Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 2
2-DAGUR-5. júlí 1988 Hvammstangi: Hátíðarhöld um næstu helgi - þegar minnst verður 50 ára afmælis sveitarfélagsins Dagana 8. til 10. þ.m. munu Hvammstangabúar minnast 50 ára afmæli bæjarfélagsins. Hvammstangi hafði fram til ársins 1938 verið hluti af Kirkjuhvammshreppi. Afmæl- isdagurinn er 10. júlí. Göngu- brú hefur verið byggð á Hvammsá þar sem hún rennur sunnan við félagsheimilið. Þar hefur verið byggður pallur yfir ána og unnið er að uppbygg- ingu hátíðarsvæðis á bökkum árinnar. Afmælisins verður minnst með miklum hátíðar- höldum. Formaður hátíðar- nefndar er Sigríður Karlsdótt- ir, og framkvæmdastjóri Örn Ingi. Þess er vænst að afmælishátíð- in verði fjölsótt af heimafólki, nágrönnum og burtfluttum Hún- vetningum. Boðið verður upp á fjölþætta dagskrá fróðleiks- og skemmtiefnis. Hátíðardagskráin hefst föstu- daginn 8. með því að útimarkað- ur verður opnaður við félags- heimilið kl. 14. Þar verður gleð- skapur, tónlist og prútt. Kl. 20.30 verður opnun sýn- inga. Sýning Elísabetar Harðar- dóttur á myndvefnaði o.fl. á neðri hæð félagsheimilisins. Sýn- Ferðafélag Svarfdæla: Ferðaáætlim sumariö 1988 ákveðin Ferðaáætlun Ferðafélags Svarfdæla hefur verið ákveðin. Farið verður í margar skemmtilegar ferðir að vanda. Fyrsta ferðin verður farin næst- komandi fimmtudag en þá verður farið í kvöldgönguferð fram á Böggvisstaðadal. Annan laugar- dag verður gengið á Rimar og laugardaginn 27. júlí verður farið í fjöruferð út frá Dalvík. Sunnudaginn 7. ágúst ætla ferðafélagsmenn að fara í göngu- ferð á Syðraholtsdal og upp að Nykurtjörn. Þann 21. ágúst verð- ur farin ferð á Tunguhryggsjökul. Á aðalfundi félagsins á dögun- um var kjörin ný stjórn. Formað- ur félagsins er Stefán Haligríms- son en aðrir stjórnarmenn eru: Valdimar Bragason gjaldkeri, Kristján Hjartarson ritari, Zop- honías Jónmundsson meðstjórn- andi og Gunnsteinn Þorgilsson meðstjórnandi. Hjörtur Þórar- insson sem setið hefur í stjórn félagsins um árabil lét nú af for- mennsku og voru honum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. JÓH ing á verkum nemenda Grunn- skólans og á verkum myndlistar- klúbbsins Litbera í Grunnskólan- um og orkusýning Rafmagns- veitna ríkisins í Héraðsbókasafn- inu. Sýningarnar verða einnig opn- ar frá kl. 14-22 á laugardag og sunnudag. Á laugardagsmorguninn verð- ur dagurinn tekinn snemma með heiðursskoti í morgunsárið (af- mælisvekjaraklukka). Kl. 9 verð- ur léttur morgunverður fyrir sundlaugargesti. Syndandi þjón- ar og önnur óvænt atriði. Kl. 10 hefst frjálsíþróttamót USVH og kl. 14 hefst knatt- spyrnuleikur Kormáks og UMSE-b. Flugeldakeppni verður í leikhléi ef þátttaka fæst. Kl. 16.30 verður hljómskála- tónlist í Bjarkarási, lúðrasveit og harmonikutónlist. Kl. 17.30 hefjast útihátíðar- höld við Hvammsá. Afhending og afhjúpun á listaverki sem unn- ið er af Marinó Björnssyni og fyrirtæki á Hvammstanga gefa staðnum. Þorpið við ána, upp- lestur. Vígsla göngubrúar á Hvammsá, bæjakeppni í skák og hópreið hestamanna verður um staðinn. Kl. 21, sögusýning, upphaf byggðar á Hvammstanga, leikið og kvikmyndað. Þá verða útitón- leikar, Baggabandið frá Þórshöfn, Fúsi og félagar og ýms- ar óvæntar uppákomur. Um kvöldið leikur hljómsveitin Árbandið fyrir dansi á fjölskyldu- dansleik í félagsheimilinu og harmonikuleikarar munu eitt- hvað grípa þar inn í. Sunnudaginn 10. sem er afmælisdagurinn, hefjast hátíðar- höldin með grillveislu í gróður- reit Ingibjargar og Sigurðar. Rútuferðir verða á svæðið frá kl. 10.30. Kl. 13.30 hefst guðsþjón- usta í Hvammstangakirkju og að henni lokinni verður gengið f skrúðgöngu frá kirkjunni að há- tíðarsvæðinu við Hvammsá. Lúðrasveit leikur á hátíðarsvæð- inu, afmælishátíðin verður sett, afmælisræða, kórsöngur, ávörp gesta, kórsöngur og flutt verður revía, Hvalir í hvömmum. Há- tíðarhöldunum lýkur kl. 17 með listflugi, fallhlífarstökki, lúðra- blæstri