Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. september 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauðárkrókí vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Pólitískt sjónarspil
Ef einhverjir trúðu því að með stofnun Borgara-
flokksins hefði myndast nýtt stjórnmálaafl á
Islandi, ættu þeir hinir sömu að hafa áttað sig nú.
Borgaraflokkurinn er ekki nýtt stjórnmálaafl, heldur
einugis meiður á gamla íhaldsstofninum. Hvarflaði
það að einhverjum að nýjar hugsjónir hefðu fæðst
við það eitt að Alberti Guðmundssyni sinnaðist við
Þorstein Pálsson og aðra forvígismenn Sjálfstæðis-
flokksins og sá sér þann kost vænstan að yfirgefa
flokkinn? Um var að ræða persónulegan ágreining,
ekki hugsjónalegan. Það hefur komið vel í ljós á síð-
ustu dögum.
Viðræður forvígismanna Sjálfstæðisflokks og
Borgaraflokks benda til þess að sættir séu í sjón-
máli. Samruni þessara tveggja flokka er ekki fjar-
lægur möguleiki í náinni framtíð. Það útspil Alberts
Guðmundssonar, að Borgaraflokkurinn hygðist
bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosningum, hafði
tilætluð áhrif. Sjálfstæðismenn óttast það framboð
mjög og vilja allt til vinna að koma í veg fyrir það.
I ljósi þeirrar stöðu sem nú er komin upp, hljóma
ýmis ummæli Borgaraflokksmanna á liðnum mán-
uðum hjákátlega. Albert Guðmundsson sagði t.d. í
ræða á landsfundi Borgaraflokksins þann 24. sept-
ember í fyrra, að miklar breytingar hefðu átt sér
stað á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksforystunnar
og því væri nú nauðsynlegt fyrir hana að bola úr
flokknum sjálfstæðum einstaklingum, sem stæðu í
vegi fyrir nýfrjálshyggjunni. Hann sjálfur ásamt
fleirum hefði gert sér grein fyrir því að ný-frjáls-
hyggjuöflin hefðu sundrað hinum mildu öflum Sjálf-
stæðisflokksins til þess að færa valdið til hinna fáu.
Við sama tækifæri sagði Albert að áríðandi væri að
Borgaraflokkurinn héldi áfram að vaxa, stofnun
hans hefði verið meira en tímabær. Borgaraflokkur-
inn væri nútímaflokkur, sem gerði sér vel ljóst hve
tækni- og upplýsingabyltingin hefði haft mikil og
góð áhrif. „Gömlu kerfisflokkarnir virðast ekki skilja
tæknibyltinguna og jafnvel hræðast hana,“ sagði
foringinn orðrétt á landsfundinum.
Almenningur kemur auðvitað ekki auga á þær
forsendur sem hafa breyst og gera það að verkum
nú, að Sjálfstæðisflokkurinn er svo fýsilegur sam-
starfskostur. Eru nýfrjálshyggjuöflin hætt að ráða
ferðinni hjá forystu Sjálfstæðisflokksins? Bendir sú
peningastefna, sem hér hefur verið rekin undir for-
sæti Þorsteins Pálssonar, til þess að svo sé? Eru
„hin mildu öfl“ innan flokksins ekki lengur
sundruð? Er flokkurinn hættur að vera gamall
kerfisflokkur, sem skilur ekki kall tímans? Eða voru
orð Alberts Guðmundssonar á landsfundinum, og
öll þau stóru orð sem Borgaraflokksmenn hafa við-
haft um Sjálfstæðisflokkinn, einungis hluti pólitísks
sjónarspils, sem enga raunverulega þýðingu hafði.
Hætt er við að margir stuðningsmenn Borgara-
flokksins svo og einstaka þingmenn hans eigi erfitt
með að sætta sig við of náin tengsl við Sjálfstæðis-
flokkinn. Svo dæmi sé nefnt hlýtur verkalýðsfröm-
uðinum Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur að finnast hún
utangátta í slíku samstarfi. BB.
Fundurinn á Iiorðcyri skorar á landbúnaðarráðherra að hann Idutist til um að staðið verði við búvörusamninginn
á milli ríkisins og samtaka bænda, hvað varðar fjármögnun sláturhúsa.
Fundur formanna og framkvæmdastjóra
samvinnufélaganna við Húnaflóa:
Skorar á stjómvöld
að standa við
búvönisamningirm
- að öðrum kosti verður ekki unnt að inna af hendi
lögbundnar greiðslur til sauðflárbænda
Sunnudaginn 18. þ.m. komu
framkvæmdastjórar og for-
menn samvinnufélaganna við
Húnaflóa saman til fundar á
Borðeyri til að ræða þann
mikla vanda sem nú steðjar að
afurðasölufélögum landbúnað-
arins. Mikil óvissa ríkir um
fjármögnum bankakerfisins og
fyrirgreiðslu ríkissjóðs varð-
andi slátrun nú í haust.
í samtali við Dag sagði Guð-
steinn Einarsson kaupfélagsstjóri
á Blönduósi að samþykkt liefði
verið að senda bæði landbúnað-
arráðherra og Stéttarsambandi
bænda harðorð bréf. í bréfinu til
landbúnaðarráðherra var fyrst og
fremst gerð sú krafa að hann
stæði við gefin fyrirheit og samn-
inga í sambandi við fjármögnun á
framleiðslu bænda, þ.e.a.s. slát-
urinnleginu í haust.
