Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - 17. september 1988 17. september 1988 - DAGUR - 11 Jörundur Guðmundsson skemmtikraftur í helgarviðtali Jörundur Guðmundsson ásamt konu sinni Guðrúnu Kolbcinsdóttur. „Hefekki mikla trúáís- lenskum stjómmálamönnum “ J örund Guðmundsson skemmtikraft þekkja flestir landsmenn. Hann hefur verið í fremstu röð skemmtikrafta síðustu 20 árin og jafnan vakið mikla athygli fyrir túlkun sína á stjórn- málamönnum landsins og eins í hinum ýmsu kabarettum. Allra síðustu ár hefur farið minna fyrir Jörundi á sviðinu en þess í stað hefur hann látið meira að sér kveða á öðrum sviðum, eins og t.d. í útvarpi og sjónvarpi. Þá hefur hann verið umboðsmaður þeirra sirkus- hópa sem komið hafa hingað til lands á undanförnum árum. Jörundur sem starfar um þessar mundir hjá innanlandsdeild Arnarflugs, var á ferð á Akureyri fyrir skömmu með Circus de Espana og þá náði blaðamaður Dags að plata hann í helg- arviðtal. „Ég er nú fæddur og uppaiinn á Akureyri og bjó hér til 18 ára aldurs. Eg fæddist í Oddeyrar- götu 12 og bjó þar fyrstu 5 eða 6 árin. Þá flutti fjölskyldan niður í Eyrarveg 17 þar sem móðir mín býr enn og þar var ég þar til ég flutti suður til Reykjavíkur.“ - Hvað voru þú og félagar þín- ir helst að sýsla á þessum árum? „Það var alltaf mikið að ske og tíminn aldrei nægur. Ég var að vísu mörg ár í sveit á sumrin á mínum yngri árum og var því framan af lítið í bænum á þeim árstíma. Bærinn var miklu minni en hann er í dag og hægt að þvæl- ast um hann allan. Við djöfl- uðumst mikið úti í slipp, í öllu sem við komust í þar og svo feng- um við að fara með trillunum út á sjó en pabbi átti trillu lengi. Yfir háveturinn vorum við helst á skíðum og skautum en það var alltaf búið til skautasvell á litla vellinum neðan við Akureyrar- völlinn." - En hvað tók svo við þegar þú varst orðinn of stór til að vera í sveitinni? „Mín fyrsta launaða vinna var hjá Rafveitunni við að grafa skurði. Þá voru engar gröfur og því var okkur strákunum, allt upp í 20, raðað í beina línu með skóflur og við látnir grafa skurði. Síðan fór ég að vinna hjá Raf- magnsveitum ríkisins, hérna í sveitunum í kring og í næstu bæj- um og þorpum." g svo varstu kominn á sveitaballaaldurinn. Hvernig voru sveita- böllin í gamla daga? „Þá voru aðal sveitaböllin í Laugaborg og Freyvangi og við skunduðum að sjálfsögðu þangað um helgar. Sveitaböllin voru allt öðruvísi hér áður fyrr. Menn mættu á þau fínt klæddir, í jakka- fötum og með bindi og það var einnig áberandi miklu minna drukkið á þessum böllum en í dag og allt miklu rólegra.“ - Varst þú ekkert sjálfur í hljómsveitabransanum á þessum árum? „Jú ég lék á trommur í hljóm- sveit sem við strákarnir stofnuð- um í Gagnfræðaskólanum og lék með henni til 18 ára aldurs, eða þangað til að ég fór á sjóinn. Þeir voru með mér Bjarki Tryggva, Örn Bjarnason og Garðar Karlsson. Fyrst hét hljómsveitin Pónik en síðan Taktar, þetta var hörkugrúppa og við fórum víða um og spiluðum á þessum tíma.