og barnagríni á hátíðar- svæðinu. fh Sauðárkrókur: Skátar heimsækja vinabæ Köge, vinabær Sauðárkróks í Danmörku, á 700 ára afmæli um þessar og minnist þess á margvíslegan hátt. Núna er staddur 35 manna hópur frá Skátafélaginu Eilífsbúum Sauðárkróki á stóru skátamóti í Köge, þar sem 500 skátar frá öllum Norðurlöndunum hafa mætt. Mótið er haldið í aðal afmælisviku Köge-búa, en þeir eru búnir að halda upp á afmælið frá því á nýársdegi. Frá Sauðárkróksbæ er staddur á afmælishátíðinni, bæjarstjór- inn Snorri Björn Sigurðsson. Fyrstu dagana dvöldu skátarnir á einkaheimilum, en á laugardeg- inum 2. júlí hófst skátamótið. Meðal þess sem skátarnir áttu að gera var að taka á móti Margréti Danadrottningu, sem kom í heimsókn til Köge í tilefni afmæl- isins. Krakkarnir frá Eilífsbúum eru á aldrinum 12-15 ára, 4 strák- ar og 26 stelpur. í ágúst nk. verður svo haldið vinabæjamót í Köge, en á það fara bæjarfulltrúar frá Sauðár- króki fylktu Iiði. -bjb Skátafélagið Eilífsbúar á Sauðárkróki heldur af stað á skátamót í Köge, vinabæ Sauðárkróks í Danmörku. DAGIJR Blönduósi 0 954070 Norðlenskt dagblað Hluti fundargesta á ársfundi Póstsambands Norðurlanda á Hótel KEA. Mynd: Ljósm.st. Páis. Ársfundur Póstsambands Norðurlanda á Akureyri: Póstviðskipti á Norður- löndum fara vaxandi Ársfundur Póstsambands Norðurlanda, Nordpost, var að þessu sinni haldinn á Akur- eyri, dagana 28.-30. júní síð- astliðinn. Á þessum fundum bera póstmálastjórarnir saman bækur sínar um póstþjónust- una og reksturinn í löndum sínum. Ennfremur eru teknar fyrir skýrslur fastanefnda sam- bandsins sem eru: NA (almenn og alþjóðleg mál), ND (rekstr- ar- og markaðsmál) og NG (gíró og fjármunamiðlun) og rædd viðhorf til þess sem er að gerast hjá alþjóðastofnunum en Norðurlöndin hafa sín á milli náið samráð um afstöðu til mála þar. Póstviðskipti hafa farið vax- andi á Norðurlöndum. Stöðugt er reynt að mæta þörfum viðskipta- lífsins og almennings með nýjungum eins og forgangspósti (express mail service, EMS) og myndsendingum, póstfaxi. Einn- ig eru eldri þjónustugreinar aðlagaðar að þörfum viðskipta- Ólafsflörður: Enn vantar tannlækni Ólafsfírðingar hafa nú verið tannlæknislausir um eins árs skeið. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir hefur ekki tekist að fá tannlækni í bæinn en vonir standa nú til að úr rætist. Enginn þeirra tannlækna sem útskrifuðust úr Háskóla íslands í vor hafði áhuga á að koma til Ólafsfjarðar en einn nemi sem útskrifast næsta vetur hafnaði ekki tilboði Ólafsfirðinga. Fyrir skömmu hafði íslensk kona, sem starfar við tannlækn- ingar í Noregi, samband við bæjarstjóra og lýsti áhuga á að ræða við yfirvöld í Ólafsfirði og skoða aðstöðu. Hefur hún nú staðfest ósk sína bréfleiðis og kemur á næstunni til Ólafsfjarðar að líta á aðstæður. JÓH vinanna. Þá er sífellt verið að vinna að margs konar hagræð- ingarmálum í því skyni að gera póstþjónustuna hagkvæmari. Á fundinum var ákveðið að gefa út nýtt Norðurlandafrímerki á næsta ári. Myndefnið verður þjóðbúningur. Næsti fundur NORDPOST verður í Danmörku og hefur danska Póst- og símamálastjórn- in tekið við framkvæmdastjórn. Á blaðamannafundi að lokn- um fúndinum, kom fram að Norðurlöndin hafa með sér náið samstarf í póstviðskiptum sem rekja má aldir aftur í tímann. Norðurlöndin standa mjög fram- arlega á þessu sviði og eru stefnu- mótandi fyrir önnur lönd. T.d. var aðstoðarpóstmálastjóri Bandaríkjanna sérstakur gestur á fundinum, til að kynna sér það sem er efst á baugi á Norðurlönd- um. Það kom fram að gæðaeftirliti hefur nýlega verið komið á, til að tryggja að gildandi gæðastöðlum sé fylgt. Fyrir almenn bréf er staðallinn þrír dagar milli íslands og hinna Norðurlandanna. frá því að bréf er póstlagt þar til að það berst til viðtakanda. Innan allra landanna er stefnt að því að bréf séu borin út strax næsta dag 'eftir að þau eru póstlögð. kjó

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.