Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 17. september 1988
bomosíðon
I
' Umsjón: Stefán Sæmundsson.
Lausnir á eld-
spýtnaþrautum
Hér koma lausnir á eldspýtnaþraut-
unum á síöustu barnasíöu. Vonandi
hafið þiö haft gaman af því að glíma
viö þrautirnar og kannski hafið þið
leyst þær og þurfiö ekki á lausnum
aö halda.
Fjórir jafnstórir þríhyrningar
Fyrsta þrautin var í því fólgin aö búa
til fjóra jafnstóra þríhyrninga úr sex
eldspýtum. Fyrst er þremur eldspýt-
um raöaö í þríhyrning á boröið, síö-
an eru hinar þrjár reistar líkt og
trönur, þannig að endarnir standi í
öllum þremur hornum þríhyrnings-
ins, en hinir endarnir meö brenni-
steinunum komi saman efst og
myndi topp þeirra þriggja þríhyrn-
inga sem reistir eru á þeim sem ligg-
ur flatur. Mynd 1 sýnir þetta glögg-
lega.
Brandarar
- Hvað er pabbi þinn?
- Hann er veikur.
- Já, en hvaö gerir hann?
- Hann hóstar.
- Hvaö gerir hann þegar hann
er frískur?
- Þá hóstar hann ekki.
- Skilurðu ekki neitt? Ég vil fá
að vita hvaö pabbi þinn er þegar
hann er ekki veikur og liggur ekki
í rúminu og hóstar.
- Nú, þá er hann frískur.
Frúin haföi auglýst eftir barn-
fóstru og var að tala við einn
umsækjandann.
- Hvers vegna fóruð þér úr vist-
inni?
- Ég hafði gleymt aö þvo börn-
unum nokkur kvöld.
- Ó, mamma, elsku mamma,
taktu hana!, hrópuöu börnin ein-
um rómi.
Þaö var einu sinni íri sem var að
rölta um í stórborg. Þá sá hann
Englending sem stóö á götu-
horni meö hundinn sinn í bandi.
(rinn var dýravinur og þar sem
hann vissi ekki af hvaða hunda-
kyni hundur Englendingsins var,
vék hann sér aö honum, kynnti
sig og spurði síðan um hundinn.
Englendingnum fannst það
frekja af ókunnum manni að
spyrja um þetta og svaraði
snúöugt:
- Ég er ekki alveg viss um þaö,
en eftir því sem ég hef komist
næst er hann blendingur af apa
og (ra.
- Jæja, svaraði írinn. Hann er
þá frændi okkar beggja greyiö.
Þrír ferhyrningar
Þarna áttuö þiö aö búa til þrjá fer-
hyrninga úr níu eldspýtum. Þetta
virðist ekki auðgert. Hins vegar sýn-
ist það furöu auðvelt eftir aö maður
hefur dottiö niður á réttu aöferöina,
eða verið bent á hana. Mynd 2 sýnir
rétta lausn.
Eldspýtnakross
Fjórar eldspýtur eru lagðar í kross.
Eina spýtuna á aö færa til svo fram
komi réttur ferhyrningur. Þetta er
lúmsk þraut en sáraeinföld. Spýtun-
um er raðað þannig að endinn á
spýtunni a er felldur inn á milli lóö-
réttu spýtnanna. Spýtan b nær því
aðeins aö samskeytunum, þannig
aö sá armur er lítiö eitt lengri en
armur a. Spýtan a er svo dregin örlít-
iö til vinstri og kemur þá lítill ferhyrn-
ingur í Ijós í miðjum krossinum, eins
og mynd 3 sýnir.
Eva Sigurjónsdóttir, 41/2 árs stúlka, teiknaði þessa mynd á dagheimilinu Sunnubóli.
Skrat-skrata-rat
Karlar tveir bjuggu hvor á sínum
bæ. Annar karlinn átti sér þrjá syni.
Sá elsti hét Skrat. Annar bróðirinn
hét Skrat-skrata-rat, en sá yngsti
Skrat-skrata-rat-skrat-skúrum-skrat.
Hinn karlinn átti þrjár dætur. Sú elsta
hét Sipp, sú næstelsta Sipp-sippa-
nipp, en sú yngsta Sipp-sippa-nipp-
sipp-súrum-sipp. Karlssynirnir fóru
einn góöan veðurdag og báöu karls-
dætranna. Þeim var tekið báöum
höndum. Skrap kvæntist Sipp,
Skrat-skrata-rat
sippa-nipp, en
kvæntist Sipp-
Skrat-skrata-rat-
skrat-skúrum-skrat kvæntist Sipp-
sippa-nipp-sipp-súrum-sipp. Öll
þessi hjón lifðu vel og lengi, áttu
börn og buru, grófu rætur og murur.
Nú eigiö þið aö læra þessa sögu
og hafa hana eftir orðrétta. Allra síst
megið þiö flaska á mannanöfnunum,
en þau eru erfið og útkoman getur
orðið skemmtileg.
Þessa sjálfsmynd teiknaði Brynhildur Eggertsdóttir, 6 ára stúlka á Akureyri. Hún er reyndar að
verða 7 ára.
Talnaþrautir
1. Hvaöa tvær heilar tölur veröa
7 ef þær eru margfaldaðar
saman?
2. Hvaö er V2 x V2?
3. Hvernig á að skipta 25 í tvær
tölur þannig aö önnur verði
49 sinnum stærri en hin?
4. Ég hef þrjár mismunandi stór-
ar heilar tölur og ég hef kom-
ist aö raun um þaö, aö það er
nákvæmlega sama hvort
heldur ég margfalda saman
þessar tölur, eöa legg þær
hverja við aöra. Hvaöa tölur
eru það?
5. Hvaö verður eftir ef þú dregur
ellefu þúsund, ellefu hundruð
og ellefu frá tólf þúsund, tólf
hundruð og tólf?
6. Hver er munurinn á tugabrot-
unum 0,9 og 0,10?
Svör
’8‘0 J3 t‘0 snuioi 6‘0 ]Acj ‘8‘0 '9
'tOU JS Uf‘21. snuiui ziz ci
60 ui'zi ujes blubs ja njana 60 gmpunn
njona punsnc) njana 60 ziZ'Sl was sujbs
jb j|pi 60 pnjpunij j|oj punsncj jiqj jac| ‘ JO U 'S
9=e><SX|.
60 9=e+3+|. jAcj ‘e 60 z ‘f Jeujnipi p
(SS
= =/os = + %t) SA 60 e/^2 nja JBUjnipi e
>/l J9 QBd z
L 60 i nja jBUjnipi • j
JQAS