Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 7
17. september 1988 - DAGUR - 7 Þau eiturlyf sem gerð eru upptæk eru ekki nema brot af því magni sem er í umferð. Bcint samband er á milli vaxandi glæpatíðni og aukinnar eiturlyfja- notkunar í stórborgum um allan heim. Engu að síður benda tölur til þess að það sé rétt, sem haldið hefur verið fram, að Briissel sé mjög róleg borg. Mannrán koma þar furðulega sjaldan fyrir (aðeins eitt 1987), þegar það er haft í huga hve margir háttsettir sendi- menn annarra þjóða hafa aðsetur í borginni, einnig vekur það eftir- tekt hve innbrot eru þar fátíð. Borgin á við eiturlyfjavanda- mál að stríða, en þó ekki á eins alvarlegu stigi og í öðrum höfuð- borgum Evrópu. Eiturlyfjanotk- un telst glæpur að belgfskum lögum, og hvað hegningu snertir eru notendur og sölumenn settir undir sama hatt. Dauðadómar viðgangast enn að nafninu til og er beitt í sér- stökum tilfellum, þegar um alvar- lega glæpi er að ræða (einkum morð). En dómarnir eru sjálf- krafa mildaðir með konungsbréfi og þeim breytt í lífstíðarfangelsi. Morðmál er skylt að rannsaka áður en þau ganga til dóms. Almennt telja Belgar, að refsing- ar séu of vægar. Misjafnt er eftir tegundum mála, hvernig gengur að upplýsa þau. Að meðaltali hefur tekist að upplýsa 71 prósent morðmála, 48 prósent nauðgunarmála, en að- eins 9 prósent venjulegra þjófn- aðarmála. Tokyo Fjórði hluti allra „glæpa“ í borg- inni er umferðarlagabrot, og í hverjum mánuði eru allt að 900 manns drepnir á vegunum í Japan. Ferðamenn ættu helst ekki að taka bíl á leigu. Ferðalög með neðanjarðarlestunum eru eins örugg og hugsast getur. Á heilu ári voru aðeins sex meiri- háttar glæpir framdir í lestunum, þar með talið, að ungur maður barði japanskan ferðamann í höfuðið, þegar sá síðarnefndi sagði honum að vera ekki með fæturna uppi í sætinu. Næstefst á glæpalistanum er notkun eiturlyfja, og eru jafnvel þeir, sem teknir eru í fyrsta skipti, dæmdir til fangavistar. í flestum tilvikum er um amfetam- ín að ræða, en ekki sterkari efni, og enginn ferðamaður ætti að Iáta sér detta í hug að hafa nokk- uð eiturlyfjakyns meðferðis; þó svo að um útlendinga sé að ræða, sleppa þeir ekki við fangelsið. Ólíklegt er, að ferðamenn í við- skiptaerindum komist nokkuð í tæri við þessi efni. Árásir eru sjaldgæfar, svo og innbrot, og fer fækkandi, enda þótt aukning sé í afbrotum unglinga. Japanskt þjóðfélag er ekki ofbeldiskennt. Ofbeldi er and- stætt hugsunarhætti Japana og er í þeirra augum bundið við sér- staka veröld þorpara, sem lýst er í kvikmyndum og grínblöðum. Löggæsla er mjög öflug, en lög- reglumennirnir hafa mest ónæði af að fást við drukkna menn, sem æla á stöðvarpalla, í járnbrautar- lestum og yfir samferðamenn sína. Þjóðin hefur tilhneigingu til að hafa samúð með drukknum mönnum, og ein af skyldum hvers lögreglumanns er „að vernda drukkið fólk“. Fyrir nokkrum árum voru drukknir ökumenn sagðir „óábyrg'ir gerða sinna" og þeir sluppu með að biðja fórnarlömb sín eða að- standendur þeirra auðmjúklega afsökunar og afhenda þeim um- slag með „sáttapeningum“. Fllutfallstala morða (7,8 á hverja 500 þús. íbúa) er mjög hagstæð miðað við England og Wales (18,5 