Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 18

Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 18
18-DAGUR- september 1988 hvað er að gerast? Kjarnadagar Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, á neðangreindum tíma: Sólbergi ÞH-302, þingl. eigandi Jón Axel Matthíasson, fer fram í skrifstofu embættisins Húsa- vík fimmtud. 29. september ’88 kl. 11.30. Uppboösbeiöendur eru: Trygg- ingastofnun ríkisins og Sigríð- ur Thorlacius hdl. Aðalbraut 67, íb. 3, Raufarhöfn, þingl. eigandi Bjarni Jóhannes Guðmundsson, fer fram í skrif- stofu embættisins Húsavík fimmtud. 29. september '88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Bruna- bótafélag (slands. Baughóli 19, Húsavík, þingl. eigandi Aðalsteinn S. (sfjörð, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík fimmtud. 29. septem- ber '88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðn,- lánasjóður, Guðni Haraldsson hdl. og Jón G. Briem hdl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, á neðangreindum tíma: Söltunarst. v/Höfðabr. Rauf- arh., þingl. eigandi Fiskavík hf., fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík þriðjud. 27. september ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru: Hall- grímur B. Geirsson hdl. og inn- heimtumaður ríkissjóðs. Langanesvegi 19, Þórshöfn, þingl. eigandi Brynjólfur Gísla- son, fer fram í skrifstofu embætt- isins Húsavík þriðjud. 27. sept- ember ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru: Trygg- ingastofnun ríkisins og Veð- deild Landsbanka íslands. Aðalbraut 46, Raufarhöfn (neðri hæð), þingl. eigandi Guðmund- ur Lúðvíksson, fer fram í skrif- stofu embættisins Húsavík þriðjud. 27. september '88 kl. 11.20. Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl. Ásgötu 25, Raufarhöfn, þingl. eigandi Gestur Þorsteinsson, ferfram í skrifstofu embættisins Húsavík þriðjud. 27. september ’88 kl 11.15. Uppboðsbeiðendur eru: Trygg- ingastofnun ríkisins og inn- heimtumaður ríkissjóðs. Fjarðarvegur 45, Þórshöfn, þingl. eigandi Níels Þórodds- son, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík þriðjud. 27. september ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka íslands og Sigríður Thorlacius hdl. Langholti 6, Þórshöfn, þingl. eigandi Friðrik Jónsson, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík þriðjud. 27. september ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Naustir, við Húsavíkurhöfn, þingl. eigandi Naustir hf., fer fram í skrifstofu embættisins Húsavik þriðjud. 27. september ’88 kl 10.20. Uppboðsbeiðendur eru: Lands- banki íslands, Byggðastofnun og Sigurmar Albertsson hdl. Reykir II, Hálshreppi, þingl. eig- andi Guðmundur Hafsteinsson, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík þriðjud. 27. september '88 kl 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðn- lánasjóður og innheimtumaður ríkissjóðs. Pálmholti 1, Þórshöfn, þingl. eigandi Sigurður Óskars. og Sigríður Alfreðsd., fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 28. september ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Skógar I, öxarfirði, þingl. eig- andi Sigurður Hinriksson, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavik miðvikud. 28. sept- ember ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka (slands, Brynjólfur Eyvindsson hdl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Sigríður Thorlacius hdl. Smáratúni 9, Svalbarðseyri, þingl. eigandi Kaupfélag Eyfirð- inga, fer fram í skrifstofu emb- ættisins Húsavík miðvikud. 28. september ’88 kl. 11.20. Uppboðsbeiðendur eru: Inn- heimtumaður ríkissjóðs, Guð- jón Armann Jónsson hdl. og Skúli J. Pálmason hrl. Vallholtsvegi 7, rishæð, Húsa- vík, þingl. eigandi Guðlaugur R. Aðalsteinsson, talinn eigandi Ásta Sigurðardóttir, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 28. september ’88 kl 11.10. