyri. Það var Ungmennafélag Akureyrar sem sá um framkvæmd hlaups- ins. Keppt var í tveimur vega- lengdum, 5 og 10 km. Hlaupið hófst á Ráðhústorginu og end- aði þar. Keppendur voru 30, sá yngsti 7 ára og sá elsti 41 árs. Flestir hlupu styttri vegalengdina. Athygli vakti að Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, sigraði í 10 km hlaupinu eftir harða keppni við Ólaf Gunnarsson og Sigurð Aðalsteinsson skíðagöngu- kappa. Helstu úrslit urðu þessi: 5 km: Sigurður P. Sigmunds. 16:16 mín. Páll Jónsson 16:44 mín. Sigurður Bjarklind 17:44 mín. Birkir Kristinsson 20:18 mín. Kristján Ólafsson 20:26 mín. 10 km: Sigfús Jónsson 36:46 mín. Ólafur Gunnarsson 36:58 mín. Sigurður Aðalsteinsson 37:01 mín. Manuel Boissier 37:33 mín. Guðlaugur Halldórsson 43:54 mín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.