Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -17. september 1988 Ofurlítil h reinskiliii Hallfreður Örgumleiðason: Böm koma foreldrum sínum oft í klípu með hreinskilni sinni, eins og Hallfreður hefur fengið að reyna. Góðan daginn vinir, vanda- menn og aðrir bandamenn. Þegar ég var ungur hélt ég að heiðarleiki, hreinskilni og ein- lægni væru dyggðir sem hollt væri að temja sér. Kom ég for- eldrum mínum oft í mikinn bobba með því að svara fólki hreinskilnislega og af fyllstu kurteisi. Sem dæmi má nefna þegar við vorum í matarboði hjá afa og ömmu: „Er grautur- inn ekki góður Hallfreður minn,“ spurði amma. Þá svar- aði ég: „Nei, hann er virkilega vondur. Þetta er átakanlegt dæmi um það hvernig ekki á að matreiða mjólkurgraut. Hrís- grjónin eru hörð og of lítið soðin og hroðalegur saltaustur kórónar síðan mistökin.“ Eins og nærri má geta féll þessi hreinskilni mín ekki í góðan jarðveg, foreldrarnir slepptu sér og amma lagði grautargerð á hilluna. Ég óx síðan upp úr þessari hreinskilni eins og flestir gera, nema kannski Denni, og til- einkaði mér fals og fláræði full- orðinsáranna. Orðagjálfur kom í stað einlægra orðaskipta og víst er að við erum ágætir leikarar þegar við komumst til vits og ára. Sjáið bara stjórn- málamennina, eða sölumenn og afgreiðslufólk. Allt saman leikarar í hæsta gæðaflokki. Börnin eru hins vegar í þennan heim borin án vitn- eskju um þær siðareglur er gilda í þjóðfélaginu. Vissulega er brýnt fyrir þeim að segja satt. „Það er ljótt að plata,“ segja foreldrarnir og byrsta sig. Næsta dag segir barnið satt, en þá er það ekki viðeig- andi og foreldrarnir byrsta sig á nýjan leik. Hvað á blessað barnið að halda? Smám saman lærir það hvenær það telst við- eigandi að segja sannleikann og hvenær ekki, en þangað til geta foreldrarnir átt það á hættu að lenda í ýmsum vand- ræðalegum uppákomum. Ég hef ekki sloppið við slík- an vandræðagang, enda er dóttir mín ennþá á sannleiks- stiginu. Af mýmörgum dæm- um get ég tekið bæjarferð fjöl- skyldunnar fyrr í sumar, en hún endaði vægast sagt með ósköpum. Þetta var sólríkur föstudag- ur, við komin í sumarfrí og meiningin var að líta í tuskubúðir miðbæjarins. Síberíutígurinn þoldi ekki hit- ann þannig að við fórum með strætó í bæinn. Það þótti dótt- ur minni ekki verra. Hún hlammaði sér niður við hliðina á gamalli konu í kuldastígvél- um. Sú gamla var með prjóna- húfu á höfðinu þrátt fyrir hitann. „Af hverju ertu með húfu,“ spurði dóttir mín gáttuð. Gamla konan sneri upp á sig og við hjónin stirðnuðum í sæt- inu fyrir aftan þær stöllur. Dóttir mín endurtók spurning- una en sú gamla spurði á móti: „Hvað ert þú að flækjast stúlkutetur?" „Ég er að fara í bæinn með mömmu og pabba,“ svaraði sú stutta. „Mamma ætlar að eyða mat- arpeningunum í tuskuleppa, pabbi segir það.“ „Aaaarrrg." Konan mín saup hveljur, frysti mig með augnaráðinu og þreif krakkann frá gömlu konunni. Dóttir mín lét sér hvergi bregða og benti á rauðnefjaðan mann. „Pabbi, af hverju er maðurinn með svona rautt nef?“ „Kannski drekkur hann mikið af brenni- víni,“ tuldraði ég, hálfdofinn eftir augnaráð eiginkonunnar. „Drekkurðu mikið brennivín,“ kallaði dóttir mín til mannsins, sem þrútnaði af reiði. í ljós kom að þetta var einn helsti bindindisfrömuður Akureyrar og hafði aldrei verið í sama herbergi og brennivínsflaska, hvað þá snert á henni. í bæinn komumst við og í eina tuskubúð. Konan rótaði í hillum og rekkum en við feðg- inin biðum róleg við mátun- arklefann. Gríðarlega holdug kona í allt of þröngum kjól smokraði sér út úr klefanum. „Hvernig fer hann mér?“ spurði hún afgreiðslustúlkuna. „Hann passar alveg, gasalega er þetta lekker kjóll," sagði stúlkan með sannfæringu. „Þetta er ekki satt,“ æpti dóttir mín. „Konan er of feit fyrir kjólinn, eða kjóllinn of lítill fyrir konuna. Þú ert að plata.