Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 20
Snyrtivörur i úrvali - Okkar merkí - Snyrtivörur í úrvali Eggjabændur mót- mæla verðlækkun - Eggjaverð hefur verið lækkað um 14,6% Nemendur í Síðuskóla gera tilraun til að koinast yfir götu í nágrenni skólans. Mynd: tlv Hörmungarástand umhverfis Síðuskóla - bílaumferð á skólalóðinni, engar gangbrautir og lýsing slæm Eggjabændur eru óhressir með þá aðför að atvinnugrein þeirra sem hirtist í ákvörðun Verðlagsstofnunar um lækkun eggjaverðs. Eggjaverð hefur nú lækkað um 14,6% í kjölfar þessarar ákvörðunar og hafa eggjabændur bent á að laun séu talin nema um 13% af framieiðslukostnaði eggja. Með ákvörðun Verðlagsstofn- unar hafi því launaliður bænd- anna verið numinn brott og gott betur en það. Einar Eiríksson formaður Félags eggjabænda sagði að Hlýtt í veðri um helgina Útlit er fyrir ágætt veður norðan- lands um helgina. Gert er ráð fyr- ir 10 til 15 stiga hita og þurri vest- anátt framan af helginni. Á sunnudag er útlit fyrir að vindátt snúist heldur til suðurs og fylgi nokkur úrkoma í kjölfarið. Ekki er þó útlit fyrir hvassa sunnanátt og hitastig verður svipað á laug- ardag og sunnudag. Mjög góð sala hefur verið i fiskafóðri hjá ístess hf. á Akureyri að undanförnu. Frá því í júní hefur verið unnið all- an sólarhringinn í fóðurverk- smiðjunni en þrátt fyrir það hefði fyrirtækið getað selt mun meira en það hefur framleitt að sögn Péturs Bjarnasonar markaðsstjóra. Ölvaður ökumaður ók á síma- kassa sem stóð við Hegrabraut á Sauðárkróki aðfaranótt fimmtudagsins sl. Kassinn stórskemmdist og varð síma- sambandslaust á stóru svæði um nóttina. Símamenn komu því í lag um'morguninn. Um er að ræða tjón upp á marga tugi þúsunda og að sögn síma- manna þarf að skipta alveg um kassa og nokkrar leiðslur. bændur myndu bíða eftir fundi 6 manna nefndarinnar sem haldinn verður um mánaðamótin og sjá hvort þeir fengju einhverja leið- réttingu sinna mála. Á undanförnum árum hafa egg verið seld langt undir kostnaðar- verði hér á landi og þykir eggja- bændum ekkert tillit tekið til þess að nú eftir hagræðingu og skipu- lagsbreytingar í greininni hafi þeir verið að nálgast kostnaðar- verð fyrir framleiðslu sína. Þeir segja atvinnugreinina alls ekki mega við áfalli af því tagi sem dunið hafi yfir með ákvörðun Verðlagsstofnunar um lækkun eggjaverðs. Einar sagði markaðinn kominn í gott jafnvægi eftir offramleiðslu undanfarinna ára með tilheyr- andi verðsveiflum niður á við. „Við erum auðvitað óhressir með að geta ekki selt okkar fram- leiðslu á kostnaðarverði," sagði Einar. Hann benti á að eggja- bændur væru búnir að bíða í átta mánuði eftir opinberri verðlagn- ingu og væru margir orðnir lang- þreyttir á biðinni. Fóðurverð og annar kostnaður samfara eggja- framleiðslunni hefði hækkað verulega síðustu mánuði og því væri brýnt að eitthvað yrði gert í málinu. mþþ „Við framleiðum á fullu fyrir markaðinn hér heima og í Fær- eyjum og það sem afgangs er höf- um við selt til Noregs.