“ venær ferðu svo frá Akureyri? „Ég fór á sjóinn 18 ára gamall og var í siglingum hjá Sambandinu í tæp tvö ár. Fyrst á Hamrafellinu, síðan á Jökulfell- inu og síðast á Mælifellinu. Hamrafellið var olíuskip og með því þvældist ég um allan heim, um Miðjarðarhafið, Karabíska- hafið, Suður-Ameríku, Kyrra- hafið gegnum Panamaskurðinn og víðar. Þetta var ógurlegur þvælingur og þegar maður hugsar til baka, þá hafa þetta sennilega verið skemmtilegustu árin. Þegar ég hætti á sjónum fór ég til Grímseyjar og vann þar í um hálft ár, bæði í byggingavinnu og í saltfiskverkun. Frá Grímsey fór ég til Akureyrar stoppaði þar í 2- 3 daga en hélt síðan til Reykja- víkur og fór að læra hárskurð. Ég hafði að vísu byrjað að læra hár- skurð á Akureyri þegar ég var 15 ára en hafði enga eirð í mér þá og hætti fljótlega.“ - Það hefur ekki staðið til að koma norður aftur að loknu námi? „Jú ég ætlaði alltaf að flytja til Akureyrar og setja upp rakara- stofu að loknu námi en var þá kominn á fulla ferð í skemmtana- bransanum og tímdi ekki að fara úr því.“ innst þér Akureyri hafa breyst frá því að þú bjóst hér? „Mér finnst mórallinn ekkert hafa breyst, það eina sem hefur breyst er að bærinn hefur stækk- að og þanist út og fólk flutt hing- að víðs vegar að. En mér finnst engin drift vera hérna, það verð- ur ekkert til, engin atvinnutæki- færi og það má segja að hér hafi orðið alger stöðnun. Þetta er virkilega fallegur bær en það hef- ur ekkert verið gert til þess að skapa hér ný atvinnutækifæri og þingmenn kjördæmisins hafa ekkert gert til þess að hjálpa þessum bæ að vaxa og dafna eðli- lega. Alla vega er ekki hægt að sjá það þegar maður kemur hingað. Framfarir og eitthvað nýtt, er litið miklu hornauga hérna á Akureyri og ef þú ætlar út í eitthvað meira en einhvern bíl- skúrabisnes, þá ertu talinn vera með óhreint mjöl í pokahorninu. KEA og Sambandsverksmiðjurn- ar hafa haldið lífinu í fólkinu hérna í mörg ár en nú er Sam- bandið t.d. að draga saman seglin en það hefur enginn gert ráð fyrir því að sú staða gæti komið upp. Þó má geta þess að strákarnir sem eiga Samherja hafa verið að gera hörkugóða hluti í útgerð að undanförnu og eru gott dæmi um að það er hægt að gera góða hluti hérna.“ venær hófst þinn ferill í skemmtanabransan- um og hvernig? „Ég byrjaði í þessu á námsár- unum í Reykjavík haustið 1968 og á því 20 ára afmæli í bransan- um nú í haust. Það var náungi á rakarastofunni sem ég lærði á sem hafði skrifað nokkra stutta þætti fyrir þá Svavar Gests og Jón B. Gunnlaugsson í Útvarpið og einnig skrifað tónlistargagnrýni í blöðin. Þetta var ansi sniðugur strákur og hann fór að sýna mér þetta og leyfa mér að spreyta mig á því sem hann samdi. Ég hafði að vísu aðeins prófað þetta á meðan ég var á Akureyri, náð nokkrum röddum og og fíflast aðeins með félögunum. En þetta byrjaði sem sé haustið ’68 og jókst jafnt og þétt og endaði með því að maður var kominn á fulla ferð í þessu. Strax sumarið eftir fór ég í ferð um landið með Hljómsveit Ólafs Gauks og Bessa Bjarnasyni og fram til ársins ’83 fórum við nánast á hverju sumri í slíkar ferðir. Á þessum árum skemmtum við á hverju sumri á héraðsmótum Sjálfstæðisflokksins víðs vegar um landið og á þeim voru allir helstu forvígismenn flokksins og maður hermdi eftir þeim og það vakti mikla lukku. Einnig kom ég í mörg ár fram á flestum þessara útihátíða um verslunarmanna- helgina. Nú á veturna skemmti ég svo á árshátíðum, þorrablót- um og öðrum slíkum skemmtun- um. Ég hætti að klippa um leið og ég var búinn að læra og vann við sölumennsku í nokkur ár með skemmtikraftastarfinu en 1980 sneri ég mér eingöngu að því að skemmta fólki.