Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 3
17. september 1988 - DAGUR - 3 Bifreiðatalning sem flölskylduleikur: Japanskir R- og A- bflar algengastir Kópavogsbúar heimakærir? Nýju bflnúmeraplöturnar eru væntanlegar til landsins á næstunni og verða þær settar á alla nýskráða bfla. Samkvæmt breyttum reglum fylgja númer- in bflunum og menn geta aðeins haldið í gamla númerið sitt ef þeir halda í gamla bflinn. Inn- an tíðar verða nýju, auðkenna- lausu númerin orðin áberandi í þjóðfélaginu og allt tal um helv... A-bfla, R-bfla eða Þ- bfla mun heyra sögunni til. Flestir kannast við vinsæla leiki sem spunnist hafa í kringum bíl- númer. Krakkar hafa dundað sér við það að skrifa upp númer og safna þeim og á langferðum hafa börnin gjarnan skemmt sér við talningu á hinum mismunandi númerum og flokkað þau eftir bókstöfum. R-númer hafa auð- vitað verið flest, síðan G-númer, Y-númer, A-númer og síðan koll af kolli. Við fréttum af einni fjölskyldu sem skrifaði niður skrásetning- arnúmer bifreiða sem hún mætti á leiðinni frá Reykjavfk til Akur- eyrar og er niðurstaðan býsna fróðleg. Reykvíkingar og Akur- eyringar voru í miklum meiri- hluta á þessari leið. Talningin fór fram 2. september sl. kl. 12.15- 18.30, á þjóðvegi 1 frá Mosfells- bæ til Akureyrar. Alls mætti fjölskyldan 492 bíl- um á leiðinni. R-bílarnir voru flestir, eða 103, en A-bílar komu skammt á eftir með 89 fulltrúa. Athygli vakti hvað Kópavogsbú- ar voru lítið á ferð, miðað við fjölda bíla í kaupstaðnum. Hér koma niðurstöðurnar: R-103, A-89, M-43, H-39, K- 31, G-30, P-24, E-23, Ö-21, Y- 18, P-ll, F-10, U-8, Ó-7, X-7, Z- 5, T-4, V-4, S-4, í-3, B-2, L-2, N- 2, D-1 og 1 bíll með erlendu skrásetningarnúmeri. Fólk getur spáð í þessar tölur á ýmsan hátt og auðvitað vaknar sú spurning hvort niðurstaða í þess- um dúr sé einkennandi fyrir bílaumferð á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Kannski raðast númerin á mismunandi hátt eftir dögum, en þessar tölur benda þó til þess að Akureyringar og Reykvíkingar stundi gagnkvæm- ar heimsóknir í ríkum mæli. Yfirburðir japanskra bíla Börn hafa ekki einungis dundað við það að spá í bílnúmer því hin- ar ýmsu tegundir bifreiða hafa líka vakið athygli þeirra. Strákar hafa gjarnan státað sig af kunn- áttu sinni í þessum efnum en vissulega hafa margar stelpur líka næmt auga fyrir bílum þótt þær, einhverra hluta vegna, hafi ekki sama eldmóðinn og strákarnir í bílamálum. Umrædd fjölskylda athugaði ekki einungis skrásetningarnúm- er bifreiða á ferð sinni til Akur- eyrar heldur skráði hún tegund- irnar líka. Niðurstöðurnar sýna algera yfirburði japanskra bíla og komá þau tíðindi í sjálfu sér ekki á óvart. Aðdáendur sænska gæðastáls- ins og rússneskra vinnuþjarka mega líka sæmilega við sinn hlut una en þeir sem aðeins vilja sjá þýska eðalvagna eða amerískar drossíur fara fremur illa út úr þessari talningu. Sömu sögu má segja um franska rómantíkur- vagna, tékkneskar sparnaðar- kerrur og breska fjölnotabíla. En svona voru nú niðurstöðurnar: Mitsubishi 65, Toyota 57, Mazda 55, Subaru 42, Volvo 40, Lada 37, Ford 28, Nissan 26, Chevrolet 16, Peugeot 12, Daihatsu 12, Honda 11, BMW 10, Saab 10, Chrysler 10, Skoda 9, Opel 9, Citroen 7, Fiat 7, Audi 5, Benz 5, Datsun 4, Suzuki 3, Renault 2, Land Rover 1, Willys 1, Range Rover 1, Isuzu 1, Scan- ia 1 og torkennilegir bílar voru 5 talsins. SS Japanskur bíll með R-númeri. Algeng sjón á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hárlos - Blettaskalli - SkaJli Erum með viðurkennda og árangursríka meðferð við þessum vandamálum. Verðum á Akureyri dagana 17. og 18. september. Uppl. að Furulundi 8 milli kl. 4 og 6 í dag og 2 og 4 á morgun. Hár og heilsa hf. Ráðstefna um hjúkrun Norðurlandsdeild eystri innan HFÍ boðar til ráð- stefnu um hjúkrun dagana 7. og 8. okt. 1988 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri. Viðfangsefni ráðstefnunnar er: Hjúkrun sem fræðigrein og starfsgrein. Ráðstefnugjald er áætlað kr. 1.500. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 25. sept. Hjúkrunargagnasýning verður í tengslum við sýning- una. Nánari upplýsingar og skráning hjá eftirtöldum: Þóra G. Sigurðardóttir heimas. 96-23234/vinnus. 96-22100 (230), Sólveig Hallgrímsdóttir heimas. 96-26557/vinnus. 221200 (215). Sfminn styttir vegalengdir oo heldur þér í nónu snm- bnndi við vini oo vondo- menn erlendis íminn er án efa pcegileg og auðveld leið til að hafa samband við œttingja og vini í fjarlcegum löndum. Það er fátt sem gleður meira en símtal að heiman. Það er ekki dýrt að hringja til útlanda og með sjálfvirku vali í gegnum gervihnött er það leikur einn. Dœmi utn verð á símtölum til útlanda skv. gjaldskrá 15.1.88. Verð á mín. Norðurlöndin (að frátöldu Finnlandi) kr. 50 Finnland og Holland kr. 55 Bretland kr. 57 Frakkland, Spánn og V-Þýskaland kr. 66 Grikk/and, Ítalía og Sovétríkin kr. 74 Bandaríkin kr. 103 Síminn er skemmtilegur samskiptamáti. Hann bniarhilið milli landa og gerir fjarlœgðir afstceðar. Því ekki að nofann meira! Slgurður Gunnarsson er ein aðal stórskytta íslenska landsliðsins í handknattleik og á yfir 150 landslciki að baki. Hann lék um árabil handknatt- leik erlendis og veit því hversu gaman er að fá símtal að heiman. POSTUR OG SIMI § o

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.