Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. september 1988
Akureyrarbær:
Tæplega svigrúm til
aukinna framkvæmda
Fjármál Akureyrarbæjar hafa
verið áberandi umræðuefni á
síðustu bæjarstjórnarfundum.
Tilefnið hefur verið skulda-
bréfaútboð Akureyrarbæjar,
„svarta skýrslan“ eftir Úlfar
Hauksson, skuldastaða bæjar-
sjóðs, greiðslubyrði lána og
svigrúm til framkvæmda.
Skrapatungurétt:
Gangnamenn
hrepptu hið
versta veður
Fjallgarðurinn á milli Skaga-
fjarðar- og Húnavatnssýslu var
smalaður um síðustu helgi og
hross voru réttuð á sunnudag-
inn. Þetta er eitt þeirra fáu
afréttasvæða þar sem upp-
rekstur hrossa er heimill og
stóðréttir eru enn við lýði.
Gangnamenn hrepptu hið
versta veður á sunnudaginn,
rok og slagveður.
Fjöldi hrossa kom að Skrapa-
tungurétt og er hún sennilega
orðin meðal þeirra rétta sem flest
hross eru rekin að ár hvert.
Það voru myndarlegar hrossa-
hjarðir sem sumir bændurnir
ráku heim úr réttinni og líklega
er það staðreynd að bændur í
Húnaþingi hafa fjölgað hrosun-
um mikið eftir að sauðfé fór að
fækka vegna aðgerða stjórnvalda
og riðuveiki. Spurning er hvernig
bændum gengur að ná arði af
hrossabúunum sínum því mark-
aður fyrir reiðhross verður alltaf
takmarkaður og illa hefur gengið
að selja folaldakjötið frá síðasta
hausti. fh
Freyr Ófeigsson sagði á síðasta
bæjarstjórnarfundi að hann væri
ekki eins svartsýnn á fjármálin og
höfundur svörtu skýrslunnar.
Hann hefði meiri áhyggjur af
fjárhagslegri framtíð og afkomu
sveitarfélaga yfirleitt. Akureyrar-
bær hefði lítið sem ekkert svig-
rúm til að auka þjónustu og fram-
kvæmdir en ástandið væri þó ekki
verra en það að hægt væri að
halda í horfinu.
Freyr ræddi um tekjuöflun
sveitarfélaga og sagði að þau mál
þyrftu að skoðast á víðtækum
grundvelli. „Mér finnst það vera
umhugsunarefni ef sveitarfélögin
eru að fara inn á þá braut að fá
eingöngu hlutdeild í beinum
sköttum en fái enga hlutdeild í
óbeinum sköttum. Eins og er
hafa þau vissar tekjur af óbeinum
sköttum gegnum jöfnunarsjóð-
inn. Nú er verið að ræða mögu-
leika á því að hætta þessu og láta
sveitarfélög þess í stað fá aukna
hlutdeild í beinum sköttum, þ.e,
tekjuskattinum.
Sigurður Jóhannesson sagði
m.a. á fundinum að menn þyrftu
að skoða fjármál bæjarins af
alvöru og heilindum og reyna að
komast hjá pólitískum fiðringi.
Það að núverandi meirihluti vildi
gjarnan sýna sem mestar fram-
kvæmdir eftir sig á þessu kjör-
tímabili mætti ekki verða til að
fjármálum bæjarins væri þannig
fyrir komið að ekkert fé væri til
ráðstöfunar næstu árin. Sigurður
sagði í lok máls síns: „Auðvitað
er gott að geta haldið uppi fram-
kvæmdum, en þessi mál verður
að skoða með tilliti til þess hvern-
ig stýra megi bænum framhjá erf-
iðleikunum þannig að á eðlilegan
hátt verði hægt að standa undir
þeim kröfum sem til bæjarins eru
gerðar, ekki einungis í ár heldur
til lengri tíma litið.“ EHB
1 Ákveðið hefur verið að byggja veginn upp á 400 metra kafla.