“ í fáum orðum má segja að allt varð vitlaust í versluninni. svo mikinn ekka setti að hold- ugu konunni að kjóllinn rifn- aði utan af henni og afgreiðslu- stúlkan varð ær. Konan mín ruddi niður nokkrum gínum í skelfingu sinni og ég gekk blístrandi út, þóttist ekki þekkja einn né neinn. Hvenær við þorum að taka stelpuna með í búðir aftur er ekki gott að segja, en það verður ábyggilega ekki fyrr en hún hefur lært, að oft má satt kyrrt liggja- Sálin hans Jóns míns Klerkur einn ónafngreindur gaf upp öndina að loknum löngum og ánægjulegum vinnudegi fyrir kirkju sína og söfnuð. Hann stóð því á hinum þekktu krossgötum og varð nú að velja hvora leiðina hann skyldi fara. Önnur lá í þægilegum aflíðandi halla niður á við, vel merkt og þakin ýmsum freistandi gylliboð- um og trúverðugum loforðum um synd og sælu. Hin leiðin lá upp á við lögð bundnu slitlagi og alveg þolanlega greiðfær, enda kölluð af sumum stolt ýtustjórans. Þessa leið valdi hinn ágæti klerkui vegna visku sinnar og sjálfs- stjómar. Þar sem leiðin upp var ekki lengur hlykkjótt, grýtt og þröng gekk ferðin vel og áður en varði var klerkur kominn að hinu Gullna hliði. Það fer engum sög- um af því hvort klerki hafi þótt Gullna-hliðið tilkomumikið, en ekki er ólíklegt að ýmislegt fal- legt hafi hann séð á lífsleiðinni og þá sérstaklega í henni Reykjavík því þar minnir margt á herleg- heitin í himnaríki. Má þar nefna Kringluna, ráðhúsið, og sjopp- una á hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð svo fátt eitt sé nefnt. Svo hér var hann þá kominn hniginn að aldri og þarfnaðist nú himneskrar hvíldar eftir langan vinnudag. Með lotningu gengur hann að afgreiðslupúltinu og heilsar virðulegum manni á miðj- um aldri í hvítum samfestingi, vel rökuðum og hárið greitt og klippt eftir nýjustu tísku. Hann tekur kveðju klerks heldur fálega en spyr þess í stað klerkinn að nafni hljómlausri röddu. Hvað er þetta, veit blessaður maðurinn ekki hver ég er? Ég hef þjónað guði og mönnum svo lengi sem kraftar mínir entust. En allt kom fyrir ekki, maður- inn í hvíta samfestingnum vildi fá að vita nafn klerks. Hann kveikti nú á fágætri tölvu og rýndi pír- eygður á skjáinn. Nú kom upp í huga klerks af- drif Jóns sáluga og hvernig hann varð að beita umdeildum aðferð- um til að komast í blessað himna- ríkið. En í gegnum tíðina hafði klerkur komist að því, að ekki er sama Jón og séra Jón, svo hér hlaut að vera einhver misskiln- ingur á ferðinni. Hann lét hugann reika um liðna tíð og reyndi að finna eitt- hvert atvik í lífi sínu sem gæti haft áhrif á inngöngu hans í bless- aða himnasæluna. Gat það verið atvikið í Glaumbæ? Nei það gat ekki verið. Meðan þessu fór fram kom maður gangandi. Á andliti hans var einhver gretta sem hefði af sumum verið kölluð umferðar- bros. Hann lyftir hendinni og kastar kveðju á embættismann- inn sem svarar með ljúfu brosi og býður komumann hjartanlega velkominn og segir honum að ganga rakleitt inn. Nú gat klerkur ekki orða bund- ist og spyr hvernig megi standa á því að þessi maður geti gengið beint inn í helgidóminn, en hann sjálfur guðsmaðurinn megi bíða hér í óra tíma eftir afgreiðslu og úrlausn sinna mála. „Þetta er Hallfreður Örgumleiðason," svarar hliðvörðurinn eins og ekk- ert sé eðlilegra. „Og hvað með það,“ gellur þá í klerki sem nú var farinn að reið- ast. „Hann var svo slæmur öku- maður,“ var svarið. Nú er klerk öllum lokið. „Slæmur bílstjóri; hvað hefur það með inngöngu í himnaríki að gera?“ „Jú sjáðu til,“ svarar vörðurinn alúðlega. „Hann var svo slæmur ökumaður að hann fékk fleiri til að fara með bænirnar sínar og faðirvorið á einum degi en þú megnaðir á einum mánuði.“ Nú vildi klerkur fá nánari útskýringu á þessu atriði, þegar tölvan gefur allt í einu frá sér þrjú stutt flaut og augu hliðvarð- arins byrja að lesa eitthvað sem birtist á skjánum. Það kemur löng þögn, annar les af kappi en hinn tvístígur eins og hann standi á glóðum. Eftir langa bið réttir hliðvörð- urinn úr sér, og horfir mildu en ákveðnu augnaráði á klerk og mælir: „Kæri bróðir, þú hefur fengið náðarsamlegt leyfi til að ganga inn í helgidóminn með einu skilyrði þó. Hjarta klerksins tekur kipp; Hvað er nú á seyði? „Hvaða skil- yrði þarf ég að uppfylla?" Rödd klerksins er í þann veginn að bresta. „Kæri bróðir, það eina sem þú þarft að gera er að skilja gítarinn eftir í afgreiðslunni." Það fer engum sögum af því sálarstríði sem klerkurinn háði innra með sér, en ákvörðunin var tekin. Gítarinn varð að flakka. Þetta hljóðfæri sem hafði glatt svo marga í gegnum árin og stytt mönnum stundina í einkasam- kvæmum jafnt sem fjölmennum samkomum. Nú var ekkert því til fyrirstöðu að hið gullna hlið yrði opnað fyrir guðsmanninum og á því augna- bliki sem hann gekk framhjá hliðverðinum, gat hann loks lesið það sem stóð á samfestingnum, útsaumað með gullþræði. Þar stóð: CATERPILLAR. Með himneskri kveðju, Ýtustjórinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.