Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. september 1988 Bílar sem framleiddir eru nú á dögum eru flestir góðir. Undan- tekning má teljast ef nýlegir bílar eru ekki tiltölulega auðveldir og öruggir í akstri. Ummæli mín um bíla hér á síðum Dags eru því flest keimlík að því leyti að ég rekst sjaldan á bíla sem ekki falla í þennan flokk góðra bíla. Því kann lesendum að finnast lofið ógagnrýnið og lítt marktækt. Ég hef þó áðurnefndar staðreyndir um bíla nútímans mér til máls- varnar. Kröfur sem fólk gerir til bíla eru auðvitað mjög mismun- andi, en hér höfum við e.t.v. reynt að huga að því fyrst og fremst hve auðvelt og öruggt er að stjórna bílum ásamt þægind- um og rými. Ég neita því hins vegar ekki að bílar eru mjög mis- jafnlega skemmtilegir í akstri og umgengni og sumir bílar hafa „karakter“ og aðrir ekki. Ef til vill ber dálítið á því að bílar nútímans séu hver öðrum líkir og jafnvel svo að bíladellukallar eiga orðið fullt í fangi með að þekkja sundur tegundir á færi. Sama gildir um aksturseiginleika og búnað. Sem betur fer er þó ekki öll nótt úti enn og allnokkrir fram- leiðendur eru ekki endanlega fallnir í gryfju vindgangahönnun- ar, framhjóladrifs og slagstuttrar fjöðrunar og því gleður það sál- artetrið að komast yfir óvenju- lega bíla annað slagið. Sá sem hér er til umfjöllunar er einn slík- ur og reyndar óvenjulegur í fyllstu merkingu þess orðs. Er nú Umsjón: Úlfar Hauksson við hæfi að draga upp stóru lýs- ingarorðin. Snemma á þessu ári greindum við frá því að umskipti hefðu orð- ið í endalausri samkeppni þýsku bílaverksmiðjanna BMW og Daimler-Benz, með tilkomu BMW 750i sem sérfræðingar eru almennt sammála um að sé fremstur meðal jafningja, ef svo má að orði komast. Jafnframt sögðum við frá því þá, að vænt- anlegur væri á markaðinn nýr bíll frá BMW til að leysa af hólmi 5- gerðina sem var orðin sú lang- elsta hjá verksmiðjunni. Við sögðum reyndar ekki frá því að 7-gerðin og 5-gerðin voru þróað- ar hlið við hlið um 5 ára skeið og eru því tæknilega mjög áþekkar, jafnvel umfram það sem búist var við fyrirfram. Það var því eðlilegt að gera sér nokkuð háar hug- myndir um nýju 5-gerðina og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Útlit bílsins lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en við nán- ari athugun er það mjög vel heppnað. Bíllinn er stærri-en Útlit BMW lætur ekki mikið yfir sér en við nánari athugun er það mjög vel heppnað. virðist og formin eru auðþekkj- anleg. BMW-nýrun eru á sínum stað á framendanum og hin sér- stæða sveigja á aftasta dyrastafn- um undirstrikar ætternið. Yfir- byggingin er afar sterkleg og kemur það berlega í Ijós þegar bílnum er ekið á ósléttum vegum. Eintakið sem ég ók var 520i með sjálfskiptingu. 5-gerðin er annars fáanleg með nokkrum vél- arstærðum (2,0 - 2,5 - 3,0 - 3,5 lítra bensínvélum og 2,4 lítra turbodiesel) og miklu úrvali af aukabúnaði. Innréttingin í bíln- um er gerð af meistarahöndum, ekki síst ef litið er til stjórntækja og fyrirkomulags þeirra. Þar er allt eins og best verður á kosið. Sérstaka athygli vekja þó stjórn- tækin fyrir miðstöð og loftræsti- kerfi, sem eru nákvæm og auð- notuð og þar að auki er hægt að stilla hitann sérstaklega fyrir vinstri eða hægri helming farþega- rýmisins. Sætin eru fyrsta flokks, stillanleg á alla vegu og klædd vönduðu áklæði. Rýmið er gott bæði í fram og aftursætum, en aftursætið er þó fremur mótað fyrir tvo farþega en þrjá. Farang- ursrýmið er einnig ágætt og klætt í hólf og gólf. Allir hlutir, stórir og smáir, innan dyra og utan eru vandaðir og vel fyrir komið og innréttingin sem heild er að mínu viti einstaklega vel heppnuð og smekkleg. Það er hins vegar ekki nóg að vera bara fallegur og það vita engir betur en þýskir bílasmiðir. Því var lagt ofurkapp á að búa til betri undirvagn en áður hefur tekist í bíl af þessari stærð og í því skyni nota Bæverjar sams konar hjólabúnað og fjöðrun og í stóru 7-gerðinni, þ.e. sjálfstæða gormafjöðrun á öllum hjólum. Jafnframt var lagt kapp á að hafa þyngdarmiðju bílsins eins neðar- lega og kostur var án þess að bíll- inn yrði óþægilega kviðsíður. í ofanálag tókst svo að jafna þyngdinni bróðurlega milli