Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 19

Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 19
f íþróttir li Ólympíuleikarnir í Suður-Kóreu: íslendingar lögðu Alsírbúa með 6 mörkum - eru efstir í riðlinum með betri markatölu en Sovétmenn íslendingar sigruðu Alsírbúa í sínum öðrum leik á Ólympíu- leikunum í Suður-Kóreu í gær. Lokatölur urðu 22:16 eftir að Islendingar höfðu haft þriggja marka forystu í leikhléi, 11:8. íslendingar sitja því enn í efsta sæti riðilsins en hafa ber í huga að þessir leikir sem eru að baki geta vart talist annað en upp- hitun fyrir það sem framundan er - alvaran er eftir. íslendingar fóru jafnvel verr af stað í gær heldur en í fyrsta leikn- um gegn Bandaríkjamönnum. Atli Hilmarsson skoraði fyrsta mark leiksins en síðan gerðu Als- írbúar sér lítið fyrir og skoruðu fimm mörk í röð. Vörn íslenska liðsins var götótt og sóknar- leikurinn ráðleysislegur og óneit- anlega rifjaðist upp martröðin gegn Suður-Kóreumönnum í síð- ustu heimsmeistarakeppni. Krist- ján minnkaði muninn úr vítakasti en Alsírbúar svöruðu strax aftur. Þá var komið að þætti Sigurðar Gunnarssonar. Með þremur þrumuskotum minnkaði hann muninn f tvö mörk, Alsírbúar skoruðu áttunda markið og síðan jafnaði Kristján Arason leikinn með tveimur mörkum og íslend- ingar fóru að anda léttar. Enn komust Alsírbúar yfir en stór- góður lokakafli íslendinga tryggði þeim þriggja marka for- ystu í hléi. Fljótlega í síðari hálfleik misstu íslendingar tvo menn út af í einu og Alsírbúar gengu á lagið og jöfnuðu. íslendingar gerðu síðan út um leikinn með góðum kafla, skoruðu fimm mörk í röð og eftir það var spurningin aðeins hversu stór sigurinn yrði. Á loka- mínútunum fengu þeir Alfreð Gíslason og Geir Sveinsson báðir rautt spjald vegna þriggja brott- vísana en það mun ekki hafa áhrif á aðra leiki þannig að þeir mæta galvaskir í slaginn við Svía. Eftir að íslendingar náðu sér á strik léku þeir oft stórgóðan handbolta en óneitanlega hlýtur að vera áhyggjuefni hversu lengi liðið hefur verið í gang í fyrstu leikjunum. Hægt var að afsaka það gegn Bandaríkjamönnum þar sem lið þeirra var alveg óþekkt fyrir leikinn en íslenska liðið vissi nákvæmlega við hverju var að búast frá Alsírbúum og hafði undirbúið sig í samræmi við það. Líklegasta skýringin er sú að um vanmat hafi verið að ræða og þá ætti þetta vandamál að vera úr sögunni því fæstir vanmetalið- in sem íslendingar eiga eftir að spila við. Eitt er a.m.k. víst og það er að illa fer ef íslenska liðið byrjar á þennan hátt í þeim leikj- um. Kristján Arason átti stórgóðan leik með íslenska liðinu í gær, gífurlega traustur í vörninni og yfirvegaður í sókninni. Kristján var enn markahæstur í liðinu með átta mörk. Sigurður Gunn- arsson átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk og þeir Atli Hilmarsson, Þorgils Óttar Mathiesen og Bjarki Sigurðsson skoruðu þrjú mörk hver. JHB Þorgils Óttar og félagar hafa farið vel af stað á Ólympíuleikunum. TcVinVVf • Héðinn til Svíþjóðar? Hugsanlegt er að Akureyring- urinn Héðinn Björnsson fari til Svíþjóðar í vetur og æfi þar og leiki íshokkí með sænsku liði. Héðinn var búinn að fá pláss hjá Iiði þar í landi í fyrra en viku fyrir brottför meiddist hann illa og varð að hætta við. íþróttafulltrúi í Vásterás er nú að athuga málið að nýju og er búist við svari einhvern næstu daga. Héðinn sagði í samtali við blaðið að þetta væri gamall draumur hjá sér. Sagði hann að verið væri að tala um einn og hálfan til tvo mánuði sem hann fengi að dvelja hjá sænsku liði og æfa og spila með því. Sagðist hann vonast til að sú reynsla myndi í framhaldinu nýtast Skautafélagi Akureyrar á ein- hvern hátt því hann myndi á þessum tíma reyna að kynna sér sem flest, m.a. þjálfun. Forsaga málsins er sú að fyrir fjórum