Mynd: fh
Blönduós:
Miklar framkvæmdir við
þjóðvegmn í gegmim bæinn
Nú er unnið að miklum endur-
bótum á Norðurlandsvegi þar
sem hann liggur um Blönduós,
norðan Blöndubrúar. Á þessu
svæði telst vegurinn vera þjóð-
vegur í þéttbýli og eru allar
framkvæmdir við hann unnar
frá áhaldahúsi bæjarins en
kostaðar að stærstum hluta af
Vegagerð ríkísins. Guðbjartur
V. Olafsson tæknifræðingur
Blönduóssbæjar hefur hannað
verkið til þessa en verkfræði-
Ólafsfirðingar:
Vilja fógeta með fasta
búsetu á staðnum
- Siglufjarðarfógeti settur í embættið
Bæjarfógeti hefur ekki setið í
Ólafsfirði frá því í apríl. Elías
I. Elíasson bæjarfógeti á
Akureyri hefur sinnt embætt-
inu þar til fyrir skömmu að
skipt var yfir á bæjarfógeta á
Sigiufirði. Bæjarráð Ólafs-
fjarðar er ekki alls kostar
ánægt með þessa ráðstöfun og
þá einkum með tilliti til lélegra
samgangna á milli Ólafsfjarðar
og Siglufjarðar.
í ályktun bæjarráðs Ólafsfjarð-
ar vegna þessara skipta er skorað
á dómsmálaráðuneyti að hafa
afgerandi forystu um að embætt-
Egilsstaðir:
Nýr snjótroðari
Björgunarsveitin Gró á Egils-
stöðum hefur fest kaup á snjó-
troðara fyrir rúmar 4 milljónir
króna. Iþróttamannvirkja-
nefnd Egilsstaða hefur gert
samning til þriggja ára við björg-
unarsveitina um að annast
almenna vörslu á skíðasvæðinu
og snjótroðslu.
Sigurður Ananíasson, formað-
ur íþróttamannvirkjanefndar,
sagði að samningur þessi væri
mjög hagstæður fyrir bæjarfélag-
ið. Snjótroðarinn heitir Flexo-
mobil og er frá Kassbohrer á 90
sentimetra breiðum stálbeltum.
notaður nokkur hundruð klukku-
stundir. Troðari þessi er með
tönn, fræsara og gönguspora fyrir
göngubrautalagningu. Hann er
mun minni en troðarinn sem
Akureyrarbær ákvað að festa
kaup á nýlega.
„Við veltum því mikið fyrir
okkur að kaupa snjótroðara en
þetta var miklu betri kostur því
við erum að berjast við að fjár-
festa í nýrri skíðalyftu. Við telj-
um okkur geta verið ári á undan
með uppsetningu lyftunnar með
því að taka snjótroðarann á
leigu,“ sagði Sigurður. EHB
ið skipi maður með fasta búsetu á
staðnum. Bæjarráð bendir einnig
á að nú fari vetur í hönd og sú
ráðstöfun að embættinu sé nú
sinnt frá Siglufirði sé út í hött þar
sem samgöngur á milii staðanna
tveggja séu ekki góðar.
Bjarni Kr. Grímsson bæjar-
stjóri í Ólafsfirði sagði að menn
treystu fógeta á Siglufirði full-
komlega til að standa í stykk-
inu, en samgöngur væru bág-
bornar milli Ólafs- og Siglufjarð-
ar. Hann benti á að Lágheiðin
hefði verið lokuð vegna snjóa svo
til allan síðasta vetur og menn
sæju því ekki hvernig fógeti á
Siglufirði gæti sinnt embættinu
með góðu móti.
Bjarni sagði að í svo stóru
byggðarlagi þyrfti að vera bæjar-
fógeti með fasta búsetu, en ef
hann fengist ekki þætti Ólafsfirð-
ingum næstbest að fulltrúi bæjar-
fógeta væri til staðar á skrifstof-
unni.
í dómsmálaráðuneytinu feng-
ust þær upplýsingar að bæjar-
fógeti á Siglufirði væri settur yfir
Ólafsfjörð til 1. nóvember og að
um neyðarráðstöfun væri að ræða
þar sem enginn hefði sótt um
starfið. mþþ
stofan Fjarhitun mun ljúka
hönnuninni.
í fyrstu var fyrirhugað að taka
af blindhæð sem var á veginum
móts við hús Særúnar niður um 1
m, vegna þess að þar hafa orðið
umferðarslys, og undirbyggja
veginn á 200 m kafla og leggja
síðan aftur á hann klæðningu og
koma upp lýsingu meðfram
honum.
