Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 17.09.1988, Blaðsíða 5
17. september 1988 - DAGUR - 5 Hæl poppsíðan I Umsjón: Valur Sæmundsson. Þá hefur poppsíðan göngu sína að nýju. Það er nefni- lega það. Það er annars lítið um það að segja, poppsíða er bara poppsíða og búið. Ég hef hugsað mér að hafa aðallega uppi lofgerðir um eftirlætistónlistarmennina mína. Einkaflipp. Nei annars, andið léttar ég var bara að spauga. Stefnan verður að skrifa eitthvað áhugavert um stjörnurnar í sviðsljósinu hverju sinni, kryddað með umfjöllun um gamlar og gleymdar stjörnur, fréttapunktum úr poppheiminum og ef ég skyldi einhvern tímann eign- ast aura fyrir plötum, þá væri það mér bæði Ijúft og skylt að upplýsa það hér á þess- um vettvangi hvert álit mitt á viðkomandi skífu er. Sumsé, allt kemur til greina, engu verður úthýst, ekki einu sinni hevímetali (heyrirðu þetta Orril). En ég lofa engu. Fyrirþá sem ekki nenntu að lesa bannsett röflið hér að ofan, skalþað upplýst að ég hef tekið að mér umsjón poppsíðunnar og hyggst fjalla um flest. Svona, þetta skilst betur. Bið að heilsa öllum, sérílagi Snorra Gylfa. Kveðja, Valur. Hljómplata frá SMITHS Um daginn kom út ný plata frá Smiths. Ha? Voru þeir ekki hættir? Jú, en þetta er hljóm- leikaplata, hljóðrituð 1986 og gefin út núna, til hughreystingar fyrir þá Smiths-aðdáendur sem hafa verið í sjálfsmorðshug- leiðingum síðan hljomsveitin hætti störfum. Burtséð frá þessu öllu þá keypti ég mér umrædda plötu fyrir vikutíma eða svo og langar að segja ykk- ur í örstuttu máli (eins og mér einum er lagið) plit mitt á henni. Alit: Ómissandi. RÖk: Smiths voru tvímælalaust ein allra merkasta hljómsveit þessa áratugar. Skemmtileg blanda af háðskum og þunglyndislegum textum Morrissey ásamt sérstæðum söngstíl hans, og tónsmíðum Johnny Marr sem voru í senn grípandi og fjölbreyttar. Ekki má svo gleyma Mike Joyce trymbli og Andy Rourke bassaleikara. Þéttur grunnur er einmitt aðall margra bestu laga hljómsveitar- innar. Það hlýtur því að vera Ijóst að hljómleikaplata frá hljómsveit- inni er geysilega kærkomin. Þetta er hún. Hún heitir Rank. Hún er góð. Þessir hljómleikar voru teknir upp þegar Smiths voru í hvað bestu formi, snilld- arverkið The Queen is dead nýkomið út og einnig smá- skífurnar Panic og Ask. Enda er - ómissandi gripur uppistaða plötunnar lög af Queen is dead. Einnig er tölu- vert af Meat is Murder. Panic og Ask eru þarna líka, svo og ýmis eldri lög og bakhliðarlög af smáskífum. 14 lög í allt í sér- deilis ferskum flutningi. Með sveitinni á hljómleikunum leikur Craig Gannon gítarleik- ari, sem var eitt sinn í Easter- house. Gannon þessi var í Smiths um skeið (einmitt þarna, 1986) og ekki skemmir hann fyrir á hljómleikunum, hann veit- ir lögunum nauðsynlega fyll- ingu. Þessi plata fær semsagt mín bestu meðmæli og ég skora á Smiths-aðdáendur að festa kaup á gripnum hið allrafyrsta. Ég veit að Kristján Ingimars keypti eintak og allir aðrir ættu að gera slíkt hið sama. Robert Fisher og Simon Climie (sá sem átti rolluna Henriettu). Simon CLIMIE + Robert FISHER Þessir menn voru að senda frá sér hljómleikaplötu. Hljómsveitin er að vísu hætt en sterkur orðrómur er um að sveitin lifni við á næstunni... Fyrst þegar ég heyrði lagið Love changes everything með Climie Fisher einhvern tímann í sumar sem er að líða, datt mér í hug að þessi stúlka hefði undarlega rödd. Dulítið djúpa, ef þið skiljið hvað ég meina. Löngu síðar var ég fræddur á því að Climie Fisher er ekki nafn á stúlku heldur dúett. Dúett sem inniheldur þá fóstbræður Simon Climie og Robert Fisher. Við skulum forvitnast ögn um hagi þessara pilta. - Símon, hvenærertu fæddur? „Ég er fæddur þann 7. apríl 1960 í vesturhluta Lundúna- borgar." (Stutt og laggott svar). - Róbert, hvenær ertu fæddur? „Ég er fæddur þann 5. nóvember 1959 í Cheltenham í Glókesterskíri." (Líka stutt og laggott). Afram hélt samtalið og var komið víða við. Símon kvaðst „Ég hefmjög heílbrigt egó“ - David Byrne í stuttu spjalli Nýlega gáfu Talking Heads út nýja plötu, Naked. Það er alltaf fréttnæmt þegar sú virta hljóm- sveit hleypir ungum sínum úr hreiðrinu. Þessi nýi ungi er athyglisverður fyrir margra hluta sakir, einna helst fyrir það hversu hraustur hann er. Að mínu mati sterkbyggðasta afkvæmi sveitarinnar í mörg ár. Hann hefur áreiðanlega mikið flugþol unginn sá arna og á eflaust eftir að vera lengi á flugi. í tilefni þessara tímamóta ætla ég að grípa niður í viðtal við forsprakka Talking Heads, David Byrne sem birtist fyrir skömmu. - Davíð, hver er sagan á bak við hið mjög svo dularfulla lag, Blind? „Það hef ég ekki hugmynd um.