“ itt aðalsmerki hefur verið að herma eft- ir stjórnmálamönnum, hver af þeim varð nú fyrst fyrir valinu? »Ég var aðeins byrjaður að herma eftir Bjarna Benediktssyni þegar ég bjó á Akureyri en svo dó hann þegar ég var að byrja í bransanum og þá hætti ég með hann. Það var einnig gott að herma eftir Haraldi Bjömssyni leikara en þegar ég var rétt búinn að ná honum, þá dó hann og því var eins varið með Jón Magnús- son fyrrum fréttastjóra Útvarps- ins, ég var rétt búinn að ná hon- um þegar hann dó. Þetta var því frekar erfitt í byrjun, því menn dóu alltaf þegar ég ætlaði að fara að herma eftir þeim.“ - Eftir hverjum fannst þér mest gaman að herma? „Það var alltaf skemmtilegast að herma eftir Geir Hallgríms- syni en það var einnig mjög gam- an að herma eftir Gunnari Thor- oddsen. Gunnar var einn af þeim sem báðu mig að herma eftir sér. Það var á einu héraðsmótinu vestur í Dölum að Gunnar rölti með mér út á hlað og spurði mig þar af hverju ég hermdi ekki eftir sér. Ég sagði að það væri bara ekki komið að því ennþá, ég væri tiltölulega nýbyrjaður í þessu en það kæmi að honum, eins og kom á daginn. Nú ég var með Sjálf- stæðisflokknum á þessum héraðs- mótum til ársins ’79 og síðustu árin var ég farinn að skipuleggja þessar skemmtanir fyrir flokkinn. Þarna voru samankomnir alþing- ismenn og ráðherrar flokksins og á milli þess sem þeir héldu ræður, fór ég upp á svið og hermdi eftir þeim.“ kki hefur þú bara gert grín að sjálfstæðis- I mönnum? „Nei ekki aldeilis, ég hermdi eftir mönnum úr öllum flokkum. Ólafur Jóhannesson var vinsæll hjá mér og eins Halldór E. Sig- urðsson. Ég var einu sinni að skemmta á árshátíð Framsóknar- félaganna í Árnessýslu á Selfossi og hermdi þar m.a. eftir Halldóri E. Ég náði honum mjög vel að því mér er sagt og þetta vakti gíf- urlega lukku. Svo þegar ég hafði lokið minni dagskrá og var að fara að keyra heim, kom lögregl- an hlaupandi að bílnum og stopp- aði mig. Ég hélt fyrst að eitthvað væri að bílnum, ljósin ekki í lagi eða eitthvað slíkt en þá segir lög- regluþjónn að Halldór E. Sig- urðsson ráðherra vilji hitta mig. Þá skildi ég af hverju þessi mikla stemmning hafði verið þarna inni en ég vissi ekki að hann hefði verið viðstaddur. Ég hélt að hann ætlaði að taka mig í gegn fyrir að herma eftir sér en það var nú eitthvað annað. Hann klappaði mér í bak og fyrir og var mjög ánægður með frammistöðu mína. í framhaldi af því bauð hann mér heim og vildi lána mér gamlar ræður sem hann átti svo ég gæti gert enn betur. Það var svo einu sinni þegar ég var að skemmta á árshátíð Borgfirðingafélagsins, að hann kom með mér upp á svið og við fífluðumst saman og það vakti stormandi lukku. Nú svo hermdi ég mikið eftir Olafi Jóhannessyni. Ég man einnig eftir því að árið ’78 þvældist ég um eina kosninga- helgi um Austfirði með Lúðvík Jósepssyni. Þá hélt hann fyrst ræðu en síðan kom ég upp á svið á eftir og hermdi eftir honum. Þetta var virkilega gaman og við Lúðvík spjölluðum mikið saman í þessari ferð.