Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 12
12 h;QA&UR h:2í. seþterhber 1988 Sindrastálsmenn: Fjarlæga 2000 tonna brotajárnshaug - „sjáum hvemig staðan verður eftir sex vikur,“ segja vinnufélagarnir Sveinn og Björn Great Portland Street er lest- arstöð í London, en nafnið gæti einnig átt við aðsetur þeirra Sindrastálsmanna sem vinna nú við að fjarlægja brotajárnsbing mikinn norðan Slippstöðvarinnar. „Þetta er eins og lestarstöð í London,“ var það fyrsta sem þeir sögðu, Sveinn Asgeirsson og Björn Mork þegar þeir buðu okkur að ganga í bæinn. Aðsetur þeirra, fullorðinn skúr var ekki sem vistlegastur. Þegar okkur bar að garði höfðu þeir verið að vinna í brotajárns- haugnum í tíu daga og bjuggust við að verða hér vel fram á haust- ið. „Við sjáum hver staðan er eft- ir svona sex vikur,“ sögðu þeir brattir. Verkið sögðu þeir nokk- uð tafsamt þar sem logskera þarf stóran hluta þess. Flytja á allt brotajárn burtu af svæðinu en það er ekki svo lítið magn, um 2000 tonn áætluðu þeir félagar. Helming þess töldu þeir ónothæft og því flutt til urðunar upp á hauga, afgangurinn myndi fara til útflutnings. Sindrastálsmenn eru ágætlega tækjum búnir, og á meðan við stöldruðum við notuðu þeir Hægt að gera góða hluti varðandi endurvinnslu brotajárns, en ekki án sam- ráðs við sveitarfélögin, segja Sindrastálsmennirnir Björn Mork og Sveinn Ásgeirsson. Myndir: GB Eitt og hálft tonn brotajárns á leið í hauginn. Segullinn lyftir allt að tveimur tonnum í einu og þykir hann mikill kostagripur. heilmikinn segul við flutning á brotajárninu. Segullinn lyftir allt að 2 tonnum í einu og kemur | hann sér einkar vel við brota- járnsflutningana. 1500 krónur að urða bflflak Sveinn sagði að hægt væri að gera góða hluti varðandi endurvinnslu á brotajárni, en það yrði ekki gert án samráðs við sveitarfélög. „En þau vilja helst ekki borga neitt,“ sagði hann. Meðal þess sem ágreiningur er uppi um er urðunarkostnaður, en Sveinn sagði að það kostaði 1500 krónur að urða eitt bílflak ef ekki ætti að verða halli á rekstrinum. Fyrir- tækið hefði því hætt að taka á Möguleikar kvenna til áhrifa í atvinnulífinu, möguleikar til stöðu- hækkana og launamunur kynjanna eru þau málefni sem hæst bera í umræðu um jafnrétti karla og kvenna í dag. En hvers vegna virðist, þrátt fyrir margra ára umræðu og baráttu, launabilið milli karla og kvenna vera að aukast frekar en hitt? Lára V. Júlíusdóttir, Guðrún Hans- dóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Ást- hildur Erlingsdóttir á fundinum þar sem bæklingurinn var kynntur. Þær eiga allar sæti í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Karlar með mun hæni laun en konur Framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna hefur nú sent frá sér bækling sem sýnir það svart á hvítu að misréttið hefur aukist frá árinu 1983 er síðasta könnun á launamálum kynjanna var gerð. Guðrún Ágústsdóttir, sem sæti á í Framkvæmdanefndinni, sagði að þessar tölur ættu að hrista alvarlega upp í fólki, og þá sér- staklega í konum. „Það er von okkar sem að þessum bæklingi stöndum að hann verði til að þjappa konum saman og hvetja þær til aðgerða. Launamisréttið er svartur blettur á samfélagi okkar sem verður að afmá,“ sagði Guðrún á blaðamannafundi um þetta málefni. Það er athyglisvert að sjá að tímakaup karla og kvenna í sam- bærilegum atvinnugreinum er svipað, en þegar kemur að auka- vinnu og ýmsum aukagreiðslum hækka laun karlanna mikið. Meðaltekjur karla í fullu starfi árið 1985 voru rúmlega 64% hærri en fullvinnandi kvenna, skv. skattframtölum. Konur ná hæstum meðaltekj- um á ársverk á aldrinum 30-40 ára og samsvara tekjur þeirra þá meðaltekjum karla 75 ára og eldri og 15-19 ára árið 1985. Karl- ar á sama aldri eru að sjálfsögðu Tímakaup karla og kvenna í sambærilegum atvinnugreinum er svipað, en þegar kemur að aukavinnu og ýmsum aukagreiðslum, hækka laun karlanna mikið. með langtum hærri laun. Konur sem starfa hjá ríki, bæjarfélögum og bönkum eru hlutfallslega fjölmennastar í lægstu launaflokkunum. Hlut- deild þeirra minnkar jafnt og þétt eftir því sem ofar dregur í launa- stiganum. Þessu er öfugt farið hjá kölum. Karlar við almenn skrifstofu- störf voru með um 16% hærri mánaðartekjur með álagi en kon- ur árið 1986. Hér er átt við fastar mánaðartekjur, bónus, vakta- álag, óunna yfirvinnu, fæðis- og flutningsgjald og aðrar greiðslur í aðalstarfi. Karlar á aldrinum 30-39 ára við

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.