Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 17. september 1988 Hef ekki mikla trú... Jörundur og Guðrún framan við hjólhýsið sem þau bjuggu í á meðan Circo de Espana dvaldi á Akureyri. viö og snert á mörgum hlutum en ekkert klárað og það er m.a. þess vegna sem þessi vandamál eru í þjóðfélaginu í dag. Ég hef ekki mikla trú á íslensk- um stjórnmálamönnum. Pað eru jú ágætis menn innan um á þingi en þeir fá ekkert að gera fyrir hinum. Steingrímur Hermanns- son reynir t.d. alltaf að leika ,,stikkfrí“. ó að ég sé ekki alþýðu- flokksmaður, hef ég samt talsverða trú á Jóni Baldvin. Hann er einn af þeim fáu sem vill gera eitthvað og þorir, enda er hann mjög óvin- sæll hjá mörgum. Hann er nú t.d. að boða aðgerðir sem menn hafa kallað kjarnorkutillögur, um heiftarlegan niðurskurð og breyt- ingar. Þetta er svo lítið land og það eru of margir sem vilja stjórna. Við erum nú á leið í hálfgerða kreppu og ráðamennirnir segja að það sé alltaf vegna ytri aðstæðna sem þessi staða kemur upp. En ytri aðstæðum er bara ekkert um að kenna, það er aðeins eitt orð til yfir þetta ástand og það er óstjórn. Það eru allir voða kátir og glaðir þegar er næg þensla í þjóðfélaginu en í kjölfar mikillar þenslu kemur bakfall. Það vill samt enginn vita af þessu bakfalli á meðan þenslan er sem mest og allir hafa nóg til alls. Bakslagið kemur vegna þess að ráðamennirnir nota ekki tím- ann í góðærinu til þess að tryggja sig fyrir bakslaginu sem alltaf kemur í kjölfar þenslunnar.“ ú hefur verið sagt að mjög erfitt sé að stjórna íslendingum. Hvað heldur þú um það? „Hef áhuga á að skipta mér meira af póiítík í framtíðinni en hef iítinn áhuga á þingmennsku.“ „Það láta allir að stjórn ef rétt er að farið og íslendingar ekkert síður en aðrir. Vandamálin eru hjá þessum pólitíkusum sem eru einn anginn af þessu og hinn ang- inn er embættismannakerfið hér á landi. Ég hef aðeins fengið að kynnast því í sambandi við skemmtanir og skemmtanahald. Embættismenn á íslandi mis- skilja gjörsamlega sitt hlutverk. Þeir eru eins og smákóngar út um allt land, sitja hver í sínu horni og segja hérna ræð ég. Þetta á bara ekki að vera svona og þeir vinna oft á móti stjórnmála- mönnunum. Þetta hefur eyðilagt mikið og það eru margir vanhæfir embættismenn hér á landi, sem hafa gert mikið ógagn. Og þessi endalausi klíkuskapur við embætt- isráðningar er svo alveg sér kapítuli út af fyrir sig og nær ekki nokkurri átt. Það er ekkert skrít- ið að stjórnmálamenn fái illt orð á sig, þegar þeir eru sífellt að kippa inn einum og einum úr sín- um röðum í einhver feit embætti hingað og þangað um landið. Nú svo er eitt af því sem við þurfum að gera en það er að hætta þessum gífurlega ríkisbú- skap. Miðað t.d. við fjölda banka og fjölda starfsfólks í bönkum, þá mætti halda að við værum svipaðir og þeir í Kuwait og velt- um upp úr jörðinni milljörðum á dag í olíu. Það er ekki til svo mikið af peningum í þessu landi að það þurfi alla þessa banka og það þarf að koma hluta af þessu bankafólki í aðra atvinnu. Ríkið er með Landsbanka, Búnaðar- banka og Útvegsbanka en til hvers, það er hægt að koma þessu öllu saman fyrir í einum banka og spara með því hundruð milljóna. Albert Guðmundsson kom fram með tillögu um að selja mörg af þessum ríkisfyrirtækjum og það hefur eitthvað verið gert af því en á að gera miklu meira, því að ríkið á ekkert að vera að standa í rekstri. Það hefur sýnt sig að þau fyrirtæki sem ríkið rekur eru öll rekin með bullandi tapi. Menn hafa hreinlega ekki metnað til að reka ríkisfyrirtækin á sama basis og önnur fyrirtæki, því þó að ríkisfyrirtækin tapi, er alltaf borgað með þeim.“ vona að lokum, þú hef- ur verið nokkuð óvæg- inn í gagnrýni á íslenska stjórnmálamenn en seg- ist þó sjálfur geta hugsað þér að fara að hafa meiri afskipti af pólitík sjálfur. Hefurðu kannski sett stefnuna á Alþingi? „Nei ég held að ég sé ekki manngerð í það starf. Stjórn- málamenn verða fyrir rosalegu skítkasti sem þeir eiga sumir hverjir skilið og þeim er borið á brýn að hafa sagt hitt eða þetta eða jafnvel logið til um hitt eða þetta. Ég tek allt svona svo alvar- lega og mundi sennilega ekki geta staðið undir þvílíku. Ég þykist vera nokkuð samkvæmur sjálfum mér og þekktur fyrir að standa við það sem ég segi, enda alinn þannig upp. Það er hægt að taka allt af þér, sama hvað það er, nema mannorð þitt. Það getur enginn tekið af þér nema þú sjálfur og ég þykist hafa þokkalega gott mannorð sjálfur og vil því ekki láta eyðileggja það með því að fara að starfa inni á Alþingi. Alþingismenn fá borgað þokka- lega fyrir það að vera nánast mannorðslausir og sviptir næst- um allri ærunni en þeir virðast sáttir við sitt hlutskipti og það komast færri að en vilja,“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.