“ - Láttu ekki svona Dabbi. „Jæja þá. Sko, þetta er eins konar svipmynd úr einhverju „þriðja ríkis“ landi. Borgara- styrjöld ríkir. Einhver saklaus er barinn eða skotinn. Síðan er það kona sem er úti í glugga á heimili sínu, viti sínu fjær og for- mælir stjórnvöldum fyrir að loka augunum fyrir því sem er að gerast. Það er samt dálítil kímni í þessu. Það er mikilvægt að mínu mati að alvaran kaffæri ekki lögin, það verður að vera einhver léttleiki til mótvægis... Þegar ég öðlaðist meiri trú á eiginleikum raddar minnar, hóf ég tilraunastarfsemi og upp- götvaði að ég get sungið öðru- vísi, þarf ekki alltaf að hljóma eins og ég sjálfur. Ég get leyft mérýmislegt. ímyndaðu þért.d. Tom Waits syngja eins og Jam- es Brown... Jú, ég hef mjög heilbrigt egó. Það þarf margt að gerast til að sjálfstraustið bili.“ - Davíð er það satt að þú sért kominn á fast? „He, he, jú það er rétt. Þetta byrjaði í París. Við ákváðum að prófa og búum núna saman. Barneignir? Ég er nú ekki kom- inn svo langt í skipulagningunni ennþá. Aðrir í hljómsveitinni eiga allir krakka og mér finnst mjög gaman að leika við þá. Hingað til hefur mér þó fundist það lítt aðlaðandi að eignast börn sjálfur. Maður missir svo mikið frelsi, þú skilur... Ég held að húmorinn hjá mér sé alltaf eins. Kímnigáfan hefur ekkert breyst. Það virðist vera að ég geti hlegið að sömu hlutunum til æviloka. Auðvelt að gera mér til geðs...“ Sagði David Byrne. aðspurður engin gæludýr eiga en hins vegar þegar hann var lítill, átti fjölskylda hans rollu eina sem hét Henríetta. Sú hélt að hún væri hundur og elti aðrar kindur og beit þær eins og hundar gera. Hér greip Róbert inn í og kvaðst eiga kött, svartan og hvítan sem héti Jasmína. Nú var ég hérumbil búinn að rífa allt hárið af höfði mér, skeggið lét ég vera enda finnst mér mikil prýði að því. Ómögulegt virtist að fá nokkuð af viti úr þessum gaukum. Einhvern veginn tókst mér að fá það uppgefið að þeir hefðu verið töluvert að bauka í tónlist áður en þeir tóku saman, eh ég meina hófu samstarf. Símon var í því að semja lög fyrir aðra og vinna með öðrum o.þ.u.l. Hans þekktasta á þeim vettvangi er án efa lagið I knew you were waiting for me, sem þau Aretha Franklin og George Michael sungu saman. Róbert hefur unnið með Communards, Billy Ocean, Tears for Fears og Madonnu svo einhverjir séu nefndir, auk þess sem hann var í hljómsveit- inni Naked eyes sem gaf út nokkrar plötur. Síðan æxlaðist það einhvern veginn þannig að piltarnir hittust og hófu samstarf. Borubrattir gáfu þeir út smáskífu sem hét This is me. Þeim til mikillar undrunar náði hún minni vinsældum en engum. Þeir gáf- ust þó ekki upp og sendu frá sér lagið Love changes everything. Það komst í 67. sæti á lista. Þetta var heldur döpur byrjun. En í desember síðastliönum slógu þeir í gegn með lagi sem þeir höfðu litla trú á. Þetta er/var hip-hop lag en þeir breyttu því í fallega ballöðu áður en þeir gáfu það út. Þetta var lagið Rise to the occasion, og það komst inn á topp tíu og hlaut mikla og lofsamlega umfjöllun. Frægðin oa athyglin voru í höfn. I mars sl. endurútgáfu þeir lagið Love changes everything og það var ekki að sökum að spyrja, lagið varð feikivinsælt og er enn. Það komst hæst í annað sæti á lista. Síðan hefur þeim gengið flest í haginn og leiðin virðist liggja upp á við. Símon og Róbert láta vel af samstarfinu og óska þess bara að þeir hefðu hist miklu fyrr. En þetta var semsé örlítill útdráttur úr sögu stúlkunnar með djúpu röddina, Climie Fisher. Mo/ar off my/sna Ýmsir þekktir aðilar eru að gefa út plötur þessa dagana. Gildran er á leiðinni með plötu, U2 líka, sú verður tvöföld. Útkomudagur er áætl- aður 10. okt. Big Country eru tilbúnir með fjórðu plötu sína. Lagið King of emotion er þegar komið út og gerir það gott. Speed-metal sveitin Metall- ica mun senda frá sér plötu á næstunni, svo og þeir piltar í Bon Jovi. Bruce Springsteen mun gefa út fjögurra laga plötu til styrktar Amnesty International á næstunni og þá er Phil Coll- ins að leggja lokahönd á skífu. Level 42 eru líka um það bil að senda frá sér plötu. Christ- opher Cross er nýbúinn að því. Rúsínan í pylsuendanum: Heyrst hefur að Morrissey og Marr ætli að endurreisa Smiths. Morrissey gaf út plötu einn síns liðs fyrr á þessu ári í samvinnu við Stephen Street. Upp úr því samstarfi hefur nú slitnað og eru þreifingar í gangi milli Morrissey og Marr. Mike Joyce og Andy Rourke munu hins vegar ekki vera inni í myndinni. Meira síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.