Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 05.07.1988, Blaðsíða 4
4-DAGUR-5. júlí 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. StijáJbýlisverslunin í hættu stödd Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar eyddi hver vísitölufjölskylda landsins röskum 800 þúsund krónum á sl. ári í smásöluversl- unum. Það eru því engir smáaurar sem versl- unin fær frá hverjum og einum ef þessi tala fær staðist. Smásalar höfuðborgarsvæðisins fá að sjálfsögðu mest af því sem þegnar þessa lands verja til kaupa á vörum sem seld- ar eru í smásölu. Þar er fólkið flest og kaupið hátt. En hagnaður smásala í Reykjavík, eina borgríkinu hér á landi, kemur ekki einvörð- ungu frá þeim sem þar búa. íbúar lands- byggðarinnar aka gjarnan til Reykjavíkur þegar þá vanhagar um eitthvað — enda er úrvalið mikið og verslunarhallirnar glæsileg- ar. Eitt sérkennilegasta dæmið hvað þetta varðar er ættað frá litlu þorpi á Suðurlandi. Þar tóku starfsmenn ákveðins fyrirtækis sig til, leigðu rútu og héldu til Reykjavíkur í versl- unarleiðangur. Ekki er ólíklegt að þeir hafi m.a. keypt heilmikið af vörum sem fengust og fást enn á þeirra heimaslóðum. Svar þeirra sem halda suður til innkaupa er yfirleitt á þann veg að verslanir á heimaslóð- um hafi ekki nægjanlegt vöruúrval. Án efa er það rétt að vissu marki — en menn verða að hugleiða hvaða áhrif það hefur á verslunina ef fólk kemur heim með heilu vörubílahlössin af góssi úr höfuðborginni. Veltuhraði heima- búðanna minnkar sem aftur leiðir til þess að vöruúrval verður af skornum skammti. Á þessum síðustu og verstu tímum hávaxta þola fyrirtæki það afar illa ef lagerinn hreyfist hægt, fjármagnskostnaður eykst og þeim er nánast gert ókleift að selja vörur á svipuðu verði og sunnanbúðirnar. Þegar svo er komið málum gerast menn æ háværari, krefja heimabúðina um meira úrval, lægra verð en þjóta svo til borgríkisins ef eitthvað vantar. Hvort hægt verður að halda úti verslun á landsbyggðinni — og þá sérstaklega á minni stöðum — byggist fyrst og fremst á íbúum þeirra. Ef fólk gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að kaupa allt það heima sem hægt er, má gera ráð fyrir að verslanir úti á landi geti þrifist. Ef landsbyggðin lætur hins vegar glepjast af verslunarhöllum og tilboðum frá Faxaflóa er hún að grafa gröf sem gleypir hverja strjálbýlisverslunina á fætur annarri. Eins og málum er háttað í dag er ekki annað að sjá en unnið sé að jarðsetningu strjálbýl- isverslunarinnar. ÁÞ. Landgræðsluhópurinn fyrir framan Pál. Frá vinstri: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Höskuldur Lárusson „úlfasveitinni“, Davíð Hemstock flugvélvirki, Markús Sigurjónsson, Arnar Halldórsson og Egill Lárusson úr „úlfa- sveitinni“, Hilmar Bergsteinsson flugmaður og Runólfur Sigurðsson flugmaður. Á myndina vantar Harald Snæhólm flugmann og Björn Bjarnason ökumann. „Þetta hlýtur að skila sér“ - Dagur slæst í för með Páli Sveinssyni í landgræðsluflug á Auðkúluheiði Landgræðsla ríkisins var fyrir skömmu stödd á Sauðárkróks- flugvelli, en þaðan flaug land- græðsluvélin Páll Sveinsson TF-NPK með áburð yfir svæð- in kringum Blönduvirkjun á Auðkúluheiði og Eyvindar- staðaheiði. AUs var 260 tonn- um dreift á 10 uppgræðslu- svæði, sem eru samtals 1250 hektarar að stærð. Að sögn Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra er þetta minni dreifing en mörg undanfarin ár á þessu svæði, en dreiflng á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði hefur staðið yflr síðan 1981. „Þetta voru nokkurs konar viðhaldsskammtar sem við vorum að dreifa,“ sagði