Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 23. september 1988 23. september 1988 - DAGUR - 11 Ætlarðu að vakna í nótt til að fylgjast með útsendingu frá leik íslendinga og Svía í Seoul? Kristinn Kristjánsson: „Nei, ég hugsa aö ég sleppi því vegna þess að ég þarf að vakna snemma í vinnuna. En maður horfir í staðinn á leikinn í Sjónvarpinu eins og aðra leiki liösins. “ Guðni Hauksson: „Já, ég ætla að vakna og setj- ast við útvarpstækið. Svo horfir maður á leikinn í Sjónvarpinu í fyrramálið. Jú, ég hef fylgst með keppninni í Kóreu og er bara ánægður með íslenska liðið.“ Helgi Hallsson: „Ég mundi fara á fætur í nótt ef maður gæti farið snemma að sofa. En ef barnabörnin leyfa það ekki þá lendi ég í klípu vegna þess að ég þarf hvort eð er á fætur kl. 7. Ég væri vís með að fara milliveginn og láta klukkuna hringja þegar leiknum er um það bil að Ijúka." Jóhanna Hjartardóttir: „Á fætur kl. 4 í nótt? Ég bara veit það ekki en vel gæti það nú gerst." Sveinbjörn Enoksson: „Nei, það ætla ég ekki að gera. Hef bara ekki tíma til þess. Jú, ég er búinn að fylgjast vel með síðustu leikjum og er ánægður með frammistöðu (slendinga þótt ég vilji ekki spá hvar þeir lenda í röðinni. Það getur margt sþilað þar inn í.“ Dagur spyr um stjóramálaviðhorfið Stjórnmál eru í brennidepli þessa dagana eftir að slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar. Hér heyrum við svör ellefu karla og kvenna við eftirfarandi spurningum: Hvernig ríkisstjórn telur þú heppilegasta? og Viltu láta kjósa strax eða síðar? Spurt var á Akureyri. Snorri Kristjánsson, bakari: Þessu er auðsvarað. Sjálf- stæðisflokkurinn, Borgaraflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn eiga að mynda stjórn því þannig stjórn er sterkust. Síðasta stjórn fór út um þúfur vegna persónu- legrar misklíðar milli ráðherr- anna. Pessi stjórnarslit eru eins- dæmi, ég man ekki eftir öðru eins. Ég tel að Steingrímur hafi verið óánægður allan tímann, hann vildi verða forsætisráðherra og það var stærsti liðurinn í misklíðinni. Mér finnst ekki rétt að láta kjósa strax aftur því þá fara efna- hagsmálin alveg í hnút. Það tekur svo langan tíma að mynda nýja stjórn og valdahlutföllin hljóta að breytast á þinginu við kosningar. En mér finnst nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Ingvi Guðmundsson, inn- kaupastjóri: Ég er á móti kosningum núna, það er ekki ástæða til þess og ekki tímabært heldur. Kosningar gefa ekki betri mynd eins og stað- an er í dag, ég vil heldur að þessir flokkar reyni að koma sér saman um einhverjar aðgerðir. Stjórn allra flokka getur aldrei gengið, það þarf einhverja góða vinstri stjórn. Ég vil láta Stein- grím Hermannsson velja menn í þá stjórn, hann á að vera forsætisráðherra, það er engin spurning. Fyrri stjórn sprakk vegna úrræðaleysis, þessir þrír flokkar eru svo ólíkir og það er ákaflega erfitt fyrir vinstri menn að vera með Sjálfstæðisflokknum í ríkis- stjórn. Gunnar Hallsson, forstöðu- inaður tölvudeildar KEA: Ég hugsa einna helst að alvöru ríkisstjórn sé vart myndanleg í dag. Sú stjórn sem ég hefði helst viljað er vinstri stjórn Framsókn- ar, Alþýðubandalags og Kvenna- lista. Síðan yrði að fá annað hvort Borgaraflokk eða Alþýðu- flokk með. Ég myndi þá frekar velja Borgaraflokkinn því ég hef yfirleitt litið á Alþýðuflokkinn sem anga út úr Sjálfstæðisflokkn- um. Alþýðuflokkurinn