Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKMR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Sigluprður:
Enn órói vegna
kennarakjara
Bæjarstjórn Siglufjarðar
ákvað fyrir nokkru að greiða
kennurum og leiðbeinendum,
sem lokið hafa réttindanámi og
ráðast til Grunnskóla Siglu-
fjarðar til a.m.k. tveggja ára,
uppbót á laun. Var þetta gert
vegna tilmæla skólanefndar
um jöfnuð á hlunnindagreiðsl-
um til „heimakennara“ og
„aðkomukennara“ og til þess
að laða réttindakennara til
starfa.
Upphæðin sem um ræðir nem-
ur alls 60.000 krónum sem greið-
ist út í tvennu lagi, þ.e. 30.000
krónur í upphafi fyrsta og annars
starfsárs, en aðeins til réttinda-
kennara. Skólanefnd Siglufjarðar
er ekki alls kostar ánægð með
þessa afgreiðslu og segir hana
ekki nálgast samþykkt hennar,
þar sem lagt var til að öllum
kennurum yrði greidd uppbót í
hlutfalli við kennslu, jafnframt
sem húsnæðis- og flutningsstyrk-
ur yrði felldur niður til aðkomu-
kennara.
Einar M. Albertsson formaður
skólanefndar, sagði í samtali við
blaðið að þeir hafi óskað eftir
því, að leiðbeinendur sem kennt
hafa á staðnum í nokkur ár
og eru heimamenn, sætu við
sama borð og réttindakennarar.
„Við eru alls ekki ósáttir við að
gerður sé munur á leiðbeinend-
um og kennurum, heldur erum
við hræddir við að missa þessa
leiðbeinendur ef um mismunun í
launum er að ræða. Sú viðleitni
sem verið hefur til þess að fá rétt-
indafólk til þess að koma hingað
virðist ekki hafa borið árangur,
því munurinn er í raun of lít-
ill til þess að þetta verði eftir-
sóknarvert.
Skólanefnd hefur óskað eftir
því við bæjarstjórn að hún endur-
skoði samþykkt sína með
„heimaleiðbeinendur“ í huga.
VG
Vinarhót.
Mynd: TLV
Atvinnuleysi í fiskvinnslunni í Ólafsfirði:
Atvmnumálanefiid lýsir ábyrgðinni
á hendur ráðamönnum þjóðarinnar
- fyrir skort á markvissum aðgerðum til lausnar vanda sjávarplássanna
ÖIIu starfsfólki á báðum frysti-
húsunum í Ólafsfírði hefur ver-
ið sagt upp störfum. Uppsagnir
starfsfólks hjá Hraðfrystihúsi
Magnúsar Gamalíelssonar
taka gildi eftir helgi, en hjá
Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar
þann 14. október. í áíyktun
atvinnumálanefndar Ólafs-
fjarðar sem samþykkt
var
Síðasta hrinan í stjórnarmyndunarviðræðum á enda:
Tekur ný ríkisstjóm
við um helgina?
- kjaramálin helsti þröskuldurinn
í viðræðum við Alþýðubandalagið í gær
tækið af öðru þurfi að hætta
rekstri má varpa þeirri spurningu
fram hvert þurfi að vera fyrsta
verk nýrrar ríkisstjórnar, hugsan-
lega vinstri stjórnar sem taki við í
dag. „Fyrsta verkið þarf að vera
skuldbreytingar og stofnun Við-
reisnarsjóðs til hjálpar verst
stöddu fyrirtækjunum," sagði
Guðmundur Bjarnason, heil-
Frysting launa fram í apríl á
næsta ári var í gær helsti þrösk-
uldurinn • aðild Alþýðubanda-
lagsins að þeirri ríkisstjórn sem
nú er verið að gera tilraun til
að mynda undir forystu Stein-
gríms Hermannssonar. Langir
fundir með alþýðubandalags-
mönnum í gær þóttu benda til
að saman væri að ganga. Stein-
grímur Hermannsson hefur
lýst því að umboði sínu til
myndunar meirihlutastjórnar
skili hann í dag takist stjórnar-
myndun ekki. Ný ríkisstjórn
gæti því litið dagsins Ijós í dag.
Tíðir fundir einkenndu stjórn-
arumleitanirnar í gær. Steingrím-
ur og Jón Baldvin ásamt Ólafi
Ragnari Grímssyni áttu fundi
með Stefáni Valgeirssyni og einn-
ig var rætt við borgaraflokks-
menn og kvennalistakonur um
aðild að ríkisstjórn. Eftir fundinn
með kvennalistakonum varð ljóst
að þær myndu ekki korna inn í
stjórnina.
