Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 6
V — rtt!í)AO — h8§ " iðdrnoícjS’íi .fiS
6 - DAGUR - 23. september 1988
Sláturtíðin stendur nú sem hæst og eru þeir eflaust fjölmargir sem standa í sláturgerð.
Blóðmör og lifrarpylsa, að ógleymdum sviðunum er ekki dónalegur matur og á dögunum
heimsóttum við slátursölu Kjötiðnaðarstöðvar KEA og litum á Iífíð. Löng biðröð hafði
myndast við söluborðið og þótt sumir hefðu beðið lengi, ríkti þar stóísk ró. Við notuðum
tækifærið og spjölluðum við kaupendur sem biðu, auk þess sem afgreiðslustúlka og slát-
urhússtjórinn sjálfur sátu fyrir svörum.
Sérstök steimnning
- sögðu Sigurlaug og Hermann
Fyrst hittum við fyrir unga fjöl-
skyldu, þau Sigurlaugu Guð-
mundsdóttur, Hermann R.
Jónsson og son þeirra, Gunnar
Mána. Þau ætluðu að taka 8
slátur en reiknuðu ekki með að
gera blóðmör úr öllu blóðinu.
„Við tökum alltaf slátur og ég
nota alltaf sömu uppskriftina, en
hún er nú bara úr matreiðslu-
bók,“ sagði Sigurlaug. Fjöiskyld-
an telur alls sex meðlimi svo mik-
il búbót er af ódýrum og góðum
mat eins og sláturmat.
Þau voru sammála um að sér-
stök stemmning fylgdi sláturgerð
og ætluðu að nota helgina til þess
að vinna góðgætið. Búist var við
að „tilraunasoðning," eins og
Hermann orðaði það, yrði snædd
um kvöldið. Gunnar Máni var
ekki síður eftirvæntingarfullur og
sagðist ætla að hjálpa til við
sláturgerðina.
Aðalgeir og Sigrún bíða afgreiðslu, en þau nota uppskriftir sem gengið hafa mann fram af manni.
Bóndínn brvtjar“
Sigurlaug, Hermann og Gunnar Máni ætluðu að nota helgina til slátur- Það voru enn nokkrir á undan
gerðar. þeim Sigrúnu Arnþórsdóttur
- segir Óli Valdimarsson sláturhússtjóri
Slátursala er jafnan bæði jöfn
og góð. Á tímabili dró úr sölu,
en hún virðist nú vera á upp-
leið á ný. Óli Valdimarsson
sláturhússtjóri KEA sagði, að
seld hafi verið 25 þúsund slátur
í fyrra, sem þykir mjög mikið.
Sala hefur farið vel af stað
núna, en um síðustu helgi hækk-
aði verðið á slátrinu. Fyrir helgi
kostaði eitt slátur 296 krónur og
hækkaði upp í 370. „Það var þrenns
konar verð á slátrinu í fyrra. Þeir
sem komu fyrstir þá þurftu að
borga mest, en það hefur snúist
við núna svo ég vona að þetta
jafnist því það er yfirleitt sama
fólkið sem kemur fyrst. Þetta er
ekki dýr matur, því verð á slátr-
inu er ekki nema rétt það sem
bóndinn fær fyrir það,“ sagði Óli.
Aðspurður um hvort hann
sjálfur tæki slátur, sagði hann svo
ekki vera lengur. „Við erum bara
tvö eftir heima svo við kaupum
okkur bara slátur. En okkur þyk-
ir það gott og ég borða það
grimmt,“ sagði hann.
Kjötiðnaðarstöðin hóf að selja
nýja kjötið um síðustu helgi. Ný
gæðaflokkun hefur tekið gildi og
vegna verðstöðvunar er aðeins
selt kjöt úr tveimur flokkum, þ.e.
úrvalsflokki og 1. flokki. Sam-
kvæmt lýsingu, er kjöt sem lendir
í úrvalsflokki sérlega vel vaxnir
og vöðvafylltir skrokkar með
jafnri fitudreifingu. Skrokkar í 1.
flokk eru sæmilega vaxnir og
vöðvafylltir skrokkar. Verð á
kjöti í úrvalsflokki er 303.27
krónur kílóið í heildsölu og
414.04 í smásölu og í 1. flokki er
heildsöluverð 291.72 og smásölu-
verð 401.06.
ÓIi Valdimarsson segist sjálfur borða mikið slátur.
Slátnr er ekki dýr matur
og Aðalgeiri Guðmundssyni.
Voru þau búin að bíða í hálf-
tíma, svo við undum okkur að
þeim og forvitnuðumst um
matarvenjur þeirra í kringum
sláturgerð.
„Við ætlum nú bara að taka 5
slátur því við erum bara tvö.
Áður tókum við svona 8-10 slátur
þegar börnin voru heima,“ sagði
Sigrún. Hún notar uppskrift sem
gengið hefur mann fram af manni
í fjölskyldunni. „Móðir mín og
amma notuðu hana báðar.“
Hún sagðist telja ómissandi að
taka slátur á haustin og að afurð-
irnar væru alltaf vel borðaðar.
„Við ætlum að nota helgina í
sláturgerðina og bóndinn
brytjar,“ sagði hún. Sigrún taldi
að slátur væri tekið mjög víða og
að nú væri að færast í aukana að
ungt fólk gerði þetta, enda væri
það mikil búbót í dýrtíðinni.
Algengtað taka
tíu slátur
- segir Margrét Sölvadóttir
sem unnið hefur 24 haust á sláturhúsinu
Bak við afgreiðsluborðið var
nóg að gera. Starfsfólkið þusti
fram og til baka með blóð,
lifur, mör og annan innmat.
Okkur tókst að ná tali af
Margréti Sölvadóttur en þetta
er 24. haustið sem hún vinnur
á Sláturhúsinu.
Það lá auðvitað beinast við að
spyrja hana hvort hún væri ekki
farin að þekkja fólk sem kæmi og
keypti hjá henni slátur ár eftir ár.
„Jú, það er mikið sama fólkið
sem kemur ár eftir ár.“ Margréti
fannst af fenginni reynslu, að
slátursala hafi heldur dregist
saman. Algengt væri að fólk taki
10 slátur og allt upp í 40, „en þá
eru nú oftast fleiri en ein fjöl-
skylda um það.“ Sjálf tekur
Margrét 12 slátur. „Það er alltaf
viss stemmning í kringum slátur-
tíðina," sagði hún, en við gátum
ekki tafið hana lengur því nóg
var að gera.
„Það er mikið sama fólkið sem
kemur ár eftir ár.“