árum barst boð til skauta- félagsins frá Finnlandi um að senda þangað mann. Héðinn var við nám á þeim tíma og gat ekki þegið boðið af þeim sökum en sagðist nú vonast til að geta látið drauminn rætast. JHB Handknattleikur: Áheit á landsliðið Dalvíkingar riðu á vaðið Landinn getur nú sýnt stuðn- ing sinn við handknattleiks- landsliðið, sem er á fullu á Ólympíuleikunum, með því að leggja inn áheit á gíró 754005. Það voru sex Dalvíkingar sem riðu á vaðið í fyrra með því að heita vissri fjárhæð fyrir sæti á Ólympíuleikunum. Upphæðin hækkar sífellt eftir því sem lands- liðið kemst ofar á leikunum og að sjálfsögðu er upphæðin mest ef íslendingar komast í úrslitaleik- inn sjálfan. AP 23. september 1988 - DAGUR - 19 Sigurður Gunnarsson átti góðan leik gegn Alsír og skoraði mikilvæg mörk. Afmælismót enska knatt- spyrnusambandsins: Arsenal og Man. Utd. í úrslitaleikinn - Watford sigraði Bradford 2:0 og er í efsta sæti 2. deildar Það verða Arsenal og Manch- ester Utd. sem leika til úrslita á 100 ára afmælismóti Enska knattspyrnusambandsins þann 9. október. Arsenal sigraði Liverpool á þriðjudaginn með tveimur mörk- um gegn einu. Liverpool saknaði nokkurra leikmanna sem eru meiddir auk þess sem markvörð- ur þeirra Bruce Grobbelaar er veikur. Framkvæmdastjórinn, Kenny Dalglish dró því farm skóna, en allt kom fyrir ekki. Arsenal á einnig í vandræðum, Paul Davis hinn sterki miðvallar- leikmaður liðsins á nú yfir höfði sér langt keppnisbann fyrir að kjálkabrjóta Glen Cockerill leikmann Southampton í leik lið- anna sl. laugardag þegar dómar- inn sá ekki til, en sjónvarps- myndavélarnar tala sínu máli. Á miðvikudaginn sigraði síðan Man. Utd. lið Newcastle í fram- lengdum leik 2:0 og skoruðu þeir Steve Bruce og Brian McClair mörk liðsins í framlengingunni. 2. deild Heil umferð fór fram í 2. deild í vikunni. Watford sigraði Brad- ford heima 2:0 og er nú efst í 2. deild með 15 stig. Rick Holdon skoraði bæði mörk Watford. Chelsea tapaði enn einum leikn- um, nú heima gegn Man.City. Payton skoraði fyrir Chelsea á 7. mín., en tvö mörk frá Ian Bright- well og eitt frá Paul Moulden tryggðu City sigur. Ipswich og Blackburn eru í öðru til þriðja sæti með 13 stig, Simon Milton skoraði þrjú mörk í stórsigri Ipswich 5:1 á útivelli gegn Shrewsbury. Blackburn vann einnig góðan útisigur, 3:1 gegn Hull City. Perry Digweed markvörður Brighton fór meiddur út af í fyrri hálfleik gegn W.B.A. sem sigraði með marki Don Goodman. Leeds Utd. vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu, Bobby Davison og Vince Hilaire skor- uðu mörk liðsins gegn Barnsley. Mike Newell tryggði Leicester sigur gegn Plymouth með eina marki þess leiks. Þ.L.A. Enska knattspyrnan: ÚrsÚt 100 ára afmælismót ensku deildanna - undanúrslit. Arsenal-Liverpool 2:1 Manchester Utd.-Newcastle 2:0 2. deild Chelsea-Manchester City 1:3 Hull City-Blackburn 1:3 Oldham-Oxford 3:0 Shrewbury-Ipswich 1:5 Stoke City-Portsmouth 2:2 Sunderland-Crystal Palace 1:1 Swindon-Bournemouth 3:1 Walsall-Birmingham 5:0 Watford-Bradford 2:0 Brighton-W.B.A. 0:1 Leeds Utd.-Barnsley 2:0 Leicester-Plymouth 1:0 Staðan Watford 6 5-0-1 11: 3 15 Ipswich Town 5 4-1-0 12: 4 13 Blackburn 5 4-1-0 9: 313 Portsmouth 6 3-2-1 13: 7 11 Bradford 6 3-2-1 6: 311 Oldham 6 3-1-2 13: 7 10 W.B.A. 6 2-3-1 6: 4 9 Oxford 6 2-3-1 7: 8 9 Bournemouth 5 2-2-1 5: 3 8 Manchester City 62-2-2 9:10 8 Leicester 6 2-2-2 6: 8 8 Walsall 5 14-0 9: 4 7 Plymouth 5 2-1-2 8: 6 7 Barnsley 614-1 4: 5 7 Huil City 6 2-1-3 5: 7 7 Swindon 5 1-3-1 6: 6 6 Leeds Utd. 5 1-3-1 4: 6 6 Crystal Palace 5 0-4-1 3: 5 4 Sunderland 5 0-3-2 4: 7 3 Chelsea 6 0-3-3 5: 9 3 Stoke City 6 0-3-3 3: 9 3 Birmingham 51-04 5:15 3 Shrewsbury 5 0-2-3 4:10 2 Brighton 5 0-0-5 5:11 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.