“ Pétur sagði að salan hefði auk- ist til muna bæði hér á landi og í Færeyjum, enda væru kaupendur mjög ánægðir með framleiðslu fyrirtækisins. „Við framleiðum fyrir stærri fiskinn, sem er orðinn Staur sem stóð við hliðina á kassanum fór upp úr jörðinni þegar bíllinn ók á hann og til marks um höggið þá var staurinn grafinn um metra niður í jörðina. Ökutækið sem ölvaði ökumaður- inn ók var jeppabifreið og að sögn lögreglunnar var ekið á símakassann af ásetningi. Ökumaður flúði af staðnum um nóttina en lögreglan náði að upplýsa málið samdægurs. -bjb Alvarlegt ástand ríkir nú í umhverfismálum við Síðuskóla á Akureyri. í næsta nágrenni skólans eru engar merktar gangbrautir, engar hraða- þyngri en 125 g en fóður fyrir minni seiði og einstaka tegundir af lyfjafóðri þurfum við að flytja inn frá Noregi og seljum þá bæði hér heima og í Færeyjum. Við erum búnir að selja tæplega 7000 tonn af fiskafóðri á árinu og þar af höf- um við framleitt sjálfir um 5300 tonn. Það hefur aftur á móti gengið frekar erfiðlega að innheimta hjá fiskeldisstöðvum hér á landi. í Færeyjum hefur það hins vegar gengið betur og ef við hefðum ekki markaðinn þar, stæðum við mjög illa.“ Fyrirtækið selur auk þess tækjabúnað fyrir fiskeidisstöðvar og sagði Pétur að velta fyrirtækis- ins það sem af er árinu, væri á bil- inu 350-400 milljónir. Aðalmarkaðstíminn í sölu fiskafóðurs, er á bilinu júní og fram í október. Átið á fiskinum er mjög háð hitastigi og um leið og hitastigið lækkar minnkar átið á fiskinum. Unnið verður allan sólarhringinn í verksmiðjunni fram í október en þá verður farið aftur á tvær vaktir og jafnvel nið- ur í eina seinna í vetur. Aðspurður um framtíðina hindranir né umferðarmerki sem gefa í skyn að skóli sé í nánd. Tæplega 500 nemendur eru í Síðuskóla. Starfsfólk skólans sem sagði Pétur að þeir væru þegar byrjaðir að huga að stækkun verksmiðjunnar. „Við komum ekki til með að geta þjónað markaðnum fyllilega nema 2-3 ár í viðbót ef fram heldur sem horfir og verðum því að bregðast við því. Auk þess er þetta orðin það mikil framleiðsla að það er orð- inn grundvöllur fyrir því að fjár- festa í frekari sjálfvirkni en reiknað var með í upphafi,“ sagði Pétur ennfremur. -KK Kjötiðnaöarstöð KEA byrjaði að selja kjöt af nýslátruðum dilkum í gær. Seldir eru skrokk- ar úr tveimur flokkum, úrvals- flokki og 1. flokki. Fram að þessu hafa sláturhús gefið út þá yfirlýsingu, að ekki verði selt kjöt af nýslátruðu á Dagur ræddi við sagði ástandið einna verst við Bugðusíðu þar sem töluverð umferð er á daginn. Frá götunni er ekið beint inn á skólalóðina þar sem börn eru oft að leik í frímínútum. Þá eru byggingaframkvæmdir í næsta nágrenni og hefur komið fyrir að steypubílar aki í gegnum barnaþvögu á skólalóðinni, sem ekki er girt af. Börn á aldrinum 10-14 ára sækja leikfimitíma í Glerárskóla þrisvar í viku og þurfa að koma sér á milli skóla á skömmum tíma. Yfir Hlíðarbraut á móts við Síðuskóla er ekki upplýst gangbraut. Til þess að komast að slíkri braut, þurfa börnin að ganga töluverðan spotta eftir Hlíðarbrautinni, en þar eru hvorki gangstéttar né ruddir ganstígar. Þá er götulýsing við skólann mjög slæm og á dimmum vetrar- dögum kemur barn á ferð seint í ljós. í vor sem leið varð umferðarslys við Síðuskóla þegar bifreið ók á tvo unga drengi. Jón Baldvin Hannesson skólastjóri sagði það slæmt að ekkert skuli að gert í þessum málum. „það er vont ef bíða þarf eftir stórslysi til þess að eitthvað verði gert.“ VG meðan verðstöðvun er í gildi. Þau sláturhús sem voru með sumarslátrun hafa hins vegar leyfi til þess að selja nýtt kjöt á því verði sem selt var á síðast í sumarslátrun. Verð á nýja kjöt- inu er um 10% hærra en á kjötinu frá síðasta ári. VG Mjög góð sala í fiska- fóðri frá ístess hf. - unnið allan sólarhringinn í verksmiðjunni Ölvaður ökumaður eyðilagði símakassa - Tjón upp á tugi þúsunda Kjötiðnaðarstöð KEA: Byijað að selja /• 1 • •• j • >C nýja kiotið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.