Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 20
Fjölskyldutilboð Bautans sunnud. 25. sept. Rjómalöguð sveppasúpa ★ Salatbar ★ Grísasteik með sykurbrúnuðum kartöflum og kryddsósu Triffle í súkkulaðibolla kr. 850,- Hálft gjald fyrir 11 ára og yngri eða hamborgari með frönskum og ís, kr. 250,- Sölufélag Austur-Húnvetninga: LA og Gríniðjan: Miklar birgðir af óseldu hrossakjöti - nýtt dilkakjöt ekki sett á markað fyrr en samið hefur verið um verð Hrossakjöt hefur varla hreyfst í kjötgeymslum Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blöndu- ósi að undanförnu og liggur félagið nú með tæpan helming þess kjöts sem lagt var inn hjá því á síðasta verðlagsári. Vetur að ganga í garð: Varthefur orðið hálku á fjallvegum Nú þegar fjöll eru farin að grána svo mjög, að gárungarn- ir tala um skíðafæri í Hlíðar- fjalli er tími til kominn fyrir ferðalanga að íhuga útbúnað bifreiða sinna með tilliti til vetraraksturs. Með lækkandi hitastigi eykst nefnilega hættan á hálku, sér- staklega á fjallvegum. Dagur hafði samband við vegaeftirlit- ið og athugaði hvort vart hefði orðið hálku á Norðurlandi í haust. Ekki vildu þeir meina að ástandið væri orðið alvarlegt, þó svolítil hálka hafi verið á Oxna- Orsök þess að sala hrossakjöts hefur dregist saman er að verð á þessari vörutegund hækkaði verulega til framleiðenda á sl. hausti og um áramótin var svo lagður á það söluskattur sem ekki hafði verið á hrossakjöti fram að þeim tíma. Að sögn Ragnars Inga Tómas- sonar var innlagt hrossakjöt hjá SAH 89 tonn á árinu, þar af komu til innleggs í sláturtíð 83 tonn. Af því innleggi eru nú 40,7 tonn enn í frystigeymslum og lít- ur ekki vel út með sölu á þeim birgðum. Ragnar sagði að ráðamenn vildu ekkert fyrir þessa fram- leiðslugrein gera, svo sem að fella niður söluskatt og þetta hlyti að koma verulega við pyngju bænda í þeim héruðum þar sem mest hefði verið framleitt af hrossakjöti á undanförnunt árum og menn treyst á árvissar tekjur af þessari framleiðslu. Sauðfjárslátrun er nú hafin hjá SAH en kjöt af nýslátruðu verð- ur ekki sett á markað fyrr en samið hefur verið um nýtt verð á því fyrir yfirstandandi fram- leiðsluár. fh Gífurleg ásókn í miða á NÖRD Mikil ásókn er í miða á NÖRD, gestaleik Gríniðjunn- ar, hjá Leikfélagi Akureyrar. Ráðgerðar voru fjórar sýning- ar, 22.-25. september, kl. 20.30, en sl. miðvikudag var þegar orðið uppselt á þrjár fyrstu sýningarnar. Þegar ljóst var hvert stefndi var ákveðið að halda aukasýn- ingu á NÖRD laugardaginn 24. september kl. 15. Ef þessi ráð- stöfun nægir ekki er möguleiki á annarrí aukasýningu á sunnudag- inn á sama tíma, en síðasta sýn- ing verður kl. 20.30 á sunnudags- kvöld. NÖRD er gamanleikur eftir bandaríska leikarann og leik- skáldið Larry Shue. Gríniðjan sýndi leikinn við góða aðsókn á Hótel Islandi sl. vetur og sýning- ar verða teknar upp í íslensku óperunni um næstu mánaðamót. Leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson og auk hans fara þau Randver Þorláksson, Sigrún Waage, Júlíus Brjánsson, Edda Björg- vinsdóttir, Björgvin Franz Gísla- son og Laddi með hlutverk í NÖRDINUM. SS Áður en haldið er í róður, er betra að atliuga hvort allt sé ekki klárt. Mynd: TLV Skriðurnar í Ólafsfirði: Heildartjón vel yfir 20 minjónum - fólk ánægt með hversu skjótt viðlagatrygging brást við dalsheiði fyrr í vikunni. Þeir vildu þó beina þeim tilmælum til fólks, að fara ekki á vanbúnum bílum í langferðir, því ástand vega getur hæglega breyst á einni klukkustund. Dagur hafði spurnir af fólki sem ætlaði snemma í gærmorgun yfir Öxnadalsheiði en varð að snúa við vegna ófærðar, en reyndar var bifreið þess á sumar- dekkjum. VG Týndu milljónirnar sem Verk- menntaskólinn á Akureyri hef- ur auglýst eftir eru ekki enn komnar í leitirnar. Fram- kvæmdir við miðálmu skólans munu stöðvast eftir 2-3 vikur þar eð fjárveiting til byggingar- innar er að verða uppurin. Þröngt mega sáttir sitja í kennslustofum skólans í vetur og óvíst hvort eitthvað rætist úr vandanum næsta haust. Magnús Garðarsson, fulltrúi skólanefndar VMA, sagði að framkvæmdir við miðálmuna myndu