„Viðskiptabankarnir hafa til-
kynnt sláturleyfishöfum að slát-
urlánin verði svipuð krónutala og
var í fyrra, 180 kr. pr. kíló. Frá
því verða dregin rekstrarlán sem
bændur eru nú búnir að fá greidd
í dag, 100 kr. Sláturleyfishafar
halda þá eftir 80 kr. en talið er að
sláturkostnaður á hvert kíló af
kjöti sé á bilinu 60-80 kr. eftir því
hvað vel tekst til, hvenær kostn-
aðurinn þarf að greiðast og það
þýðir að útborgunargeta okkar
verður sáralítil.
Alla vega verður ekki á það að
treysta að menn fái rnikla útborg-
un núna þann 15. október ein-
faldlega af því að afurðasölufé-
lögin geta ekki greitt vegna þess
að það eru ekki neinir peningar
til,“ sagði Guðsteinn.
„Við sendum Stéttarsamband-
inu bréf sem er í eðli sínu sam-
hljóða bréfinu til ráðherra. Við
bentum á að bændur væru í flest-
um tilvikum eigendur afurðasölu-
félaganna og þeir réðu þeim. Það
væri hagsmunamál bænda að
þessi fyrirtæki gætu lifað og
dafnað. Það kemur sér illa fyrir
bændur ef afurðasölufélögin eru
komin í þá aðstöðu að geta ekki
gert upp við þá, það er mál mál-
anna.
Við ákváðum einnig að skrifa
sauðfjárinnleggjendum til að
kynna þeim málið þó að flestum
sé þetta auðvitað ljóst. Það er
enn verið að veltast með birgðir
alveg frá árinu 1986. Það eru
2600 tonn til af dilkakjöti í land-
inu, birgðir sem þarf að losna
við. Ríkið verður að standa við
verðábyrgð á þessu kjöti, taka
það til sín, því bankarnir eru
búnir að gefa út að það eigi að
gjaldfella afurðalánin vegna þess-
ara birgða nú í nóvember. Ef rík-
ið leysir birgðirnar þá ekki til
okkar þá verðum við í miklum
vandræðum."
- Hvað með búvörusamning-
inn?
„Hann var búinn til og sarn-
þykktur á Alþingi. Sá samningur
hefur átt að standast gagnvart
bændum þannig að þeir fái stað-
greiðsluna í sínum tíma en það
gleymdist að það þyrfti líka að
standa við samninginn gagnvart
afurðasölufélögununi og það hef-
ur ekki verið gert. Á sínum tíma
þegar afurðalánin voru færð frá
Seðlabankanum yfir til viðskipta-
bankanna var okkur lofað að
afurðalánafyrirgreiðsla yrði
óbreytt en það má segja að í dag
sé ekki hægt að kalla þessi loforð
neitt annað en brandara því það
stenst ekkert af þeim.
Eins og staðan er í dag er þetta
komið í algjört strand,“ sagði
Guðsteinn.
í bréfi því sem fundurinn
ákvað að senda sauðfjárinn-
leggjendum er bent á að ekki
sjáist nein merki þess að ríkis-
valdið ætli að standa við verð-
ábyrgð sína á þeim kjötbirgðum
sem eru í landinu og bændum er
greint frá því að svo geti farið að
ekki verði hægt að standa við
greiðslur til þeirra samkvæmt
búvörulögum.
Fundurinn á Borðeyri skoraði
á Stéttarsamband bænda að beita
áhrifum sínum til að ná fram
þeirri hækkun á slátur- og heild-
sölukostnaði kindakjöts vegna
slátrunar nú í haust, að viðun-
andi verði fyrir sláturhúsin. Benti
fundurinn á að sláturhúsin séu í
eigu bænda og hallarekstur á
þeim hljóti að koma niður á
bændurn í einhverju formi. Bent
er á að ekki verði séð með hvaða
hætti greiðslur til bænda verði
fjármagnaðar. Fundurinn beindi
þeim tilmælum til Stéttarsam-
bandsins að það reyni að hafa
áhrif á að ríkisvaldið tryggi
afurðastöðvunum þá afurðalána-
fyrirgreiðslu sem nauðsynleg er
til þess að hægt sé að standa í
skilum við bændur. Bent er á þá
leið að færa afgreiðslu afurðalán-
anna aftur til Seðlabankans frá
viðskiptabönkunum
Fundurinn væntir þess af Stétt-
arsambandi bænda að það sjái til
þess að búvörusamningurinn
verði haldinn í hvívetna og benti
á að ekki sé samræmi á rnilli full-
virðissamnings Stéttarsambands
bænda og ríkisins og sölumögu-
leika innanlands og leyfðs
útflutnings.
Fundurinn ritaði bréf til Jóns
Helgasonar, landbúnaðrráð-
herra, þar sem skorað er á hann
að hlutast til um að staðið verði
við búvörusamninginn á milli
ríkisins og samtaka bænda, livað
varðar fjármögnun sláturhúsa.
Bent er á að að öðrum kosti sjái
sláturleyfishafar við Húnatlóa sér
ekki mögulegt að leysa af hendi
þær greiðslur til bænda sem ætl-
ast er til samkvæmt búvörulög-
uni.
Líklega er engin starfsstétt í
þjóðfélaginu sem lengur hefur
þurft að bíða eftir að fá laun sín
greidd en sauðfjárbændur. Ef sú
staða á enn eftir að versna er
vandséð að sauðfjárbúskapur eigi
sér nokkra framtfð. fh