Að sögn Guðbjartar V. Ólafs-
sonar hefur tognað mikið úr
þessu síðan farið var að vinna að
þessum endurbótum. Hann sagði
að þetta væri einn liður í því að
ná niður umferðarhraða í gegn
um bæinn og gera umferðina
öruggari. Einnig til að afmarka
veginn frá aðliggjandi lóðum og
fegra umhverfi bæjarins.
Nú er orðið ákveðið að byggja
veginn upp á um 400 m kafla frá
Efstubraut að Hólabraut. Þessi
vegur hefur til þessa verið dýr í
viðhaldi þar sem klæðning var
lögð á hann án þess að hann væri
undirbyggður. Ekki voru í hon-
um neinar afvötnunarlagnir
þannig að vatn rann niður eftir
veginum og gróf hann í sundur.
Við veginn hefur verið komið
upp 15 ljósastaurum með 30 m
millibili. Vegurinn verður
breikkaður úr 7 m í 8 m og settar
verða í hann afvötnunarlagnir.
Við hann hefur verið gert ráð fyr-
ir að hægt sé að koma upp áning-
arstað þar sem leiðbeiningarskilti
verður komið fyrir ásamt aug-
lýsingaskiltum frá fyrirtækjum sem
veita ferðamönnum þjónustu. Af
þessum stað er gott útsýni yfir
bæinn og útivistarsvæðið í Hrút-
ey.
Ekki er til nein kostnaðaráætl-
un fyrir svo stóran verkáfanga
eins og þarna verður unninn en
Guðbjartur taldi að kostnaður
gæti orðið um 2,5 milljónir.
Tillaga hefur komið fram í
umferðarnefnd um að leggja hús-
götu með þjóðveginum frá
Efstubraut sem mundi tengjast
Melabraut á móts við hús nr 17.
Með því næst að aðskilja hluta af
þeirri innanbæjarumferð sem til
þessa hefur verið um þjóðveginn,
frá honum. Einnig er fyrirhugað
að steypa eyju meðfram þjóðveg-
inum sem mundi aðskilja plönin
við Essoskálann og Vélsmiðju
Húnvetninga frá honum. Tvær
opnar leiðir yrðu þá að Esso-
skálanum en ein að Vélsmiðj-
unni.
Gerð hefur verið áætlun um
fegrun umhverfis við Norður-
landsveg og hefur verið gert
verulegt átak í þeim málum með
því að græða upp svæði bæði við
kirkjuna og Vélsmiðjuna. Fegr-
unarherferðin er nú að færast
upp eftir bænum með þessum
framkvæmdum. fh
Eyfirska
sjónvarpsfélagið:
Mikil vinna
fyrirRÚV
og Stöð 2
Ekki eru líkur á aö þáttur
Eyfirska sjónvarpsfélagsins „Á
heimaslóðum“ verði á dagskrá
Sjónvarps Akureyrar á ný, en í
sumar hafa útsendingar hans
legið niðri vegna sumarleyfa.
Bjarni Hafþór Helgason sjón-
varpsstjóri sagði starfsmenn
fyrirtækisins nú mjög önnum
kafna í vinnu fyrir Stöð 2 og
Sjónvarpið. Þá er upptökubíllinn
í verkefnum í Reykjavík og verð-
ur eitthvað áfram. „Ef við ætluð-
um af stað með eyfirska þáttinn
aftur, þyrftum við að ráða 2-3
nýja starfsmenn og það er verið
að meta nú. Því er ekki að leyna,
að okkar draumur er sá að vinna
helst allt sem við gerum á lands-
vísu, fyrir báðar sjónvarpsstöðv-
arnar. Við erum mjög ánægðir
með öll þau verkefni sem við
erum með í gangi fyrir báða
aðila, en þau eru mörg.“
Bjarni Hafþór sagði sömuleiðis
erfitt að sjónvarpa eyfirsku efni
yfir efni Stöðvar 2, þar sem nú sé
erfiðara um vik með endursýn-
ingar um helgar því dagskráin er
þéttskipuð. Eyfirskum auglýs-
endum er þó þjónað sérstaklega í
auglýsingatíma fyrir 19:19 á
fimmtudögum. VG