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka íslands, Jón Ingólfsson hdl., Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Árni Pálsson hdl. og innheimtumaður ríkissjóðs. Langholti 8, Þórshöfn, þingl. eigandi ívar Jónsson og Þór- halla Hjaltadóttir, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 28. september ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Austurvegi 3, Þórshöfn, þingl. eigandi Þorgrímur Kjartansson, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 28. sept- ember '88 kl. 10.40. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka íslands, Jón Ingólfsson hdl. og innheimtu- maður ríkissjóðs. Túngötu 13, Húsavík, þingl. eigandi Jóhann Þórarinsson, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 28. sept- ember '88 kl 10.20. Uppboðsbeiðendur eru: Trygg- ingastofnun ríkisins og Veð- deild Landsbanka íslands. Bakkagötu 3, (Melar), þingl. eigandi Sveinn Árnason, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 28. sept- ember ’88 kl 10.10. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka íslands, Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Árni Pálsson hdl., Ólafur B. Árnason hdl., Skúli J. Pálmason hrl. og Hróbjartur Jónatansson hdl. Dagfara ÞH-70, þingl. eigandi Njörður hf., fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 28. sept. ’88 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Valgeir Pálsson hdl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Bæjarfógeti Húsavíkur. Áfram miðar við byggingu Kjarnalundar, heilsuhælis N.L.F.A. Starfsemi Náttúru- lækningafélags Akureyrar verður kynnt n.k. sunnudag, 25. sept- ember, í Kjarnalundi. Þá verður Tónlistarskólinn á Akureyri verður settur í Akureyrarkirkju sunnudaginn 25. sept. kl. 17.00. Á sjötta hundrað nemendur eru skráðir í nám, en kennt verð- ur á 25 mismunandi hljóðfæri ásamt námi í söng og forskóla- deild. Kennarar við skólann eru 31, en þar af eru 5 sem kenna við skólann í fyrsta skipti en það eru þau: Anna M. Richardsdóttir er kennir hreyfingar og dans í for- skóla - og söngdeild, Christopher Thornton kennari á klarinett og tréblásturshljóðfæri, Ólöf Jóns- dóttir fiðlukennari, Robert Clive Thomas kennari á básúnu og málmblásturshljóðfæri og Örnólfur Kristjánsson sellókenn- ari. Leikfélag Akureyrar býður upp á gestaleik um helgina og reyndar var fyrsta sýning í gærkvöld. Það er Gríniðjan hf. sem sýnir gam- anleikinn NÖRD eftir Larry Shue í leikstjórn Gísla Rúnars Jónssonar. Næstu sýningar verða í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30, auka- sýning á laugardag kl. 15 og síðan kl. 20.30 á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Uppselt er á kvöld- sýningarnar á föstudag og laugar- dag. Prestafélag hins forna Hólastiftis er 90 ára á þessu ári, en það var stofnað 8. júní 1898 á heimili séra Árna Björnssonar á Sauðár- króki. Verður afmælishátíð hald- in á Sauðárkróki nú um helgina. Hún hefst með helgistund laugar- daginn 24. september kl. 18 í Sauðárkrókskirkju í umsjá sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar. Kvöldverður verður fram reiddur í Safnaðarheimilinu þar sem sr. Birgir Snæbjörnsson stjórnar borðhaldi. Jóhann Már Jóhanns- son syngur einsöng við undirleik Sigurðar Daníelssonar. Afmælisfundurinn verður sunnudaginn 25. september. Hefst hann með morgunbæn sr. Guðna Þórs Ólafssonar prófasts. Tvö erindi verða flutt. Hið fyrra, „Úr sögu félagsins“, flytur sr. Bolli Gústavsson, en sr. Hjálmar Jónsson prófastur flytur erindi er nefnist: „Staða prestafélagsins í nútíð og framtíð.“ Afmælisgestir þiggja hádeg- isverðarboð prófastshjónanna á Sauðárkróki, frú Signýjar Bjarna- dóttur og séra Hjálmars. Hátíð- armessa verður svo í Sauðár- krókskirkju kl. 14 á sunnudag. Þar predikar sr. Pálmi Matthías- son. Fyrir altari þjóna biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirs- boðið upp á kaffi, te og rjóma- vöfflur ásamt fleiru. Einnig verð- ur kökubasar og flóamarkaður í húsinu sem verður opnað klukk- an 14.00. Stjórn N.L.F.A. Kristinn Örn Kristinsson hefur verið ráðinn sem yfirkennari við skólann. Skólinn hefur búið við mikil þrengsli undanfarin ár, en nú mun rýmkast um starfsemi hans, þar sem hann fær á næstunni við- bótarhæðir til afnota í sama húsnæði, sem gerist samtímis og embætti æskulýðsfulltrúa, heil- brigðisfulltrúa