Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 5
23. september 1988 - DAGUR - 5
Ný dýraverndunarlög í Svíþjóð:
Húsdýr skulu hafa meíra
rými í framtíðiimi
Tvær vinsælustu
hljómsveitir landsins
ÐE LÓMLÍ BLÚ B0J5
R0KK5VEIT RÚI1AR5
JÚLÍU550MAR
í Sjallanum föstudags-
og laugardagshvöld
★
Athugið! Snyrtilegur klæðnaður,
ekki gallafatnaður
Kjallarinn opinn öll kvöld
Miða- og borðapantanir
í síma 22970
Ný dýraverndunarlög tóku gildi
1. júlí í sumar. Meginhugmyndin
á bak við lögin er sú að dýrin eigi
að hafa nægilegt rými til þess að
geta hreyft sig og jórturdýrum sé
beitt eins og þau hafi eðli til yfir
sumarið. Lög þessi skal endur-
skoða fyrir 1. janúar 1994.
Við uppbyggingu á bændabýl-
um skal fara eftir lögum þessum
t.d. að næg tún séu fyrir nautpen-
ing og að svín hafi nægilega mik-
ið pláss í stíum. Mesta breytingin
er þó sú að hænsni sem ætluð eru
til eggjaframleiðslu mega ekki
vera í búrum eftir 1999 og fá því
eggjaframleiðendur nær ellefu
ára aðlögunartíma til þess að
breyta búum sínum.
Hvað er eðlilegt?
Margt það sem segir í dýravernd-
unarlögunum felur í sér miklar
breytingar frá því sem hlutirnir
eru í dag. Krafan um hagagöngu
búfjár og að varphænur flytji úr
búrunum eru nýjungar sem fela í
sér breytta starfshætti á mörgum
bændabýlum í framtíðinni og
einnig kostnaðarsamar breyting-
ar á útihúsum.
Einungis um 80% mjólkurkúa
í Svíþjóð eru látnar á beit yflr
sumarið en eftir 1. júlí 1990 skulu
þær fara út. Pá skulu geldneyti
eldri en sex mánaða vera úti.
Undanfarið hefur þróunin verið
sú í Svíþjóð að hagaganga hefur
aukist og lögin eiga að vera til
þess að styrkja þessa þróun. En
hvað er eðlilegt fyrir skepnurnar?
Þessu hafa margir velt fyrir sér og
því líka hvar eigi að setja
mörkin.
Þetta eru ströng lög
Öll húsdýr eiga að hafa hreint
loft og glugga til þess að njóta
dagsljóss. Viss hávaðatakmörk
eru í útihúsum og öll tækni verð-
ur að hljóta samþykki landbún-
aðaryfirvalda.
Pá koma gæludýr nokkuð við
sögu og um þau eru settar fram
nýjar ákvarðanir í lögunum, en
allir þeir sem vinna að útbreiðslu
og sölu gæludýra þurfa að hafa
kunnáttu í því sem verið er að
fást við og hafa farið á námskeið,
og því getur ekki hver sem er haf-
ið slíka starfsemi. Nokkur
umræða hefur verið um vissar
tegundir gæludýra og talið er að í
framtíðinni verði ormar bannaðir
sem slíkir í Svíþjóð.
Sænsku dýraverndunarlögin
eru ein ströngustu lög sinnar teg-
undar í heimi. Umræður hafa
verið miklar og önnur lönd hafa
fylgst með þróuninni. í Dan-
mörku, Hollandi og V.-Þýska-
landi eru ný dýraverndunarlög í
burðarliðnum.
Hænurnar fara úr búrunum
í ágústblaði sænska ritsins
„Husdjur“ sem er bændablað, er
fjallað nokkuð um nýju lögin og
er þeim fagnað en jafnframt
nokkuð gagnrýnd. Segja má að
áhugi á lögunum hafi verið mikill
ekki síst vegna þess að kosninga-
ár er í Svíþjóð og umhverfissinn-
ar eða græningjar eins og þeir eru
oftast kallaðir virðast hafa sterka
stöðu nú í kosningunum sem
fram fara nú í september og bæta
þeir miklu við sig samkvæmt
skoðanakönnunum. Petta fólk
vinnur að velferð allra dýra og
vilja óspillta náttúru. Kjörorðið
„Bak til naturen" eða aftur til
náttúrunnar kemur ekki ein-
kennilega fyrir sjónir þegar fiskur
er víða orðinn svo mengaður að
þó að veiði sé leyfð þá má ekki
borða hann. Skortur verður á
hreindýrakjöti í haust vegna
mengunar og víða er skógurinn
skemmdur vegna súra regnsins.
Garðyrkjumenn sem nota ein-
ungis náttúruleg efni á piöntur
sínar eiga vaxandi fylgi að fagna
og slíkt grænmeti selst á hærra
verði.
