Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 4
ð -4*n ^88 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Enn eykst vímuefiia- neyslan Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á ráðstefnu samstarfsnefnda ráðuneyta um ávana- og fíkniefnamál, er talið að um 300 unglingar á aldrinum 14-19 ára misnoti áfengi og önnur vímuefni. Með misnotkun er átt við að þessi hópur neyti vímuefna, þ.e. áfengis og fíkniefna tvisvar til þrisvar í viku eða oftar. Á ráðstefnunni kom jafnframt fram að neysla hluta þessa hóps er jafnvel enn háskalegri. Þessar upplýsingar leiða hugann að því hversu mjög neysla vímuefna hefur aukist hér á landi á undanförnum árum. Áfengis- neysla hefur aukist jafnt og þétt á hverju ári og búast má við að enn sígi á ógæfuhliðina á næsta ári, þegar bjórinn fær löggildingu hér á landi. Bjórinn hefur alls staðar í heiminum komið sem viðbót á þá áfengisneyslu sem fyr- ir er og aukið heildarneysluna. Ekki er minnsta ástæða til að ætla að annað verði uppi á teningnum hér. Hvað fíkniefnin varðar, eru ekki mörg ár síðan sú skoðun var tiltölulega almenn að þau myndu aldrei ná fótfestu hér á landi í nokkrum mæli. Sú óskhyggja hefur því miður ekki reynst á rökum reist. Talan sem nefnd var hér að ofan staðfestir það. í ljósi þess að fíkniefnaneysla er útbreiddari hjá þeim sem náð hafa tvítugsaldri, má gera ráð fyrir að fjöldi fíkniefnaneytenda sé meiri en almennt hefur verið talið fram til þessa. Meintum fíkni- efnabrotum fjölgar stöðugt svo og afbrotum tengdum fíkniefnaneyslu. Þótt við séum ef til vill eftirbátar nágrannaþjóða okkar í fíkniefna- neyslu enn sem komið er, er ljóst að þessi vágestur er kominn til að vera. Björn Jósef Arnviðarson, formaður Skóla- nefndar Akureyrar, vakti athygli á því á dögunum að fíkniefnanotkun hefði aukist nokkuð á Akureyri að undanförnu. Hann sagði í samtali við Dag að það viðhorf væri almennt á Akureyri að fíkniefni væru ekki til staðar. „Menn mega ekki loka augunum fyrir þessu og halda að allt sé í sóma“, sagði hann ennfremur. Lögreglan á Akureyri hefur stað- fest að þetta sé rétt, neysla fíkniefna hafi far- ið hægt vaxandi frá árinu 1983. Þetta sýnir að full ástæða er til að herða enn róðurinn í baráttunni gegn þeim vágesti, sem vímuefnin eru. Leggja þarf mun meiri áherslu á forvarnaraðgerðir en gert hefur verið, stórauka eftirlit með innflutningi og dreifingu fíkniefna og herða refsiaðgerðir til mikilla muna. BB. úr hugskotinu Fatlafól án barlóms „Líka hér á Akureyri er sagt að krcppueinkenna sé farið að gæta.“ Það þurfti nokkur fatlafól sem flökkuðu um, ekkert endilega í hjólastólum, austur til Seoul, til að bjarga því sem bjargað varð af þjóðarstoltinu okkar eftir tugmilljóna klúður hins ofur- auglýsta handboltalandsliðs og fremur klaufalegar uppákomur síðustu daga í hvalamálinu. Það skiptir ekki svo miklu máli í þessu sambandi, að þarna var víst bara um heimsleika að ræða, en ekki Ólympíuleika, styrkta af ropvatnsauðhringjum eða krítarkortasamsteypum. íslensku fatlafólin unnu þarna drjúgt verðlaunasafn, og það sem ef til vill mestu máli skiptir, án þess að berja lóminn, og án þess - ef til vill einmitt vegna þess - að þau hafa ekki neina stórkostlega aðstöðu til iðkunar íþrótta sinna. Ef til vill er þarna kominn lykilinn eða uppskriftin að góðu gengi í íþróttum á alþjóðavettvangi. Láta helst enga eða mjög litla aðstöðu af hendi til æfinga. Þá koma afrek- in. Ljós í kreppuþoku Fréttirnar um afrek hinna fötl- uðu íþróttamanna hafa svo sannarlega stungið í stúf við þær fréttir sem hvað oftast má heyra og sjá í fjölmiðlum þessa lands nú við árstíðaskiptin. Þar er oftast verið að segja frá afla- bresti, verðfalli afurða, gjald- þrotum eða samdrætti á öllum sviðum. Með öðrum orðum kreppu, sem virðist vera að leggjast yfir þjóðfélagið nú í vetrarbyrjun, rétt eins og þokan dimma, sem grúfði yfir Eyja- firðinum við árstíðaskiptin, og sem sýndi okkur rétt einu sinni að jafnvel Flugleiðir