í ljósi þeirra frétta síðustu
daga að hvert fiskvinnslufyrir-
Steingrímur Hermannsson.
brigðisráðherra og þingmaður
Framsóknarflokksins í gær. „Mér
þætti ekki óeðlilegt að ríkisvaldið
frestaði aðgerðum gagnvart þess-
um fyrirtækjum þannig að það
skapaðist a.m.k. einhverra daga
frestur til frekari aðgerða sem
nauðsynlegt er að hrinda í fram-
kvæmd." JÓH
fyrrakvöld lýsir nefndin ábyrgð
á hendur ráðamönnum þjóðar-
innar fyrir skort á markvissum
aðgerðum til lausnar þeim
mikla vanda sem við blasir í
sjávarplássum víða um land.
Atvinnumálanefnd Ólafsfjarð-
ar hefur þungar áhyggjur af
atvinnuástandinu varðandi fisk-
verkun á staðnum og í ályktun
nefndarinnar segir að fyrirtæki í
sjávarútvegi og þá aðallega frysti-
húsin séu mörg hver komin í þrot
eftir gífurlegan taprekstur síð-
ustu mánuði. Nefndin lýsir
ábyrgðinni á því hvernig komið
er á hendur ráðamönnum þjóðar-
innar.
Auk þess sem öllu starfsfólki
beggja frystihúsanna hefur verið
sagt upp störfum, hafa skipverjar
á Sólbergi einnig uppsagnarbréf
upp á vasann á meðan skipið er í
slipp.
„Útlitið er mjög dökkt," sagði
Ágúst Sigurlaugsson formaður
Einingar í Ólafsfirði. „Fólk er
hrætt, ástandið hefur aldrei verið
jafn ótryggt og nú,“ sagði hann.
Undanfarin ár hefur tímabundið
atvinnuleysi hrjáð Ólafsfirðinga
að haustinu, en Ágúst sagði að
nú væri allt útlit fyrir að atvinnu-
leysið myndi vara lengur en áður
hefur þekkst.
Þorsteinn Ásgeirsson fram-
kvæmdastjóri H.Ó. sagði á
bæjarstjórnarfundi í síðustu viku
að hann myndi ekki aðra eins erf-
iðleika í sjávarútvegi og nú og að
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hefði
ekki farið varhluta af þeim.
Vandinn er margþættur, verðfall
afurða, sölutregða og við það
bætist hráefnisskortur. Á fundin-
um sagði Gunnar Þór Magnússon
að ef til vill væri búið að halda
rekstri H.Ó. áfram lengur en
skynsamlegt væri. Ágúst Sigur-
laugsson sagði að fyrirtækið hefði
verið stofnað með það fyrir aug-
um að það útvegaði vinnu á
staðnum og því haldið gangandi
vegna þess.
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar á í
miklum vanskilum við Ólafs-
fjarðarbæ. Bjarni Kr. Grímsson
bæjarstjóri sagðist ekki vilja upp-
lýsa um hversu mikil þau væri, en
;agði þau veruleg. mþþ
Afglapar á Dalvík:
100 laxar íir Hrísatjöm
Þeir voru um 100 laxarnir sem
veiddir voru úr Hrísatjörn við
Dalvík í sumar, en féiags-
skapurinn Afglapar seldi í
sumar veiðileyfí í tjörnina.
Reynslan þykir ágæt og fyrir-
hugað að halda henni áfram
næsta sumar.
Símon Ellertsson einn Afglapa
sagði að nú væri verið að hreinsa
tjörnina fyrir veturinn, en um 100
laxar voru eftir í henni þegar hætt
var að selja veiðileyfi. Þegar hafa
veiðst um 60 laxar af þeim sem
enn syntu í Hrísatjörn að afloknu
veiðitímabili og næstu daga verð-
ur reynt við þá 40 sem eftir eru.
Afglapar keyptu lax frá Ölni
á Dalvík og Óslaxi í Ólafsfirði og
slepptu í Hrísatjörnina. „Við fór-
um of seint af stað með þetta
verkefni," sagði Símon, en að ári
á að byrja fyrr og sjá hvernig til
tekst. Ekki kvað hann hagnað
hafa verið mikinn af tiltækinu, en
þeir væru fullir bjartsýni og
myndu því halda áfram.
í sumar var byggð upp aðstaða
fyrir fatlaða við tjörnina og var
Sjálfsbjörgu félagi fatlaðra boðið
að veiða endurgjaldslaust í tjörn-
inni, en þeir gátu ekki nýtt sér
það. Enn er því ekki komin
reynsla á aðstöðuna, en fyrirhug-
að er að bæta um betur og smíða
fleiri palla sem nýst geta fötluð-
um.