“ - Hafa allir þeir sem þú hefur hermt eftir tekið því vel? „Já það hefur yfirleitt verið og allir stjórnmálamenn hafa tekið því mjög vel. Það er aðeins einn sem hefur ekki verið alveg sáttur við að ég hermdi eftir sér en það er Gísli Halldórsson leikari. Ég leitaðist við að herma ekki eftir sömu mönnum og aðrir. Ég var mikið með Örnólf Thorlacius, Bessa Bjarnason, Gísla Halldórs- son og svo náttúrlega stjórnmála- mennina.“ ú hefur þú gert mikið af því að skemmta á I_______I þessum svokölluðu úti- hátíðum á sumrin og oftast kom- ið fram á fleiri en einum stað sömu helgina. Menn hafa haft mjög skiptar skoðanir á þessum hátíðum en hvað finnst þér? „Já, ég er búinn að skemmta á mörgum útihátíðum í gegnum tíðina og slíkar skemmtanir eru þær ömurlegustu sem hægt er að hugsa sér. Þarna safnast saman nokkur þúsund manns á hinum ýmsu stöðum á landinu, borga sig inn á eitthvert svæði fyrir nokkur þúsund krónur og hamast þar svo í fylleríi í tvo til þrjá daga. Ég sé ekki ánægjuna sem fólk fær út úr þessu. Þetta eru oftast fjáröfl- unarleiðir fyrir íþróttafélögin og þarna er fólki safnað saman þar sem það getur hellt í sig ómældu brennivíni. Þetta finnst mér ekki vera íþróttamannslegt og ég er á móti þessum útiskemmtunum. í Galtalæk hefur þetta verið í lagi, þar fer fram bindindismót þar sem saman kemur fjölskyldufólk og það er allt annað að skemmta þar en á öðrum útihátíðum, þar sem mest er um drukkna ungl- inga. að eina sem getur sleg- ið út þessar útihátíðir um verslunarmanna- helgina eru hestamannamót en það eru hryllilegustu skemmtanir Myndir og texti: KK sem ég hef komið nálægt. Þar dansa menn um í klofstígvélun- um og með hnakkinn og allt á bakinu og hestarnir þess vegna með í fjörinu. Ég hef séð menn koma ríðandi blindfulla inn í danshúsin. Ég var einu sinni að skemmta á hestamannamóti í Miðgarði í Skagafirði. Þetta var að degi til á miðju mótinu og menn voru margir hverjir vel fullir frá kvöld- inu áður og frekar illa til reika. Ég stóð uppi á sviði og reyndi að ná til fólksins sem sat úti í sal og blaðraði hvert upp í annað og hafði ekki minnsta áhuga á því sem ég var að gera. Beint fyrir framan sviðið hjá mér stóð stór og feitur maður og reif bara kjaft. Ég var í miðju prógrammi og var ekkert á því að láta trufla mig en hann gaf sig ekki og hélt áfram að láta eins og fífl. Eg var orðinn hundleiður á manninum sneri mér því og sagði við hann að við skyldum hafa eitt á hreinu á milli okkar, að munurinn á mér og honum væri sá að ég fengi borgað fyrir að leika fíflið. Það skipti engum togum að hann tók af mér hljóðnemann, stöngina og allt saman og fór með það í burtu en ég stóð gapandi eftir. Svona var þetta oft og það komu mörg skondin atvik upp á eins og t.d. í kabarettunum, þar sem menn vildu oft ólmir koma upp á svið og taka þátt í sýning- unni.“ ú ert þú búinn að herma eftir mörgum stj órnmálamanninum og þekkir þá orðið flesta en hvað með þig sjálfan í pólitíkinni? „Ég hef mjög gaman af pólitík og get alveg hugað mér að skipta mér meira af henni í framtíðinni Ég hef látið pólitíkina vera á meðan ég hef verið að skemmta fólki í hinum ýmsu flokkum og á árshátíðum flokkanna en ég þyk- ist alveg geta farið að snúa mér að henni í dag. Ég er frekar hægri sinnaður en er þó mjög ósam- mála Sjálfstæðisflokknum í dag og allt sem þeir hafa verið að gera undanfarið er mjög dapurt, svona hálfkák. Það er komið víða Sjá nœstu síðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.