Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 13
!? 23. september 1988 - DAGÚR ^-13 Á athafnasvæði Sindrastáls á Gleráreyrum. Sjá má „lestarstöðina“ í baksýn, en áður en starfsmenn fyrirtækisins komu norður höfðu skemmdarvargar látið til sín taka og var búið að stela öllu steini léttara úr skúrnum. móti bílflökum fyrir um einu og hálfu ári, þar sem reksturinn stóð engan veginn undir sér. Klósett á þröskuldi Félagarnir, Sveinn og Björn sögðu að mikið væri um að fólk kæmi í portið til að skoða og hefði ágangurinn verið svo mikill að komið hefði til tals að taka upp rúllugjald! Flestir þeir sem leið sína leggja í portið g'anga þokkalega um, en því miður ekki allir. „Aðkoman var heldur leiðinleg þegar við komum hing- að til vinnu,“ sagði Sveinn. Skúr- inn var fokheldur og Búið var að stela svo til öllu sem hægt var að stela innan dyra. Allir kaplar voru teknir, rafmagnstafla og raf- magnsofnar voru horfnir og sal- ernisaðstaðan í lamasessi, kló- settið brotið á þröskuldi skúrsins. Svæðið er nú vaktað og bjuggust þeir við að geta fengið frið þann tíma sem þeir eiga eftir að vinna hér. mþþ Haustnámskeið Kennt verður í eftirfarandi greinum: Þjóðlagagítar, byrjendur (kassagítar). Þjóðlagagítar, framhald (kassagítar). Rafgítar, byrjendur (rafgítar + box). Undirbúningsdeild í jass og blús (kassagítar). Leitið nánari uppl. í síma 26594 milli kl. 16 og 19 dagana 22.-26. sept. Allar auglýsingar sem þarf ad vinna sérstak- lega, þurfa að berast til augiýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsingadeild Dags. Eiginmaður minn, SKARPHÉÐINN ÁSGEIRSSON, forstjóri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 22. september. Fyrir hönd aðstandenda. Laufey Tryggvadóttir. Karlar við verksiniðjuvinnu höfðu 44% hærri mánaðartekjur með álagi, en konur árið 1986. afgreiðslustörf höfðu rúmlega 63% hærri mánaðarlaun með álagi en konur á sama aldri árið 1986. Á þeim aldri ná bæði kynin hæstum tekjum afgreiðslufólks. Karlar í fiskvinnu voru með 15% hærri mánaðartekjur með álagi en konur árið 1986. Karlar við verksmiðjuvinnu höfðu 44% hærri mánaðartekjur með álagi en konur 1986. Ein kona fékk bílastyrk á móti hverjum fjórurn körlum skv. skattframlögum 1985. Konur fengu að meðaltali innan við helming þeirrar upphæðar sem körlum var að jafnaði greidd. Þessar og aðrar upplýsingar eru fengnar úr þessum bæklingi sem Framkvæmdanefndin hefur gefið út og ætlar að dreifa til kvenna um land allt. Lára V. Júlíusdóttir, sem sæti á í nefndinni, sagði að ein leið til að ná meiri jöfnuði í launamálum væri að nýta sér þann möguleika sem jafnréttislögin gefa í sam- bandi við að ráða frekar konur en karla í störf. Hins vegar voru all- ar framkvæmdanefndarkonur sammála unt það að besta aðferð- in til að ná jafnrétti væri aukin þátttaka og þrýstingur frá konun- um sjálfum á flestum stigum þjóðfélagsins. AP Þegar verslað er til helgarinnar liggur leiðin í Hrísalund 5 ★ Þar er úrval afgóöum vörum ★ Þar er hagstætt vöruverð ★ Þar er góð þjónusta Svo styóur þú uppbyggingu a5 betri bæ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.