og skipulagsstjóra flytja í annað húsnæði, og er þessi lausn húsnæðismála mikið gleðiefni fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Vonast er til að sem flestir nemendur, foreldrar og annað áhugafólk um starfsemi Tónlist- arskólans mæti við skólasetning- una. NÖRD fjallar um algjörlega óþolandi fyrirbæri sem þrengir sér upp á saklausa fjölskyldu. Það er ómögulegt að losna við þetta leiðinlega og heimska mannkerti og spinnast margar skemmtilegar uppákomur í kringum NÖRDINN. Leikhúsgestir fá að sjá einvala- lið gamanleikara: Randver Þor- láksson, Sigrúnu Waage, Júlíus Brjánsson, Gísla Rúnar Jónsson, Eddu Björgvinsdóttur, Björgvin Franz Gíslason og Þórhall Ladda Sigurðsson. son og sr. Sigurður Guðmunds- son vígslubiskup, ásamt sr. Döllu Þórðardóttur, sr. Ægi Sigurgeirs- syni og sr. Sighvati Karlssyni. Kirkjukór Sauðárkróks syngur undir stjórn Rögnvaldar Val- bergssonar organista. Prestafélag Hólastiftis eru elstu prestasamtök í landinu. í erindi, sem sr. Helgi Konráðsson prófastur á Sauðárkróki flutti í tilefni 60 ára afmælisins, segir hann svo: „Með stofnun Presta- félags hins forna Hólastiftis kem- ur nýtt viðhorf til sögunnar. Hér eru frjáls félagssamtök presta til kynningar, örvunar og eflingar andlegra mála, í raun og veru til- raun til kirkjulegrar vakningar." Félagið skal gegna sama hlut- verki nú á dögum: Að vera vett- vangur til aukinna kynna meðal presta og til eflingar kristni og kirkjulegu starfi. Núverandi stjórn félagsins skipa: Sr. Sigurður Guðmunds- son vígslubiskup á Hólum, for- maður, sr. Bolli Ciústavsson sóknarprestur í Laufási, ritari, sr. Hjáimar Jónsson prófastur á Saúðárkróki. gjaldkcri. Með- stjórnendur: Sr. Guðni Þór Ólafsson prófastur á Melstað og sr. Pétur Þórarinsson sóknar- prestur á Möðruvöllum. Tónlistarskólinn á Akureyri: Settur á sunnudag Leikfélag Akureyrar: Gríniðjan sýnir NÖRD Prestafélag Hóla- stiftis 90 ára - afmælishátíð á Sauðárkróki um helgina Lifandi ori „Annan grundvöll getur eng- inn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur." 1. Kor. 3.11. Hér er um að ræða grund- völl trúarinnar. Stundum er sagt að trúin hjálpi, það er bara að trúa á eitthvað. En það erfjarri sannleikanum, því að öllu máli skiptir á hverju við byggjum trú okkar. Það stoðar lítið að trúa á eitthvað sem svíkur þegar mest á reynir. Þá er trúin ekki mikils virði. Ritn- ingin segir: „Hver sem trúir á hann (Jesúm), mun ekki til skammarverða.” Róm. 10.11. Trúarbrögð heims eru reist á mismunandi undirstöðum. Flest þeirra byggja á mann- legri speki og hugsjónum horf- inna skörunga. Grunnurinn er því ótraustur, hann er ekki lagður af Guði. Hins vegar eru sannindi kristindómsins byggð á heilögu orði Guðs og pers- ónu Jesú Krists. Grundvöllur- inn er Kristur. Hann er sá grunnur sem kristin trú byggist á. Á hann megum við treysta og honum megum við fylgja. Allt veltur á því, hvort við sem einstaklingar, viljum taka við Jesú sem okkar frelsara. Þessi er grundvöllurinn, að Jesús „elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnarfyrir mig“. Gal. 2.20. Tilefni þessara oröa var, að flokkadráttur átti sér stað í söfnuði Korintumanna. Einn sagðist fylgja Appolloss, ann- ar sagði: „Ég er Páls.” Sá þriðji sagðist fylgja Pétri post- ula. En Páll leiðbeindi þeim og sagði, aö allir hefðu þeir boðað Krist og honum einum ættu allir að fylgja. Kenning postulanna grundvallaðist á orðum Krists og á þeim grunni ættu allir að byggja trú sína og sannfæringu. „Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur.” 1. Tim. 1.15. Á þessari staðreynd byggist fagnaðarerindi Krists. Hann lagði grunninn að fyrirgefn- ingu Guðs. Hann skapaði sátta- grundvöllinn sem nú er fyrir hendi, milli heilags Guðs og okkar syndugra manna. Hann kom með Ijós sannleikans og eilífa lífið. Hann sagði: „Ég er kominn til þess, að þér hafið líf, líf í fullri gnægð.” Jóh. 10.10. Heilræði Ætlið þið í bátsferð? Kynnið ykkur siglingareglur og allar staðbundnar aðstæður. Hvolfi bátnum, reynið þá að komast á kjöl og vekja á ykkur athygli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.