í leiðara blaðsins ræðir Lenn-
art Andersson, sem starfar í
nefnd sem fjallar um aðbúnað
húsdýra, lög þessi og segir að sér
finnist að þau hafi ekki fengið
nægilega umfjöllun og útfærsla
sumra lagagreinanna sé of fljót-
færnisleg og ekki sé tekið tillit til
hagkvæmni og hvernig eigi að
fara eftir hinum ýmsu þáttum og
fylgjast með að svo sé gert. Hann
segir að flokkspólitík megi ekki
ráða um of ferðinni í svona máli
og ekki sé neitt öruggt að með
þessu sé velferð húsdýra borgið.
Lennart segir að þekking og
reynsla eigi að vera að leiðarljósi.
Yfirleitt er þessum lögum fagn-
að og þau talin merkur áfangi og
ekki síst það að varphænurnar
verða allar farnar úr þröngum
búrum um aldamót.
Nokkur atriði úr lögunum
- Hænsni sem ætluð eru til
eggjaframleiðslu mega ekki
vera í búrum.
- Mjólkurkýr skulu yfir sumar-
tímann vera settar á beit.
(Tekur gildi 1. júlí 1990.)
- Aðrir nautgripir skulu einnig
vera á beit eða á einhvern hátt
hafa aðstöðu til útivistar. Þetta
á ekki við um skepnur sem eru
yngri en sex mánaða og heldur
ekki naut sem eru eldri en hálfs
árs.
- Ef á því er möguleiki skulu
svín í vissum tilfellum hafa
tækifæri á að koma aðeins út
yfir sumarið.
- Svín eiga að vera í lausagöngu.
- Stíur þar sem í eru svín eða
kálfar fram að 30 daga aldri
skulu vera þurrar og í þær
stráð moði, sagi eða hálmi
þannig að ungviðið hafi góða
líðan. (Þetta á ekki við þar sem
eru grindur.)
- Básar eða legubásar fyrir
mjólkurkýr skulu vera með
básamottum eða annarri ein-
angrun, en sé það ekki skal
bera sag eða hálm undir
kýrnar.
- Ekki má reyna að breyta eigin-
leikum húsdýra með hormóna-
inngjöf, heldur aðeins í þeim
tilgangi að lækna sjúkdóma.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins,
á neðangreindum tíma:
íb.h. á lóð úr landi Sólbergs,
þingl. eigandi Úlfar Arason, fer
fram í skrifstofu embættisins
Húsavík fimmtud. 29. sept. '88
kl. 11.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Árni
Pálsson hdl., Veðdeild Lands-
banka íslands og Brunabóta-
félag íslands.
Höfðabrekku 27, Húsavík,
þingl. eigandi Samúel Þór
Samúelsson, fer fram í skrif-
stofu embættisins Húsavík
fimmtud. 29. september ’88 kl
10.00.
Uppboösbeiðendur eru: Hró-
bjartur Jónatansson hdl. og
Örlygur Hnefill Jónsson hdl.
Stakfelli ÞH-360, þingl. eigandi
Útgerðarfélag Norður-Þingey-
inga, fer fram í skrifstofu emb-
ættisins Húsavík fimmtud. 29.
september ’88 kl. 10.15.
Uppboðsbeiðandi erTrygginga-
stofnun ríkisins.
Núpi ÞH-3, þingl. eigandi Kald-
bakur hf., fer fram í skrifstofu
embættisins Húsavík fimmtud.
29. september ’88 kl. 10.30.
Uppboðsbeiðandi er Guðmund-
ur Jónsson hdl.
Langholti 1 b., Þórshöfn, þingl.
eigandi Kaupfélag Langnes-
inga, fer fram í skrifstofu emb-
ættisins Húsavík fimmtud. 29.
september '88 kl. 11.10.
Uppboðsbeiðandi er Iðnlána-
sjóður.
Aðalbraut 67, íb. 8, Raufarhöfn,
talinn eigandi Örn Guðnason,
fer fram í skrifstofu embættisins
Húsavík fimmtud. 29. septem-
ber ’88 kl 10.10.
Uppboðsbeiðendur eru: Veð-
deild Landsbanka íslands og
innheimtumaöur ríkissjóðs.
Pálmholti 10, Þórshöfn, þingl.
eigandi Egill Einarsson, ferfram
í skrifstofu embættisins Húsa-
vík fimmtud. 29. september ’88
kl. 11.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Inn-
heimtumaður ríkissjóðs og
Veðdeild Landsbanka íslands.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
Bæjarfógeti Húsavíkur.
"Hnífur og skæri -
ekki barna meðfæri"
Allar skepnur hafa þörf fyrir hreyfíngu ekki síður en menn.