Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 3
5. júlí 1988- DAGUR-3 Mun færri umferðarslys í ár en á sama tíma í fyrra - Vegirnir batna en ekki er hægt að segja það sama um ökumennina segir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs Umferðarslysum þar sem meiðsli urðu á fólki, fækkaði um 40 fyrstu 5 mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Þau voru 225 fyrstu 5 mánuð- ina í fyrra en 185 á sama tíma í ár. Slasaðir í þessum 225 slys- um í fyrra voru 362 á móti 267 í ár í 185 umferðarslysum, eða tæplega 100 manns færra. „Við hljótum að líta að hluta til á nýju umferðarlögin sem skýringu á þessari fækkun umferðarslysa en auðvitað er allt- af hættulegt að bera saman þessa hluti á ntilli tveggja ára. Þetta er svolítið tilviljanakennt en er þó mjög í rétta átt,“ sagði Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs í samtali við Dag. í fyrra slösuðust 134 alvarlega í umferðarslysum fyrstu 5 mánuð- ina en 97 í ár og minni háttar meiðsli í fyrra hlutu 228 en 170 í ár. Fjöldi látinna er einum tleiri í ár en í fyrra en þá létust 9 manns í umferðarslysum fyrstu mánuð- ina en 10 í ár. „Þó svo að umferðarslysum fari fækkandi, er þetta engan veginn viðunandi og það má eng- inn taka það svo. Þetta eru nátt- úrlega allt of margir slasaðir og látnir í untferðarslysum í svona fámennu þjóðfélagi. Og þó svo að vegirnir batni, er ekki hægt að segja það sama um ökumennina og maður verður að álíta að þessi gífurlega fjölgun bíla kalli á fleiri slys. Þessar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar á sínum tíma til lausnar kjaramálum, að lækka verð á bílum, var mér alls ekkert að skapi. Þjóðfélagið hefur ekki lagt það fjármagn í umferðar- mannvirki sem hefði þurft miðað við þessa gífurlegu aukningu á bílaflota landsmanna. Frá því að hægri umferð var tekin upp fyrir 20 árum, hefur bílum fjölgað um 100 þúsund, úr 40 þúsund í 140 þúsund bíla. Og þó að ýmsar lag- færingar hafi verið gerðar á umferðarmannvirkjum víða um land á þessum árum, hefur það ekki verið í neinu samræmi við þá aukningu á bílaflotanum sem verið hefur.“ Um þessar mundir er ár síðan reglum um hámarkshraða var breytt og leyfður var t.d. 90 km hámarkshraði úti á vegum með bundnu slitlagi. „Á mörgum veg- urn var þetta réttlætanlegt en hins vegar eru enn þann dag í dag til vegir sem eru engan veginn gerð- lir fyrir þennan hraða en eru þó með bundnu slitlagi. Þetta hefur orðið til þess að hraðinn hefur líka farið upp á við þar sem hann mátti síst við því.“ Undanfarin ár hafa júlí og ágúst verið mestu umferðarslysa- mánuðirnir og því vildi Óli sér- staklega brýna fyrir fólki aö haga akstri í samræmi við aðstæður og fara með gát í einu og öllu. „Þetta eru mestu ferðamánuöir ársins og margir á ferðinni og það er lítið gaman að koma heim úr sumarfríi með brotin bein og beyglaðan bíl," sagði Óli H. Þórðarson ennfremur. -KK Mynd: TLV A sjó. Egilsstaðabær: Helgi HaJldórsson forseti bæjarstjómar Um miðjan júnímánuð fór fram kosning fulltrúa í embætti innan bæjarstjórnar Egils- staðabæjar. Helgi Halldórsson var kosinn forseti bæjarstjórn- ar með fjórum atkvæðum en Sveinn Þórarinsson fékk þrjú atkvæði. Helgi Halldórsson (D) var kos- inn í bæjarráð Egilsstaðabæjar, en auk hans sitja í bæjarráði þeir Þorkell Sigurbjörnsson (Ó) og Sveinn Þórarinsson (B). Vara- menn í bæjarráði eru Sigurjón Bjarnason, Þórhallur Eyjólfsson og Ásdís Blöndal. Sigurjón Bjarnason var kosinn 1. varafor- seti bæjarstjórnar og Þorkell Sig- urbjörnsson 2. varaforseti. Meirihluta í bæjarstjórn Egils- staðabæjar mynda sjálfstæðis- mennirnir Helgi Halldórsson og Ásdís Blöndal, Þorkell Sigur- björnsson frá framboði óháðra og alþýðubandalagsmaðurinn Sigurjón Bjarnason. Framsókn- armennirnir Sveinn Þórarinsson, Þórhallur Eyjólfsson og Broddi Bjarnason mynda minnihlutann. Bæjarstjóri er Sigurður Símonar- son. EHB VID RÁÐUMST GEGN VAXTA0KRI 9,9% ÍRSVHm ENGIN VERDTRYGGING Bílasalan hf. boðar byltingu í greiðslu- kjörum frá 1. júlí 1988. Við lánum kaupendum nýrra bíla frá Ford og Suzuki, allt að 50% af kaup- verði, til 12 mánaða, með 9,9% föstum ársvöxtum, - án verðtryggingar. Þetta eru hagstæðustu kjör sem boð- in eru i bílaviðskiptum hérlendis. DÆMi UM BÍLAKAUP: Nýr bíll. Verð 400.000 kr. Útborgun (eöa eldri bíll upp í) 200.000 kr. Lán 200.000 kr. með 9,9% ársvöxtum, án verðtryggingar. LÁNAKJÖR: lAnsupphæð 200.000 mAnuður AFBORGUN VEXTIR /USTLSANKA ÞÖKNUN MÁNAÐAR GREIOSIA 1. afb. 2. afb 3. afb. 4. afb. 5 ofb 6. afb. 7: afb. 8. afb. 9. afb. 10.afb. 11 afb. 12. afb. 16.667 16.667 16.667 16.667 16.667 16.667 16.667 16.667 16.667 16.667 16.667 16.667 1-650,00 1.512.50 1.375,00 1.237.50 1.100,00 962.50 825.00 687.50 550.00 412.50 275,00 137.50 100 100 100 100 100 100 100 100 100 100 100 100 18.417 18.279 18.142 18 004 17.867 17.729 17.592 17.454 17.317 17.179 17.042 16.904 Samtals: 211926 Endanlegt verð bílsins 411.929,- kr. ^ SUZUKI ® Bílasalan hf. sími 26301, Strandgötu 53 (Bílahöllmni)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.