ekki komast eins langt og áætlað hafði verið vegna fjárskorts. Þessi álma tengir sam- an þá fjóra áfanga sem búnir eru og ráðgert var að innrétta fimm kennslustofur í bókasafnsrými til að leysa bráðasta vandann í húsnæðismálum skólans. Starfsmenn viðlagatryggingar hafa nú metið hvert heildar- tjónið vegna skriðufallanna var í Ólafsfirði. Samkvæmt fyrstu tölum nam bótaskylt „Það er jafnvel orðið hæpið að við getum lokið við kennslustof- urnar fyrir næsta haust vegna þess hve skammt á veg fram- kvæmdir eru komnar. Nú er mjög stór árgangur í skólanum og von á stórum árgöngum næstu tvö ár, þannig að ef við fáum ekki þetta hús fer að verða spurning hvað Háskólinn gerir. Ef hann þarf viðbótarhúsnæði þá getur hann ekki fengið það hjá okkur," sagði Magnús. Hann sagði að skólinn hefði gert yfirvöldum grein fyrir stöð- unni, ekki kæmi til greina að keyra fram úr fjárveitingu, en VMA yrði að fá aukafjárveitingu ef framkvæmdir ættu ekki að stöðvast. Til þessa hefði ekki komið ef aukafjárveiting upp á rúmar 20 milljónir, sem fullyrt var að skólinn fengi, hefði komist rétta boðleið. SS tjón 20 milljónum, en sú tala mun væntanlega hækka og verða nær 30 milljónum, því enn eru að koma í Ijós skemmdir sem ekki hafa verið metnar. „Það er ekki alveg fullkannað hjá bænum hvert heildartjón hans verður, þessar tölur eru til bráðabirgða og eiga eftir að hækka talsvert, svo hér er ekki um vanmat að ræða,“ sagði Bjarni Grímsson bæjarstjóri í Ólafsfirði. Aðspurður um hvort einstakl- ingar séu sáttir við mat viðlaga- tryggingar sagði hann að megin þorri fólks væri það. „Fólk ersér- staklega ánægt með hversu skjótt var brugðist við, en bæturnar hafa þegar verið greiddar út.“ Bjarni sagði að ákveðnir hlutir væru ekki bótaskyldir hjá við- lagatryggingu og það tjón verða einstaklingar og bæjarfélagið að bera. Hér er um að ræða lóðir; hjá bænum eru það opin svæði, götur sem grófust í sundur o.s.frv. „Það er fyrst og fremst þetta sem verður útundan. Lóðir einstaklinga eru aðeins bættar samkvæmt lóðamati, sem þýðir að garðyrkjuvinna er ekki bætt og í sumum tilfellum sáu ein- staklingar tveggja áratuga vinnu hverfa á einum sólarhring.“ Auk þessa, urðu golfvöllurinn og skeiðvöllurinn fyrir verulegum skemmdum sem ekki verða bættar. Tjón þessara aðila nemur um 700 þúsundum. Fjallshlíðin ofan við bæinn er í sárum eftir skriðuföllin og hefði ekki enn verið rætt um upp- græðslu þar. Þar eru hins vegar fyrirhugaðar forvarnaraðgerðir sem að öllum líkindum verða „Kvótamál skipa Samherja eru þolanleg, vio viljum allir fá meiri þorsk, en við höfum reynt að stýra því hvað skipin veiddu og stöndum því alveg þolanlega,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja hf. á Akureyri, þegar hann var innt- ur eftir kvótamálum fyrirtækis- ins. Öll skip Samherja hf. eru á aflamarki. „Við höfum kvóta Þorsteins upp á að hlaupa,“ sagði Þorsteinn Már, en skipið Þor- steinn EA 610 skemmdist í ís sl. vetur, eins og kunnugt er. Kvóti Þorsteins hefur því nýst vel en fjármagnaðar af ofanflóðasjóði. Bjarni sagði að í fjallinu væru hafnar bráðabirgðaframkvæmdir sem lokið yrði við í vikunni. „Það er ekkert fallegt að sjá hér upp í hlíðina núna, en við stefnum að því að græða skurðina upp jafn- framt því að hlíðin verður grædd upp.“ VG veiðum skipanna hefur verið stjórnað þannig að þau hafa verið töluvert á skrapi og veitt allmik- inn karfa auk rækju. Niðurstaðan er sú að þeir Samherjamenn eru þolanlega settir, eins og Þor- steinn Már komst að orði. Samherji hf. keypti fyrir skömmu Hraunsvík, 58 tonna bát frá Grindavík, en Oddeyri hf. keypti Þorlák helga, 150 tonna skip frá Siglufirði. „Við fáum ekki mikinn kvóta með þessum skipum í ár en ef þetta kerfi sem nú er heldur áfram þá er engin launung á því að ætlunin er að láta önnur skip veiða kvóta þeirra," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson. EHB Verkmenntaskólinn á Akureyri: Framkvæmdir við mið- áJmu að stöðvast - Týndu milljónirnar ekki komnar í leitirnar Kvótamál Sam- herja þolanleg - segir Þorsteinn Már Baldvinsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.