verða stundum að hafa almættið með sér ætli félagið að standa við áætlanir sínar. í þessari kreppu- þoku eru fréttirnar um verð- launasöfnun hinna fötluðu keppenda eins og leiðarljós, eða öllu heldur jafnvel eins og sól sem reynir að brjóta sér leið gegnum sortann með hlýju sína og orku. Barlómsbúmennska Það kann vel að vera að útlitið í þeim búskap sem kenndur er við þjóðina, sé fremur í dekkra þyrstu Evrópu, þannig að fleira verði sent Skotum en verslunar- þyrstir Akureyringar í dagstúr. Og því skyldu heilbrigðir ein- staklingar vera að berja sér yfir fáeinum aukakílóum meðan hinn blindi kvartar ekkL þótt hann sjái ei Dallas, eða hinn hreyfihamlaði ekki, þótt hann dansi ekki í Sjallanum. Því skyldi þjóðin kvarta yfir því að eignast ekki þriðja bílinn í fjöl- skylduna, þegar Asíubúinn kvartar ekki yfir því að vanta reiðhjól til að komast í vinnu ef hana er þá að fá. Líka hér á Akureyri er sagt að kreppueinkenna sé farið að gæta. Við höfum áður lent í slíku, til að mynda árin 1983 til ’86, og það sem gerðist þá má undir engum kringumstæðum endurtaka sig. Sagt er að ein- mitt þá hafi barlómur og upp- gjafartal átt verulegan þátt í sam- drætti þeim sem varð á flestum sviðum í bænum. Nú ætti slíkur barlómur að vera með öllu óþarfur. Við höfum nefnilega ýmis vopn í dag, svo sem háskóla sem verður að efla sem hraðast, meðal annars með því að koma hér á kennslu á heims- mælikvarða í sjávarútvegsfræð- um, í tengslum við annað vopn okkar, hinn öfluga sjávarútveg sem hér er stundaður. Við höf- um líka fengið hingað Byggða- stofnun sem ætti að geta unnið hið ágætasta mannlíf úr þeim hráefnum þekkingar og hefðar t.d. í iðnaði, sem hér er til staðar. Og þessi bær hefur alla burði til að geta orðið landsins eftirsóttasta miðstöð, til að mynda fyrir ráðstefnur, vegna hins rólega og fágaða andrúms- lofts, og hins stöðuga veðurfars. Það hefur borið á góma, að ísland haldi hugsanlega friðar- ráðstefnu Araba og ísraels- manna verði hún haldin. Hvar væri hægt að hugsa sér ákjósan- legri stað fyrir slíka ráðstefnu á landi hér en einmitt Akureyri, fjarri heimsins glaumi og fjöl- miðlaglamri. Þetta væri verðugt verkefni fyrir bæinn okkar, sem þannig gæti lagt sitt lóð á vogar- skálar þeirrar hugsjónar sem íslensku fatlafólin voru svo glæsilegir fulltrúar fyrir. Hug- sjónarinnar um betri heim handa öllum - heim án barlóms. lagi þessa stundina, og að alvar- leg kreppa sé jafnvel í uppsigl- ingu, en það er líka til máltæki sem segir, að enginn sé bóndi nema hann berji sér. Og því vaknar óneitanlega sú spurning að hversu miklu leyti kreppan er tilbúningur „bænda“ sem eiga í einhverjum kröggum, en eiga ef til vill gott innhlaup í fjölmiðla. Því er nefnilega þannig varið, að maður hefur það á tilfinning- unni, að málverkið af skrattan- um á veggnum sé nú með allra ýktasta móti. Vissulega fara þessa dagana æði mörg fyrirtæki á hausinn, og það jafnvel á Reykjavíkursvæðinu, enda verður að segjast eins og er, að sú þensla sem ekki síst þar var, var greidd með gúmmítékkum, ávísunum sem engin innistæða var til fyrir, rétt eins og hjá hamborgarakóngnum sem greiddi starfsfólkinu orlofið sitt með og frétt var um á innsíðu blaðs nokkurs. Þá er nú alvana- legt að verð lækki á mörkuðum okkar samfara aflasamdrætti, og slíku verða menn bara að taka eins og hverju öðru hunds- biti í stað þess að leggjast í volæði og vesöld, eða með öðr- um orðum óðaverðbólgu, fjölda- atvinnuleysi með tilheyrandi fylgifiskum svo sem landflótta, vonleysi og alkóhólisma. Möguleikar Við eigum nefnilega marga möguleika til að snúa vörn í sókn. Við búum í landi sem laust er að mestu við mengun og eiturúrganga, og við bæjardyr ,okkar liggur heimsins besta hráefni til matvælaframleiðslu og bíður eftir því að það sé nýtt af skynsemi, að ógleymdri ork- unni sem bíður þess með óþreyju að hún fái að streyma um leiðslur til hinnar orku- Reynir Antonsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.