Sveinn. Á þessu ári eru liðin 30 ár síð- an landgræðsludreifing hófst með flugi, en Landgræðsla ríkis- ins hefur verið allt frá 1930 þegar hún hóf dreifingu á Gunnarsholti í Rangárvallasýslu, þar sem höf- uðstöðvar Landgræðslunnar eru í dag. Á Gunnarsholti má nú sjá grænar grundir og tún. Áður var til Sandgræðsla ríkisins, sem var stofnuð 1907. Núna er í gangi átak í land- græðslu á vegum Félags íslenskra stórkaupmanna og Landgræðsl- unnar undir orðunum „Græðum ísland - ísland græðir“. Land- græðsla er dýrt fyrirtæki og þarfnast stuðnings, því gróður- eyðing á íslandi hefur verið gríðarleg allt frá landnámsöld. Til marks um það þá voru 65% landsins þakin gróðri á land- námsöld og ca. 25% þakin birki- skógum. í dag þekur gróðurlendi aðeins 25% landsins og birki- skógar eitthvað um 1%, þannig að þróunin hefur verið langt frá því heillavænleg. Með því að styðja við bakið á Landgræðsl- unni ætti að takast að sporna við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað. En víkjum okkur að áburðar- dreifingu í kringum Blöndusvæð- ið. Sem fyrr segir hófust þær 1981 og þá í samræmi við Blöndu- samninginn. Var byrjað á upp- græðslutilraunum á 149 hekturum lands og aftur á sama svæði ’82. Árið 1983 hófst uppgræðsla í stórum stíl á Auðkúlu- og Eyvindarstaðarheiði og hefur verið dreift á hverju sumri síðan. Þannig að Páll Sveinsson og fylgdarlið hans hafa verið árlegir gestir á Sauðárkróksflugvelli. Þegar blaðamaður Dags heim- sótti þá á dögunum var nýbyrjað að dreifa og Páll búinn að fara nokkrar ferðir. Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri var mættur á staðinn og byrjaður að skipu- leggja, verið var að gera kaffi- skúrinn kláran og „Úlfasveitin“ var að fylla á dælubílinn sem dæl- ir áburðinum í Pál. „Úlfasveitin“ er hópur hressra drengja sem sjá um að tæma áburðarpokana og að þessu sinni voru það 5200 pok- ar sem voru tæmdir, þannig að þeir vinna enga þægindavinnu þessir „úlfar“. Þó fá þeir pásu á milli ferða hjá Páli og það var einmitt þá sem allur hópurinn fékkst til hópmyndatöku fyrir framan Pál, ásamt flugmönnum og fleirum. Þá var bara næst að skella sér í loftið með Páli Sveinssyni í áburðarflug. Lagður var langur stigi upp að flugvélinni að framan Handavinnumark- aður að Laugum í tilefni af norræna húsmæöra orloflnu að Laugum í Reykja- dal var settur upp markaður þar sem seldir voru handunnir munir sem kvenfélagskonur og fleiri hafa gert. Það var virki- lega gaman að koma við í Dvergasteini og sjá hlaðin borð af ýmiss konar handa- vinnu. Þuríður Snæbjörnsdóttir vann, ásamt fleirum, við að safna sam- an mununum á markaðinn. Dag- ur spurði hvaða hlutir henni fyndust sérstæðastir: „Kúnst- bróderaðir dúkar sem Bjarney Helgadóttir í Múla hefur saum- að. Það hlýtur að vera mjög sér- stakt að gera svona og tíma að selja þá.“ Á markaðinum var mikið af handprjónuðum og vélprjónuð- um varningi, t.d. bráðskemmti- legar dúkkur úr Bárðardalnum. Margs konar sjöl voru á borðum og handprjónaðir, fínir dúkar skreyttu veggi, auk fínflosaðra mynda og púða. Þarna voru einn- ig málverk eftir Auði Helgadótt- ur frá Húsavík. Renndir munir og fleiri trévörur fengust á mark- aðnum og leðurvörur frá Leður- verkstæðinu Teru á Grenivík, bæði veski, borð- og veggskreyt- ingar með þurrkuðum blómum eða kertum. Þarna mátti kaupa handmálað silki og sauðskinns- skó. Sannarlega kenndi margra grasa á markaðinum og það í orðsins fyllstu merkingu því með- al munanna voru þurrkuð blóm, steypt í plast og munu þær vörur hafa verið unnar af konu á Tálknafirði. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.