Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -17. september 1988 Fyrri hluti: GLÆPUR OG REFSING eiga sér stað 4,5 vopnuð rán í mannmergðinni í Mexíkóborg, sem er fjölmennasta þéttbýlis- svæði á jarðkringlunni með 18 milljónir íbúa. Á árinu 1987 var lögreglunni tilkynnt um 8.300 dauðsföll (nánast eitt á klukku- stund). í tveimur tilfellum af hverjum þremur var um morð að ræða. Hugað að fórnarlambi ofbeldismanna í Tokyo. - Víða leynast hættur á veg- ferð manna Allir kunna ógnvekjandi sögur af þeim hættum, sem kunna að bíða manna á ferðalögum erlendis - af þjófunum í Napólí, sem slíta úrin af úlnliðum ökumanna; af vasa- þjófum af sígaunaættum, sem halda sig á neðanjarðarstöðvun- um í París - og öll vitum við, hvað bíður þeirra, sem fara í gönguferð eftir 42. götu New York-borgar eftir að dimmt er orðið. En skyldu þeir, sem oft eru á ferðalögum hafa þungar áhyggjur af öryggi sínu, þegar þeir eru að heiman? Og er hægt að færa einhver rök fyrir því, að sumar stórborgir séu ferðamönn- um hættulegri en aðrar? Nýleg könnun á tíðni glæpa í tíu af helstu stórborgum heimsins staðfesti það, sem verið hefur al- menn skoðun manna: Að tíðni glæpa er meiri í New York en London; að árásarglæpir eru nær óþekktir í Tokyo, og að í mörg- um borgum er auðvelt að múta lögreglunni. En könnunin leiddi það einnig í ljós, að fyrir þá, sem eru á viðskiptaferðalögum eru það ekki alltaf „hættulegustu“ borgirnar, sem mest ástæða er til að varast. Það jákvæða við niðurstöður umræddrar könnunar, sem tíma- ritið „Business Traveller“ stóð fyrir, er, að mestur hluti þeirra glæpa, sem ógna lífi manna, er framinn í borgarhlutum, sem menn á viðskiptaferðalögum eiga lítið erindi til. Þetta á t.d. við um Los Angeles, sem er tvímæla- laust einhver mesta glæpaborg í heimi, en þar er glæpastarfsemin að mestu bundin við miðborgina og ákveðin svæði í austur- og suðurhluta borgarinnar, þar sem viðskiptaferðalangar koma sjaldn- ast. Enda er það svo, að flest fómarlömb glæpamannanna í Los Angeles eru heimamenn - og einu glæpirnir, sem ferðalangar eru líklegir til að verða varir við, er virðingarleysi fyrir umferðar- reglum. Það er á sama hátt ósennilegt, að ferðamenn verði á vegi eitur- lyfjasalanna í Queens í New York eða blandist í morðmál í Kínahverfinu í París, en þeir gætu hæglega orðið fyrir barðinu á seðlafölsuram í Hong Kong; sem annars telst „tiltöluleg^ örugg borg“, ólöglegir leigubíl- stjórar í Bangkok gætu rænt þá og það gæti verið brotist inn í bílaleigubílinn þeirra í London, þar sem innbrot í bifreiðar eru al- gengari en annars staðar í heimi. Pó svo að nauðganir eða morð séu til þess að gera fátíðir glæpir í sumum borgum, þarf það engan veginn að þýða það, að þessar borgir séu hættulausar. Lögregluyfirvöld í flestum þeim borgum, sem umrædd könnun náði til, bentu á, að iðu- lega kæmu ferðamenn sér í vand- ræði með því að láta vera að fylgja einföldustu varúðarregl- um. Pessar reglur eru meðal annars, að bera aldrei á sér nema lítið af peningum; að taka aldrei upp götukort eða vekja á annan hátt grunsemdir um að þeir séu að villast; að leita upplýsinga um það á hótelinu, hvaða svæði kunni að vera hættuleg og síðan að forðast þau; að klæðast hefð- bundnum