hefur staðið nær Sjálfstæðisflokknum en Borgaraflokkurinn. Ég tel nauðsynlegt að kjósa því ég kem ekki auga á að þeir flokk- ar sem nú eru á þingi geti mynd- að starfhæfa meirihlutastjó'rn eins og er. Mér finnst að kosning- ar ættu að fara frám eins fljótt og hægt er. Áslaug Kristjánsdóttir, starfs- maður KEA: Við höfum ekkert að gera með kosningar því það yrði sama ringulreiðin á þinginu. Meðan stjórnarskráin leyfir ótakmarkað- an fjölda flokka á íslandi verður alltaf ringulreið í stjórnmálum. Það þyrfti að vera tveggja til þriggja flokka kerfi í landinu, þá gæti fólk vitað hvað væri hægri, vinstri og miðflokkur en ekki þetta eilífa hringl eins og er núna. Eins og þingið er samsett núna er ekki hægt að mynda neina raunverulega starfhæfa meiri- hlutastjórn, til þess er ágreining- ur um of mörg smámál. Ég hefði talið æskilegast að fá utanþings- stjórn því Islendingar eru smá- þjóð og það á ekki að kjósa oftar en á fjögurra ára fresti. Við eig- um að kjósa til fjögurra ára þann- ig að hægt sé að stjórn landinu. Dröfn Jónsdóttir, vinnur hjá Álafossi hf: Mér líst illa á þetta ástand í stjórnmálum. Það er ekki heppi- legt að fara aftur út í kosningar, menn eiga að reyna að koma sér saman. Sterkasta stjórnin yrði Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokk- ur og Borgaraflokkur. Sú stjórn ætti að reyna að bjarga málunum í bili. Ég get ekki sagt til um hve- nær ætti að kjósa næst, það færi allt eftir því hvernig stjórnin kæmi sér saman og hvað kæmi úr úr starfi hennar. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna stjórnin sprakk, e.t.v. voru menn orðnir of persónulegir í afstöðu sinni. Kvennalistinn virð- ist ekki vilja taka þátt í stjórn í bili. Júlíus Snorrason, bakara- nicistari: Ég tel að ný Viðreisn, þ.e. stjórn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks ásamt Borgara- flokki, sé hentugasta og sterkasta stjórnin nú. Þessir flokkar eru að mínum dómi þeir einu sem geta komið sér saman. Það er ekki gott að spá í hverju það var að kenna að stjórnin flosnaði upp, ætli það hafi ekki verið stjórnarandstaða Stein- gríms Hermannssonar og Fram- sóknarflokksins. Ég vil skilyrðislaust láta kjósa aftur í vetur, því fyrr því betra. Þangað til verður bráðabirgða- stjórn að sitja því nauðsynlegt er að framkvæma fyrstu aðgerðir áður en að kosningum kemur. Konráð Aðalsteinsson, iðn- verkamaður hjá Álafossi hf: Það verður erfitt að taka við eins og málin eru í dag en ég hefði viljað prófa vinstri stjórn, Alþýðuflokk, Alþýðubandalag, Framsóknarflokk og jafnvel Borgaraflokk. Ég get ekki sagt til um hvort sú stjórn ætti að setja lengur eða skemur eða hvort grípa eigi til kosninga nú eða síðar. Það virðist vera alveg sama hvaða stjórn situr eða hvaða flokkar fara með völd, það eru alltaf sömu vandamálin. Ég veit ekki hvort þau batna við kosning- ar. Það kom mér ekki á óvart hvernig fór fyrir stjórninni, ég var búinn að sjá þetta fyrir miðað við fréttir af stjórnarsamstarfinu undanfarið. En ég tel mjög tví- sýnt að ástandið batni við kosn- ingar. Kristján Guðjónsson, vinnur hjá Álafossi hf: Ég vil stjórn sem gerir eitt- hvað, það skiptir engu máli hvernig hún er skipuð. Það þarf að bjarga atvinnuvegunum, eru þeir ekki alveg í lamasessi? Það kom mér eiginlega á óvart hvernig fór fyrir stjórninni en þó var ég ekki búinn að gera