Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 7
23. september 1988 - DAGUR - 7 N Erling Aðalsteinsson eigandi verslunarinnar Amor ásamt Dagmar Jóhannsdóttur sem starfar í versluninni. Mynd: TLV Amor opnaður á Akureyri - ný tískuvöruverslun fyrir dömur og herra í gær var opnuð ný tískuvöru- verslun á Akureyri og heitir sú Amor. Verslunin er til húsa að Hafnarstræti 88, þar sem áður var Kápusalan. Eigandi versl- unarinnar er Erling Aðal- steinsson, en hann rekur að auki Herrabúðina. Amor er alhliða tískuvöru- verslun þar sem hægt er að fá all- an almennan fatnað. Allt frá skyrtum, peysum og buxum og upp í jakkaföt. í Amor er jöfnum höndum verslað með dömu- og herraföt. Eins og áður sagði er Erling eigandi verslunarinnar, en hún er rekin í náinni samvinnu við Karnabæ í Reykjavík. Erling sagði að er hann hafi frétt af því að stór aðili á þessum vettvangi úr Reykjavík hefði hug á að opna hér verslun, hefði hann sett sig í samband við hann og með þeim tekist samningar. „Ég taldi betra og réttara að verslunin væri í höndum heima- manna,“ sagði Erling og kvaðst bjartsýnn á að reksturinn myndi ganga vel. Nýjar vörur verða teknar upp tvisvar í viku og sagði Erling að vörurnar yrðu boðnar á sama verði á Akureyri og í Reykjavík. „Það versta sem ég heyri er þegar viðskiptavinirnir segjast geta fengið sörnu vöruna á lægra verði fyrir sunnan,“ sagði Erling. Tvær starfsstúlkur munu ann- ast daglegan rekstur verslunar- innar, sem opin er alla virka daga frá 9-18 og á laugardögum frá 10- 12. mþþ Akureyri: Ný hárgreiðslustofa Lóa Barðadóttir, hárgrciðslumeistari, opnaði nýja og glæsilcga hárgreiðslustofu í Mánahlíð 2 á Akureyri fyrir skommu. Lóa hefur sótt mörg námskeið erlendis til að kynna sér það nýjasta í greininni hverju sinni og er hár- greiðslustofan byggð upp af þeirri reynslu. Stofan verður opin alla virka daga og á laugardögum, einnig á kvöldin eftir samkomulagi. r í VÍN! Fögnum glæsilegri Hrafnagilsbraut með hlaðborði á sunnudag, og okkar vinsælu veitingum á hverjum degi. Blómamarkaður í fullum gangi. Nýjar, ódýrar og góðar plöntur. Nú er tækifærið að endurnýja og bæta við. V Blómaskáli við Hrafnagil. Sími 31333 _________________> Verkalýðsfélagið Eining: Fulltrúakjör Kosning fulltrúa félagsins á 36. þing Alþýðusam- bands Islands, sem haldið verður í Kópavogi dag- ana 21. til 25. nóvember nk. fer fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu samkvæmt lögum félags- ins og reglum ASI um allsherjaratkvæðagreiðslur. Framboðslistum með nöfnum 18 aðalfulltrúa og 18 varafulltrúa ber að skila á skrifstofu félagsins í Skipagötu 14 á Akureyri eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 4. október. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 21. september 1988. Verkalýðsfélagið Eining. Bera sparískírteini þín hámarks ávöxtun? Ný spariskírteini ríkissjóðs bera nú 7-8% vexti umfram verðtryggingu Mörg eldri spariskírteini bera mun lægri vexti Innleysanleg spariskírteini Flokkur Innleysanleg Vextir dagur % 1973 1b ..15.09.88 5.00 1974 1 ..15.09.88 5.00 1977 2 ..10.09.88 3.50 1978 2 ..10.09.88 3.50 1979 2 ..15.09.88 3.50 1980 2 ..25.10.88 3.50 1981 2 ..15.10.88 3.20 1982 2 ..01.10.88 3.53 1983 2 ..01.11.88 4.16 1984 2 ..10.09.88 8.00 1984 3 ..12.11.88 8.00 1985 2a ..10.09.88 7.00 Taktu gömlu skírteinin og fáöu þér ný Gengi Einingarbréfa 23. september 1988 Einingabréf 1 3.285,- Einingabréf 2 ........................ 1.880,- Einingabréf 3 ........................ 2.128,- Lífeyrisbréf ......................... 1.651,- Skammtímabréf ....................... 1,156 éélKAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 ■ Akureyri • Sími 96-24700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.