fatnaði, en ekki tilvilj- anakenndum fatnaði, sem greini- lega bendi til þess, að um ferða- mann sé að ræða; og nota leigu- bifreiðar eftir að dimma tekur. Þrátt fyrir glæpaskýrslur, sem oft á tíðum eru hrollvekjandi, þá er mönnum á viðskiptaferðalög- um ekki ýkja mikil hætta búin í þessum heimi, vel að merkja, ef hann eða hún gerir sér grein fyrir þeim hættum, sem geta verið til staðar, og gerir viðeigandi ráð- stafanir til að forðast þær. Hegningar Þau ríki, sem ennþá beita dauða- refsingu, eru mjög fá orðin. í Thailandi eru menn þó stöku sinnum skotnir og dauðarefsing tíðkast enn í Japan, einnig í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum (þó aðeins ef í hlut eiga múslimir afbrotamenn). Það finnast fáar algildar reglur um hegningar fyrir alvarlega glæpi. Fyrir nauðgun er algengast að menn hljóti fangelsisdóma, sem geta verið allt frá tveimur árum upp í 25 ár. (Vægastir eru dómarnir í Tokyo, en þyngstir í New York.) í Thailandi eru í gangi reglulegar náðanir við ýmis tækifæri, t.d. á afmæli konungs, og þá opnast fangelsishliðin fyrir Glæpum í heild fjölgaði um 12,5 prósent á árinu 1986, en aðeins tókst að upplýsa 16.500 mál af um 170 þúsund, eða 9 prósent. Um það bil helmingur glæpa kemur aldrei á skrá og af 14.200 fullorðnum, sem hlutu dóma á síðasta ári, voru innan við 1.000 konur. En mest af glæp- unum er framið í úthverfum borgarinnar, og þeir, sem ferðast í viðskiptaerindum eða almennir ferðamenn koma þar sjaldnast við sögu. Rán verða sífellt stærri hluti glæpamálanna, voru 25 prósent allra glæpa fyrir tíu árum en eru nú komin upp í 47 prósent. En skýrslugerð lögreglunnar er ófull- komin, sjaldan birt og óábyggi- leg. Það ætti að vera þeim, sem ferðast í viðskiptaerindum, nokkur hughreysting, að þróunin virðist vera sú, að ofbeldisglæp- um fækkar. En efnahagskreppan, sem er sú versta í 50 ár, gerir sífellt fleiri og fleiri af atvinnu- leysingjum að þjófum. Aftur á móti hefur aðsókn að drykkju- krám og næturklúbbum minnkað og þar með hættan af ofbeldis- árásum drykkjurúta. Skýrslur um nauðganir og mútuþægni eru nánast ekki til, og nauðganir eru sjaldnast kærðar. Sú mútuþægni, sem er mest áber- andi, varðar umferðarlögregl- Lögreglusveitir eru fjölmennar í New fjölgandi þar í borg. öllum nema alsvæsnustu glæpa- mönnum. Á árinu 1987 voru að- eins 146 fangar í Japan dæmdir til meira en tíu ára fangelsisvistar, enda þótt 89 prósent kærumála hafi leitt til dómsniðurstöðu. Sektir fyrir of hraðan akstur fara sjaldnast yfir 25 þúsund krónur á Vesturlöndum (Frakk- land 32.000). í Thailandi eru þær miklu lægri eða innan við 1.000 krónur. Fyrir ölvunarakstur geta menn hlotið sex mánaða fangelsi í Los Angeles, eða eitt ár í Mex- íkóborg, ef þeir hafa ekki efni á að ráða sér lögfræðing. Mexíkóborg Á hverri klukkustund er tveimur bifreiðum stolið og á sama tíma York, en þrátt fyrir það fer glæpum una, en hver sá, sem fer af stað til að fá leyfi stjórnvalda til ein- hverrar starfsemi, lendir strax inni í frumskógi stjórnardeilda, verkalýðsfélaga og alls konar yfirvalda, þar sem helsta leiðin til að finna einhverjar útgöngudyr eru mútur. Mörg, ef ekki flest árásarmál, eru leidd til lykta með mútum, og sama gildir með um- ferðaróhöpp. Eigi