Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 3
23. september 1988 - DAGUR - 3 Viðreisnarsjóður útflutn- ingsgreina stofiiaður? - sameiginlegar tillögur Framsóknar- og Alþýðuflokks gera ráð fyrir 2000 milljónum í slíkan sjóð á næstu tveimur árum Sem kunnugt er eiga mörg út- flutningsfyrirtæki í verulegum rekstrarerfiðleikum og eru því í verulegri þörf fyrir áhrifarík- ar efnahagsaðgerðir stjórn- valda. í sameiginlegri yfírlýs- ingu Framsóknarflokks og Alþýðuflokks er að fínna ákvæði um stofnun Viðreisnar- sjóðs útflutningsgreina, sjóð sem fái tvö þúsund milljónir til ráðstöfunar á næstu tveimur árum. í yfirlýsingu flokkanna segir orðrétt um sjóðinn: „Komið verði á fót sérstökum Viðreisnar- sjóði í því skyni að leysa úr fjár- hagsvanda fyrirtækja í útflutn- ingsgreinum með lánum og skuldbreytingum. Sjóðurinn fái tvö þúsund milljónir króna til ráðstöfunar á næstu tveimur árum. Framlag ríkissjóðs til Atvinnuleysistryggingasjóðs að fjárhæð 300 milljónir króna renni til Viðreisnarsjóðsins næstu tvö árin. Einnig fái hann 200 milljóna króna árlegt framlag úr ríkissjóði, sem aflað verði með sérstakri tekjuöflun. Samtals nemi framlög þessi helmingi af ráðstöfunarfé sjóðsins. Jafnframt verði sjóðnum heimilað að taka lán að fjárhæð einn milljarður króna á næstu tveimur árum, annars vegar með Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins að bakhjarli og hins vegar með ríkisábyrgð." JÓH Tjaldstæðið á Akureyri: Rúmlega 12 þúsund gistinætur í sumar ^ - brýnt að rækta túnið upp að nýju Gistinætur á tjaldstæðinu á Akureyri voru heldur færri nú í sumar heldur en í fyrra. Síð- asta ár var að vísu algjört metár, en þá voru gistinætur tæplega 14 þúsund. í sumar voru gistinæturnar rúmlega 12 þúsund. Ef nákvæmlega er rýnt í skýrslur kemur í Ijós að Öldrunarráð Akureyrar hefur undanfarið mótað og sett frani ýmsar tillögur í málefnum dvalarheimilanna í bænum. Auk þess hafa tillögur um bætta þjónustu, byggingafram- kvæmdir og fleira verið til umfjöllunar og ákvörðunar hjá ráðinu og í bæjarstjórn. Öldrunarráðið samþykkti að auglýsa eftir starfsmanni er hafi það verk að veita upplýsingar um öldrunarþjónustu á vegum bæjar- félagsins. Starfsmaðurinn mun einnig taka á rnóti og meta umsóknir um þjónustu og leggja þær fyrir þjónustuhóp aldraðra og aðra hlutaðeigandi aðila. Til- lagan var samþvkkt samhljóða í bæjarstjórn. Jón Björnsson, Anna Guðrún Jónsdóttir og Guðbjörg Vignis- gistinætur eru um 1600 færri í sumar miðað við það síðasta. ívar Sigmundsson forstöðu- maður tjaldstæðanna sagði að fækkunina mætti að hluta skýra með því að færri íslendingar gistu á tjaldstæðinu í sumar en áður hef- ur verið. Skipulagðar hópferðir útlendinga hefðu einnig verið dóttir munu fara með fram- kvæmdastjórn dvalarheintilanna þar til nýr deildarstjóri öldrunar- deildar tekur við starfi. Samþykkt hefur verið að hefja sem fyrst breytingar á austur- hluta Dvalarheimilisins Hlíðar í samræmi við greinargerðir húsa- meistaraembættisins og hjúkrun- arforstjóra. Embætti húsameist- ara hefur verið falin umsjón með framkvæmdunum. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 6. þ.m. að staða öldrunar- læknis við dvalarheimilin verði auglýst laus til umsóknar. Jafn- framt verði samið til bráðabirgða við lækna dvalarheimilisins um að læknisþjónusta verði aukin frá 1. ágúst um hluta úr stöðu. Staða hjúkrunarforstjóra verður einnig auglýst laus til umsóknar. EHB talsvert færri nú en áður. í júní gistu heldur færri tjald- stæðið ef miðað er við sama mán- uð fyrri ára, og í júlí var áberandi fækkun. Hins vegar sagði ívar að ágúst hefði komið vel út og gisti- nætur í þeim mánuði eru fleiri en þær voru í fyrra. Mjög brýnt er orðið að hefja endurræktun tjaldsvæðanna og hefur garðyrkjustjóra verið falið að skoða það mál. „Það hefur lengi verið á óskalistanum hjá okkur að laga tjaldstæðið," sagði ívar. Árni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri sagði frernur litl- ar líkur á að hafist yrði handa í haust. Árni Steinar sagði að tún- ið væri úr sér gengið og því mikil- vægt að það yrði ræktað upp. mþþ Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki: Tilboð opnuð í innréttingar - tilboði Hlyns tekið Fyrir skömniu voru opnuð til- boð í frágang á 1. hæð í austur- og vesturálmu Dvalarheimilis aldraða á Sauðárkróki. Þrjú tilboð bárust og voru þau öil nokkuð yfír kostnaðaráætlun, sem var kr. 8.407.370. Ákveð- ið hefur verið að taka tilboði Byggingafélagsins Hlyns hf. sem var kr. 9.834.320. Aðeins ofar kom svo tilboð Friðriks Jónssonar sf., kr. 9.896.095, og Trésmiðjan Borg hf. var með hæsta tilboð, eða kr. 11.281.000. Vinnu við innréttingar á 1. hæð austur- og vesturálmu á að vera lokið 1. júní á næsta ári. Þá á eft- ir að ganga frá kjallara austur- álmu og 3. hæð vesturálmu í Dvalarheimilinu til að ljúka byggingu þess endanlega. Bygg- ing Dvalarheimilis aldraðra hófst 1981 og fyrsti áfangi var tekinn í notkun sumarið 1986. Verktaki frá upphafi hefur verið Bygginga- félagið Hlynur hf. Sá áfangi sem nú var verið að bjóða út er þannig að á I. hæð austurálmu koma níu 2ja manna herbergi fyrir vistmenn og að- staða fyrir starfsfólk. Á 1. hæð vesturálmu veröur aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, matsalur og fé- •lagsaðstaða vistmanna. -bjb Færri gistu tjaldstæðið á Akureyri í ár en í fyrra. Akureyrarbær: Margt á döfiimi í öldrunaraiálum »1 á réttu tölumai. V ÍÍSf’ V: ' ij -.■■. ■■ .;■■ ::■■:. / i tii i « e vanta í þetta sinn! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki Góða ferð! yUMFERÐAR F ' Iráo

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.