ráð fyr- ir að hún yrði eins langlíf og raun varð á. Fyrst þeir voru búnir að hanga í þessu svona lengi hefði ég haldið að þeir gætu það áfram. Ég er hræddur um að æskilegt sé að kjósa og fá sterka meiri- hlutastjórn en ef ég á að segja eitthvað um stjórnmálaástandið almennt í landinu þá finnst mér það vera dapurt, það er ekki nema eitt orð yfir það. Almenningur hefur, held ég, ekki áhuga fyrir stjórnmálum auk þess sem flokkarnir eru orðnir svo margir að fólk á erfitt með að gera upp við sig hverja það á að kjósa. Sigurjón Ingibjörnsson: Mér finnst umræða um þessi mál eiginlega vera þvaður fram og aftur og það kemur ekki nógu vel fram hvað menn eru að ræða um. Stjórnmálaflokkar ræða saman en mér finnst ekkert raun- verulegt vera að gerast. Ég var ekki óánægður með stjórnina framan af en samstarfið fór hrað- versnandi. Ástandið er sérlega slæmt fyrir húsbyggjendur og ástandið í húsnæðismálum hefur farið versnandi. Ég verð að segja að ég nenni varla að fylgjast með þessum stjórnmálum. Þó finnst mér ástandið vera orðið svo svart að nauðsynlegt er að kjósa aftur, fyrr en seinna. María Sigurbjörnsdóttir: Ég vil helst ekki kosningar og er hætt að búast við að stjórn- málamenn komi sér saman. Ég hef misst trúna á þessa menn. - En hvað finnst þér um kvennalistakonurnar? Þar fórstu alveg með það - ég hefði haft trú á þeim en mér virð- ist þær ekki þora að segja neitt eða vilja bera ábyrgð á neinu. Það kom mér ekki á óvart að það skyldi slitna upp úr stjórnar- samstarfinu. Þetta er alvarlegt ástand því á meðan þetta er svona getur fólk búist við að fleiri frystihús loki, við sjáum bara hvað er að gerast í Ólafsfirði. Atvinna fólks er augljóslega í hættu. Níels Ragnarsson: Kosningar væru til bóta úr því sem komið er. Mér finnst skrýtið ef það er hægt að mynda stjórn án þess að efna til kosninga aftur því það ætti að gerast sjálfkrafa að gengið skuli til kosninga þegar ríkisstjórn hættir. Mér kom ekki á óvart að svona fór fyrir stjórninni, þetta var sundurlyndi. En þegar sú staða kemur upp að stjórn getur ekki setið út kjörtímabilið á að koma af sjálfu sér að efnt verður til nýrra kosninga. - Hvernig litist þér á meiri- hlutastjórn sem myndi sitja fram á næsta ár? Ég er ekki beinlínis á móti því en það fyrirkomulag býður þó upp á mikið baktjalda- makk því menn eru meira að segja farnir að ræða um myndun nýrrar stjórnar áður en sú gamla er fallin. Stjórnmálaástandið í landinu er ekki gott, það hljóta allir að sjá. EHB íbúð - Reykjavík Rúmgóð 2ja herbergja íbúð, vel staðsett við Miklubraut Reykjavík, til sölu. Hagstætt 400 þúsund króna langtímalán fylgir. Allar upplýsingar veittar í Fasteignahöllinni, Háa- leitisbraut 58-60, símar 91-35300 og 91-35301. Er við Bugðusíðu á móti Bjargi frá kl. 9-12 og við Hlíðarlund frá kl. 1-6 alla virka daga. Fiskur - kjöt - brauð frá Einarsbakaríi - mjólkur- vörur - gos - sælgæti - tóbak og margt margt fleira. Kjörbíll Skutuls, síinl 985-28058. Laugardagskvöld 24. september Dansleikur Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi Glæsilegur matseðill Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00 Fjölskyldutilboð sunnudag Spergilsúpa - Lambalæri „beamaise" Verð aðeins kr. 690,- ^ Frítt fyrir börn 0-6 ára, Vz gjald fyrir 6-12 ára ll /I Bordapantanir í síma 22200 i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.