að síður fer málum vegna þjófnaða á bílum og bílahlutum stórfjölgandi. Mannrán eru ekki algeng.. en hins vegar á það sér stað, að lög- reglumenn beiti samkynhneigða fjárkúgun eða pör í kyrrstæðum bifreiðum. Lögreglunni er leyfi- legt að skjóta menn til dauðs, og því er beitt. Hegning fyrir meiriháttar afbrot er ekki öfgafull, og ber ekki vott hefnigirni, en smærri afbrotamenn nota oft mútur til að losna úr varðhaldi. Þeir, sem ákærðir eru, teljast sekir þar til sakleysi þeirra sannast. Spillingin nagar hjól réttvísinnar, sem þar að auki snúast afar hægt. New York Manhattan er stærst þeirra fimm borgarhluta, sem mynda New York, þar er miðstöð viðskipta og þar eru flestir glæpir framdir. Samkvæmt skýrslum er glæpa- tíðnin mest á föstudögum frá því klukkan fjögur síðdegis til mið- nættis. 1987 voru þjófnaðir al- gengastir glæpa. Það er í mið- borginni á Manhattan - milli 34. og 59. götu - sem flestir glæp- anna eiga sér stað. Fólk, sem leggur leið sína um Grand Centr- al Terminal, Penn Station eða Port Authority Bus Terminal, er í langmestri hættu. Á Times-torgi og 42. götu eru lögreglumenn fleiri en annars staðar gerist, en eigi að síður er þar mikið um rán. Á öðrum stöðum, svo sem í Jamaica-hverf- inu í Queens, berjast eiturlyfja- salar um markaðinn, og inn á þau svæði ætti enginn að fara að nauðsynjalausu. Ef frá eru taldár ferðir í leikhúsin á Broadway, ættu ferðamenn að forðast Tim- es-torg og umhverfi þess, þrátt fyrir svonefnda hreinsunarher- ferð, sem nú á að eiga sér stað þar. í New York-ríki hefur eftirlit með ölvunarakstri verið hert mjög mikið. Vegatálmanir eru settar upp og ástand ökumanna kannað og einnig, þegar eitthvað virðist athugavert við aksturinn. Refsing er 10 þúsund króna sekt eða fangelsi. Lögreglumenn eru um allt í New York. Á 42. götu ganga þeir fleiri saman vegna eigin öryggis. Almennt eru þeir áreiðanlegir, enda þótt ýmis vel þekkt hneyksl- ismál hafi komið upp, þar sem spilling hefur verið afhjúpuð eða sakborningar verið barðir til ólíf- is. Hörundsdökkur ferðamaður, sem tekinn væri í misgripum fyrir einstakling af minnihlutakyn- flokki heimamanna - svartan eða suður-amerískan - gæti hlotið óblíða meðferð, því að meirihluti glæpalýðsins er svertingjar og Suður-Ameríkumenn. Þegar á heildina er litið, fer glæpaverkum fremur fjölgandi í New York (þrjú til fjögur prósent aukning milli áranna 1986 og 87). Borgin er efst á lista (samkvæmt áðurnefndri könnun) að því er varðar vasaþjófnaði og rán á göt- um úti, en á öðrum sviðum er hún alls ekki eins hættuleg og Mexíkóborg eða Los Angeles. Briissel í Belgíu er þrenns konar lög- regla: Héraðalögregla, dóms- málalögregla og herlögregla. Hver þessara lögregludeilda starfar meira og minna sjálfstætt. Héraðalögreglan er venjuleg lög- regla, svipuð því sem annars staöar gerist. Dómsmálalögregl- an fæst sérstaklega við rannsókn- ir giæpamála, undir yfirstjóm ýmissa opinberra ákærenda. Herlögreglan er alríkislögregla skipulögð á sama hátt og um her væri að ræða. Þegar kemur að skýrslugerð um glæpamál, er alltaf hætta á, að einhver verði talin oftar en einu sinni, þegar um þau hefur verið fjallað af mörgum aðilum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.