fram- og afturása, 50% á framás og 50% á afturás. Með þessu og ýmsu fleiru hef- ur BMW tekist að gefa bílnum betri alhliða aksturseiginleika en nokkrum öðrum sem ég hef ekið til þessa (bílar með stjörnu á grillinu þar meðtaldir). Hér hefur tekist að nálgast svo hinn eina sanna gullna meðalveg milli þæginda og aksturseigin- leika að svo virðist sem ekki hafi þurft að fórna einu í staðinn fyrir annað. Fjöðrunin er ekki einasta þægi- leg heldur furðulega vel dempuð og samstillt. Þannig að þægindin koma í engu niður á aksturseigin- leikunum. Þeir eru í einu orði sagt frábærir. Bíllinn liggur eins Gerð: BMW 520i, 4 dyra, 5 manna, vél að framan, drif á afturhjólum. Vél og undirvagn: 6 strokka, vatnskæld, fjórgengis-bensínvél, borvídd 80,0 mm, slaglengd 66,0 mm, slagrými 1990,0 cc, 129 hö. við 6000/mín., 174,0 Nm við 4000/mín., þjöppun 9,4:1, yfirliggjandi knastás, rafeindastýrð eldsneytisinnspýting, rafeindakveikja. Sjálfberandi yfirbygging, afturhjóladrif, sjálfvirk drifbremsa í mismunadrifi. 4-þrepa sjálfskipting. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum. Að framan: Þríhyrndir þver- armar með gormlegg; jafnvægisstöng. Að aftan: Skáarmar með gormlegg; jafnvægisstöng. Gasdemparar við öll hjól. Aflstýri, aflbremsur, diskabremsur á öllum hjólum, hand- bremsa á afturhjólum. Hjólbarðar 195/65 R 15 H eða 205/65 VR 15. Bensíngeymir 80 1. Mál og þyngd: Lengd 472,0 cm, breidd 175,1 cm, hæð 141,2 cm, hjólahaf 276,1 cm, sporvídd 146,6/148,7 cm, eigin þyngd 1420 kg, burðargeta 510 kg. Hámarkshraði ca. 200 km/klst. 0-100 á 13,3 sek. Framleiðandi: BMW AG, Múnchen, V.-Þýskalandi. Innfiytjandi: Kristinn Guðnason hf., Reykjavík. Umboð: Bílaverkstæði Bjarnhéðins Gíslasonar, Akureyri. Verð: Ca. kr. 1.450.000 (sjálfskiptur). bremsum, sem auðvitað eru fáan- legar. Engu að síður eru brems- urnar, með diska við öll hjól, einstaklega góðar og öflugar. Vélin í 520i er gamalkunnug. Hún er sex strokka línuvél, tveggja lítra, 129 hö við 6000sn/ mín. Þessi vél hefur verið notuð í 320i og gömlu gerðinni af 520i í mörg ár. Þessi vél (og 2,5 lítra vélin einnig) er listasmíði, enda nokkuð í lagt að hafa sex strokka í 2 lítra vél. Hún hefur silkimjúk- an gang, er fremur kraftlítil á litl- um snúningshraða en hressist vel þegar snúningshraðamælirinn er kominn upp undir 3500. Vél með þessum eiginleikum er e.t.v. ekki sérlega heppileg með sjálfskipt- ingu í svona þungum bíl, en þó er hann langt frá að vera nokkuð slappur. Sjálfskiptingin er mjög góð, skiptingarnar hnökralausar og eðlilegar bæði upp og niður. Þegar bíllinn var kynntur seint á síðasta ári mátti skilja á forráða- mönnum BMW að ætlunin hefði verið að búa til besta bílinn í efri milliflokki. Ég held að það hafi tekist. Það eru e.t.v. til bílar sem eru þægilegri eða kraftmeiri eða hraðskreiðari eða hafa í ein- hverju eitthvað fram yfir þennan bíl en ég þekki engan sem hefur jafn vel heppnaða blöndu af eig- inleikum sem prýða þurfa góðan bíl. og klessa við allar aðstæður, hvort sem er á möl eða malbiki. Á beinum vegi er hann rásfastur eins og eimlest, en örlítið undir- stýrður í beygjum. Ég reyndi ýmislegt til að reyna að koma þessum stóra og þunga bíl úr jafnvægi, fá hann til að hrekkja mig með einhverju móti. Mér tókst það ekki. Undirvagninn virtist ráða auðveldlega við allar þrautir sem ég lagði fyrir hann. Það vakti ekki hvað síst aðdáun mína hve bíllinn var stöðugur á malarvegi þrátt fyrir breiða og lága hjólbarða, sem betur eru fallnir til aksturs á bundnu slit- lagi. Þó svo að nokkrir aðrir bílar hafi afburða góða og örugga aksturseiginleika, þá hefur þessi vinninginn fyrir það að stjórnun hans er einstaklega auðveld og lipur. Eftir að hafa ekið bílnum getur varla nokkrum heilvita manni dottið í hug að hann sé yfir 1400 kg. Hljóðeinangrunin er einhver 3Ú besta sem ég hef rekist á, þannig að veghljóðið er lítið meira á malarvegi en á malbiki. Þetta, ásamt því hve yfirbygging- in er sterk og stinn, veldur því að BMW-inn virðist sérlega heill og vel skrúfaður saman. Vökvastýr- ið er alveg eins og stýri eiga að vera, nákvæmt og ekki of létt. Bíllinn er ekki búinn ABS-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.