á 500 þús.) eða Bandaríkin (39,5 á hver 500 þús.). Sama gildir um nauðganir (7,5 á hver 500 þús.), en samsvar- andi tala er 49 í Englandi og Wales og 183 í Bandaríkjunum. Umferðarslys og þjófnaðir á farangri eru alvarlegustu málin að því er varðar hinn almenna borgara. Glæpamenn beina helst spjótum sfnum hver að öðrum (þriðjungur allra manndrápa og 26 prósent líkamsárása). Dóms- málaráðuneytið hefur sérstakar áhyggjur af vaxandi tilhneigingu til uppivöðslu í skólum og ofbeldi nemenda gagnvart kennurum. Gripdeildir og þjófnaðir eru minniháttar áhyggjuefni (5.705 á hverja 500 þús íbúa) miðað við England og Wales (17.225 á 500 þús.) og Bandaríkin (23.250 á 500 þús.). Og þó er á það að líta, að 21 prósent allra þjófnaða eru framin af útlendingum, aðallega fólki frá Norður- og Suður-Kór- eu. Vasaþjófnaðir eru sjaldgæfir. Dæmi finnast um að samferða- menn hafi reiðst svo vegna þess að útlendur ferðamaður missti veski sitt, að þeir hafa efnt til samskota til að „biðjast afsökun- ar á peningamissinum". Á hótel- um er fólki yfirleitt ráðlagt að nota sér öryggisgeymslur hótels- ins, en þetta er meira til að bjóða sömu þjónustu og annars staðar í heiminum en nauðsyn sé á þessu. Mjög hátt hlutfall kærumála tekst að upplýsa, 96 prósent morðmála, 90 prósent nauðgana og 82 prósent rána. Hlutfall þeirra mála, sem ganga til dóms, er einnig mjög hátt eða í kringum 89 prósent, og í sérstakri könnun, sem gerð var fyrir allt landið, kom í Ijós, að af 81.093 málum, sem tekin voru til með- ferðar, hafði dómur fallið í 78.967. Hegningar eru strangar. í þeim .78.967 dómum, sem nefndir voru, voru 71.961 dæmdir til „fangavistar og nauðungar- vinnu“. Innan við tíu dauðadóm- ar hafa verið kveðnir upp síðan 1970. Sú tilfinning að verða að þola smán, veldur því, að oft fremja menn sjálfsmorð fremur en bíða dóms; mikið er einnig lagt upp úr „auðmjúkri afsökun- arbeiðni“, og afsökunarbréf leys- ir oft smærri mál. París Parísarborg telst svona miðlungs hættuleg miðað við Evrópu al- mennt, nokkru varasamari þó en Briissel og London. Eigi að síður fækkaði árásum og vopnuðum ránum verulega frá 1985 til 86, en á sama tíma fjölgaði mannránum svo, að tala þeirra nær tvöfaldað- ist. Síðari hluti greinarinnar birtist í helgarblaðinu laugardaginn 24. september. Bréfbera vantar strax. Upplýsingar á skrifstofu stöðvarstjóra. Stöðvarstjóri. Námskeið í meðferð skotvopna verður haldið fyrir þá sem hyggjast sækja um skotvopnaleyfi í fyrsta sinn hjá lögreglu- stjóraembættinu í Þingeyjarsýslum ef næg þátt- taka fæst. Umsækjendur geta skráð sig hjá lögreglunni á Húsavík, lögreglunni á Raufarhöfn og lögreglunni á Þórshöfn. Lögreglan Húsavík. Innritun hafin í alla flokka Nánar í Dagskránni Sími 22566 frá kl. 16-20 hjá Mjólkursamlagi KEA, Akureyrí og KÞ Húsavík I tilefni af Norrænu tækniári veröur opið hús hjá Mjóikursam- lagi KEA og KÞ Húsavík, sunnudaginn 18. septemberfrá ki. 1.00 eftir hádegi til kl. 5.00. Nú ergullið tækifæri til að koma og kynna sér mjólkuriðnað. Það er óskandi að sem flestir noti sér þetta tækifæri til að fræðast og kynnast íslenskum lífefnaiðnaði. ALLIR VELKOMNIR! ’ Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.